Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977
35
Forseta-
þota og
farþega-
þyrla
SJALDSÉÐIR farkostir stóðu
sl. fimmtudag samtímis úti á
Reykjavíkurflugvelli. Hér var
um að ræða einkaþotu forseta
S-Ameríkuríkisins Columbíu.
Er það tveggja hreyfla hol-
lenzk þota. Var hún að koma
úr sjö ára klössun í Hollandi,
hafði hér nokkurra klukku-
stunda viðdvöl, en hélt síðan
vestur um haf og flaug í einum
áfanga til Goosebay í Lahra-
dor. Ofan við glugga á farrými
þotunnar stóð „Republic of
Columbia" og bar hún númer
eitt í flugher lýðveldisins. —
Þessi holienzka þota er mjög
falleg. Hún kom undir hádegi
og hélt áfram undir kl. 3. —
Þá stóð þar skammt frá ein
af farþegaþ.vrlum grænlenzka
flugfélagsins Grönlandsfly.
Hún er nokkuð stór, af
Sikorski-gerð og tekur all-
marga farþega, enda notuð á
flugleiðinni Godthaab-
Syðri-Straumfjörður. Til þess
að komast yfir hafið er þ.vrlan
með varaeldsneytisgeyma í
farþegarými. Hún kom hingað
frá Færeyjum. Þegar veðra-
ham linnir í Grænlandi, sem
þar hefur geysað undanfarna
daga, er ferðinni heitið til
höfuðborgarinnar. Godthaab,
með viðkomu í Kulusuk á
austurstriindinni, og síðan á
vesturstriindinni á
Narssasuaq-flugfelli og þaðan
til Godtháb.
Það er Flugþjónusta Sveins
Björnssonar, sem annast fyrir-
greiðslu við erlendar flugvél-
ar, er koma við hér á Reykja-
víkurflugvelli.
Skyndilokun
til 15. janúar
IIa I'rannsók nastofnuu i n notaði
hinn 4. desember heimild í lögum
til sk.vndilok^na svæða þegar
eftirlitsmenn sjávarútvegsráðu-
neytisins urðu vafir við mikið af
smáþorski í afla togara á utan-
verðu Strandagrunni.
Leiðangursmenn á r/s Bjarna
Sæmundssyni hafa nú i vikunni
kannað svæði og kom í ljós, að
hluti aflans á svæðinu er mjög
smár fiskur. Hefur sjávarútveg's-
ráðuneytið því í dag gefið út
reglugerð, sem bannar veiðar meö
botn- og flotvörpu á utanverðu
Strandagrunni, á svæði, sem af-
markast af eftirgreindum línum:
að norðan: 67° 26 N
að sunnan: 67° 07 N.
að austan: 20° 00 V.
að vestan: 20° 40 V.
Barin þetta gildir til 15. janúar
1978 en Hafrannsóknastofnunin
mun á þessu tímabili kanna svæð-
ið aftur og verður þá tekin
ákvöröun um hvort banninu verði
framlengt eða fellt úr gildi fyrr.
Ný bók eftir Desmond Bagley
Óvinurinn heitir nýjasta skáldsagaDestnondBagleys.
I þessari nýju sögu tekst Desmond Bagley svo vel að vefa
saman vísindalegar staðreyndir og spennandi söguþráð, að
hún stendur jafnvel framar því sem hann hefur hest gert
áður. Allir hinir mörgu aðdáendur Desmond Bagleys
munu örugglega taka þessari nýju skáldsögu hans tveim
höndum.
Einn á flótta eftir Charles Williams er önnur bókin sem
Suðri gefur út eftír þennan vinscela höfund, en ífyrra kom út
Eldraun á úthafinu og hlaut hún miklar vinsceldir, enda
senn á þrotum hjá forlaginu. Einn áflótta er bók, sem allir
karlmenn hafa áncegju af. Hún er cevintýraleg og þrungin
spennu fráfyrstu til síðustu síðu, og munu fáirgeta lagt hana
frá sér, fyrr en að lestri loknum.
ÓVINURINN og EINN Á FLÓTTA eru jólabækurnar i ár.
SUÐRI
William Heinesen ,
TURNINN A
HEIMSENDA
Turninn á heimsenda er nýjasta skáld-
saga Williams Heinesens, saga sem hann
hefur haft í smíðum um tuttugu ára
skeið. Hér birtist heimsmynd þeirra daga
þegar jörðin var enn ekki orðin hnöttótt,
en hafði upphaf og enda og dýrlegur turn
trónaði yst á veraldarnöfinni. Síðan rask-
ast þessi heimsmynd smám saman, hryn-
ur og hverfur, nema í endurminningu
sögumanns sem horfir til baka á iöngu
liðinn tíma, til f jarlægra veralda.
Þorgeir Þorgeirsson er fyrir löngu orð-
inn mjög handgenginn verkum og skáld-
skaparheimi Williams Heinesens enda
mun öllum bera saman um að þetta
snilldarverk hafi hlotið þann íslenska
búning sem því er samboðinn. Þessi bók
er fyrsta bindið í ritsafni þeirra sagna
eftir William Heinesen sem enn hafa
ekki komið út.á íslensku.
Mál og meivning
Þýðandinn: Þor-
geir Þorgeirsson
TURNINN
Á HEIMSENDA
Verð kr.4.320.—
Kilja kr.3.780.—
Félagsverð inn-
bundin kr.3.500.
LEIGUFLUG, SJÚKRAFLUG, VÖRUFLUGf !
UM LAND ALLT.
VÆNGIR h/f Reykjavíkurflugvelli, simar 26060, 260Ut