Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 17 Það er einkum tvenns konar tækjabúnaður, sem notaður er til slíkra skoðana, málmleitar- • tæki og Röntgentæki. Málmleit- artækjunum er beitt við skoðun farþeganna sjálfra. Þegar far- þeginn fer í gegnum sérstakt „hlið“ kemur í ljós á mæli eða skermi og með hljóðmerki hvort hann ber á sér málm- hluti, sem athuga þarf betur. Þá er einnig beitt litlum hand- leitartækjum, sem eru einfölt í notkun og ódýr. Við skoðun handfarangurs er nú orðið aðal- lega notuð Röntgen-tæki, sem gera skoðunina fljótvirka og örugga. Sem dæmi um árangur skoð- ana má nefna að árið 1975 fóru rúmlega 202 milljónir farþega og handfarangur þeirra gegn- um slíkar skoðanir í Bandaríkj- unum. Fundust þá 4.783 skot- vopn, 46.318 hnifar, 27.205 sprengjur (þar með talin skot- færi, blys og flugeldar) og 55.831 aðrir-hlutir, sem ólögleg- -ir eða varasamir voru taldir. Samtals eru þetta rúmlega 130 þúsund hlutir, eða að meðaltali einn á hverja 1500 farþega. Kostnaður, sem er samfara þessum öryggisráðstöfunum, er gífurlegur. Á fundi flugmála- stjóra 19 Vestur-Evrópurikja, sem haldinn var í Reykjavík á s.l. ári, kom m.a. fram, að i Bretlandi er árlega varið til öryggiseftirlits yfir 12 milljón- um sterlingspunda, þ.e. sam- svarandi yfir 4,6 milljörðum króna. Tiltölulega lítið ríki eins og Sviss ver 20 milljónum fránka, þ.e. rúmlega 1,9 millj- arði króna til slíkrar starfsemi, og þar í landi er þeim útgjöld- um mætt með sérstökum far- þegaskatti er nemur rúmlega 200 kr. á hvern farþega. Al- mennt er þó talið að ekki sé rétt að leggja slíkan kostnað á flug- farþega þar sem hér sé rétti- lega um að ræða kostnað við almenna löggæslu, er varði alla skattborgara, og beri því að greiða úr ríkissjóði. Framkvæmd reglubundinna skoðana hefur einkum haft þrenns konar áhrif. I fyrsta lagi fyrirbyggjandi, þ.e. að hugsan- legir flugræningjar hætta við áform sin vegna þess að þeir telji likurnar á árangri of litlar. í öðru lagi hefur árlegum flug- ránum fækkað í þriðjung til fjórðung af þvi sem þau voru á árunum 1968—1972. Og i þriðja lagi hefur hlutfallstala þeirra flugrána, sem tekist hafa, lækkað úr rúmlega 80% i ca. 30%. Sprengingar í loftförum 1 lbk s.l. árs höfðu verið skráð samtals 65 tilfelli þar sem sprenging hafði orðið í loftfari, og tala látinna af þeim orsökum var næstum 1.100. Þessi glæp- samlega starfsemi virðist þvi miður vera að aukast, og Baader-Meinhof hryðjuverka- hópurinn hefur nýlega tilkynnt að hann, ásamt öðrum hlið- stæðum samtökum, muni hætta flugránum en þess í stað sprengja flugvélar eða skjóta þær niður. Þessi hótun hefur m.a. valdið því að Lufthansa flugfélagið notar nú nýjar aðferðir við flugtak og lendingu véla sinna. Utlit er fyrir að hefja verði innan tíðar skoðun alls farangurs, fragt- og póstflutninga, svo og að auka gæslu loftfara meðan þau eru á flugvöllum til að útiloka að sprengiefni komist um borð. Þróuð hafa verið ýmis ný tæki til að auðvelda slíka sprengju- leit, þ. á m. tæki sem „lykta“ af farangri og einnig hefur verið náð ágætum árangri með þjálf- un hunda i þessu skyni. I Bandaríkjunum eru slíkir hundar t.d. hafðir tiltækir á 29 flugvöllum (,,K9-teams“), en markmiðið er að þotur á flugi hvar sem er yfir Bandaríkjun- um geti flogið til sliks flug- vallar á skemmri tima en 1 klst. Hundarnir hafa í 99% tilfella Framhald á bls. 44. EYFIRZKAR SAGNIR Erlendur Jónsson, í Morgunblaðinu 9. des. 1977: Þessar eyfirzku sagnir eru að mínum dómi svo læsilegar, vandaðar og skemmtilegar sumar hverjar — að þær mættu gjarnan vera munaðar og lesnar lengur en á einum jólum eins og obbinn af bókum þeiu: sem út eru gefnar þessi árin. Almenna bókafélagið Austurstræti 18. Bolholti 6. simi 19707 simi 32620 jíflasketb '77 GUÐLAUGUR A. MAGNÚSSON skartgripaverzlun LAUGAVEGI 22A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.