Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 JJttripwMaMfo Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiSsla Aðalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6. simi 22480. Menntun og atvinna Rey ki aví kurbr éf Laugardagur 10. desember^ Þegar farið er ofan í saumana á þjóðfélags- umræðu líðandi stundar verða fyrir tvö meginsvið, sem þó tengjast órjúfan- lega, manneskjan og sam- félagið. Ágreiningur um þjóðfélagsform byggist, þegar grannt er skoðað, ekki sízt á þvf, hvort skuli meira meta: manneskjuna, sjálfræði hennar og ham- ingju, — eða ríkið, samfé- lagið, sem þegnarn'ir mynda. Frjálshyggjufólk setur manneskjuna í önd- vegið. Ríkið er til orðið vegna þegnanna, að þess dómi. Ríkið á að virkja samtakamátt þegnanna til að tryggja öryggi, frjáls- ræði, menningu og velferð, bæði heildar og einstakl- inga. Það má aldrei þróast í ofstjörn, þar sem þegnrétt- indum er fórnað á altari annarlegra sjónarmiða. í fyrradag kom til um- ræðu í Sameinuðu þingi til- laga til þingsályktunar, sem fimm þingmenn Sjálf- stæðisflokksins flytja, og snertir í senn mikilvægan þegnrétt einstaklingsins og heildarhagsmuni. Þessi til- laga lætur ekki mikið yfir sér, fljótt á litið, en vegur þeim mun þyngra sem hún er betur skoðuð. Efni hennar er, að ríkisstjórnin láti gera athugun á vinnu- aflsþörf íslenzkra atvinnu- vega í nánustu framtíð með sérstöku tilliti til at- vinnumöguleika ungs fólks. Við gerð þessarar at- hugunar verði áherzla lögð á að ganga úr skugga um, hvort æskilegt jafnvægi sé milli menntunar ungs fólks annars vegar og eðlilegra þarfa atvinnuveganna hins vegar í þeim efnum. I greinargerð fyrir tillög- unni er vakin athygli á því að eitt mesta vandamál nú- tímaþjóðfélaga sé að tryggja ungu fólki atvinnu f samræmi við menntun og hæfni. Alvarlegir gallar í samræmingu mennta- og atvinnumála hafi komið í Ijós. Á ráðherrafundi Efna- hags- og framfarastofnun- ar Evrópu, sem haldinn var í París í júnímánuði sl., hafi verið kunngjört, að um 7 milljónir ungra manna undir 25 ára aldri hafi þá verið atvinnulausir í aðildarríkjum OECD. Þetta sé um 40% allra at- vinnuleysingja í þessum ríkjum. Hérlendis hefur þessarar þróunar ekki orð- ið vart svo heitið geti, enda hefur tekizt að tryggja at- vinnuöryggi um gjörvallt landið. Þó má búast við að á komandi árum verði breyting til hins verra í þessum efnum, hér á landi sem annars staðar, ef ekki er hugað að þessum málum í tæka tíð og reynt að koma á jafnvægi milli menntun- ar í þjóðfélaginu og vinnu- aflsþarfa atvinnuvega okk- ar. Vel unnin og marktæk úttekt á líklegri atvinnu- þróun hér á landi í náinni framtíð, er sýni vinnuafls- þörf einstakra greina at- vinnuvega okkar, getur verið ungu fólki mjög mikilvæg, er það velur sér námsbrautir. Það er keppi- kefli sérhverrar þjóðar að sem flestir geti notið mik- illar og góðrar menntunar, eftir því sem hugur og hæfni hvers og eins stend- ur til. Þessi viðleitni getur hinsvegar verið unnin fyrir gýg eða haft tak- markaða þýðingu, ef menntunin kemur ekki að þeim notum, sem stofnað var til með löngu og kostnaðarsömu námi. Það er ekki einvörðungu skað- legt þjóðfélaginu, ef menntun og sérhæfing ein- staklinga nýtist því ekki. Það er engu að síður skað- legt viðkomandi einstak- lingi, sem á sérnám að baki, að finna ekki starfs- kröftum sínum farveg í þjóðfélaginu. En milljónir sérhæfðra ungra manna ganga nú atvinnulausir í iðnþróuðum ríkjum sam- tímans. Þetta vandamál, sem