Morgunblaðið - 12.04.1979, Page 10

Morgunblaðið - 12.04.1979, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1979 man ekki MENN mega ekki taka það eins og það sé satt, þegar ég skrifa um eitthvað, sem gerðist fyrir áratug. Þegar pólitfkin er ekki með í spilunum, svík ég oft lit, en aldrei endranær. Og svo ég segi eins og mér finnst, þá hef ég oft dáðst að ýmsum vinum mínum, hversu langminnugir þeir eru. Lengi vel þótti mér mest til þess manns koma, sem kunni verð á veitingunum í Tryggvaskála, þegar hann var þar á ferðalagi fjögra ára. Síðan hitti ég annan, sem kunni að segja mér margt frá högum sinum, þegar hann hafði aðeins lifað tvo vetur. Og svo hitti ég þann þriðja, — vitaskuld lögfræðing — sem man eftir því, þegar hann fæddist. Og honum er það enn efst í huga, hve hráslagalegt það var, að vakna skyndilega upp við það, að hann var kominn í þennan heim. Þar var ekki sami ylurinn og áður. Á hinn bóginn hef ég engan fyrirhitt, sem man eftir sér, áður en hann fæddist. En ef ég skyldi einhvern tíma síðar rekast á þvílíkt gersemi er ég ekki í vafa um, að það yrði stjórnmálamaður eða verkalýðsforingi, — og helzt hvort tveggja. Á Isafirði Ekkert er eins erfitt á nýjum stað eins og að vita, hvenær maður á að segja út og hvenær fram. A Akureyri t.a.m. bregzt það ekki, ef maður vísar Reykvíkingi til vegar „fram fjörð,“ að hann þýtur „út með firði" og lendir á Dalvík eða jafnvel Ólafsfirði, áður en lýkur í staðinn fyrir að þiggja kræsingar hjá Aðalsteinu á Grund. Þannig þótti mér erfitt að ná áttunum á Isafirði þegar ég kom þangað 1969. „Inn í Djúp“ og „inn á Súðavík" var auðlært, en ég gat aldrei munað hvort maður „færi yfrurn", ef ieiðin lá til Snæfjalla- stranda, eins og þar er annars vinalegt að sumarlagi. En ég þekki þetta orðtak „að fara yfrum" í allt annarri og verri merkinu. „Norður í Jökulfjörðu" samrýmdist vel minni málkennd eða að skreppa „út í Hnífsdal" eða „út í Bolungar- vík“, en á hinn bóginn gat ég aldrei áttað mig á því, hvers vegna menn fóru „út í Arnardal". Fyrir norðan hefðu menn talað úm „fram“ og „inn“ á Suðurlandi. A Isafirði var ég sumarlangt að kalla. Enga gerði ég frægðarför þangað, en hitti margt af góðu fólki, sem hefur verið elskulegt, þegar við höfum hitzt siðan. Þegar maður hugsar um það, hvað það var sumarfallegt fyrir vestan bæði í náttúrunni og fólk- inu sjálfu, er erfitt að kyngja því, að þetta skuli vera sami staðurinn og áður hét Eyri, þar sem Jón þumlungur Magnússon bjó og þjónaði lítilli sóknarkirkju, — „þar í kórnum, þeim megin sem afhúskorn stendur, var ég flatur á bæn liggjandi af djöflinum undir- eftir HALLDÓR BLÖNDHAL troðinn svo sem af ólmum manni, svo að finna sem af hnjám og hnúum. Og í annað sinn með sama móti liggjandi, blés djöfullinn með skelfilegum hvæsum að mínu hægra eyra, sem að því sama húskorni horfði, svo mér gagnast ekki lengur í þeim stað bæn að gjöra, heldur varð ég stundum fram í kirkjunni og stundum utan kirkju að bera mig að gjöra mína bæn,“ skrifar hann í píslarsögu sinni og lét brenna tvo Jóna Jónssyni á Kirkjubóli í Skutuls- firði fyrir galdur. Ég hitti hvorki galdramann né neinn, sem hafði orðið fyrir galdri, fyrir vestan. Á hinn bóginn vár þar maður,sem átti krumma að húsdýri, Grímur loftskeytamaður Jónsson, einn þeirra sem einlægt kemur til dyranna eins og hann er klæddur og skilur ekki vífilengjur. Þar bjó líka Ásta Eggertsdóttir Fjeldsted í hárri elli, ekkja Arn- gríms Bjarnasonar þjóðsagnasafn- ara og er hún enn á lífi. Hún var mikill dýravinur og kunni frá Erfitt að ná áttun- um á ísafirði ( Djúpivík á Ströndum. Á þessum slóðum notuðu vegagerðarmenn möl frá þeim stað, sem bændur höfðu naglhreinsað spýtur. Lýður Hallbertsson tók öllum veí og lagði nótt við dag til þess að gera við dekk svo að menn kæmust leiðar sinnar. mörgu að segja. M.a. var henni í nöp við minkinn. Hún sagði mér um þingmann, sem henni var annars hlýtt til, en hafði orðið það á að hvetja til minkaræktar í sjónvarpinu: Og þá varð hans eins og minkur í framan, sagði gamla konan. Norður í Jökulfjörðum Ég fór 'með Fagranesinu norður í Jökulfjörðu og kom fyrst að Hesteyri, þar sem ríki Kveldúlfs stóð á stríðsárunum en áður höfðu Norðmenn reist þar hvalveiðistöð fyrir síðustu aldamót. Nú voru þar sumarhús og engin kirkja, því að hún hafði verið tekin fyrir skömmu að undirlagi biskups og farið með hana inn á Súðavík og gerðust af þeim atburðum marg- víslegir fyrirburðir sem ég kann ekki frá að greina. Mig hafði langað að stíga fæti á Hrafnsfjarðareyri, þar sem þau Eyvindur og Halla áttu að hafa búið en því varð ekki við komið í þessari ferð.— Sagan segir að þau hafi komið eitt vorið gangandi niður fjallið og hafið þar búskap og verið látið gott heita, af því að þau voru búin að vera 20 ár á fjöllum, — en Grettir vantaði eitt upp á til að við honum yrði tekið í mannabyggðum. í túnfætinum á eyðikoti þessu er steinn með nafni Eyvindar, enda mun jarðneskar leifar hans að finna þar undir. María Maack sagði mér, að Halla væri grafin í Grunnavíkurkirkju- garði. Hún sótti nær aldrei kirkju, heldur stóð utan við kirkjudyr, meðan messa var flutt til þess að fylgja þeirri kröfu sinni eftir að Éyvindur yrði gráfinn í vígðum reit. En úr því varð ekki. í Grunnavík Við hjón urðum eftir í Grunna- vík og gistum prestssetrið, Stað, hjá Maríu Maack. A þessum árum kom hún þangað á hverju sumri, annaðist um að kirkjunni yrði við haldið, messað og hafði með sér tvær „stelpur". Var önnur 69 ára og hin 79 ára eða þar um bil. María Maack var ein þeirra kvenna, sem maður getur ekki gleymt. Þótt hún væri mikil um sig, hef ég í rauninni aldrei getað skilið, hvernig líkaminn gat rúmað hennar stóra hjarta. 10 eða 15 árum áður en þetta var, hafði sú regla verið tekin upp í Morgun- blaðinu, að aldregi skyldi nema eins dálka mynd fylgja afmælis- betur María Maack, — aldrei skildi ég hvernig nokkur líkami gat rúmað hennar stóra hjarta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.