Morgunblaðið - 17.01.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 17.01.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980 5 Hluti af safni Geirs Gígju. Mttúrufræðistofn- unin fær safn Geirs HINN 14. desember sl. var Nátt- úrufræðistofnun Íslands formlega afhent til eignar og varðveislu mikið safn náttúrugripa, söfnun- aráhalda og bóka um náttúru- fræðileg efni. Gefendur voru hjón- in Geir Gígja og Svanhvít L. Guðmundsdóttir, Tómasarhaga 9, Reykjavík. Á sínum yngri árum var Geir Gígja kunnur íþróttamaður og veittist margur heiður á þeim vettvangi. Þó mun hann kunnastur fyrir störf sín á náttúrufræðum, einkum á sviði skordýrafræðinnar, sem var hans aðalhugðarefni. Hann var lengi vel eini íslending- urinn, sem vann markvisst að því að auka þekkingu manna á skor- dýrum hér á landi. Geir Gígja var landskunnur fyrir þessi störf sín, og skýtur nafni hans gjarnan upp í huga manna samtímis því að skordýr beri á góma. Safn Geirs Gígja er æðimikið að vöxtum. Skordýrasafnið er lang- þyngst á metunum, en þó átti Geir Geir Gígja að Gígju einnig nokkuð safn plantna auk ýmislegs úr steinaríkinu. Til að gefa hugmynd um stærð skordýra- safnsins má nefna, að því var komið fyrir í um 65 skúffum og smákössum. Söfnunin spannaði líka um 50 ár, en elstu dýrunum safnaði Geir fyrir um 60 árum. Þáttur Geirs Gígja á sviði íslenskrar skordýrafræði verður seint metinn að fullu. Mikilvægi söfnunar hans kemur einkar vel í ljós við lestur skordýraheftanna í ritsafninu „The Zoology of Ice- land“, en það verk hefur verið að koma út sl. 40—50 ár og fjallar um allar dýrategundir, sem vitað er um á Islandi, og útbreiðslu þeirra. Náttúrufræðistofnun þakkar gefendunum og börnum þeirra þessa höfðinglegu gjöf og hlýhug þeirra í garð stofnunarinnar. Stofnunin mun reyna að varðveita safnið eins og frekast er kostur, til góðs fyrir framgang vísindanna í landinu. (Fréttatilkynning írá Náttúrufræði- stofnun tsl.) Svanhvít L. Guðmundsdóttir Kvikmynd eftir James Ivory í Fialakettinum FJALAKÖTTURINN sýnir í kvöld, fimmtudag, kl. 21, á laug- ardaginn kl. 17 og á sunnudag- inn kl. 17, 19:30 og 22 í Tjarnar- bíói kvikmyndina „Hullabaloo Over Georgie and Bonnie’s Pic- tures“ (írafár vegna mynda Georgie og Bonnie) eftir James Ivory. Myndin er gerð á Indlandi árið 1978. Hún segir frá indverskum systkinum, Georgie og Bonnie. Georgie á safn indverskra list- muna, sem eru honum ómetan- legir, því þeir eru hluti tilveru hans. Systir hans lítur á munina sem peningaleg verðmæti, sem liggja undir skemmdum. Myndin lýsir togstreitunni þeirra á milli. Aður hefur verið sýnd eftir James Ivory myndin „Savages" í Kvik- myndaklúbbi Menntaskólanna veturinn 1974—’75. Batnandi astand í vatnsbúskap Landsvirkjunar: Afram verður þó að skammta rafmagnið LJÓST er að áfram verður að skammta rafmagn til nokkurra stærstu viðskiptavina Landsvirkj- unar, að því er Halldór Jónatans- son aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvirkjunar sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Sagði hann að áætlað væri að sama skömmtun yrði að minnsta kosti til loka janúarmánaðar, en þá yrði tekin ákvörðun um framhaldið með Agústa