Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 13 Rannsóknarmenn hafa stað- reynt að bimir sem leggjast ekki í dvala svelta til bana (SJÁ: Dýraríkið) GOMUL SARl IINDLAND Ovitarnir og hjónabandið Á INDLANDI hafur það tíðkazt frá fornu fari, að börn væru gefin saman í hjóna- band kornung, jafnvel yngri en tíu ára, og er þessi siður enn við lýði Nú liggur fyrir indverska þinginu frumvarp um bann við „barnahjónaböndum '. Er það kveðið svo á, að stúlkur verði að vera orðnar 1 8 ára en piltar 21 til þess að mega giftast Flestallir indverskir stjórnmálamenn munu samþykkir frumvarpinu og er áreiðanlegt, að það verður leitt í lög Meinið er, að það er nokkurn veginn jafnvíst, að almenning- ur mun hafa þau lög að engu. Nú eru liðin fleiri en 100 ár frá þvi, að Bretar settu Indverjum hjúskaparlög til þess að beizla „hættulega frjósemi” þeirra. í þeim lögum var kveðið svo á, að ekki mætti „fullkomna” hjónaband fyrr en stúlkan yrði 14 ára og pilturinn 1 8 Auk þess var fjölkvæni bannað En þessi lagaboð reyndust haldlaus frá upphafi \ Árið 1929 voru enn sett hjúskapar- lög og lágmarksaldur þá hækkaður um eitt ár upp i 1 3. 1 945 var þeim lögum svo breytt og lágmarksaldur færður til 15 ára En þetta kom fyrir ekki; Ind- verskur almenningur fór sinu fram eftir sem áður, og er svo enn Til dæmis að nefna var haldin fjölmenn hjónavigsla barna úti í eyðimörk í Rajasthan i fyrra og gefin saman hvorki fleiri né færri en 1 0 þúsund börn Og eftir stríðið 1971 kom á daginn, að fjöldi 1 3 og 14 ára telpna þágu „stríðsekkjubætur” af ind- verska ríkinu! Má af þessu ráða, að ekki þurfi mikils að vænta af hinum nýju hjú- skaparlögum Samt bindur indverska ríkisstjórnin svolitlar vonir við þau Það er komið á daginn, að barnahjóna- böndum fer nokkuð fækkandi í borg- um landsins og þakkar ríkisstjórnin þat fyrri hjúskaparlögum, sepfi nefnd voru áðan Syeitameon eru ^erfiðari viður- eignar Qq. þorgartyjaír .flestum grein- ,, um, og miklu fastheldn^fi á forna siði, en það er þ,9. v(Qn srtjómyal^a, að þeir , láti sér segjast að lokum, þótt þverir Þess má geta að lokum, að múslim- ar, múhammeðstrúarmenn. á Indlandi hafa lengi haft með sér eigin hjúskap- arlög, sem voru samkvæmt landslög- um til skamms tíma, þótt þau séu orðin aftur úr núna Þeir hafa þá reglu, að unglingar mega ekki ganga í hjóna- band fyrr en þeir eru örugglega orðnir kynþroska Eru stúlkur taldar það 15 ára en piltar 19 ára — „ef annað ásannast ekki” — SIMON WINCHESTER. Bretarnir báðu SS- gestina að hypja sig Af öllum stofnunum þýzkra nasista eru SS-sveitirnar senni- lega illræmdastar. Þær urðu nokkurs konar ríki í ríkinu og voru algerlega frjálsar að að- ferðum, enda fara af þeim ótaldar hryllingssögur. SS- menn pyntuðu bæði og myrtu fanga og óbreytta borgara í stórum stíl; þeir stjórnuðu út- rýmingarbúðunum og Gyð- ingamorðunum þar. Fyrir hálfum mánuði komu þrír gamlir SS-foringjar til London þess erindis að auglýsa enska þýðingu þýzkrar bókar um framgöngu SS í heimstyrj- öldinni seinni. Bók þessi fjallar um þær deildir SS, sem börð- ust á vígstöðvunum, — ekki hinar, sem stjórnuðu útrýming- arbúðunum og ofsóknum á hendur óbreyttum borgurum. Að vísu voru mannaskipti tíð i sveitunum og ófáir gegndu bæði þjónustu í herdeildum SS og morðsveitunum í Þýzka- landi. Gömlum SS-hermönnum er þó mikið í mun, að þessum sveitum sé ekki ruglað saman, og er það skiljanlegt. Meinið er, að flestir aðrir gera engan greinarmun á hersveitunum og morðsveitunum og það fengu fyrrnefndir SS-foringjar að reyna í London um daginn. Koma þeirra vakti slika reiði manna, að einum var snúið aftur til síns heima þegar i stað, öðrum var skipað að hypja sig hið skjótasta, og sá þriðji sá þann kost vænstan að gera slíkt hið sama eftir blaða- mannafund um bókina. í Vesturþýzkalandi er alltaf öðru hverju deilt á stjórnvöld fyrir það, að gamlir nasistar sitji enn að völdum og mörgum túnaðarstöðum En flestir þeirra eru nú orðnir nokkuð við aldur, og þeir týna óðum töl- unni. Er ótrúlegt, að komi til nokkurra „hreinsana" héðan af. Vesturþýzkum stjórnvöldum er reyndar ekkert um það gefið, að þau séu minnt á valdatið Hitlers. Þau muna nasismann vel. Hins vegar telja þau það ekki til neins góðs, að hann sé rifjaður upp í sífellu. Það