blasir viö í nágrannaríkj- um okkar, vekur og spurn- ingu um, hvort íslenzka skólakerfið sé í nægilegum tengslum við umhverfi sitt; þá atvinnuvegi, sem bera uppi þjóðarbúskap- inn. Margt virðist benda til að svo sé ekki. Skólakerfið hefur þróazt án nægilegra tengsla við þá atvinnu- þróun sem orðið hefur í landinu, sem fyrr en síðar hlýtur að leiða til mis- ræmis milli menntunar og atvinnumöguleika, líkt og gerzt hefur í nágrannarfkj- um okkar. í þessu efni þurfa fræðsluyfirvöld að vakna til vitundar um þær þjóðfélagsstaðreyndir, er umlykja þau, sem og skyldu sína við framtíðar- heill þess unga fólks, sem í skólum landsins býr sig undir störf í þjóðfélaginu. Rétturinn til menntunar og möguleikinn til starfs skiptir mjög miklu um líf og hamingju hvers ein- staklings. Hér er því hreyft mikilvægu máli í þeirri til- lögu um æskilegt jafnvægi menntunar og atvinnu- möguleika, sem Guð- mundur H. Garðarsson al- 'þingismaður hefur flutt ásamt fjórum samflokks- mönnum sínum. Það vakti og verðskuldaða athygli að formenn tveggja stjórnar- andstöðuflokka, Benedikt Gröndal og Lúðvík Jóseps- son, léðu tillögu þessari lið- sinni og hvöttu til þess að hún fengi afgreiðslu þegar á þessu þingi. Ragnhildur Helgadóttir flutti tillögu til þingsályktunar um svipað efni árið 1958, sem þá var samþykkt og framkvæmd. Síðan hafa orðið miklar breytingar í atvinnu- og þjóðlífi okkar. Slík úttekt og upplýsingamiðlun þarf að vera viðvarandi í þjóó- félaginu og tiltæk ungu fólki, sem vill hafa hliðsjón af staðreyndum samfélags- ins og framtíðarhorfum er það velur sér námsbrautir, er falla að hug þess og hæfni. Landsleiga Talsvert hefur veriö talað um það undanfarið, að íslendingar reyndu að hagnast á dvöl varnar- liðsins hér á landi og þeirri hug- mynd m.a. skotið upp, að Islend- ingar ættu að láta Bandaríkja- menn greiða lagningu þjóðvega um landið. i prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík var gerð könn- un á því, hvort menn væru fylgj- andi þessari hugmynd eða ekki og kom í ljós, að mikill meirihluti þeirra stuðningsmanna sjálfstæð- isflokksins, sem þátt tóku í próf- kjörinu, voru reiðubúnir til þess að styðja slíka landsleigu. Morgunblaðið hefur verið henni andvígt frá byrjun og fært að því margvísleg rök, eins og kunnugt er, bæði fyrr og siðar, ekki sízt eftir að úrslit atkvæðagreiðslunn- ar í prófkjörinu Iágu fyrir. Þá hefur forsætisráðherra íslands og formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, lýst sig ein- dreginn andstæðing hugmyndar- innar um landsleigu og í umtöluð- um sjónvarpsþætti lýsti hann því beinlínis yfir, að enginn fengi hann til að koma slíkri landsleigu í höfn, þeir sem ætluðust til þess gætu strikað hann út af lista Sjálfstæðisflokksins i næstu al- þingiskosningum. Vakti þessi yf%4ýsing Geirs Hallgrímssonar, forsætisráðherra, mikla og verð- uga athygli. Þess má geta, að slik yfirlýsing er ekki einsdæmi í sögu Sjálfstæðisflokksins. Þegar ákveðið var að leggja Keflavíkur- veginn á sínum tíma, vildu Voga- menn og ýmsir aðrir, að vegurinn þræddi byggðirnar á Vatnsleysu- strönd, en Ölafur Thors lýsti þá yfir á hörðum fundi, að hann myndi ekki styðja aðrar hug- myndir en þær, sem væru hag- kvæmastar, og yrði vegurinn lagð- ur eins og beinast lægi við. En þeir kjósenda sinna, sem ekki gætu sætt sig við þessa afstöðu hans og ætluðust til að hann bryti gegn sannfæringu sinni, skyldu híkiaust strika sig út við næstu Alþingiskosningar. Þannig má