Morgunblaðið - 12.04.1979, Side 36

Morgunblaðið - 12.04.1979, Side 36
» Islenzkan erfitt tungumál fyrir tölvur Tölvan gerir allt í senn, myndar letrið, jafnar því í línu og skiptir orðum milli lína, ef nauðsyn kref- ur. Orðaskipting milli lína hefur einmitt verið eitt af þeim vanda- málum, sem starfsfólk Morgun- blaðsins hefur verið að glíma við. Nauðsynlegt er að kenna tölvunni og fóðra hana á reglum íslenzks máls um skiptingu orða milli lína — og vort ástkæra, ylhýra mál er ekki auðvelt viðfangs fyrir slíkt tækniundur sem tölvuna, en kunn- áttumenn á þessu sviði telja að unnt sé að fóðra tölvuna svo að hún muni skipta í framtíðinni orðum milli lína rétt í 9 skipti af 10. Það krefst þó talsvert mikils orðalista, sem hún þarf að hafa á takteinum, því að sum orð falla ekki að neinum reglum. T.d. er unnt að finna orð í íslenzku, sem stöfuð eru nákvæmlega eins, en skiptingin fer eftir merkingu og auðvitað getur tölvan ekki, vegna þess að hún getur ekki hugsað, fundið merkingu orðs, sem hún setur. Dæmi um slíkt orð er t.d. „skotturnar". Ef orðið skiptist skot-turnar, er um að ræða varð- turna, sem skyttur eru í, þegar rætt er um hernað, en skiptist orðið skott-urnar, gæti t.d. verið um að ræða góða og gamla ís- lenzka drauga. Til hvers eru götin? Nú en námskeiðið var í senn skemmtilegt og áhugavert. Arne, lærimeistari starfsfólks Morgun- blaðsins fór samvizkusamlega í gegnum allt kerfið, sem heitir CRT-13, en hann er að því er okkur fannst fjölkunnugur í meðferð i tölvunnar og getur framkvæmt þina ótrúlegustu hluti með henni. Þetta er heldur ekki fyrsta sinni, sem hann tekur að sér kennslu á slík tæki. Hann sagði okkur eina gamansögu af fyrri reynslu sinni. Eitt sinn var hann að kenna Þjóðverjum á tölvu, sem fóðruð var með gataspjöldum. Einn nem- andinn virtist sérstaklega efnileg- ur og Arne virtist hann skilja undur tölvunnar til hlýtar. Allar spurningar mannsins voru sér- staklega hnitmiðaðar og greindar- legar. Þegar kennslan hafði staðið í hálfan mánuð og hann var að ljúka námskeiðinu, rétti þessi ._ greind&clegi memandi upp höndina. og sagði: „Það er aðeins ein spurn- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTTTDAGUR 12. APRÍL 1979 Sömu húsakynni með sex ára millihili. Eíri myndin er frá tímum blýsins og sú neðri er tekin eítir að tölvutæknin kom til sögunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.