Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977
Láttu þig listina
] ti|| ■ skipta
Hjá okkur getur þú valið póstkort, veggspjöld eða
bréfsefni, allt prýtt myndum eftir heimskunna listamenn,
Carl Larson, Rolf Iádberg, Spang Olsen og marga aðra.
EYMUNDSSON
Austurstræti 18 Sími 13135
Sænskur list-
fræðingur í
Norræna
húsinu
SÆNSKI listfræðingurinn Allan
Ellinius, prófessor í listasögu við
Uppsala-háskóla, verður gestur
Norræna hússins dagana 9.—15.
desember, og flytur tvo fyrir-
lestra á sænsku um listfræðileg
efni.
1 dag klukkan 16.00 segir hann
frá hýbýlum aðalsins á stórveldis-
tímum Svíþjóðar. Hér er um að
ræða sænska aðalinn, sem komst
til valda í Svíþjóð í iok þrjátíu ára
stríðsins.
Á miðvikudagskvöld klukkan
20.30 talar Allan um sænska mál-
arann og myndhöggvarann
Thorsten Renqvist, einn sérstæð-
asta listamann Sviþjóðar um þess-
ar mundir. Allan Ellinius skrifaði
bók um Thorsten Renqvist, sem
kom út hjá Bonniers 1964. Fyrir-
lestur sinn í Norræna húsinu
nefnir hann: Thorsten Renqvist
humanist och konstnár.
— Flugrán
Framhald af bls. 17
fundið sprengiefnið en meðal-
leitartíminn er um 16 mínútur.
Þáttur ICAO
Alþjóðaflugmálastofnunin
(ICAO) hefur lengi haft þessi
málefni til meðferðar, gert um
þau fjölda samþykkta og beitti
sér ma. fyrir Haag- og
Montreal-
alþjóðasamningunum. Árið
1971 gaf stofnunin út sérstaka
handbók um öryggiseftirlit
(Security Manual), þar sem er
að finna leiðbeiningar um
skipulag varnaraðgerða, bæði á
flugvöllum og um borð í loftför-
um, upplýsingar um tæki og
kerfi, svo og tiliögur um starfs-
aðferðir. Þrem árum seinna
kom út sérstakur viðbætir
(Annex 17) við stofnskrá ICAO
þar sem aðildarríkjunum eru
lagðar sérstakar skyldur á
herðar varðandi öryggiseftirlit.
Þá hefur alþjóóasamband
atvinnuflugmanna (IFALPA)
beitt sér fyrir raunhæfum
aðgerðum á þessu sviði. I júní
„Ég lá endilangur f grasinu með skammbyssu í
hendi. Armbandsúrið mitt tifaði í samræmi við
æðislegan hjartslátt minn. í óralanga sekúndu sá ég
andlit vina minna, sem fallið höfðu fyrir hendi
nazista. Sprengjurnar áttu að springa eftir þrjár
mfnútur. Ef við hefðum farið rétt að, táknaði það
eyðileggingu enn einnar verksmiðju, sem nazistum
var bráðnauðsynleg. Enn voru tvær mínútur eftir.
Ég tók eftir að ég var farinn á rifja upp, hvernig ég
hafði lent hérna, hvernig þetta hafði allt byrjað.
Ein mínúta. Ég beit á neðri vörina. Jafnvel þótt
þetta spellvirki bæri árangur, þá gæti svo farið áður
en kvöldið væri á enda, að við værum allir dauðir.“
— Þannig hefst þessi ógnarsaga, hún er skjalfest og
sönn frásögn, sannkölluð Háspennubók!
,,Hér er um martröð dularfullra atvika og ofbeldis
að ræða“, segir Evening News í London. — „Harð-
soðin bók, sem skrifuð er af þekkingu, — full af
stormum, bellibrögðum og skjótri atburðarás“, seg-
ir Birmingham Mail. — „Blóðidrifin ógnarsaga um
morð, ofbeldi og dularfulla atburði úti á rúmsjó,
sem ætti að gleðja hina fjölmörgu lesendur, sem
velta því fyrir sér.hvað hafi eiginlegaorðið af hinum
gömlu, góðu ævintýrafrásögnum. Og svarið er,
Brian Callison skrifar enn slíkar sögur. Ég spái því,
að þegar hinir fjölmörgu lesendur McLeans upp-
götva bækur Brian Callisons, muni vinsældir hans
verða gífurlegar“, segir Sunday Express. — En
Alister McLean sagði einfaldlega: „Það getur ekki
verið til betri höfundur ævintýrabókmennta í land-
inu núna“. — Þetta er sannkölluð Háspennubók!
