Morgunblaðið - 24.02.1981, Side 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
45. tbl. 69. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
Prcntsmiðja Morgunblaðsins.
Skærulið-
ar fá vopn
um Kúbu
Washington, 23. febrúar. AP.
Bandaríkjastjórn birti í
dag skjöl og önnur gögn.
sem styðja þá fullyrðingu
hennar, að ýmis leppríki
Sovétmanna hafi stundað
umfangsmiklar vopna-
sendingar til skæruliða í
E1 Salvador. í skjölunum
kemur fram. að fyrir
kommúnistaríkjunum vak-
ir að gera E1 Salvador að
fyrsta óumdeilanlega
kommúnistaríkinu á meg-
inlandi Ameríku.
Þessi skjöl, sem Bandaríkja-
menn komust yfir fyrir nokkru,
leiða í ljós, að Víetnam, Eþíópía og
önnur kommúnistariki hafa sent
gífurlegt vopnamagn til skæruliða
í E1 Salvador í gegnum Kúbu og
Nicaragua.
Edwin Meese III, ráðgjafi
Bandaríkjaforseta, sagði í gær, að
ríkisstjórnin hefði í huga að grípa
til þeirra ráða, sem dygðu til að
stöðva þessar vopnasendingar og
sagði beinar aðgerðir gegn Kúbu-
mönnum koma „fyllilega til
greina".
„Það er í þágu Kúbumanna
sjálfra að stöðva þær strax og
binda enda á þessa íhlutun í
málefni Mið-Ameríku,“ sagði
Meese.
Sjá bls. 46, „Reagan varar við
hafnbanni á Kúbu“.
Rússar
sækja í
Afganistan
Islamabad, 22. febrúar. AP.
SOVÉSKA innrásarliðið
í Afganistan hefur hafið
meiriháttar sókn gegn
Kandahar, næst stærstu
borg í Afganistan, sem
skæruiiðar hafa ráðið í
langan tíma, að því er
haft er eftir frönskum
sjónvarpsmönnum, sem
dvalist hafa í landinu.
Frakkarnir. sögðu, að Rúss-
ar hefðu gert stórskotaliðs-
árás á borgina en í kjölfar
hennar hefðu síðan skrið-
drekar haldið inn fyrir borg-
armörkin.
„Ég ætlaði ekki að trúa
mínum eigin augum," sagði
einn Frakkanna, „þegar ég sá
fólkið, þúsundum saman,
halda á móti skriðdrekunum
og hrópa „Dauði yfir Rúss-
um“. Vopnlaust fólk, sem
barðist með orðunum einum.“
Að sögn Frakkanna er
Kandahar og héraðið um-
hverfis, allt að landamærun-
um við Pakistan, á valdi
skæruliða. Þeir höfðu það
eftir skæruliðum, að Rússar
hefðu þann háttinn á að
ráðast með miklu liði inn á
yfirráðasvæði skæruliða,
vinna þar sem mest tjón en
hörfa síðan aftur til búða
sinna.
Antonio Tejero ofursti. með byssu í hönd, gefur yfirlýsingar í spænska þinginu í gær, umkringdur vopnuðum þjóðvarðliðum.
Þingmennirnir hlýða á hann á fjórum fótum. APsimamynd.
Spænskir þjóðvarðliðar
gera tilraun til valdaráns
Náðu á sitt vald þinghúsinu og halda þingmönnum í gíslingu
Madrid, 23. febrúar. AP.
SPÆNSKIR þjóðvarðliðar
undir forystu hægri sinnaðs
ofursta gerðu í dag tilraun til
valdaráns á Spáni, tóku þing-
húsið í Madrid á sitt vald í
þann mund sem greiða átti
atkvæði um útnefningu Calvo
Sotelos sem forsætisráðherra,
og héldu, þegar siðast frétt-
ist, þingmönnum í gíslingu.
Þegar fréttist af valdaránstil-
rauninni brá Juan Carlos Spánar-
konungur skjótt við, kallaði saman
herráðsfund og að honum loknum
skipaði hann öllum embættis-
mönnum rikisins að gegna áfram
skyldum sínum. Búist var við, að
konungur myndi ávarpa spænsku
þjóðina í sjónvarpi og útvarpi í
kvöld.
í tilkynningu, sem frá herráðinu
barst í kvöld, sagði, að „til allra
nauðsynlegra ráða yrði gripið til að
bæla niður þessa árás á stjórnar-
skrána og koma aftur á lögum og
reglu“. Stjórnarhermenn tóku strax
á sitt vald ýmsar mikilvægar bygg-
ingar í höfuðborginni í öryggisskyni
og sveitir úr lögreglunni hafa um-
kringt þinghúsið en ekki látið til
skarar skríða gegn þjóðvarðliðum.
