Morgunblaðið - 12.04.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 12.04.1979, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1979 vindur sér að honum mjög vörpu- legur maður sem allir Eyjabúar þekktu, en vitanlega ekki Asbö. Heilsar þessi glæsilegi Eyjamaður Asbö mjög vinalega og talar við hann dönsku. Segist hann vera kominn til að taka á móti honum. Asbö hafði beðið Guð almáttugan að sjá um sig og sá sem stýrir himni og jörð lét fremsta mann Eyjanna, Gísla J. Johnsen konsúl, sinna því hlutverki. Gísli bjó þá mjög glæsilega að Breiðabliki eins og hann gerði alla tíð ásamt fyrri konu sinni Asdísi. Bauð Gísli komufólki til Breiðabliks þar sem hlaðborð með dýrindisréttum beið gestanna. Asbö skyldi ekkert í því hvað væri að gerast annað en miskunn Guðs. Þegar borðhaldið stóð sem hæst spurði Gísli gestinn að því hvenær hann ætlaði að byrja. Asbö svaraði því til, að hann hefði hugsað sér að byrja strax um kvöldið. Það líkaði Gísla vel, því hann var framkvæmda- samur dugnaðarmaður svo af bar. „Hvar ætlar þú að byrja," spurði Gísli? „Ég hafði hugsað mér að byrja hjá Landakirkju," svaraði Asbö. „Ekki færðu neinn lunda þar,“ segir þá Gísli. „Lunda?" spyr Asbö. „Já, ert þú ekki maðurinn sem ætlaði að veiða hér lunda og merkja þá?“, spyr Gísli þá. „Nei,“ svaraði Asbö, „ég er kominn til þess að vinna menn fyrir Guðs ríki.“ Komust þá báðir að raun um að móttökurnar voru allar á mis- skilningi byggðar. En var það misskilningur? Var ekki hönd Guðs almáttugs hér á bak við, því Gísli reyndist Asbö síðan mjög vel og greiddi götu hans á margvísleg- an hátt. Frá þessum degi hefur Hvítasunnuhreyfingin starfað sífellt, því Asbö hélt samkomu um kvöldið. Það var þurrkur og sól í heiði þennan dag. Konur og börn á leið sinni heim af stakkstæðum stöldruðu við á flötinni við Landa- kirkju og hlustuðu á söng og útleggingu Guðs orðs. Þá skeði það. Það var eins og himininn opnaðist og niður helltist ólýsan- leg blessun yfir fólkið, svo að Asbö hafði aldrei reynt annað eins, hvorki fyrr né síðar. Hópum saman eignaðist fólk sína iðrun og afturhvarf og endurfæddist fyrir starf Guðs anda. Þetta er upphaf hvítasunnuvakningar á Islandi og alls sem heitir Fíladelfía í dag.“ „Að leggja eilífðinaí brjóst manna“ Sumir efast um trúhneigð fólks á öld tækninnar en hvað segir Einar í samtali okkar um það? „Ég álít að trúhneigð sé sköpuð í hvern einasta mann og ég vitna þar um í orð Salómons konungs í bók Prédikarans þar sem segir: „Allt hefur hann gjört hagfellt á sínum tíma, jafnvel eilífðina hefur hann lagt niður í brjóst rnanna." Og svarið til eilífðarinnar er trú á Guð. Það eru hins vegar ekki allir sem leyfa þessu rúm og það er þeirra tjón. Nú tel ég vera langtum bjartari tíma á íslandi en var fyrir 20 árum síðan. Það var mjög bjartur tími þegar Þorgeir Ljósvetningagoði kvað upp úr með kristnitöku á íslandi. Landnáma segir frá svo sterkum áhrifum vakningar þá að tveimur til þremur árum eftir kristnitöku mætti aðeins einn maður með vopnabúnað á Alþingi á móti því að áður leit út fyrir borgarastyrjöld með alvæpni. Ég held persónulega að aldrei hafi verið jafn ákveðnir kristnir menn á íslandi og einmitt nú. Grundvöllurinn er breiðari en áður, það var talað um