Morgunblaðið - 11.12.1977, Síða 7

Morgunblaðið - 11.12.1977, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 HUGVEKJA eftir séra JÓN AUÐUNS Guðspjöll og texta aðvent- unnar lætur kirkjan leiða at- hygli að mönnum, sem hún teluri sérstökum skilningi fyrirrennara Krists. Þeirvoru stjörnur, sem upp á himin- bogann færðust áður en sjálf sólin reis. Jesaja spámann leiðir hún fram á fyrsta sunnudegi aðventunnar, þá Jeremía og loks Jóhannes skirara í dag. Hversvegna er alltaf verið að tala um Guðinga i predik- unum ykkar, sagði athugull en óþolinmóður maður við mig, hafa ekki aðrar þjóðir átt merka menn og andlega leiðtoga? Það sem nánast snertir Krist, hlýturað vera presti og söfnuði viðfangs- efni. Þó er hinu ekki að leyna, að þótt Kristur hafi lifað á Gyðingalandi, beinast augu hugsandi manna um heim allan að ættlandi hans af öðrum ástæðum Ég get vel hugsað mér, að hið mikla rúm, sem gyðinglegar að- stæður fyrir 1 9 öldum skipa í predikuninni enn á 20. öld, eigi sinn þátt í þvi, hve afar illa guðsþjónustur kirkjunnar eru sóttar. Hinsvegar er eðlilegt, að í kirkjunum sé um þá menn talað, sem meistarinn tók ákveðna afstöðu til, með eða móti. Ástæða er til að ætla, að fáa menn eða enga hafi Jesús metið meira en Jóh- annes skírara. Þó voru þeir ólíkir menn um margt, lifnað- arhætti og gerð. að hugsa um hann sem huggara hinna hryggu, og vissulega vitjaði hann þeirra En hann sat einnig að gleði- borði með glöðum. Það gat viss manntegund í landinu ekki þolað og nefndi hann „átvagl og vínsvelg". Ótrú- legt er að hann hafi tekið sér það marklausa þvaður nærri. Hann sat jafnt við sorgarbeð sem að gleðiborði. Jóhannesi var á annan veg farið. Hann var meinlæta- maður, klæddist kyrtli úr grófu, óþjálu efni, girti sig hörðu leðurbelti og lagði sér til munns fæðu, sem jafnvel snauðustu menn töldu ekki mannamat. Um hreinlæti mun skirarinn hafa lítið hirt annað en það, sem stormur- inn vio Dauðahafið og vatnið i Jórdan sáu um. Á vörum Jesú lágu oft, oft en ekki ævinlega, hin mildu orð, en með særingum heitum og logandi yfirbótarpredikun keyrði Jóhannes syndara á k,né og skírði þá iðrunarskírn. Gyðingatrúin hvatti ekki til meinlætalífs. Klausturhug- sjón er i rauninni kristindóm- inum framandi, úi jðrum átt- um er hún komin og þarf útaf fyrir sig ekki að vera verri fyrir það. Mörg verðmæti kristindómsins eiga rætur langt í aldir aftur fyrir daga Krists og blómaskeið gyðing- dóms. Jóhannes skírari var prestssonur, einkabarn, en preststaðan með Gyðingum var miklu meiri virðingar- I stormi óbyggða Um Jesú stóðu sannarlega oft stormar og ekki lék logn um Golgatahæðina En við eigum af honum aðrar mynd- ir. Þar unir hann með börn- um og blómum og boðar frið. Af Jóhannesi skírara eigum við enga mynd í þá áttina. Hann stendur, sterkurog beinn, í stormi óbyggðanna með refsivönd síreiddan á lofti. í samfélagi borgalýðs og bænda sést hann ekki, og óvíst er með öllu, að hann hafi nokkurn tíma komið til Jerúsalem. Jesús hinsvegar tók þátt í öllu daglegu lífi fólksins. Okkur verður helzt staða en hún er talin með samtíð okkar og var arfgeng líkt og aðalstign. Prestar Gyðinga voru forréttindastétt og