Morgunblaðið - 11.12.1977, Page 27

Morgunblaðið - 11.12.1977, Page 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 leikskólar bama- heimili Kemur svo mynd af okkur í Morgunblaðinu? „Helmingsaukn- ingar er þörf” I Breiðholtinu eru fjórir leik- skólar og tvö dagheimili rekin af Suinargjöf. 1 Breiöholti I er einn leikskóli og dagheimili, Breiðhblti II einn leikskóli og í Breiðholti III tveir leikskólar og eitt dagheimili. En í efra Breióholtinu reka auk þess nokkur húsfélög leikskóla. Blaðamaöur og Ijósmyndari komu við í Arnarborg, leik- skólanum í Breiðholti I til að forvitnast um starfsemina. Þegar gengið var inn um rauðar dyr, var komió inn í „rauðu deildina", en þar voru „fjögráringarnir“ eins og þau kaila sig, önnur kafnir við alls- k.vns leiki og föndur og tóku af og til, þegar áthyglin dreifðist, undir jólalög sem spiluð voru af segulbandi. Haldið heím Við tókum forstöðukonu Ieik- skólans, Sofffu Sófanfasdóttur, tali og spurðumst fyrir um fjölda barnanna í skólanum og um það hvort hann fullnægði þörfinni á slíkri aðstöðu í hverfinu. Hún sagði að í Arnarborg kæmu daglega 114 börn á aldr- inum 2 til 6 ára. 54 á morgnana og 60 eftir hádegi. Hún sagði að leikskólar væru nauðsynlegar stofnanir fyrir börn á þessum aldri og að hún vonaði að fleiri kæmust að, en biölistinn væri óhóflega langur. Engar nákvæmar tölur lægju fyrir um þá sem biðu eftir plássi, en List er það líka að læra in kæmu vel nestuð og vel væri um þau hugsað, og ennfremur væri mæting foreldra á for- eldrafundi mjög góð, næstum 100%. Hún sagðist sjálf ekki vera búsett í Breióholtinu og að áð- ur en hún b.vrjaði að starfa þar, hefði henni þótt skipulagið á hverfinu furðulegt. Síðan hefði hún séð það í nýju Ijósi. Hverf- ið væri hreint „svefnhverfi". Lítil umferð væri á daginn og börnin nytu hér mikils öryggis. Barnaskólar og leikskólinn væru innan ákveðins ramma og vegalengdirnar stuttar frá blokkahverfinu. Börnin þyrftu Hvað ætli það sé hægt að einbeita sér að hlutunum þegar svona firar eru að smella á mann? óhætt væri að segja að þörf væri á um helmingsaukningu við aðstöðuna. I Breiðholtinu væru hiðlistarnir mun lengri en annars staöar á höfuðborgar- sva'ðinu, enda væri hverfið ungt og þar byggi ungt fólk að mestu. Breiðholt I væri stórt hverfi og biðlistinn í Arnar- borg væri einna lengstur. Soffía sagöi að mjög golt væri að vinna méð foreldrum barn- anna sem s;ektu skólann. Börn- því lítið að leita út fyrir þenn- an ramma. En það væri langt frá því að nóg væri gert í dagvistunarmál- um hverfisins. Það mætti ekki líta á þessar stofnanir sem geymslu fyrir börnin, heldur sem eins konar fræðslustofnun, en re.vnt væri að miða verkefni við þroska barnanna á hverri deild og þau frædd um um- hverfið. 0 Er gamli miðbærinn dauður? Er ekki lengur markaður fyrir hina ýmsu þjónustuaSila þar, þegar þeir yngstu og stundum efnaminni hafa flutzt brott? Helgi Þorvaldsson skó- smiður. sem rekið hefur skóverk- stæði á Barónsstig 18 siðastliðin 30 ár, hefur flutt verkstæði sitt upp í Breiðholt og hefur nú eingöngu mót- töku fyrir skó til viðgerða á Baróns- stignum. Hvers vegna? Skóverkstæði Helga Þorvaldsson- ar er til húsa að Völvufelli 19 i Fellahverfinu i Breiðholti, en á þeim stað er þjónustuaðstaða þess hverfis til húsa. svosem útibú frá Iðnaðar- bankanum. grillstaður, matvöru- verzlun Kron. bakari. fiskbúð. rit- fanga- og leikfangaverzlun. snyrti- vöruverzlun og rakarastofa og að þvi er Helgi sagði. væntanlega efnalaug á næstunni. „Ég flutti skóverkstæði mitt hing- að fyrir tveimur og hálfu ári." sagði Helgi skósmiður er Morgunblaðið leit inn til hans i vikunni. „Ástæðan fyrir þvi að ég flutti verkstæðið hingað er einfaldlega sú að ég elti fólkið. Ég hef rekið skó- verkstæði á Barónsstignum i þrjá áratugi en þar er nú eingöngu mót- taka. Þó vil ég ekki meina að mark- aður fyrir slíkt skóverkstæði sé meiri hér i Breiðholtinu heldur en i mið- bænum Mér finnst ibúar Breiðholts ekki nota þá þjónustuaðstöðu. sem hér stendur til boða eins og skyldi. Ástæðuna fyrir þvi tel ég vera þá að margt fólk sækir vinnu sina i miðbæ- inn og þar af leiðandi oft margvis- Helgi Þorvaldsson skósmiður é verk- stæði sinu að Völvufelli 1 9 lega þjónustu. Það liggur i augum uppi að þessari þjónustuaðstöðu hér er eingöngu komið upp fyrir ibúð Breiðholts og þvi veldur það von- brigðum að ibúar hér skuli ekki not- færa sér hana sem skyldi. Önnur ástæða fyrir þvi að ég flutti verkstæðið mitt hingað var sú að mig skorti pláss. Hér rek ég nú verkstæðið og auk þess hef ég allar vörurá boðstólunum i sambandi við skóbúnað. Hingað kemur aðallega fólk úr Hólahverfinu og Seljahverfinu. Að visu er ég bjartsýnn á framtiðarvið- skipti þvi hér er hverfi i uppvexti og allt tekur sinn tíma. Viðskiptin hafa lika aukist en þau hafa ekki minnkað i miðbænum. kannski er ástæðan sú að i miðbænum gengur fólk meira og slitur þar af leiðandi skónum sinum frekar." Sjálfurer skósmiðurinn ekki bú- settur i Breiðholtshverfi heldur i Langagerði. „Það er ágætis staður til að búa á og enn hefur ekki hverfl- að að mér að flytjast i Breiðholtið. Ég hef búið i Langagerði siðastliðinn tuttugu og fjögur ár og finnst það ákaflega miðsvæðis. Burt séð frá því kann ég ágætlega við Breiðholtið. ef ég ætti að nefna eitthvað. sem mér finnst til lýta þá er það hópur unglinga á kvöldin og næturnar, sem hefur látið illa. en hér er um takmarkaðan hóp að ræða. Þvi flestir krakkanna og unglinga. sem ég hef átt einhver viðskipti við. eru fyrirmyndarfólk. Að þessu frátöldu get ég ekki séð neinn mun á þvi fólki, sem verzlar við mig hér og þvi fólki. sem verzlar við mig i miðbænum, nema kannski þann að fyrrnefndi hópurinn er yngri," sagði Helgi Þorvaldsson skó- smiður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.