Morgunblaðið - 17.02.1981, Page 31

Morgunblaðið - 17.02.1981, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 31 Óvenjulegir selaflutningar - hringanóri fluttur frá Hollandi til Akureyrar NOKKUÐ óvenjulegir selflutn- ingar áttu sér staó nú um helxina og í gær, er selur af tegund hringanóra var fluttur frá Hol- landi til Akureyrar. Þessi sela- tegund er mjög sjaldga>f við Hollandsstrendur og er þetta 10. hringanórinn sem þar finnst frá 1880. Iscargo flutti selinn flug- leiðis frá Hollandi til Reykjavík- ur, en síðan flaug leiguvél frá Sverri Þóroddssyni með selinn frá Reykjavík til Akureyrar. þar sem honum var sleppt í Pollinn í gær. í för með selnum var Lenie’t Hart, sem starfrækir spítala fyrir að meðaltali 30 selum ár hvert, en alls munu vera 500 selir við Hollandsstrendur. Hún hélt að selum hefði fækkað mjög undan- farin ár við Holland, en nú stæði stofninn nokkurn veginn í stað. Þá sagði Lenie’t Hort: „Þessi hringanóri, sem nú fannst í skipaskurði inní miðju Hollandi er sá 10. sinnar tegundar sem fundist hefur við Hollands- strendur sl. 100 ár, og vegna mengunar var hann nær dauða en lífi og vó aðeins 13 kíló. Hann var fjóra mánuði hjá okkur á sela- sjúkrahúsinu, og er nú orðinn næstum 50 kíló og mjög lífsglaður að okkur finnst. Mengun er nú Hringanórinn loks í sjóinn eftir langa landvist. Ljósm. Kristinn. seli í Hollandi. Þar tekur hún við selum, sem hafa orðið fyrir barð- inu á mengun eða sýkst með öðrum hætti, læknar þá og sleppir síðan lausum um leið og þeir eru orðnir frískir. Lenie’t Hart sagði í samtali við Mbl., að hún bjargaði veruleg við strendur Hollands og selurinn hefði vafalaust drepist þar í sjó, svo ég gladdist ákaflega þegar Iscargó-menn buðu mér að flytja selinn endurgjaldslaust til íslands, þar sem lífsskilyrði sela eru mjög hagstæð." Tveir bílanna i fjögurra bila árekstrinum á Grindavíkurvegi á laugardagskvöldið. Sigaunahljómsveitin sem leika mun fyrir gesti ungversku vikunnar á Hótel Loftleiðum Kynna Ungverjaland á Hótel Lof tleiðum Söngkonan Eva Jeremias mun skemmta gestum með söng. UNGVERSKUR matur, ung- versk sígaunatónlist og ung- verskir listmunir setja svip sinn á Hótel Loftleiðir næstu vikuna. Þar hefst nefnilega i dag svokölluð ungversk vika. Ungverjaland verður kynnt, bæði land og þjóð, svo og ferðamöguleikar og ferðir þær sem Ferðaskrifstofa Kjartans Ilelgasonar efnir til á vori og sumri komanda, sem og undan- farin ár, í samvinnu við Flug- leiðir. Auk ferðaskrifstofunnar og Hótels Loftleiða standa að kynningunni Ferðamálaráð Ungverjalands, ungverska flug- félagið Malév, ungverska ferða- skrifstofan Ibuzs og Hótel Szabadság leggur til mat- reiðslumenn og sér um að út- vega hráefnin. Fulltrúar þess- ara aðila eru staddir hér á landi auk tveggja fararstjóra. í Víkingasal Loftleiða verður á hverju kvöldi borinn fram ung- verskur matur með þarlenskum vínum og ungversk skemmtiat- riði verða flutt. Matreiðslumað- urinn Zoltan Bara, sem vann fyrstu verðlaun í evrópskri keppni matsveina, sér um mat- reiðsluna ásamt matsveinum hótelsins. Sígaunahljómsveit leikur ungversk lög en í hljóm- sveitinni eru fimm hljóðfæra- leikarar og ein söngkona. Matseðlarnir verða númeraðir og verður dregið um vinninga á hverju kvöldi. Síðasta kvöld ungversku vikunnar, þ.e. sunnu- dagskvöld 22. febrúar, verður dregið um aðalvinninginn sem er ferð fyrir tvo til Ungverjalands og dvöl þar í landi. Auk þeirrar Ungverjalands- kynningar sem fram fer í Vík- ingasal á hverju kvöldi verður Ungverjalandskynning í Blóma- sal í hádeginu. Þar munu ung- verskir réttir verða á kalda borðinu og sígaunahljómsveitin leikur. Þá verður ungverskur réttur á matseðli Veitingabúðar þá daga sem kynningin stendur. Hilmar Jónsson veitingastjóri Hótels Loftleiða, sem undanfar- ið hefur haft sýnikennslu í matargerðarlist hvert þriðju- dagskvöld kl. 18, mun ásamt Zoltan Bara sýna gerð ung- verskra rétta í kvöld, 17. febrúar. 