Morgunblaðið - 12.04.1979, Síða 14

Morgunblaðið - 12.04.1979, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APJÚL 1979 GuAný móðir Einart gefur honum brjóst tæplega sjö ára gömlum og á vinstra brjóstinu er systir hans fjögurra ára. „Að elska óvin sinn“ Samkomutjaldið rammaði inn þá stund sem átti sér stað og Einar þrumaði með sinni hljómmiklu og sérstæðu rödd prédikarans: „Já, vinir mínir, þið skuluð launa illt með góðu, þið skuluð elska náunga ykkar og sýna honum kærleik. Þið skuluð elska óvini ykkar, sýna þeim vilja Drottins, kærleikann. Já, elskið óvini ykkar og leiðið þá til hans. En vinir mínir, þar sem vínið er, þar er böl, vínið er versti óvinur mannsins og þið skuluð vara ykkur á víninu, berjast gegn því.“ „En varstu ekki að enda við að segja, að við ættum að elska óvini okkar?" gall þá við í einum sam- komugesta. „Jú, vinur minn,“ svaraði Einar um hæl, „ég sagði það og það er satt og rétt, því það stendur í Biblíunni, orði Guðs,“ og hann brýndi raustina og beindi orðum sínum beint í hjartastað þess er greip fram í, „víst átt þú að elska óvin þinn það stendur í Biblíunni og það er satt og rétt, en það stendur hvergi í Biblíunni að þú eigir að svolgra hann í þig.“ Gíslí faöir Einars. í nær 10 ár hefur Einar verið forstöðumaður Hvítasunnusafnað- arins í Reykjavík, en fram að því hafði hann verið forstöðumaður Betel í Eyjum, safnaðar hvíta- sunnumanna þar. Einar gegndi fjölmörgum störfum í Eyjum, var trúboði, verkstjóri á grafskipi, sauðfjárbóndi, sjómaður og út- vegsbóndi, vélskoðunarmaður í 14 ár sá hann um skoðun gúmmí- björgunarbáta og vann brautryðj- endastörf í þeim efnum hér á landi ásamt mörgum öðrum Eyjamþnn- um. Við röbbuðum uaman um feril hans, boðunina, hversdagslífið og eitt og annað. Miklar and- stæður í ættargrunni „Ég er fæddur í Vestmannaeyj- um 31. janúar 1923 að Arnarhóli. Það hús er kennt við Arnarhól í Landeyjum þar sem báðir foreldr- ar mínir voru fæddir, Guðný ’79 Fjörutíu ára trúarafmæli Vestangolan leikur létt við drifhvítan tjalddúkinn og sumarilmurinn liggur í loftinu. Tjaldið er fullskipað samkomugestum og það er blússandi stemmning á þessari samkomu hvítasunnumanna í Eyjum. Nokkur ár eru liðin síðan og tímans tönn hefur meitlað sinn svip á líf og land, en orðið stendur óhagganlegt og það er einmitt orðið sem hann vitnaði í ræðumaðurinn á téðri samkomu. Einar J. Gíslason heitir hann. Hann frelsaðist árið 1939 og á því 40 ára trúarafmæli á þessu ári. Hann er einhver flugmælskasti ræðumaður landsins og hefur sinn eigin sérstæða ræðustíl í þeim efnum, stíl þar sem hann fléttar saman fréttamennsku, söguna, táknmyndina, gaman- semi og persónuleg tilvik, en grunntónninn í öllu er orð Guðs, Biblían. Við hverja spurningu getur hann óhikað tengt svörin tilvitnunum í hina helgu bók og hið daglega líf. Hann trúir á Guðs orð og daglega lifið er honum veruleiki. í 40 ár hefur orðið verið bæði vörn og sókn þessa lífsglaða manns. Grein og myndir: ÁRNI JOHNSEN Á myndinni til vinstrí er Daníel Glad að fram- kvæma skírn en peim skírða er dýft á bólakaf andartak, enda sézt hann ekki á myndinni. Hinar myndírn- ar eru teknar á sömu samkomu fyrir skömmu og sýna Þætti úr samkom- unni. Neðsta myndin sýnir prjá peirra sem skírðir voru, í bæn. Efst er kirkja Hvíta- sunnumanna. „Andi ■ ■ ■ ■----------- innartekur mig“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.