Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977
VERÖLD
DYRARIKIÐi
Hvernig
lifir bangsi
af vetrar-
dvalann?
Það hefur lengi verið mönnum
ráðgáta, að skógarbirnir geta sof-
ið samfleytt á veturna svo, að
mánuðum skiptir, brennt 4000
hitaeinin^um á dag, vakna samt
aldrei til þess að éta eða drekka,
og eru þó veggbrattir, þegar þeir
koma úr hýðunum undir vor.
Hópur vísindamanna við Mayo-
sjúkrahúsið i Minnesota í Banda-
ríkjunum hefur nú verið að rann-
saka þetta skipulega í átta ár. í
þessum hópi eru læknar, dýra-
læknar, læknanemar og tækni-
menn: fyrirliðinn heitir Ralph A.
Nelson, er bæði læknir og lífeðlis-
fræðingur og sérfróður um nær-
ingu og eldi.
Vísindamennirnir eru á höttun-
um eftir hormóna, sem þeir
imynda sér að stjórni dvala
skógarbjarna. Telja þeir, að hor-
móna þennan muni mega nýta til
lækningar ýmsum sjúkdómum
manna: nýrnasjúksómum, svefn-
tregðu, offitu og hungurmeinum
auk þess, að hann muni varpa
Ijósi á margt annað. Rannsóknirn-
ar á skógarbjörnunum hafa þegar
orðið til þess, að sett var saman
sérfæði handa nýrnasjúklingum
er svo vel reyndist. að þeir þurftu
ekki að koma til meðferðar nema
á 10 daga fresti í stað þriggja daga
áður.
Rannsóknirnar hafa bæði farið
fram úti á víðavangi, við örðugar
aðstæður, og í tilraunastofum. Nú
hefur rannsóknarhópurinn
nokkra birni í búrum og hafa þeir
bætt á sig einum 50 kílóum hver á
skömmum tíma. En það mun ekki
Nelson (til hægri) tekur einu bjarndýranna blóð sem notað verður til
samanburðar við önnur sýnishorn sem tekin verða þegar bangsi er
iagstur í vetrardvalann.
af veita, þvi að einhvern næstu
daga leggjast þeir i dvala — og
vakna ekki fyrr en í marz eða
apríl.
Þegar þeir eru fallnir i dvalann
verða þeir fluttir í hýði úti á
víðavangi og síðan verður fylgzt
með þeim á reglulegum fresti í
vetur. Verða visindamennirnir yf-
ir þeim til skiptis allt að þremur
sólarhringum í einu. Verður það
varla sérlega góð vist, því að veð-
ur geta orðið grimm og forsthörk-
ur miklar á þessum slóðum.
Geislavirkum efnum verður
sprautað í birnina, og síðan tekin
úr þeim blóðsýni reglulega. Von-
ast vísindamennirnir til að kom-
ast að því í blóðsýnunum, hvernig
jafnvægi ’helzt svo með fram-
leiðslu og eyðslu fitu, sykurs og
eggjahvítuefna í björnunum, að
þeir þurfa ekki næringar frá því í
desember og fram í marz.
Dvali skógarbjarna er ekki
mjög þungur borinn saman við
dvala ýmissa annarra dýra, t.d.
ikorna og nokkurra skordýrateg-
unda. Líkamshiti þeirra dýra
Iækkar um tugi stiga og þau sofa
svo fast, að það má taka þau upp,
handleika þau að vild að láta þau
detta, án þess að þau rumski.
Líkamshiti bjarnanna lækkar
hins vegar ekki nama um fjögur
stig og þeir vakna við þrusk ná-
lægt sér og snúast umsvifalaust
til varnar, eða árásar öllu heldur.
Þeir færa sig jafnvel til og búa
sér svefnstað annars staðar, ef þá
grunar að þeir verði ónáðaðir eft-
ur ella.
Rannsóknarmennirnir í Mayo
Framhald á bls. 41
FJARSKIP7T
I Bandaríkjunum er komin upp
ný plága, þar sem eru einkatal-
stöðvar. Áður notuðu þær fáir
nema lögreglan og langferðabíl-
stjórar, en nú eru þær komnar á
almennan markað og seljast
grimmt. Leyfður sendistyrkur
stöðvanna er litill, en vitanlega
má auka hann og gera það margir.
Er þetta „almenningsútvarp" orð-
ið hinn mesti ófögnuður, og á
síðast liðnu ári bárust yfirvöldum
einar 100 þúsund kvartanir um
ýmiss konar ónæði af talstöðva-
sendingum.
