Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977
ÚT er komin ný nljómplata. Þaö eru nú svo sem ekki
ýkja miklar fréttir þessa dagana, en þad er þó mjög
sérkenniiegt við þessa plötu að á henni flytur lítt
þekktur lagasmiður, Hilmar H. Gunnarsson, eigin
lög og texta og gefur hann plötuna út á eigin
kostnað. Plata þessi nefnist Skin og skúrir og var
tekin upp í Majestig studios í London nú í sumar.
Hilmari til hgtíaog frausferfRSMrð iilQju/iriar var
Magnús Sigmundsson og fékk hann m a> komið því
til Ieiðar að uu'MMukostnaa*P^pbkki in)ög miktli
og mun minni enflanai teefíji orðtö h« i hefttialeijls <jj&
upphaflega var ;etiun Hilmars Auk MagnúsarCÍð-
ðt imdtrieík ýmstr Eny'—•“—"
stoðuðu Hilmaf*
sem ekki eru nafngréW5M®S'umsJagiakifunnar.l
Á blaðamannafundi til kyrminsar þliitunni
þriðjudag sagði Hilmar, að hann hefði alla tíð lartgað
að gera plötu með eigin efni, en ekki oróið af því fyrr®
en nú, og þar sem hann hefði ekki fengið útgefanda
að þessu hefði hann ráðist í að gera þetta sjálfur.
Hann bætti við að hann hefði ekki gert það hefði
hann vitað hve erfitt og kostnaðai^samt það yrði, en
hann væri ánægður með árangurinn.
Hilmar sagði að efnið á plötunni, sérstaklega
textarnir , væri mjög presónulegt og hefði orðið til á
mörgum undanförnum árum. Hann sagðist hafa um
langan aldur fengist við lagasmíðar, en aldrei leikið
með hljómsveitum eða komið fram með tónlistina á
annan hátt, ef undan væri skilið eitt þjóðlagakvöld í
Tónabæ og smáatriði í sjónvarpsþætti ásamt Símoni
ívarssyni gítarleikara, sem nú nemur í Vínarborg.
Hilmar sagði að hann hefði Iangað til að lofa fleirum
en kunningjum og vinum að heyra þessar hugsmíðar
sínar og að hann hefði fullan hug á að gera aðra
plötu -ef útgefandi fengist.
Káputeikning er eftir Árna Elfar og ljósmynd á
bakhlið eftir Jóhannes Long. Dreifingu annast
Hljómplötuútgáfan h.f. SIB.
Nýlega kom á markað hér hljómplatan „Gamlar og
góðar lummur" þar sem Gunnar Þórðarson flytur
gömul vinsæl lög f nýjum búningi ásamt sönghópn-
um „Lummunum". 1 sönghópnum eru Linda Gísla-
dóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Jóhann Ilelgason,
Valur Emilsson og Olafur Þórðarson. Undirleik á
plötunni er þannig háttað að Tómas Tömasson leikur
á bassa, Sigurður Karlsson á trommur, Nikulás
Róbertsson á píanó, Sigurður Rúnar Jónsson á fiðlu,
Hannes Jón Hannesson á kassagltar og Gunnar Þórð-
arson leikur síðan sjálfur á öll önnur hljóðfæri og
stjórnaði hann einnig upptöku og hljóðblöndun og
gerði útsetningar.
Lögin á plötunni eru sem fyrr sagði vel þekkt. Þar
má t.d. nefna: „Nú liggur vel á mér“, „Lóa litla á
Brú“, „Anna í Hlíð“, „Viltu með mér vaka í nótt“ og
fleiri slík. Það er Ýmir hf. sem gefur plötuna út en
Steinar hf. sér um dreifingu.
Á blaðamannafundi til kynningar plötunni kom
fram að platan hafði á tæpri viku verið seld í meira
en þrjú þúsund eintökum og þúsund til viðbótar
höfðu verið pöntuð og taldi dreifingaraðilinn að
salan kæmist í fimm þúsund eintök er vikan væri
liðin. Ekki er Slagbrandi kunnugt um hvort sú varð
raunin á en vissulega hefur platan selst fádæma vel
og er greinilegt að almenningur hefur tekið henni
fegins hendi.
Slagbrandur spurði Gunnar Þórðarson hvenær
hann hefði fengið hugmyndina að gerð þessarar
plötu.
„Mig hafði lengi langað til að gera eitthvað fyrir
þessi gömlu lög ojAþegar mér gafst tími til nú í ágúst
fór ég að vinna að þessu. Ég vildi eindregið nota
margar karl- og kvenraddir og þess vegna hafði ég
fljótt samband við „Lummurnar".
—| Hvað rill.p segja um viðtökurnar?
: injög gaman að sjá að fólk er ánægt með
þetta, Það cr lriðinlegt*aÖÉpiiIá fyrir vindinn. Ég
held Þa^ haft vejdðjsjþöriSj fyrir ífvona plðtú:: ÞessJ:
plíituiénaður hérna er orðinn svolftið. gáfaðt
þessari pliitu er það léttletki og svolitill húntor sem
ræður ferðinni."
Eru, uppi hugtnýndir um áframhaidandi sam-'
starf þeirra sem uitnið |afa að þessari plöfu?
