Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977
Kirkjukór Akraness leggur land undir fót
íslenska messu bæói í Betlehem
og Róm, og er sóknarpresturinn
pkkar, séra Björn Jónsson, með
í ferðinni.
Alls fara um 160 manns í
ferðina, en kórfélagar eru 59.
Makar flestra þeirra fara með,
ásamt prestinum og lækni, Guð-
jóni Guðmundssyni, eins af
ýfirlæknum spítalans hér. Auk
þess fara með allmargir ein-
staklingar.
Ferðaskrifstofan Sunna hef-
ur skipulagt ferðina, og fer
Guðni sjálfur með. Er mikill
fengur í að hafa hann með, því
hann er kunnugur á þessum
slóðum.
Lögin sem við syngjum eru
HLJÓMFAGUR söngur
Kirkjukórs- Akraness
fyllti húsakynni Gagn-
fræðaskóla Akraness
þegar blaðamaður leit
inn á æfingu hjá kórnum
á fimmtudag. Kórinn æf-
ir nú af kappi fyrir tón-
leikaferð sem hann legg-
ur upp í seinna í þessum
mánuði til Israels og
Ítalíu, en í ísrael hefur
honum verið boðið að
koma fram á tónleikum á
aðfangadag.
Kirkjukór Akraness var
stofnaður árið 1942. Hann skipa
nú 59 söngvarar, 20 sopran, 15
alt, 11 tenor og 13 bassar. Kór-
inn hefur sungið víða opinber-
lega innanlands, meðal annars í
Skálholti, Keflavík og Reykja-
vik. Núverandi söngstjóri er
Haukur Guðlaugsson, og hefur
hann gegnt því starfi frá 1960.
Stjórn kórsins skipa þau: Guð-
rún Vilhjálmsdóttir formaður,
Steingrímur Bragason, varafor-
maður, Erla Óskarsdóttir, rit-
ari, Sveinn Þórðarson gjaldkeri
og Pétur Jónsson meðstjórn-
andi. Blaðamaður ræddi við
formann stjörnarinnar og fer
viðtalið hér eftir.
„Ferð þessi er þannig til kom-
in að í fyrra var söngmálastjpra
Haukí Guðlaugssyni, boðið að
koma með kór sinn á þessa
sönghátíð, en þar sem okkur
fannst ekki nægur tími til
stefnu.báðum við um að fá að
koma heldur í ár. Við munum
fara út i tveimur hópum 20. og
21. þessa mánaðar og hittast svo
í London, en þaöan flýgur kór-
inn svo til Tel Aviv. 23. höldum
við æfingatónieika í Betlehem
fyrir okkur sjálf, en daginn eft-
ir syngjum við á torgi, sem er
við fæðingarstað Frelsarans,
ásamt að minnsta kosti 8 öðrum
erlendum kórum og nokkrum
ísraelskum. Kórarnir munu þó
ekki syngja allir saman, heldur
koma þeir fram hver fyrir sig.
A jóladag höldum við tón-
leika í þjóðleikhúsinu í Jerúsal-
em, en að því loknu munum við
fara í kynningarferðir um land-
ið.
Eftir áramót fljúgum við til
Rómar og ráðgerum að koma
þangað 3. janúar. Þar höldum
við að minnsta kosti eina tón-
leika, ef ekki fleiri.
Þá er ætlunin að halda
„Furðulegt að syngja
fyrir margt fólk”
ÁSDÍS Kristmundsdóttir er einn yngsti kórfélag-
inn, en hún er 14 ára gömul. Ásdís hefur sungið
með kórnum í tæpt ár, en auk þess að vera í
kirkjukórnum, er hún einnig f skólakór. Hún
hefur lært söng í þrjú ár og ætlar að hald áfram
að syngja „bara fyrir sjálfa mig“.
„Eg hlakka mikid til ferðarinnar, en held að
það verði furðulegt að syngja fyrir margt fólk.
Við syngjum nokkur lög á hehresku og fólkinu
finnst áreiðanlega við hafa bjánalegan framburð.
Setningarnar eru mjög svipaðar á fslensku og
hebresku og við fáum að vita um hvað við erum
að syngja, svo það er auðveldara. Ég hef sungið
einu sinni í bíóhöllinni og var þá ekkert feimin,
en þar þekkti ég líka alla. Svo syng ég fjórða
hvern sunnudag í kirkjunni.
