Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 Hannyrðavörur eru vinsælar jólagjafir Sími 86922. Jölahangikjötið á hagstæðu verði verð Hagkaups- nú verð Hangilæri, heil TN294 979 1 kg. Frampartur, heill 768 1 kg. Biti úr læri 1.125 1 kg. Biti úr framparti 900 1 kg. Úrbeinuð læri 1.933 1 kg. Úrb. frampartur 1.641 1 kg. Ofangreint verð gildir meðan núverandi birgðir endast. HAGKAUP (Erindi haldið í Rotary- klúbbi Reykjavíkur 30. nóvem- ber 1977) 1 lok síðasta árs höfðu verið framin samtals 484 flugrán í heiminum. Reynsla yfirstand- andi árs sýnir að þvi fer fjarri að búið sé að ná viðunandi árangri í heftingu þessarar starfsemi þrátt fyrir að víða sé varið ótrúlegu fjármagni til slíkrar baráttu. Fyrsta flugránið var framið i Perú árið 1931 þegar rænt var flugvél i innanlandsflugi. Eftir síðari heimstyrjöldina, er járn- tjaldið hafði fallið yfir þvera Evrópu, hófst fyrsta samfellda tímabil flugrána. Á árunum 1947—56 eru skráð samtals 23 flugrán, og rúmlega 80% þeirra voru vegna flótta einstaklinga eða hópa frá ýmsum löndum Austur-Evrópu. 1 lang-flestum tilfellum var markmiðið það eitt að komast til vestræns lýð- ræðisríkis, og eftir lendingu þar var flugvél skilað til heima- lands, svo og áhöfn, ef hún kaus þá ekki einnig að biðja hælis sem pólitískir flóttamenn. Flugræningjum þessa tímabils var oftast tekið sem hetjum á Vestnrlöndum óg tafarlitið veitt umbeðin landvistarleyfi. Telja má að annað timabil flugrána standi á árunum 1958—64 þegar töluvert varð um flótta Kúbumanna til Bandarikjanna. Það sama gilti hér og á fyrsta timabilinu, þ.e. að markmiðið var vanalega það eitt að komast til lýðræðisrikis. Þriðja tímabilið, og það sem varð langmest áberandi, stóð á árunum 1968—72, en á þessum 5 árum eru skráð 325 flugrán eða % hlutar af heildarfjölda flugrána frá upphafi og til árs- loka 1976. Rúmlega helmingi þeirra flugvéla, sem rænt var, var nú beint til Kúbu, og í yax- andi mæli er um að ræða alls kyns glæpamenn á flótta svo og fjárkúgara. Astæðan fyrir því að Kúba varð svo oft fyrir val- ÁRANGUR LEITAR í HANDFARANGRI OG A FLUGFARÞEGUM í BANDARíKJUNUM ár: 1972 1973 1974 1975 FARÞEGAR SKOÐAÐIR (í milljónum) - 202,2 200,7 202,2 FARÞEGAR HANDTEKNIR 3.658 3.156 3.501 2.464 FUNDIN SKOTVOPN 1.313 2.162 2.450 4.783 FUNDIÐ SPRENGIEFNI (þar í skotfæri, blys og flugeldar) 13 3.459 14.928 27.205 FUNDNIR HNÍFAR 10.316 23.290 21.468 46.318 AÐRIR HLUTIR 3.203 28.740 28.864 55.831 SAMT. TEKNIR HLUTIR 14.845 57.651 67.710 134.137 FJÖLDI SKOÐAÐRA FARÞEGA FYRIR HVERN FUNDINN HLUT - 3.507 2.964 1.507 inu sem áfangastaður var fyrst og fremst sú, að ræningjanna biöu þar vægar móttökur, og þeir þurftu ekki að óttast að verða endursendir til Banda- ríkjanna. Árið 1973 tókst hins vegar Bandaríkjastjórn að ná samkomulagi við Castro þess efnis að flugræningjum yrði jafnóðum skilað aftur til brott- fararlands sins. Tók þar með strax fyrir flugrán til Kúbu. Frá þessum tíma hefur staðið fjórða tímabil fiugrána, og fer þá í vaxandi mæli að gæta áhrifa skipulagðra skæruliða- samtaka sem virðist hvorki skorta fé né nýtisku vopnabún- að. Alþjóðasamningar Til að sporna við flugránum og öðrum ólögmætum aðgerð- um, sem beint er gegn ioftför- um, hafa verið gerðir þrir al- þjóðasamningar, sem allir hafa tekið gildi hér á landi. Sá fyrsti, sem gerður var i Tokyo árið 1963 og fjallar almennt um lög- brot í loftförum, hefur verið staðfestur af 88 ríkjum. Arið 1970, þegar fjöldi flugrána var nálægt hámarki, var samþykkt- ur alþjóðasamningur í Haag, og var þar i fyrsta sinn sérstaklega fjallað um aðgerðir til að koma í veg fyrir ólöglega töku loft- fara. Hann hefur verið staðfest- ur af 79 rikjum. Árið eftir er síðan gerður þriðji samningur- inn í Montreal, og var honum einnig ætlað aó koma í veg fyrir ólöglegar aðgerðir gegn öryggi flugsamgangna. Þessi samning- ur hefur verið staðfestur af 75 ríkjum. 1 siðarnefndu tveim samning- unum er m.a. gert ráð fyrir að samningaríkin lýsi öll afbrot samkvæmt þeim refsiverð og leggi þung viðurlög við þeim. Eins og áður var getið hefur töluverður fjöldi ríkja af ýms- um ástæðum enn ekki staðfest framangreinda samninga, og verða því oft griðastaðir flug- Leifur Magnússon ræningja þar sem þeim er þar sleppt við framsal til annars rikis, og jafnvel við ákæru fyrir alþjóðlega viðurkennt lögbrot. Á Bandaríkjaþingi voru nýlega nefnd eftirtalin 11 ríki, er styðji beint eða óbeint starf- semi alþjóðlegra hryðjuverka- hópa: Alsír, írak, Kína, Kongo, Kúba, Lebanon, Libya, Norður- Kórea, Sovétríkin, Sýrland, Tanzanía, Yemen ogZaire. Nauðsynlegt hefur reynst að koma á ströngu eftirliti með flugfarþegum og handfarangri þeirra til þess að fyrirbyggja eftir getu að vopn éða sprengi- efni komist um borð í loftfar. Skoðun farþega og farangurs Árið 1973 var í Bandaríkjun- um lögleidd reglubundin skoð- un flugfarþega og handfarang- urs þeirra, og hliðstæðar skoð- anir eru nú framkvæmdar víð- ast hvar á alþjóðaflugvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.