8 manns á slysavarð- stofu eftir árekstur (■rindavik, 16. (ebrúar ÁTTA manns voru fluttir á slysavarðstofu i Reykjavik eftir harðan árekstur á Grindavíkur- vegi á laugardagskvöldið og eru bílarnir ónýtir eftir. Áreksturinn varð við Seltjörn um klukkan 18. Bíll var að koma frá Grindavík og mætti þarna öðrum híl. sem var að koma frá Reykjavik. Siðarnefndi billinn var heldur illa búinn, m.a. á sumardekkjum. og talið er að hann hafi runnið yfir veginn framan á hilinn. sem kom á móti. Mikil hálka var, skafrenningur og mjög hvasst. Þá varð einnig í vikunni harður árekstur fjögurra bíla á Selhálsi við Þorbjörn. Tveir bílanna voru kyrrstæðir þarna á vegarkantin- um er áreksturinn varð. Lítil slys urðu á fólki, en tveir bílanna eru ónýtir. Svo harður var árekstur- inn, að kona, sem sat fram í öðrum kyrrstæða bílnum braut bak framsætisins við höggið og hentist aftur í bílinn. Guðfinnur Minning: Ólafía Kristín Auðunsdóttir Þann 9. þ.m. andaðist á Borg- arspítalanum í Reykjavík Ólafía Kristín Auðunsdóttir frá Minni- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, eftir langvarandi veikindi. Mér er ljúft og skylt að minnast þessarar mágkonu minnar, með nokkrum orðum. Ólafía var dóttir Auðuns Sæ- mundssonar útvegsbónda og Vil- helmínu Þorsteinsdóttur, er bjuggu á Minni-Vatnsleysu um árabil. Eignuðust þau hjón alls þrettán börn, sjö syni og sex dætur og var Ólafía þeirra elst. Hún var fædd 9. apríl 1914. Tíu þessara systkina komust til fullorðinsára, eina dóttur misstu þau nýfædda og tveir synir þeirra dóu um tvítugsaldur. Sæmundur, elstur þeirra bræðra, dó árið 1977 tæplega sextugur að aldri. Ég kynntist Ólafíu heitinni ekki fyrr en ég tengdist henni í kringum árið 1947. Þá bjó hún með manni sínum, Þórði Sigurðssyni skip- stjóra, ættuðum frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd og bjuggu þau lengst af í Suðurhlíð við Þormóðs- staðaveg hér í Reykjavík. Einnig bjuggu þau um tíma á Eskifirði og Seyðisfirði, en Þórður var þá skipstjóri á togurum, er voru gerðir út frá þeim stöðum. Ólafía og Þórður eignuðust fjög- ur börn og eru þau þessi: Vil- hjálmur Auðunn, flugmaður, kona hans, Sigríður Sigurbjörnsdóttir, kennari, Sigurður Rúnar, mat- vælatæknifræðingur, kona hans Ásdís Magnúsdóttir, skrif- stofumaður, Jón Ársæll, sálfræð- ingur, ógiftur og Kristrún, kenn- ari, maður hennar Stefán Þórar- insson, félagsfræðingur. Barna- börnin eru fimm. Mann sinn, Þórð Sigurðsson, missti hún fyrir nokkrum árum, var hún þá sjálf orðin sjúk og dvaldi oft eftir það á heilsuhælum og sjúkrahúsum, þar til hún lést á Borgarspítalanum eins og fyrr segir. Ólafía var glæsileg kona og vakti fljótt á sér athygli á manna- mótum. Er mér í fersku minni hve hún var oft hrókur alls fagnaðar á samkomum fjölskyldnanna og hafði innilega gaman af að syngja og kom öllum nærstöddum í gott skap, enda hafði hún góða söng- rödd og kunni fjöldann allan af sönglögum. Hún var líka fram- úrskarandi gestrisin og höfðingi heim að sækja, enda var oft gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Um leið og ég kveð þessa mágkonu mína í hinsta sinn, vil ég þakka henni allar ánægjustundir, sem ég og mín fjölskylda höfum átt í návist hennar og allan rausnarskap fyrr og síðar og bið Guð almáttugan að varðveita sál hennar. Öllum aðstandendum hennar votta ég innilegrar samúðar. Ó.J.S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.