finna fordæmi fyrir því, að einn af helztu forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins á undan Geir Hailgrímssyni skoraði á kjósendur sína að gera nákvæm- lega það sama og Geir Hallgríms- son í sjónvarpsþættinum, en að sjálfsögðu urðu rök og hag- kvæmni ofan á þá, eins og verða mun einnig í landsleigumálinu nú. Bandarikjamenn hafa gengízt undir ákveðnar fjárhagsskuld- bindingar í sambandi við varnir á Keflavíkurflugvelli. Þær eru í senn sjálfsagðar og brjóta i engu i bág við sjálfstæði íslendinga og kröfur þeirra til fullra yfirráða yfir Iandi sinu. E.t.v. mætti auka framlag til varna á íslandi, ef mönnum sýnist svo, en þá verður það eingöngu að gerast sem liður i því að tryggja öryggi þjóðarinnar i bráð og lengd, eins og Morgun- blaðið hefur margítrekað. en hitt er fráleitt að gera samning við aðrar þjóðir um öryggi landsins og láta þær síðan greiða fyrir að verja sjálfstæði þess. Það er engri þjóð samboðið og — allra sízt fá- mennri þjóð — raunar stórhættu- legt að gera öryggi sitt og sjálf- stæði að féþúfu og verða á þann hátt smám saman fjárhagslega háð stórveldi, í þessu tilfelli Bandarikjunum. Gleymum því ekki, að varnarliðið verður hér vonandi ekki til eilífóar nóns. Þjóðvegir og skipin sex Það er einkennileg tilviljun — ef það er þá tilviljun — að i Gissurarsáttmála, öðru nafni Gamla sáttmála, sem Islendingar gerðu við Noregskonung 1262, var gert ráð fyrir því, að sex skip skyldu ganga af Noregi til tslands tvö sumur hin næstu, ,,en þaðan f frá sem konungi og hinum beztu tendum landsins þykir henta Iandinu“. íslendingar áttu ekki lengur skip, þeir voru að einangr- ast frá umheiminum. Þetta var ein meginástæða þess, að þeir gerðu Gissurarsamning við Nor- egskonung og afsöluðu sér þannig samgöngumálum í hendur hon- um, en það átti eftir að hafa af- drifaríkustu afleiðingar i saman- lagðri sögu landsins, eins og kunnugt er. Nú koma menn og tala um, að erlent stórveldi eigi að sjá um samgöngur á landi og er engu líkara en 'fólk sé hætt að draga ályktanir af sögu sinni og reynslu. En þó er ósennilegt, svo að ekki sé meira sagt, að þeir séu í meirihluta með þjóðinni, sem vilja að landsleiga verði með þeim hætti, sem um hefur verið rætt. Á það má benda í því sambandi, að stjórnmálaleiðtogar allra ís- lenzkra flokka hafa hafnað hug- myndinni um landsleigu t yfirlýs- ingum hér í Morgunblaðinu. Það er því ósennilegt, að meirihluti þjóðarinnar greiddi slíkri leigu atkvæði sitt, ef til þjóðaratkvæða- greiðslu kæmi og raunar má ætla, að ýmsir þeir, sem studdu hana hafi ýmist ekki gert sér grein fyrir þeim rökum, sem móti henni mæla, eða þá, að þeir hafi talið að öryggisvarzla hér á landi sé svo brýn að aukið fjármagn eigi að renna til varnarmála. En það er allt annað en svonefnd aronska. Ef meirihluti þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að auka beri varnir landsins og tryggja öryggi þess meir og betur en verið hefur, m.a. með flugvallargeró, t.a.m. á noróausturhorninu, eins og til- laga hefur komið fram um, eða herskipahöfn á Austurlandi, þá er auðvitað ekki úr vegi að skoða það mál með tilliti til þróunar í al- þjóðamálum og þeirra aðstæðna, sem fyrir hendi eru í islenzku þjóðfélagi. Það má vel vera að betra sé að flytja þungamiðju varna á íslandi til Norðaustur- landsins, heldur en að hafa hana í þéttbýlinu suðvestanlands, en það mál verður auðvitað að kanna rækilega, áður en gerðar eru breytingar á öryggis- og varnar- kerfi landsins. Og þá verða menn líka að gera sér grein fyrir þvi gífurlega umróti, sem slíkar fram- kvæmdir mundu leiða til í þjóófélagi okkar. Vafalaust mundi Sovétstjórnin taka það óstinnt upp, ef íslendingar treystu öryggi sitt með auknum umsvifum varnarliðsins hér á landi, enda þótt hitt sé hverjum manni ljóst, að síaukinn þrýsting- ur Sovétríkjanna — og þá ekki sizt sovézka flotans — á Norður- atlantshafi hefur m.a. 