Forsprakki þjóðvarðliðanna er
Antonio Tejero ofursti, öfgafullur
hægri maður, sem fyrir tveimur
árum var dæmdur í sex mánaða
fangelsi fyrir að hvetja til samblást-
urs í hernum. Jaime Milans Del
Bosch hershöfðingi, yfirmaður hers-
ins í Valencia, virðist vera á bandi
þjóðvarðliðanna, einn yfirmanna í
hernum, en hann lýsti yfir neyðar-
ástandi í héraðinu, en kvaðst þó
bíða eftir fyrirmælum frá konungi.
Eftir að þjóðvarðliðarnir höfðu
tekið þinghúsið á sitt vald, var farið
með Adolfo Suarez, forsætisráð-
herra, Felipe Gonzalez, leiðtoga
sósíalista, Santiago Carillo, leiðtoga
kommúnista, varnarmálaráðherr-
ann og fyrsta aðstoðarforsætisráð-
herrann til óþekkts staðar í þing-
húsinu, en öðrum þingmönnum var
skipað að leggjast í gólfið.
Þjóðvarðliðarnir skutu af vélbyss-
um upp í loftið og Tejero, leiðtogi
þeirra, með skammbyssu í hönd,
sagði þingmönnunum, að þeir
skyldu vera rólegir og bíða „frétta
um að stjórn hersins hefði tekið við
völdum“.
SÍÐUSTU FRÉTTIR
Juan Carlos. Spánarkonungur.
flutti í nótt sjónvarps- og útvarps-
ávarp til spænsku þjóðarinnar. þar
sem hann sagðist hafa skipað
hernum að gripa til allra ráða til
að kveða niður valdaránstilraun
þjóðvarðiiðanna. sem halda meira
en 300 þingmönnum i gíslingu í
þinghúsinu i Madrid. Juan Carlos
konungur er æðsti yfirmaður
spamska hersins og var í einkennis-
húningi hershöfðingja þegar hann
flutti ávarpið.
26. flokksþing sovéska kommúnistaflokksins:
Brezhnev fús til við-
ræðna við Bandaríkin
Moskvu. 23. fehrúar. AP.
FLOKKSÞING sovéska kommúnistaflokksins. hið 26. í röðinni. hófst í
dag með ræðu Leonid I. Brezhnevs. forseta Sovétrikjanna. í ræðu sinni
hvatti hann til eðlilegra samskipta við Bandaríkin og kvaðst reiðuhúinn
til að eiga fund með Ronald Reagan. Bandaríkjaforseta. og endurvekja
viðraðurnar um takmörkun kjarnorkuvopna.
Brezhnev lagði til í ræðu sinni, að
Bandaríkjamenn og Rússar settust
að samningaborðinu og tækju upp
„alvarlegar viðræður“ um öll megin-
málin. Hann sagði, að Rússar vildu
halda áfram samningum við Banda-
ríkjamenn um takmörkun kjarn-
orkuvopna og eru þau ummæli
túlkuð þannig, að Rússar vilji koma
til móts við kröfur Reagans um
nýjar viðræður um Salt II.
Rússar eru reiðubúnir til að
hverfa með her sinn frá Afganistan,
sagði Brezhnev, en aðeins að því
tilskildu, að „erlendri íhlutun" verði
hætt. Hann gaf í skyn, að Kreml-
verjar vildu ræða Afganistanmálið
við aðrar þjóðir, þ.á m. Bandarikin, í
framhaldi af tillögum Rússa um
öryggismál Persaflóaríkjanna, en
ekki að umræðurnar.snerust ein-
göngu um afgönsk „innanríkismál"
eins og tekið var til orða.
Brezhnev sagði Rússa fúsa að
semja við Bandaríkjamenn um tak-
mörkun á fjölda bandarískra Ohio-
kafbáta og sovéskra kafbáta af
svipaðri gerð og lagði einnig til, að
aukið yrði gagnkvæmt eftirlit með
heræfingum Varsjárbandalagsins
og NATO.
Vestrænum fréttamönnum var
meinaður aðgangur að flokksþing-
inu, en sjónvarpað var beint frá
fyrstu sex mínútunum af ræðu
Brezhnevs. Haft er eftir sovéskum
fréttamanni, að þá hafi annar mað-
ur tekið til við flutninginn og þykjr
það. gefa nokkra vísbendingu um
hvernig heilsufari Brezhnevs er
háttað, en á þvi hefur mönnum
leikið mikil forvitni. Þingið sitja
nærri 5000 sovéskir fulltrúar og að
auki sendimenn frá 109 kommún-
istaflokkum erlendis.
Sjá ennfr. bls. 47, ..Blaða-
mannafundur i sovéska sendi-
ráðinu".
/