Til dæmis um þessi óþægindi er
það, að sendingar einkatalstöðva-
eigenda hafa komið fram í út-
varps- og sjónvarpssendingum.
Einhvern tíma heyrðist kallað í
miðri útfararræðu: „Settu matinn
upp — ég er á leiðinni1'. Ein sið-
prúð og guðhrædd jómfrú skrúf-
aði frá útvarpinu sínu og heyrði
svo dónalegan munnsöfnuð, að
Einkafram-
takið ætlar
menn lifandi
að drepa
henni lá við aðsvifi. Þó hefur Iík-
lega fáum fórnarlömbum tal-
stöðvaeigenda brugðið meir en
konunni, sem opnað8i steikara-
ofninn sinn og bjóst til að taka út
önd, sem hún ætlaði að hafa í
sunnudagsmatinn. Öndin reynd-
ist ekki fullsteikt, því að hún
ávarpaði konuna höstuglega; ekki
er þess getið, hvað hún sagði —
en hún talaði með Texashreimi!
Talstöðvarnar eru orðin ein vin-
sælust leikföng í Bandaríkjunum.
Og framleiðendur mega hafa sig
alla við að anna eftirspurninni.
Margir hafa krafizt þess, að
fjöldaframleiðsla og almenn sala
talstöðva verði bönnuðj en stjórn-
völd treysta sér ekki til þess. Þau
segja framleiðsluna og söluna lög-
legar og geti þau lítið gert í mál-
inu nema sekta menn fyrir það að
auka sendistyrk stöðva sinna um
fram leyfileg mörk.
En stöðvarnar eru nú orðnar
svo algengar, að það væri illger-
legt að hafa uppi á þeim ólöglegu.
Enda eru talstöðvaeigendur alveg
áhyggjulausir. Þeir reisa loftnet á
þökum uppi, styrkja stöðvar sínar
og gera nágrön-nunum lífið leitt.
Og svo leitt getur það orðið, að
þess eru þó nokkur dæmi, að
menn fluttust búferlum vegna
ónæðis af talstöðvasendingum.
Aðrir hafa aftur á móti gripið
til eigin ráða gegn talstöðva-
eigendum, fyrst yfirvöldin neita
að beita sér. Þeir kaupa sér sjálfir
talstöðvar og senda kvölurum sín-
um tóninn til baka!
Enn aðra hefur þrotið þolin-
mæðina gersamlega og þeir lagzt í
nokkurs konar skæruhernað við
talstöðvaeigendur. Þeir rísa árla
úr rekkju, svo sem upp úr miðri
nóttu, og fara út — vopnaðir byss-
um. Síðan aka þeir um fram undir
fótaferðartima, stanza þar, sem
þeir sjá talstöðvaloftnet á húsþök-
um — og skjóta þau
niður... — JOHN DE ST.
JORRE.
Vaxandi
skiiningur
vænkandi *
horfur
NÚ eru allmörg ár liðin frá því,
að það rann upp fyrir mönnum,
að þeir væru komnir vel á veg
að spilla umhverfi sínu svo, að
það kynni að enda með skelf-
ingu, ef þeir bættu ekki ráð sitt
skjótlega. Þrátt fyrir þetta hef-
ur næsta lítið verið að gert.
Menn hafa látið sér nægja að
halda ráðstefnur og setja á töl-
ur um nauðsyn þess að vernda
lífríki jarðar, en minna hefur
orðið úr framkvæmdum.
Ein ástæðan er sú, að ríkjum
hefur gengið illa að koma sér
saman um umhverfisvernd. Ár-
ið 1972 var t.d. haldin mikil
umhverfismálaráðstefna í
Stokkhólmi á vegum
Sameinuðu þjóðanna. Á þeirri
ráðstefnu var hver höndin upp
á móti annarri, og hnakkrifust
fulltrúar um flest, sem á góma
bar. Austant jaldsmenn sátu
auk þess heima — vegna þess,
að Saméinuðu þjóðirnar voru
ekki búnar að viðurkenna
Þýzka alþýðulýðveldið fylli-
lega. Þjóðirnar í „Þriðja
heiminum" áfelldust iðnríkin
fyrir það, að þau hefðu
mengunarvandann að afsökun
til þess að koma i veg fyrir það,
að vanþróuðum ríkjum færi
fram. En meðan á þessu stóð
lýsti hinn heimskunni mann-
fræðingur, Margaret Mead, yfir
því, að það yrði að koma -til
„byltingar i líkingu við býlt-
ingu Kópernikuffar forðum", ef
heimurinn ætti ekki að fá illan
endi.