'orðið til þess, að íslendingar telja sér skylt að halda vöku sinni og tryggja öryggi sitt, m.a. með dvöl varnar- liðs hér á landi, en slík afstaða Sovétstjórnarinnar hefði auðvitað engin áhrif á ákvarðanir okkar. Menn skyldu minnast ræðu Bjarna Benediktssonar á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins 1953, en þá lét hann þessi varnaðarorð falla: „Um leið og við skulum hafa glöggt auga á þeim hættum og óþægindum, sem okkur stafa af dvöl hins erlenda varnarliðs í landinu, og gera allt, sem við get- um til að eyða þeim, skulum við þö minnast, hverju aðrar þjóðir fórna til varna sinna.“ Á þetta minnti Geir Hallgrímsson einnig. Og í samþykkt á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins 1953 segir m.a., að fundurinn telji ,,að vörnum beri að haga svo, að þær verði að sem mestu gagni með sem minnstri truflun á þjóðlífinu". Að vara sig á vinum sínum Við megum ekki verða til þess að stofna eins konar bananalýð- veldi á íslandi, sem getur ekki lifað án þess að sjúga næringu úr fjármagninu frá Washington. Þá gæti svo farið, að sjálfstæði þjóð- arinnar yrði einungis orðin tóm. Og allra sízt viljum við verða fylki í Bandaríkjunum. En það gætum við auðveldlega orðið, ef íslend- ingar létu Bandarikjamenn greiða kostnað af vegagerð hér á landi — og svo auövitað síðar alls konar þjónustu, sem við teldum okkur ekki hafa efni á að inna af hendi. Morgunblaðið telur ríka ástæðu til að vara við því að sama verði látið gilda um Island og t.a.m. fylki í Bandarikjunum, þar sem stjórnvöld í Washington standa straum af vegagerð og að sjálfsögðu ýmissi annarri þjón- ustu. Bandaríkin eru stórveldi. Og í samskiptum við slik risaveldi þurfa smáþjóðir ávallt að fara gætilega í sakirnar. Eitt er að eiga aðild að yarnarsamstarfi vest- rænna lýðræðisþjóða og gera samning við þá öflugustu þeirra, Bandaríkin, um að tryggja öryggi íslands og fullveldi í tengslum við NATO, en annað að verða fjár- hagslega háðir stjórveldinu. Við þessu hefur Morgunblaðið varað og gerir það ítrekað nú. En engu er líkara en fjöldi fólks telji, að ekkert sé sjálfsagðara en leigja landið undir herstöðvar, sem séu þá í annarra þágu en okkar. Varn- ir á íslandi eru að sjálfsögðu í þágu allra NATO-ríkja, og þá auðvitað einnig Bandaríkjanna, en þó fyrst og fremst í þágu ís- lands. Það hefur ávallt verið skoð- un Morgunblaðsins og raunar Sjálfstæðisflokksins, og er enn. Að öðrum kosti hefðu menn átt að geta sætt sig við þá stefnu Jón- asar frá Hriflu, á árunum 1945—‘46, að íslendingar ættu að leigja Bandarikjamönnum land sitt undir herstöðvar. Morgun- blaðið var andvígt því þá, hvi skyldi það breyta um stefnu nú. Og Sjálfstæðisflokkurinn léc ekki máls á því þá, hví skyldi hann gera það nú ? Bréfritari var staddur i heim- sókn í Bandaríkjunum fyrir ára tug. Þá hitti hann meðal annarrt einn bezta vin Islands, sem héi hefur starfað í Upplýsingaþjón ustu Bandaríkjanna, Stover at nafni, sem margir munu kannasi við. Hann hugsaöi að sjálfsögði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.