nutu meiri virðingar með þjóðinni en aðrar stéttir. Gamla hefð þessarar virð- ingarstéttar þverbraut Jóhannes með lífsháttum sinum, orðræðu og venjum Og þegar þess er gætt, hve rígbundinn þorri Guðinga var „kenningu feðranna" og lög- máli auk „erfikenningarinn- ar" má þess nærri geta, hvað ihaldsamir hópar í þjóðfélag- inu hafa sagt um alla hátt- semi skirarans i óbyggðinni. sjálfan prestssoninn, sem svo vægðarlaust braut „helgar" erfðavenjur og hvarf af vegi göfugra feðra. En ólíkt hefði verið Jóhannesi skirara að hirða um það, sem um hann var sagt. Mikill maður er ekki orðsjúkur. Stórmenni er ekki hörundsárt þótt sitt hvað sé um hann sagt. Óliklegastur mann var hann til þess að geyma með sér gremju vegna þess, sem einhver segði honum að um hann væri sagt Slikt munklökkva- hjal er hvorki boðlegt í sölum Alþingis né frammi fyrir al- þjóð í sjónvarpi þegar um það er að ræða, að 60 menn svipti söfnuði 1 30 þúsundir manna rétti til að velja sér með beinni kosningu sálu- sorgara. Nei, Jóhannes skirari var of mikið stórmenni til að ger- ast orðsjúkur, eða geyma með sér slúðursögur. Hann hélt hiklaust sínum háttum þótt í vægðarlaust berhögg gengi við gamla hefð og kröf- ur, sem þorri þjóðarinnar gerði til þeirra, sem af yfir- stétt prestanna voru fæddir. Hvernig sem stormar æddu um óbyggðina, stóð hann við Jórdan köllun sinni trúr, hlut- verkinú sem hann var sann- færður um að „Drottinn her- sveitanna" hefði falið hon- um. Jósefus sagnaritari, sem reit í þjónustu Rómverja sögu Gyðingastyrjaldarinnar, segir lofsamlega frá skiraranum, og þótt guðspjöll séu fáorð- aðri en æskilegt væri um þennan furðulega mann, er myndin af Jóhannesi syni Zakaria prest stórbrotin. Margar spurningar vakna, þegar hugsað er um ævi hans og örlög: Hversvegna fer hann sem barn, að þvi er séð verður, úr foreldrahúsum og elst upp í óbyggð og á hverra vegum, og starfar þar fjarri menningarsetrum þjóð- arinnar unz Heródes konung- ur lætur blakkan böðul háls- höggva hann í fangageymslu Makkeruskastalans austan- vert Dauðahafsiris? Á þeim slóðum hafa gerzt fleiri ör- lagasöguren þær, sem heimsfréttir flytja okkur nú. Mig langar til að eiga sam- fylgd þeirra í næstu sunnu- dagsgrein, sem áhuga kunna að hafa á þeirri ráðgátu, þótt vissulega liggi endanlegt svar ekki á lausu. Enskar og íslenzkar íþróttatöskur Liverpool — Manchester United — Leedss — Arsenal — Manchester City — Queen Park Ranqers — Aston Villa Verð frá kr. 1.840. — Póstsendum swrt- I nqiólf/ @/lk«siirí/@inQir KLAPPArtSTIG 44 SIMI 1 1 783. Matthías Johannessen Sverrir Haraldsson Árituð eintök Bnkin vcrdur mt'dal annars til siilu á heiniili listamannsins að Hulduhólum í Moslt'llssveit, laugardaginn 10. tU'st'mber og sunnudat'iiin 11. dest'tnber frá kl. 13.00 — 19.00 og mun hann þá árita seld eintök. RUSSIAN LEATHER GJAFAKASSAR SEM INNIHALDA: Eftir rakstur — Cologne — Deodorant - RUSSIAN LEATHER - — Fæst allsstaðar á landinu — VANTAR ÞIG VINNU g VANTAR ÞIG FÓLK í ÞÚ ALGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUG- LYSIR I MORGUNBLADINL “lÖmeriafea : Tunguhálsi 11, Árbæjarhverfi, sími 82700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.