Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977
Paddington
Paddington
Ilreyfimyndabók.
Hiifundur: Michael Bond.
Þýöandi: 7
Myndskreytingar: Ivor Wood.
Filmusett í Prentsmiðjunni Odda
hf.
Filmað í Korpus hf.
Prentun og band: Tien Wah Press
Ltd, Singapore.
Útgefandi: Örn ogÖrlygur.
AUGLÝSINGASIMINN ER:
22480
jMoriMinliIahib
Bðkmenntlr
eftir SIGURÐ HAUK
GUÐJÓNSSON
Þetta er saga um lftinn bangsa
serh gerzt hafði laumufarþegi frá
myrkviðum Perú, og sat einn og
ráðþrota á brautarpalli í Padding-
ton. Þar sem bangsinn hafði ekki
skírnarvottorð með sér, var hann
nefndur eftir brautarstöðinni.
Góðhjarta fólk, Ketill og Lóa,
tóku bangsa að sér, og i skjóli
þeirra vefur Paddíngton ævintýr-
ið.
Þetta er ekki löng saga enda
bókin ekki athýglisverð orðanna
vegna. Þar ræður mestu að bókin
er þannig gerð, að sögupersónurn-
ar eins og stíga fram af blöðum
hennar. Svo er hægt að hreyfa
myndirnar, draga bangsa út úr
bifreið, stinga honum í bað, láta
hann ganga tröppur, já, aðhafast
margt, sem myndir í bókum eru
venjulega ekki færar um. Þetta
tekst snilldar vel, og illa trúi ég
því að ungir lesendur kunni ekki
að meta þessa tilraun. Hitt er áug-
Ijóst, að eigandi bókarinnar verð-
ur að hafa nokkurt vald yfir
hreyfingum sínum, svo hann
skemmi ekki myndirhar. Þetta er
skemmtileg bók, prentun og próf-
arkalestur útgáfunni til sóma. EN
hver er þýðandinn?
Heilsteypt
sýning
»
Nemendaleikhús
Leiklistarskóla íslands,
Lindarbæ:
VIÐ EINS MANNS BORÐ
eftir Terence Rattigan.
Þýðandi: Torfey Steinsdóttir.
Leikstjóri: Jill Brooke Árna-
son.
Leiðbeinandi við leikmynd:
Gunnar Bjarnason.
Við eins manns borð eftir
Terence Rattigan er eitt af
þessum ensku leikritum sem
leiða hugann að kunnáttu
enskra leikritahöfunda, tækni
þeirra. Þetta er ekki sérstaklega
eftirminnilegt leikrit, en stend-
ur fyrir sínu, greinilega er hér
höfundur að verki sem þekkir
lögmál leikhússins og nýtir
þau. Leikritið var frumsýnt i
London 1954 og er samið um
líkt leyti og Horfðu reiður um
öxl eftir John Osborne. Sá síð-
arnefndi „olli byltingu í breskri
leikritagerð" eins og réttilega er
minnt á í leikskrá, en sama
verður ekki sagt um Terence
Rattigan. Hann hefur löngum
verið trúr hefðbundnu leikhúsi.
Við eins manns borð er þrátt
fyrir sín alkunnu minni: ást og
hatur, skinhelgi sem bitnar á
náunganum, verk um óróleik
tímans. í því endurspeglast
sviptingar í samfélaginu, við-
horf nýrrar kynslóða og for-
dómar hinnar eldri, örvænting-
arfull leit fólks að staðfestu í
lífinu. Menn þykjast vera að
hætta öllu fyrir ímyndaðar
sannfæringar, en eru innst inni
veiklunduð og dálítið spillt
börn. Hver kannast ekki við
Lelkllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
þetta allt? Það þarf aftur á móti
góðan höfund til að gera úr
slíku efni verk sem fer vel á
sviði og á um leið erindi til
fólks.
