Morgunblaðið - 12.04.1979, Síða 44

Morgunblaðið - 12.04.1979, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 Við lok heimsstyrjaldarinnar seinni og fyrstu árin þar á eftur urðu miklar framfarir í íslenzkum frjálsíþrótt- um. Keppni var skemmtileg og áhorfendur nánast fylltu íþróttavellina á frjálsíþróttamótum. Einn þeirra manna sem setti mikinn svip á frjálsiþróttamótin árin 1943 — 1949 var óskar Jónsson IR. Óskar var sigursæll í keppni jafnt heima sem erlendis og mörkuðu afrek hans á hlaupabrautinni þáttaskil í íslenzkum millivegalengda- hlaupum. óskar rif jaði upp fyrir skemmstu í spjalli við blaðamann Morgunblaðsins ýmislegt sem honum er minnisstætt frá íþróttaferli sínum, en í ár eru 30 ár liðin frá því að óskar hætti keppni. Lærimeistar- inn veitti aldrei frí En þannig skipaðist að ég æfði oftast einsamall og ekki á íþrótta- vellinum, því þegar ég fór á æfingu eftir vinnu voru kappleikir oft að hefjast og maður því rekinn út af vellinum. Eg sleppti einum eftir- vinnutíma til að komast á æfingu, en það var illa séð á mínum vinnustað. Lærimeistari minn var á móti íþróttakeppni og taldi hann litla landkynningu vera af íþrótt- um. Þegar ég bað um frí frá vinnu vegna keppnisferða til útlanda veitti hann mér ekki frí og það náði jafnt til keppnisferða IR svo og Evrópumeistaramóts og Ólym- píuleika. Ég varð bara að fara og láta ráðast hvort ég yrði rekinn. Því er frá að segja að alltaf hélt ég minni vinnu.“ A fyrsta fundinum sem Bergfors hélt með íþróttamönnum ÍR sýndi hann fagran veggskjöld sem hann hafði unnið til í keppni. Hann sagðist ætla að gefa skjöld þennan þeim sem sýndi mestan árangur, framfarir og ástundun eftir sum- arið. Þannig fór að Bergfors af- henti Óskari skjöld þennan í lok sumars. Óskar sagði að starf Bergfors hjá IR hefði borið ríkulegan ávöxt. A næstu árum var IR leiðandi í frjálsíþróttum hérlendis og farnar voru frækilegar ferðir til útlanda. Óskar sagði að hann hefði sjálfur gjörbreyst þar sem Bergfors hefði lagt mikið upp úr því að leiðrétta stílgalla, en einnig hefði honum áunnist mikill líkamskraftur. „Þegar maður kom léttklæddur á gaddaskóm til keppni eftir hinar erfiðu æfingar, þá kunni maður ’49 r A æfingum þá um sumarið náði Oskar betri tímum en nokkru sinni fyrr •ÆmlK ^ ■ 1 Óskar sagðist vera borinn og barnfæddur Reykvíkingur, en hann fæddist 19. júlí 1925. Snemma tók að bera á því hve léttur á fæti Óskar var og í sendiferðum fór hann oftast skokkandi, með handleggina fram- an við magann, eins og hann væri að mala á kaffikvörn, svo sem títt er um smástráka. „Ég var óskap- legur væskill í æsku, mjór og renglulegur," sagði Óskar. „En ég fann fljótt að ég ætti auðvelt með að stinga af mér eldri stráka. Það var fyrir áeggjan Sigurgísla Sigurðssonar IR-ings að ég hóf að iðka hlaup. Þetta var árið 1942, en við unnum þá saman á trésmíða- verkstæði og var Sigurgísli að æfa sig undir drengjahlaup Ármanns. Hann fékk mig með á nokkrar æfingar og er skemmst frá því að segja að ég varð fjórði í hlaupinu, sjónarmun á undan Björgvini Magnússyni, syni Manga pósts og hlaupara. Sigurgísli var talinn sigurstranglegastur í hlaupinu, en hann hafnaði í öðru sæti á eftir Jóhannesi Jónssyni, strák sem ég held að Sigurgísli hafði einnig hvatt til æfinga." Óskar sagðist oftast hafa verið tregur til æfinga fyrstu árin, en einhvern veginn alltaf látið