Það eru ánægjuleg tiðindi, og
var kominn tími til, að þessi
allrar þeirra orku, sem notuð
var; nú nemur hlutur þeirra
1%. Lífið í höfunum fjarar út.
Ósonlagið, verndarhjúpurinn í
gufuhvolfinu, ézt smám saman
upp. Og svo mætti telja enda-
laust.
1 október síðast liðnum komu
nærri 400 fulltrúar frá 74 ríkj-
um saman til náttúruverndar-
þings í Tbilisi í Georgíu í Sovét-
ríkjunum. Það var Menntunar-,
vísinda- og menningarstofnun
Sameinuðu þjóðanna,
UNESCO, sem efndi til þessa
þings í samvinnu við Náttúru-
verndarstofnun samtakanna.
Helzta umræðuefni þingsins
var „upplýsing um náttúru-
vernd", þ.e. almenn kynning
náttúruverndar um heim allan.
Framkvæmdastjóri Náttúru-
verndarstofnunar SÞ, Dr.
Mostafa Tolba, komst svo að
orði í ræðu sinni, að það væri
orðin „lífsnauðsyn að koma
þjóðum heims í skilning um
þörfina á náttúruvernd"; hér
væri um líf og dauða að tefla.
Það var allur annar bragur á
þessu þingi en umhverfisráð-
stefnunni í Stokkhólmi forð-
um. Á þinginu í Tbilisi var
Ijóst, að ríkin, sem þar áttu
fulltrúa höfðu fullan vilja til
að hrinda yfirlýsingum sínum í
framkvæmd. Menn voru óvenju
hreinskilnir á þessu þingi. T.d.
játuðu fulltrúarnir frá Astralíu
það, að Ástralíumenn létu
vinna járn það, sem þeir selja
Japönum, á Filippseyjum
vegna þess, að öryggisreglur
um vinnsluna væru ekki nærri
jafnstrangar þar og í Ástraiíu
eða Japan. Tók einn fulltrúinn
svo til orða, að „við leysum
mengunarvanda okkar með því
að flytja hann út'V •
Fulltrúar Sameinuðu þjóð-
anna fluttu og ýmis ánægjuleg
tíðindi af framtaki einstakra
ríkja í náttúruvernd. Þar kom
t.d. fram, að 15 af ríkjunum 18
við Miðjarðarhaf hafa bundizt
samtökum við „björgun" hafs-
ins. Tanzaníumenn eru búnir
Eiturefnum dælt í sjóinn undan Thailandi
bylting er nú hafin. Árið 1972
voru aðeins 10 ríki byrjuð
skipulega umhverfisvernd. Nú
eru þau orðin 70. Flestallir eru
orðnir sáttir á það, að menn
verði að setja sér ákveðnar
siðareglur um umhverfi sitt, ef
svo má að orði komast. Og rfkin
í Þriðja heiminum, sem töldu
mengun einkavanda auðugra
iðnríkja hafa breytt skoðun
sinni og telja nú, að vandinn sé
sameiginlegur öllum ríkjum og
þau verði öll að leggjast á sveif-
ina til að leysa hann. Og verk-
efnin eru meiri en nóg: á
hverju ári eru fleiri en 10 þús-
und nýrra efna sett á sölumark-
að í heiminum. Eyöimerkur
víða um lönd stækka um 30
kílómetra á ári. Fyrir einni öld
lögðu menn og skepnur til 96%
að bjóða heim sérfræðingum
frá mörgum löndum til jáðgjaf-
ar um skipulag nýrrar höfuð-
borgar landsins. Stjórnir
Bandarfkjanna og Kanada hafa
tekið höndum saman um vernd-
un vatnanna miklu á landa-
mærum ríkjanna. Kfnverjar
hafa efnt til ýmissa nýmæla í
því skyni að spara orku og eru
t.d. farnir að framleiða gas í
stórum stíl úr ýmiss konar úr-
gangi. Og Sovétmenn eru búnir
að stórminnka rennslið úr
pappírsverksmiðjunum við
Baikalvatn þar, sem eru saman
komnir.10 hundraðshlutar alls
fersks vatns á jörðinni. Það er
sem sé kominn skriður á málið,
og er nú vonandi, að svo haldi
áfram sem byrjað er. — PAUL
MOORMAN.
y