olli þeim þess vegna mikilli gremju, þegar SS-foringjarnir þrír fóru auglýsingaferðina til London. Þau töldu þá ekki sér- lega heppilega sendiherra. Það er skoðun stjórnvald- anna, að flestir SS-menn séu búnir að gjalda fyrir glæpi sina — ef það sé þá hægt, og vilja þau helzt ekki heyra meira af þeim. Dómarar bandamanna komust að þeirri niðurstöðu á sínum tíma, að SS-sveitirnar væru „glæpsamleg samtök" og voru fjölmargir SS-foringjar dæmdir. Vesturþjóðverjar viðurkenndu þessa rtiðurstöðu og dómana. Fyrir sitt leyti sviptu þeir gamla SS-menn öll- um rétti, sem þeim bar sam- kvæmt lögum um her- mennsku, og til dæmis að nefna fá þeir engin eftirlaun frá hernum, eins og aðrir fyrrver- andi hermenn. Þótt gömlum SS-mönnum hafi fækkað mjög á undan förn- um árum eru enn svo margir eftir, að efna mætti í nokkrar herdeildir; þeir eru ein 40 þús- und talsins. Þeir hafa með sér félög, og koma saman á reglu- legum fresti í Nassau, þar sem SS-sveitir höfðu bækistöðvar hér áður fyrr. Þeir hafa og með sér nokkurs konar trygginga- félag, sem styrkir þá félaga, sem eiga í fjárhagsörðugleik- um. Á þessi hjálparstofnun viða stuðning vísan, bæði með- al kaupsýslumanna og stjórn- málamanna og er það að sínu leyti umhugsunarvert. — WALTER ELLIS Varsjá 1943: SS-menn smala Gyðingahverfið Plötur í úrvali í fullkomnustu plötudeild landsins I I Stevie Wonder — Songs in the key of Life [] 10 CC — Deceptive Bends []] 10 CC — Live and Let l~l 10CC — The Orginal Soundtrack n Roxy Music — Siren n RoxyMusic — Stranded n Roxy Music — Greatest Hits n Roxy Music — Country Life n Golden Earring — Golden Earring Life | | David Bowie — Heroes n Donovan I | The Hank Marvin Guitar Syndicate I | Osibisa Life — Black Magic Night □ Procol Harum — Something Magic n Uriah Heep—Innocent Victim n Sailor — Checkpoint n Harpo Hits [[] Evita — Ýmsir listamenn □ Electric Ligth Orchestra — Out of the Blue I | Fleetwood Mac — Rumours I | Diana Ross and Surpremes — 20 Golden Greats n Dancing Queen — Roberto Delgado I I Geoff Love's — You should be Dancing Volume 2 J 20 Golden Numers one's n Supertramp — Even in the Quietest Moments I | Eric Clapton — Slow Hand n The Best of Babe Ruth I | The Best of John Denver []] Crosby Nash — Life I | Neil Young — American Stars'n bars I I The Shadows — 20 Golden Greats n The Beach Boys — Live in London n Carole King — Simple Things C] Fairport Convention — The Bonny Bunch og Roses J Donna Summer—I remember Yesterday n Donna Summer — Four Seasons of Love n Seals & Croft Sing the Songs from the Orginal Motion picture Sound Track I I The Doobie Brothers — Livin’on the fallet line |~| Elvis Prestley — Pure Gold I | Elvis Golden Records Volume 2 F~l Elvis Golden Records Volume 4 » I | Thin Lizzy — Bad Reputation I ] Bob Marley & The Wailers Ecobus O Kenny Loggins —Colebrate me Mome | | Steve Winwood □ Emerson Lake & Palmer — Works Volume 2 Genesis — Second Out Plötur á 1500 kr. | | Grand Ole Contry Hits n Rock on Brother the Isley Brothers □ Golden Music Boc Authentic Music of the Gay 90's □ The Enchanted Guitars — Play the Songs of Kris Kristoferson []] Themes from Star Wars New York — New York the Deep n and otherGreat Movie Hits n 2 Rocord set Double Disco n Guy Lambardo n Peter Nero — If ever I would leave you I I Benny Goodman and his Orchestra Featuring Great Vocalists I | Al Hirt — Blows his own Horn □ The Father of Blue Grass Music — Bill Monroe | | and his Blue Grass Boys Úrval af framúrstefnutónlist á 2.500 kr. stk. Plötur á 1650 kr. □ □ □ □ □ Disco Sensation Disco Sensation 2 Hits for Young People 8 Hits for Young People 9 Hits for Young People 1 0 I l John Petersen & Skyliner Jet Flight 3 n Papa Oscars Dixielanders i I I The Hiltonarires Singen Abba Grosse Erfolge und andere I | John Petersen & Skyliner □ Taxi n Tango Time []] Top dancing from Swing to Latin ö Fiesta in Acapulco — Los Muchachos [] Praline Prásentiret — Horst Fischer ö Born on the Road — Easy Rider I I La Montanra Es Sing — der Bergsteiger Chor I I Orginal Contry Western Music |~| Bonanza Contry Western Hits Sendum i póstkröfu hvert á land sem er. Á HORNI SKIPHOLTS OG NÓATÚNS SÍMI 29800 ( 5 LÍNUR) 26 ÁR í FARARBRODDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.