„Ja, við höfum iaíað um áð gera pliitu með nýju
efni eftir okkur öll. Við höfum lik* mtkinn áhuga á
því að leika saman opinberlega, en það er mjög erfitt
að finna tíma til þess. Það verður að vanda allt slíkt
mjög mikið og undirbúa það vel.“
— Var þessi plata dýr í vinnslu?
„Ætli kostnaðurinn við hana hafi ekki verið svona
í meðallagi. Það fóru um það bil 140 stúdíótímar í
þetta.“
— Hvað er að frétta af samningnum sem þú gerðir
við bandaríska umboðsmanninn?
„Sá samningur rann út núna 20. nóvember. Eg hef
fengið allar mínar greiðslur, en það hefur ekkert
gerst í málinu. Það er nú t athugun að framlengja
samninginn, en hann veitir þessum aðila rétt til
útgáfu á efni eftir mig þarna úti og sérstaklega
sólóplötuna mína.
— Og að lokum, hver er ætlunin með þessum
lummum?
„Ætlun okkar er fyrst og fremst að gleðja fólkið.
Það á heimtingu á því.“ __siB
„Léttleiki
og svolít-
ill húmor”
Gunnar I>órd-
arson „lumm-
ar” ýmsu að
Slagbrandi
DÝRIR
STRENGIR
Fyrir skömmu var blaðamönnum kynnt ný hljóm-
plata frá Hljómplötuútgáfunni hf. Plata þessi ber
nafnið Jólastrengir og á henni eru ellefu gömul og
ný lög eins og nafn plötunnar bendir til eru öll tengd
jólununt. Flytjendur efnisins eru: Vilhjálmur Vil-
hjálmsson. Rut Reginalds, Egill Ólafsson, Manuela
Wiesler, Berglind Bjarnadóttir og Þórður Árnason,
auk Barnakórs Öldutúnsskóla og strengjasveitir úr
Sinfóníuhljómsveit tslands. Aðrir hljómlistarmenn.
sem komá við sögu eru: Karl Sighvatsson, en annað-
ist nær allar útsetningar, Gunnar Þórðarson,
Magnús Sigmundsson, Tómas Tómasson, Ragnar Sig-
urjónsson, Reynir Sigurðsson og Áskell Másson.
Jónas R. Jónsson stjórnaði upptökunni.
Á blaðamannafundinum sögðu forsprakkar Hljóm-
plötuútgáfunnar, Jón Ólafsson og Magnús Kjartans-
son, að það hefði verið í byrjun ágúst sl. að ákveðið
var að gera þessa plötu og hefði þá þegar verið
ákveðið að kosta til því sem þyrfti til þess að gera
plötuna að listaverki. Þeir sögðu að kostnaður við
gerð plötunnar og vinnslu hefði verið mjög mikill og
þyrfti hún að seljast í meira en 5500 eintökum til
þess að standa undir sér fjárhagslega. Þeir félagar
% jJtortPBongóðir um að það myndi verða og sögðu að
4000 emtdk hefðu jtvgar veuð pöntuð. Jón Olafsson
gfeifi fr| þvf ■HwStliHktgáfunnar hefði verið
injögferfiður unianfárin Mpg myndi framtíð fyrir-
tækjsins rádlst S»vL háefnig þessi plata seldist.
Sagðí Jón að eigendur íyrirtækisins hefðu haft það í
byggju með því að ráðæd í gerð svo dýrrar hljóm-
plötu. að ef svo færi aðfynrtækið hætti rekstri, léti
það þó efíPSig fiWP-egImega|)ramúöskarandi plötu,
sem þeir gætu verið s'toltir af A tun Jnum kom fram
mikil óánægja forráðamanna flplMlinnar með að-
stöðuleysi það sem hljómplötuiðnaðurinn ætti við að
búa hérlendis. Sagði Jón að iðnaðurinn væri alls
ekki viðurkenndur sem slíkur af ýmsum aðilum og
ætti ekki kost á margs konar fyrirgreiðslu sem aðrar
iðngreinar nytu.
Jón greindi ennfremur frá því að óvæntur glaðn-
ingur í formi sólarlandaferða yrði inn í tveimur
plötuumslögum og vildi fyrirtækið þannig þakka
kaupendum þeirra hlut í tilvist þess.
Sagt var frá þvi að skurður plötunnar. hefði farið
fram hjá Atlantic-fyrirtækinu í New York og verið
unnin af einum þekktasta manni á því sviði þar um
slóðir og verið feykidýr. Greindi Jónas R. Jónsson
upptökustjóri frá því að skurður plötu væri öldungis
jafnmikilvægur og stúdíovinnan og því hefdi verið
ráðist í þetta, þrátt fyrir kostnaðinn, sem var um sjö
sinnum meiri en venja er um íslenskar plötur Að
lokum sagðist Jón Ólafsson vilja þakka þeim Karli
Sighvatssyni og Jónasi R. Jónssyni þeirra framlag,
svo og öðrum þeim sem þar hefðu lagt hönd á
plóginn, og tilnefndi sérstaka Miles Parnell, sem
hannaði plötuumslagið.
— SIB.
(LJósm. Fridþjófur).
Jón Ólafsson og Magnús Kjartansson, forráðamenn
Hljómplötuútgáfunnar, ásamt Jónasi R. Jónssyni
upptökustjóra.