okkar trú sem sértrú, en nú er það styrkur kirkjunnar að hafa opnað sig. Ég tel að Sigurbjörn biskup sé maður eftir Guðs hjarta, réttur maður á réttum stað, jákvæður og opinn. Ég er aðdáandi hans bæði sem prédikara og bróður í trúnni." Prédikun með tóni að ofan Þegar Einar J. Gíslason er í ham í ræðustólnum liggur við að það gneisti af honum, hann er eins og margslungið hljóðfæri í túlkun sinni. Stundum má segja að hann syngi heilu kaflana í ræðum sínum og rödd hans hækkar jafnt og þétt eins og fuglinn sem flýgur hærra og hærra til frelsisins. Manni dettur stundum í hug að hann prédiki með tóni að ofan. „Grundvöllurinn að mínum ræðustíl er að vera vel út hvíldur með mikinn tíma í bæn og lestri Guðs orðs. Ég vélrita aldrei ræðu og skrifa aldrei, en fæ brennandi orð ritningarinnar í huga minn, það verður eins og hluti af mér sjálfum og hefur þau áhrif á mig persónulega að munnvatnið verður eins og lím og ég verð allur annarlegur, en þó með fullri sjálfs- vitund. Þessu fylgir að ég finn til smæðar og takmarkana, ómögu- leika sem nálgast stundum upp- gjöf. En orð ritningarinnar sem ég hef sem sjónarmið knýja mig áfram. Ég punkta þau á blað, ritningarstaðina, og eyði aldrei dýrmætum tíma í að fletta fram og aftur, staðirnir eru þarna og ég vitna til þeirra. Sá andi sem er í orðum ritningarinnar tekur mig svo að ég nánast hlusta á hvað hann talar í gegnum mig. Þetta er innblástur sem er því miður ekki alltaf fyrir hendi en gefst óvænt að undangenginni mikilli bæn. Þegar ég er kominn út í prédikun- ina er ég viss, hiklaus og ákveðinn eftir þeirri trú sem býr í hjarta mínu. Öll feimni og óstyrkur hverfur. Ég er húmoristi, bjartsýnis- maður, með eðlilegan meðfæddan húmor sem ég verð að passa að valdi ekki spjöllum í boðuninni. Það er auðvelt að misskilja húmor og sumir hafa sagt við mig að ég hefði frekar átt að verað leikari en prédikari. Ég get ekki leikið boðun fagnaðarerindisins. Ég vil hafa athygli fólks og horfi alltaf í augu þess þegar ég tala. Mér var kennt á Biblíuskólanum í Svíþjóð að sam- komur án athygli væru árangurs- lausar. Kunnur prédikari fékk ekki áheyrn í kirkju þar til hann sagði óvænta frétt: „Vitið þið að kolin eiga að hækka í næstu viku.“ Þá hlustaði öll kirkjan. Kúnst ræðumennskunnar er að hafa sveigjanleika í röddinni og nota bassastrengina, kunna að hætta og eyðileggja ekki gott orð með of löngum tíma. Ég hef dottið niður á stíl í ræðuflutningi sem er sjálfstæður og ég stæli ekki neinn ræðumann að mér finnst. Stíll sem ég dái eru Passíusálmarnir og ég les meistara Jón Vídalín Þorkelsson, en það má ekki þreyta fólk með of löngum ræðum. Maður má ekki gera fólk of mett, ég vil fá fólk aftur á samkomur." „Þú reiknar ekki með þeim sterkasta“ Fyrir mörgum árum punktaði ég niður ágrip af ræðu Einars á samkomu í Fíladelfíu og ég birti hér kafla úr ræðunni: „Þeir létu ekki á sér standa Austur-Þjóðverjar að fylgja þeim inn í Tékkóslvakíu, ef drekaandinn kippir í spottann eru lepparnir tilbúnir til að fylgja þeim, það er ekki vafi á því, þetta stjórnast allt af sama andanum. Sá er nú póli- tískur segið þið. Já, ég berst á móti þeim anda sem er á móti orði Guðs. Mér er sama hvort hann kemur frá sjálfstæðismönnum, framsóknarmönnum