Krakkarnir í skólanum öfunda mig sumir af
ferðinni, en önnur vorkenna mér að geta ekki
verið heima á jölunum. Báðir foreldrar mínir
fara með mér, og ég held ég sakni þess ekkert að
vera ekki heima á jólunum, þvf það eru svo mörg
jól eftir.“
„Óttast ekki
vidtökur”
Kórinn ætlar að syngja
í Betlehem um jólin
Guðmundsson eru áhuga-
menn."
Svo fórust Jóni Gunnlaugs-
syni orð er hann var spurður að
því hvernig honum litist á ferð-
ina.
„Almennur söngáhugi er
ekki mikill á Akranesi, enda er
það miklum vandkvæðum
bundið að halda uppi stórum
kór. Það er mikill munur frá
því sem var fyrir 45 árum. Þá
var þétta svo mikill brennandi
áhugi, bæði meðal kórfélaga og
utan. Kröfurnar eru meiri nú,
enda endist fólk ekki eins lengi
í kórum og það gerði. En það
gengur ekki erfiðlega að fylla
skörðin.
Söngurinn hefur þroskazt, en
sönggleði var meiri áður fyrr.
Söngstjórar eru lærðari nú og
kennsla er meiri. Áður kunni
söngstjórinn kannski að spila á
eitt undirleikshljóðfæri, en nú
eru þetta orðnir hámenntaðir
menn, eins og Haukur. Við er-
um heppin að hafa hann því
hann er frábær söngstjóri og á
ábyggilega fáa sína líka. Það er
mikið lán að við höfum fengið
að halda honum.“
Kirkjukór Ákraness —
fyrsti íslenski kórinn sem syngur í Betlehem um jólin.
út auglýsingablað, og tókst það
mjög vel, og jólakortasölu erum
við einnig með. Fjáröflunar-
nefnd, skipuð Öskari Hervars-
syni, Björgu Hermannsdóttur
og Þóreyju Jónsdóttur, hefur
haft veg og vanda af söfnuninni
og á hún þakkir skilið.
Styrki fengum við úr bæjar-
sjóði, Menningarsjóði Akra-
ness, Kirkjukórasambandinu,
Akraneskirkju, Samvinnubank-
anum, Kvennadeild Borgfirð-
ingafélagsins, í Reykjavík og
einnig studdu okkur einstakl-
ingar.
Æfingar hafa verið strang-
ar,en þær hófust i vor. Yfir
sumarið lágu þær niðri, en
hófust aftur með haustinu. Hef-
ur Guðmuda Elíasdóttir söng-
kona verið með raddæfingar og
auk þes hafa verið almennar
æfingar.
Sunnudaginn 11. desember
höldum við tónleika í sal
Menntaskólans í Hamrahlíð og
hefjast þeir klukkan 16, en dag-
inn áður verður tekin upp með
okkur dagskrá útvarps, þar sem
við flytjum megnið af prógrami
okkar.
Akurnesingar verða þó ekki
kirkjukórslausir yfir jólin þrátt
fyrir för okkar, því að gamlir
félagar úr kirkjukórnum ætla
að s.vngja við guðsþjónustur
undir stjórn Björns Sólbergs-
sonar.“
„MÉR LÍZT ágætlega á ferðina
og óttast ekki viðtökur. Kórinn
er mjög vel undir þetta búinn,
miðað við að allir kórfélagar
eru áhugamenn. Að visu eru
tveir einsöngvaranna Guðrún
Tómasdóttir og Halldór Vil-
helmsson atvinnumenn og
reyndar mætti kalla Friðbjörn
G. Jónsson það h'ka, en hinir,
Ágústa Ágústsdóttir og Ágúst
Jón Gunnlaugsson hefur sung-
ið frá 17 ára aldri.
Frfða Elíasdóttir undirleikari
og Haukur Guðlaugsson stjórn-
andi.
bæði íslenzk og erlend, og
'syngjum við á hebresku, þýzku,
latínu og íslensku. í Betlehem
og Jerúsalem er ætlunin að
syngja eingöngu jólalög, en í
Róm munum við flytja megnið
af prógraminu, sem er um
tveggja klukkutíma langt.
Mikill kostnaður er fylgjandi
þessari för, en við höfum farið
hefðbundnar fjáröflunarleiðir,
haldið kökubasar, hannyrða-
basar og flóamarkað. Auk þess
stóðum við gæzluvaktir á
Grundartanga fjórar helgar í
sumar. Vaktirnar voru átta
tíma langar, og stóðu tveir
hverja vakt. Þá höfum við gefið
Stjórn Kirkjukórs Ákraness: Sveinn Þórðarson, Guðrún Vilhjálms-
dóttir, Pétur Jónsson, Erla Oskarsdóftir og Steingrfmur Bragason.'