1972 gekkst IFALPA fyrir
alheimsverkfalli flugmanna til
að árétta kröfur sínar, sérstak-
lega það atriði að öll ríki sam-
þykki að framselja ætíð flug-
ræningja til heimalands síns.
Aðgerðir á Islandi
I ársbyrjun 1972 voru samdar
sérstakar starfsreglur flug-
öryggisþjónustunnar þar sem
kveðið var á um viðbrögð flug-
umferðarstjóra við ólögmætum
aðgerðum í sambandi við flug.
Sama ár fékk flugstjórnarmið-
stöðin til afnota langdræg
radartæki, en á þeim er m.a.
hægt að sjá sérstök auókenni,
sem flugvél í neyð getur gefið
frá sér.
I ágúst 1974 tóku gildi í
Bandaríkjunum lög, er heimila
samgönguráðherra að fella
niður leyfi erlends flugfélags
til flugs til Bandaríkjanna ef
flugvélar þess koma frá flug-
velli þar sem ekki eru viðun-
andi ráðstafanir gerðar til að
hindra flugrán, og í þvi sam-
bandi m.a. bent á alþjóðleg
ákvæói hins nýja ICAO-
viðbætis um öryggiseftirlit.
1 febrúar 1975 skipaði sam-
gönguráðherra, Halldór E. Sig-
urðsson, nefnd „til að annast
skipulag og samræmingu
aðgerða til varnar flugránum".
Eftirfarandi 7 aðilar tilnefndu
fulltrúa í nefndina: Samgöngu-
ráðuneytið (form.), utanríkis-
ráðuneytið, flugöryggisþjón-
ustan, Keflavíkurflugvöllur,
Flugleiðir hf., og Félag ísl.
atvinnuflugmanna. Nefndin
hefur fyrst og fremst beitt sér
fyrir að reglubundnar skoðanir
verði teknar upp á hand-
farangri og öllum farþegum við
brottför á Keflavíkurflugvelli,
og hófust þær með fullkomnum
tækjabúnaði í ársbyrjun 1976.
Málmleitartæki höfðu verið til-
tæk á vellinum frá því um
haustið 1972, og árið eftir var
hafin takmörkuð vopnaleit á
farþegum. Við núverandi
öryggiseftirlit starfa 6 manns
undir stjórn lögreglustjóra
Keflavíkurflugvaliar, og
áætlaður árlegur kostnaður
vegna starfseminnar er yfir 30
millj. kr.
Þrátt fyrir þennan áfanga er
óhætt að segja að næg verkefni
bíði enn hér á landi, bæði hvað
varðar skipulag, búnað og fram-
kvæmd öryggiseftirlits. Sem
betur fer hefur íslenskri flug-
vél ekki enn verið rænt, þótt
nokkrum sinnum hafi komið til
hótana. Flugleiðir hf. hafa
samið ítarlegar starfsreglur þar
sem lagt er fyrir hvernig starfs-
lið félagsins skuli bregðast við
vanda af þessu tagi. Erlendar
flugvélar í millilandaflugi hafa
nokkrum sinnum þurft að
lenda á Keflavíkurflugvelli
vegna gruns um að sprengja
væri um borð, og i september í
fyrra lenti hér til eldsneytis-
töku flugvél frá TWA sem rænt
var í New York.
Hættan á flugránum er ekki
liðin hjá. Formleg tengsl hafa
verið styrkt á milli „Frelsishers
Palestínu" (PFLP) , Japanska
rauða-hersins (JRA), Baader-
Meinhoff hópsins og skæruliða-
hreyfinga í S.-Ameríku. Talið
er að í þessum tengslum felist
m.a. sameiginleg þjálfun, fjár-
útvegun og gagnkvæm skipti á
vopnum og tækniþekkingu.
Eftir því sem varnaraðgerðir
aukast á flestum erlendum al-
þjóðafiugvöllum eykst hættan á
því að hugsanlegir flug-
ræningjar láti næst til skarar
skríða á þeim flugvöllum þar
sem viðbúnaður er ekki
nægjanlegur. íslendingar mega
ekki verða eftirbátar annarra
þjóða á þessu sviði og verða þvi
að gera allar nauðsynlegar ráð-
stafanir tii að öryggi flugfar-
þega sem um okkar flugvelli
fara, verði tryggt.