til Óskar Jónsson innan um nokkra af gripum þeim sem hann vann til á hinum frækna ferli sínum & hlaupabrautinni. Medal annars má sjá skjöldinn sem Bergfors gafhonum og minnst er á í viðtalinu. Ljósm. Mbl. Kristján. Eftirminnilegast er 1500 metra hlaupið í Norður- landaför ÍR1947” Af ferli eins fræknasta milli- vegalengdahlaupara Islendinga leiðast. Og þrátt fyrir þessa hóg- værö, þá var Óskar alltaf í fremstu röð, bæði á drengjamótum og fullorðinsmótum. Árið 1944 vann hann sinn fyrsta íslandsmeistara- titil og árið eftir hnekkti hann Islandsmeti Geirs Gígja í 1500 metrum, en það met hafði staðið síðan 1927. „Ég var alveg hættur æfingum þá, en þá var það að ÍR réð til sín sænska þjálfarann Georg Berg- fors, og hann beinlínis heimtaði að ég byrjaði aftur. Bergfors var sjálfur millivegalengdahlaupari áður en hann sneri sér að þjálfun annarra. Ég lét til leiðast á ný og eftir að ég kynntist Bergfors komst ég að því hvað við höfðum verið að gera mikla reginvitleysu á æfingum áður. Fyrir hans tíð æfðum við léttklæddir mest á vellinum og æfingar tóku stuttan tíma, og eftir á sáum við að sama og ekkert hafði komið út úr æfing- um af því tagi. Bergfors byrjaði á því að láta okkur kappklæðast. Við urðum að vera í tveimur göllum og á þung- um skóm. Lét Bergfors okkur þannig klædda æfa mikið í mýrum og einnig smávegis í brekkum og æfingar tóku venjulega upp undir tvær klukkustundir. Hann stóð einnig mikið yfir okkur og gaf okkur prógrömm í hverri viku. sér ekki læti. Tímarnir bötnuðu verulega," sagði Óskar. Óskar sagðist fyrsta hafa verið farinn að kunna að æfa rétt þegar hann hætti vegna stofnunar heimilis og sjálfstæðs atvinnureksturs. „Ég hætti 24 ára gamall, einmitt þegar ég var loks fullharðnaður og tilbú- inn í slaginn.“ Á Evrópumeistaramótinu í Ósló 1946 keppti Óskar í fyrsta skipti á erlendri grund. Stóð hann sig með ágætum á mótinu og setti ný íslandsmet bæði í 800 og 1500 metra hlaupi. Hann hafði marg- bætt metið í 1500 m á íslandi fyrir EM, en í Ósló hljóp hann vega- lengdina fyrstur íslendinga undir fjórum mínútum. í viðtalinu við Óskar vildi hann lítið gera úr árangri sínum í Ósló að þessu sinni. Frækilegt hlaup í Ósló 1947 En það var á Bislett-leikvangin- um í Ósló sem Óskar hljóp sitt mesta hlaup. Það var í Norður- iandaferð ÍR-inga árið 1947. Gerði hann sér þá lítið xyrir og Óskar Jónsson og William Hulse. Myndin er tekin örskömmu eftir hið fræga 1500 metra hlaup f Ósló, en þar bar óskar m.a. sigurorð af Hulse sem var bandarískur meistari á vegalengdinni og handhafi Bandaríkjametsins í míluhlaupi (4:06,0 mín.) sigraði í miklu 1500 metra hlaupi og lagði að velli bandaríska met- hafann í míluhlaupi, William Hulze, og næstbezta hlaupara Norðmanna, Willy Sponberg. Bætti Óskar íslandsmet sitt um fimm sekúndur er hann hljóp á 3:53,4 mínútum. Aðspurður sagði Óskar að þetta hlaup væri sitt eftirminnilegasta og hafði hann eftirfarandi um það að segja: „Mér hugkvæmdist aldrei að ég mundi sigra í þessu hlaupi, og það hvarflaði tæpast að mér að ég yrði framarlega, enda m.a. við góðan Norðmann að etja og Bandaríkja- meistara á vegalengdinni. Framan af stóð líka baráttan á milli þeirra og hvöttu áhorfendur sinn mann mikið. Þegar einn hringur var eftir af hlaupinu og ég um 25 metrum á eftir fremstu mönnum, setti ég á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.