Agústs- dóttir og Jónas Ingimundarson á Háskólatónleikum ÞRIÐJU háskólatónleikar vetr- arins verða haldnir laugardag- inn 19. janúar ki. 17 í Félags- stofnun stúdenta við Hring- braut. Að þessu sinni syngur Ágústa Ágústsdóttir við undirleik Jónas- ar Ingimundarsonar. Hefur hún undanfarin ár haldið tónleika víðs vegar um land. Á þessum tónleik- um verður frumfluttur nýsaminn lagaflokkur eftir Atla Heimi Sveinsson, sem hann nefnir Smá- söngva. Þá eru á efnisskránni einnig lög eftir Skúla Halldórs- son, Hallgrím Helgason, Jón Þór- arinsson og Franz Schubert. hliðsjón af ástandi og horfum í vatnsbúskap Landsvirkjunar. Halldór sagði að sem dæmi um stöðuna í Þórisvatni mætti nefna, að í upphafi skömmtunar, hinn 20. september eða þar um bil, hefði vatnshæðin vérið 571 metri yfir sjávarmáli, eða 4 metrum lægri en á sama tíma 1978. í dag væri vatns- hæðin hins vegar 569 metrar, sem er 3.5 metrum lægra en á sama tíma 1979. Mestur varð munurinn hins vegar síðari hluta desembermánaðar síðastliðins, þegar vatnsborðið var 4.5 metra lægra en á sama tíma árið 1978. „Þetta sýnir að þróunin er hagstæð í þessu efni,“ sagði Halldór, „en ástandið er samt sem áður ekki nægilega gott til að unnt sé að draga úr skömmtuninni." Skömmtunin er nú þessi: Áburðar- verksmiðjan fær nú 12 megawött, en aflþörf verksmiðjunnar er hins veg- ar 18 megawött, þannig að skömmt- unin er 6mw. Járnblendifélagið vill taka um 32mw, en fær 25, skömmt- unin er því 7mw. ísal þarf 132mw, en fyrirtækið fær um 122mw, svo að skömmtunin gagnvart álverinu er lOmw. Loks er aflþörf Keflavíkur- flugvallar um 4mw meira en þangað er nú selt, en því er mætt með keyrslu á díselstöð. Á síðasta ári nam rafmagns- skömmtunin alls 49 gígawattstund- um. Skerðingin skiptist þannig eftir kaupendum: Áburðarverksmiöjan 12,2gw (24,8%), Járnblendifélagið 13,2gw (26,9%), ÍSAL 18,2gw (37,1%) og Keflavíkurflugvöllur 5,5gw (11,2%). Halldór sagði að lokum, að framangreind skömmtun væri um 35% minni en talið var í september að hún gæti þurft að verða mest, og væri það hagstæðri veðráttu að þakka. „Myrkir músíkdagar*: Fyrstu tón- leikarnir í kvöld FYRSTU tónleikar tónlistarhátíð- arinnar „Myrkir músíkdagar" verða haidnir í kvöld og fara þeir fram í sal Menntaskólans við Hamrahlíð og hefjast kl. 20:30. Þar flytur Sinfóníuhljomsveit íslands 6 verk íslenskra tónskálda undir stjórn Paul Zukofskys, einsöngvari er Ruth L. Magnússon. Efnisskrá tónleikanna er sem hér segir: Snorri S. Birgisson: Þáttur fyrir blásara og slagverk, Atli Heim- ir Sveinsson: Hreinn: Súm: 74, Jón Þórarinsson: Um ástina og dauðann, einsöngur Ruth L. Magnússon, Her- bert H. Ágústsson: Sinfóníetta, Jón Ásgeirsson: Sjöstrengjaljóð og Jón Leifs: Þrjár myndir op. 44. HOOVER er heimilishjálp SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 Ryksugan sem sví HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur’ undrun, vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rúmar 12 litra, já 12 litra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún líður um M gólfiö á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig, svo létt er hún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.