Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 41 — Dýraríkið Framhald af bls. 12 hafa komizt að því, að björnunum fer svipað í dvalanum og mönnum í svelti, en birnirnir þola sveltið sem sé ólíkt betur. Maður, sem sveltur brennir að sjálfsögðu fitu, en hann tapar líka eggjahvituefn- um, þegar vöðvarnir rýrna. Skógarbjörn vaknar hins vegar bráðhress eftir fimm mánaða svefn, enda er hann nú betur undirbúinn. Svo sem mánuði áður en hann leggst í dvalann tekur hann að éta sem óður, og er að éta mestallan sólarhringinn, — 20 tíma. Fær hann þá u.þ.b. 20 þús- und hitaeiningar á dag í stað 7000 áður, og bætir á sig einum 50 kílóum á þessum mánaðartíma. Um leið og svefninn sígur á hann og hann hættir að taka til sín orku verður hárnákvæmt lífefnajafnvægi í skrokki hans. Vatnsvinnslan verður nákvæm- lega jafnmikil og nauðsynlegt er til lífs en varla dropi meiri. „Eggjahvítuveltan", sem svo er nefnd, þ.e. það ferli er eggja- hvítuefni myndast og eyðist með jöfnum hraða, fimmfaldast i dvalanum — en samt eykst ekki eggjahvífuefni i skrokknum. Eggjahvítuefnið í skrokki bjarnarins er nákvæmlega jafn- mikið þegar hann vaknar og það var, þegar hann féll í dvalann. En af þessum sökum verður ekki of- framleiðsla á urea, úrgangsefni því, sem myndast er eggjahvítu- efni brotna niður og berst út í þvaginu. Þetta efni verður eitrað ef það safnast fyrir í líkamanum. En meðan björninn liggur í dvalanum myndast litið af því. Rannsóknarmenn hafa stað- reynt, að birnir, sem ekki leggjast í dvala svelta til bana. Reynt hef- ur verið að fella birni í dvala á sumrum við aðstæður líkar þvi, sem gerist úti á vetrum, en það hefur ekki tekizt. Af þvi vaknaði sá grunur, að dvalanum sé stjórn- að af hormóna, sem myndist að- eins á haustin og veturna. ímynda rannsóknarmenn sér, að það sé heiladyngjubotninn, sem fram- leiðir þennan hormóna. En heila- dyngjubotninn stjórnar mörgu i líkamanum, t.a.m. hitanum. Fyndist þessi hormóni gæti hann orðið nýrnasjúklingum til álíka hjálpar, að því er vísinda- menn telja, að insúlínið er sykur- sjúkum. Jafnvel kann hann að verða offeitum að einhverju liði. Alykta vísindamenn það af því, að skógarbirnirnir lita ekki við fæðu í u.þ.b. hálfan mánuð eftir, að þeir vakna af dvalanum. Þá kynni hormóninn einnig að gagnast þeim hundruðum milljóna manna, sem þjást af stöðugum næringarskorti. — Gífurlegt tap Framhald af bls.42 huga að á þessu ári fengu bresku stálfyrirtækín leyfi stjórnvalda til að taka lán að upphæð 650 miiljónir sterlingspunda, um 250 milljarða islenzkra króna, sem ekki föru í að greiða skuldir held- ur að aö mestu í nýjar fjárfesting- ar. — Útflutnings- uppbætur Framhald af bls. 42 isl. kr., en gera ráð fyrir að fá greitt úr sjóðnum samtals 170 milljarða ísl. kr. eða rétt um 5 milljarða d.kr. Ríkissjóður dana greiðir auk þess beina styrki til landbúnaðar- ins að upphæð 1.222 milljón d.kr., 42 milljarða ísl. kr. Til rannsókna og tilrraunastarf- semi á sviði búfjárræktar munu danir verja í ár 177 milljón kr., 6.01 milljöröum ísl. kr. Jólafundur Kvenstúdentafélags íslands verður haldinn í Átthagasal, Hótel Sögu, mið- vikudaginn 14. desemberog hefst'kl. 8.30. Jórunn Viðar og Geirlaug Þorvaldsdóttir flytja Ijóð eftir Drífu Viðar. Jólahappdrætti. St/órnin Binatone leiðandi fyrirtæki í gerð sjónvarpsleiktækja Knattspyma Tennis Æfing Squash Binatone sjónvarpsmeistarinn Mk IV HLJÓÐ ROFI HRAÐI H STÆRÐ MANNA GEFA \ INNSTUNGUR VAL 4 LEIKJA FJARSTÝRING Þegar kemur að sjónvarpsleiknum, reiknaðu þá með Binatone skrefi framar. Binatone sjónvarpsmeistarinn býður upp á allt en er samt ódýrastur. Þessi jól mun alla í fjölskyldunni langa i sjónvarpsleik og þá er Bina- tone siónvarosmeistarinn bestur. Missið ekki af lestinni, með frá byrjun í sjónvarpsleiknum. Verð kr. 22.920 verið daiooær Ármúla 38, sími 31133 (Gengið inn frá Selmúla) WlRÍNATDNL Biantone International i lístaverk 0(k (ypíÁ) úr Vísnabókinni Bræóraborgarstíg 16, Sími 12923-19156 Frábært framlag Gunnars Þórðarsonar, Björgvins Halldórssonar og Tómasar Tómassonar. Vísumar, þulurnar og þjóðkvæðin, sem Vísnabókin geymir, eru löngu orðin alþjóðareign. Fyrri platan með vísum úr Vísnabókinni, EINU SINNI VAR, naut meiri vinsælda en dæmi eru til um íslenska hljómplötu. Óhætt er að fullyrða, að nýja platan, ÚT UM GRÆNA GRUNDU, er ekki síður líkleg til vinsælda og langlífis en hin fyrri. VISNABÓKIN er nýkomin útí 6. útgáfu og hafa þá verið prentuð af henni yfir fjörutíu þúsund eintök, enda er þessi afar vinsæla bók löngu orðin sjálfsögð eign á heimilum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.