eða kommum, ef þeir eru á móti orði Guðs þá er ég á móti þeim, ég er með orðinu. Ég vil standa með Biblíufélaginu og öllum þeim sem dreifa út orði Guðs. Ég vil heiðra þetta orð, ég trúi á eilíft náðarorð. Ég er ekki að sparka í einn eða neinn, ég tala það sem spádóms- orðið segir. ,Og það talar svona glöggt og skýrt. Taktu nú eftir. Legstaður kommúnistmans mun vera í ísrael." Esekiel 39.11. Nokkrir samkomugestir taka undir rheð því að segja amen. „Já, þið segið amen, ég veit að það er rétt að segja það og hversu margir vildu ekki segja það. Ég veit að þeir samþykktu það ekki á Þjóðviljanum, en þetta er orð sem er svo langtum meira orð en það. Það er margt gott sem kemur fram hjá þeim, en hættan hjá þeim er þegar þeir hafna orðinu. Það er aðalhættan vinir mínir. Ég les í Esekíel 39. Þar stendur, ég er læs þið skiljið, ég falsa ekki Guðs orð. Ég les það eins og það stendur. Það sagði við mig maður inni í Eyjabúð heima um daginn: Eftir hverju á ég að fara, einn segir þetta og annar segir hitt. Ég er alveg ráðvilltur. Blessaður, segi ég. Heldur þú að skipstjóri á bát spyrji svona eftir hverju hann eigi að fara. Hann hefur kort og kompás og hann hefur vita, hann hefur radar og dýptarmæli og þá fer hann ekki að stranda ef þessir hlutir eru í lagi og þú átt ekki að stranda, þú átt kortið, það er Biblían, orð Guðs, og þú átt ljósið, það er Guðs andi. Við eigum ekki að vera eins og blindir kettlingar. Ég á ekki að spyrja um séra þennan eða hinn, ég get verið minn séra sjálfur, skiljið þið. Með því að taka orðið sem er frá Guði. Einu sinni þegar við Ólafur kristniboði ræddum saman fórum við að tala um það að íslendingar hefðu fengið Biblíuna 100 árum á undan Norðmönnum. Höfum við afsökun íslendingar. Við höfum átt heiðursmenn eins og Odd Gottskálksson sem var úti í fjósi í Skálholti og hann var spurður: Hvað er þú alltaf að gera úti í fjósi, Oddur? Hann var að þýða þetta heilaga náðarríka orð og hann sagði að sér væri kalt, en það mátti ekki gefa fólkinu almennt þetta orð, það varð að vera á latínu. Það var of heilagt fyrir almúgann. Það passar fyrir þig, þetta er Guðs orð, náðarorð. Og nú lesum við áfram um þessa miklu atburði. Þið skuluð taka eftir þróuninni áfram, hún magnast. Það koma fleiri herskip, það koma fleiri MIG-þotur, já ekki má ég gleyma því. Sjáið þið hvað þetta er merkilegt og hver getur sparkað í þetta orð. Visni á þér fóturinn ef þú leyfir þér að gera það. Það er betra að þú missir hann heldur en að þú eigir visnaða sál sem á að lifa um alla eilífð. Já, ég tek ekki orð mín aftur. Jesús sagði þetta, betra er þé) ,handarvana að ganga inn til lífs ins, en hafa báðar hendur og verð; varpað í hinn eilífa eld. Ég var að ræða við einn hátt settan komma um þessi mál un daginn og hann segir: Einar, þa( er útilokað að þetta orð standist þið erum svo fáir og smáir, er hinir eru svo stórir og sterkir. Þú reiknar ekki með þeim sterk asta, sagði ég, hann er bara einn það er Guð.