Jill Brooke Árnason hefur að
mínum dómi unnið sitt verk vel
því að henni hefur tekist að fá
óreynda nemendur Leiklistar-
skóla Íslands til að skila heil-
steyptri sýningu. Þessi sýning
er ólík fyrri viðfangsefnum
Nemendaleikhússins, yfir hen-
ni er sígildari blær. Meiningin
virðist ekki að leysa einhver
félagsleg vandamál i snatri,
heldur benda á ýmislegt sem er
einkennandi fyrir mannlegt
'\WvfcVM. ÍWöftí,
BJARGVÆTTUR
HEMNAR
Flower varð að viðurkenna, að
það var eitthvað dularfullt við
Jónatan, enda þótt þau hefðu
dregizt svo sterklega hvort að
öðru frá upphafi. Flower elskaði
hann og var ákveðin í að treysta
honum, hvað svo sem hann hafði
áður verið eða gert. Hún neitaði
að hlusta á hin hörðu varnaðarorð
Klöru frænku og var þess albúin
að leggja sig í þessa miklu
„hættu“. En hún var næstum bú-
in að týna Iffinu áður en gátan
leystist og hún gat sýnt fram á, að
Jónatan var trausts hennar og ást-
ar verður.
— Dularfull og æsispennandi
ástarsaga, ein sú bezta, sem við
höfum gefið út eftir Theresu
Charles.
Gartland
í hafróti
óstriðna
Þau unnust hugástum, það var
augljóst! En hversvegna reisti þá
Sir Robert þessa ósýnilegu en
óyfirstfganlegu hindrun á milli
þeirra? Hvaða skuggalegu og ógn-
þrungnu leyndamál voru það, sem
íþyngdu svo mjög hinni rúmliggj-
andi en andlega sterku lafði
Clementfnu og einkasyni hennar?
Og yfir hvaða leyndardómsfullu
vitneskju bjó barnfóstran gamla
frá bernskudögum master
Bobby?— Það hvfldu sannarlega
dimmir skuggar yfir herragarðin-
um glæsta og erfið og óhugnanleg
mál urðu að dragast fram í dags-
Ijósið áður en hamingjudraumar
elskendanna gátu orðið að veru-
leika.
Rauðu ástarsögumar
Hrffandi fög-
ur sveitalffs-
saga, þar sem
spunninn er
þráður
ástrfðu-
þrunginna,
eidheitra
ásta og þjak-
andi afb'rýði,
en tryggð og
trúfesti
verða til
bjargar. Hjá-
trú, fornar
siðvenjur og
töfrar hinna
dimmu skóga
verða örlagavaldur, og engum gleymist
mikilfenglegar veizlur stórbændanna,
snarkandi eldur bjálkahúsanna eða
bjartsýni og dugur ungu bændanna,
sem leita á vit óbyggðanna og brjóta
nýtt land. Að baki öllu ólgar ásfríðu-
full ástin, Ijúfsár og heit. — Þessi saga
heillar, skapar óvenjuleg ojyhlý hug-
hrif, hún er saga sigurs hins fagra og
góða.
Maigit íyxki+irjim
LAUN
DYGGÐARINNAR
HugoBerg
stóð undr-
andiog
áhyggjufull-
ur og horfði á
ungu stúlk-
una, sem öld-
ur hafsins
höfðu skolað
á land til
hans. Hann
var staddur á
eyðiey og
hans yrði
ekki vitjað
fyrr en eftir
tvo mánuði,
— og hann
varhértilað gleyma, til að græða
hjarta sár. En hver var hún þessi
unga, fallega stúlka, sem mundi ekki
einu sinni nafn sitt, hvaða leyndarmál
lá hér að baki? Hafði stúlkan f raun og
veru misst minnið eða hafði hún eitt-
hvað að fela varðandi fortfð sfna?
— Þetta er saga sjúfsárrar ástar,
hveljandi’afbrýði og ótta, en einnig
vonar, sem ástin ein elur og enginn
túlkar betur en Sigge Stark.
Varla var hún
fyrr flutt að
Heiðargarði
en undarleg-
ir atburðir
fóru að ger-
ast. Gat hugs-
azt, að hún
ætti hér ein-
hverjaóvini,
sem vildu
valdahenni
sorg eða
ógæfu, jafn-
vel sæktust
eftir lffi
hennar? Var •
eitthvað
dularfullt við dauðdaga ömmu henn-
ar, sem arfleitt hafði hana að Heiðar-
garði? Og hvað um undarlega fram-
komu tatarakonunnar og hins kattlið-
uga, slóttuga sonar hennar? Og hver
var konan, sem gekk léttum draugaleg-:
um skrefum f hvftum flögrandi flíkum
um garðinn? — i turninum byrjuðu
klukkurnar að drynja og gáfu til kynna
að komið væri miðnætti...
M