“ „Að taka tappann úr ... karinu“ Fyrir stuttu fór ég á samkomu í Fíladelfíu en það kvöld var skirn fjögurra safnaðarmeðlima. Einar stjórnaði samkomunni að vanda með tilþrifum og honum lætur vel að grípa til sjómannamáls, tala tæpitungulaust. Sterkur þáttur í hans boðun er bindindi, enda hafa margir áfengissjúklingar náð aft- ur fótfestu í sambandi við það hjálparstarf hvítasunnumanna. Skírnin fór þannig fram að hver einstaklingur gengur í skírnar- laugina ásamt skíraranum og dýf- ingin fer fram á andartaki. „Skírnin er fyrst og fremst Vift minniavarfta hrapaftra og drukknaöra í Eyjum hefur Einar talað árvisst á sjómannadegi síftan 1956. Einar í gúmmíbátaskoöuninni, en m.a. setti hann sverari fangalínur á bátana en skylt var, pví reynslan kraföist slíks. Erik Ásbö ásamt Signý konu sinni. Guftný, fyrri kone Einsrs. raunveruleg," sagði Einar, „en hún er einnig táknræn. Skírnin sjálf er bæn, ekki burttekt óhreininda úr líkamanum, heldur bæn, og í sam- bandi við hana bæði greftrun og upprisa." Sem dæmi um það hvernig Einari er eiginlegt að segja hluti sem hjá öðrum verða kyndugir undir sömu kringumstæðum þá lauk hann máli sínu á þessa leið að lokinni skírn: „Þá hafið þið séð það, það tekúr ekki lengri tíma en þetta. Það kemur fram í dómi Guðs að á þessu kvöldi réttlættu þeir Guð með því að hlýðnast orði hans og staðfestu að hann er sannorður. Daníel viltu taka tappann úr karinu." Daníel Glad sem annaðist niður- dýfinguna var við laugina og Einar vildi aðeins árétta að vatninu yrði hleypt úr. Það var því sagt berum orðum og eðlilega eins og sjó- manns var von og vísa. „Konan er mikill leyndardómur“ í lok spjalls okkar Einars spurði ég hann hvað störf hans í sam- bandi við sjávarútveginn hefðu haft míkil áhrif á starf hans sem prédikara? „Það hefur allt haft að segja fyrir mína prédikun og kannski mest hvað ég hef kynnst mörgum mönnum, t.d. Runólfi heitnum Jóhannssyni, bátasmið, mjög sér- kennilegum persónuleika sem var ekki allra, en svo mikið gull að manni og vildi gera rétt. Hann var ógleymanlegur maður, svo fær í sínu verki og glöggur. Hann var reikull í pólitík og það líkaði mér ekki, en hann hafði eitthvað persónulegt fyrir sér í því. Fjölþætt störf hafa haft mikið að segja og gefa manni ákveðna hluti. Vélaskoðunin var góð og skemmtileg, en gúmmíbáta- skoðunin var ákaflega alvarleg og krefjandi því þar varð maður að standa klár á því að öryggistækið væri í lagi þegar það gat ráðið úrslitum um líf sjómannsins. I því starfi unnu með mér Óskar bróðir minn og Kjartan Ólafsson á Hrauni, ákaflega traustir menn. I 14 ár vann ég við þetta ábyrgðar- mikla starf. Maður kynntist mörgu í sam- bandi við sjómennskuna, skemmti- legum viðhorfum og sterkum einstaklingum. Það kom einu sinni maður til Tómasar í Höfn og spurði hann að því hver væri leyndardómurinn í því að geta rekið útgerð á farsælan hátt eins og Tómas var þekktur fyrir, en það var ætlun mannsins að kaupa bát. „Ertu giftur, góurinn?" spurði Tómas. „Já, kemur það þessu eitthvað við?“ spurði þá útvegsbóndinn væntanlegi. „Það er einmitt leyndardómur- inn í útgerðinni, að eiga góða konu,“ svaraði Tómas þá, „konu sem veitir þá aðhlynningu sem starfið krefst, því það krefst mik- ils. Hugsaðu ekki um útgerð ef þú átt ekki góða konu og gott heim- ili.“ Vizka kvennanna,“ bætti Einar við og brosti, „reisír húsið, segir Salómon konungur. Já, konan er mikill leyndardómur." Fallpunginn á fénu skráöur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.