Morgunblaðið - 24.02.1981, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.02.1981, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 17 í Noregi. Þá væri svonefnt hraðlið NATO og fastaflotinn á Atlantshafi tilbúinn til átaka á svipstundu. Sverre Hamre minnti á nýlegt samkomulag Norðmanna og Bandaríkja- manna um birgðastöðvar fyrir stórfylki bandarískra land- gönguliða í nágrenni við Þránd- heim. Með því væri stuðlað að auknu öryggi, dregið úr líkum á árás og tryggt að öflugur liðs- auki bærist tímanlega á hættu- stundu. Áður hefðu verið gerðir samningar við Breta, Vestur- Þjóðverja, Hollendinga og Kanadamenn um birgðastöðvar fyrir heri þessara þjóða í Norður-Noregi. Hershöfðinginn drap á póli- tískar forsendur fyrir varnar- stefnu Norðmanna, þar sem höfuðáhersla væri lögð á það að aðhafast ekkert, sem Sovétmenn gætu talið ögrun við sig. í því ljósi yrði að meta ákvörðun Norðmanna um að leyfa ekki erlendar herstöðvar í landi sínu og banna þar kjarnorkuvopn auk takmörkunar á athafna- svæði erlendra hersveita á æf- ingum í Norður-Noregi til að halda þeim sem lengst frá sov- ésku landamærunum. Varnar- stefnan nyti stuðnings yfir- gnæfandi meirihluta norsku þjóðarinnar. Sömu sögu væri að segja um aðild Noregs að Atl- antshafsbandalaginu, meðal þjóðarinnar væri óskoraður stuðningur við hana. Varnar- stefna Noregs væri ekki byggð á skynsamlegum forsendum nema hún væri mótuð sem hluti af sameiginlegu varnarkerfi NATO. Samtenging varna Vest- urlanda hefði aukist á undan- förnum árum og hún myndi vaxa áfram. í lok máls síns dró Sverre Hamre, hershöfðingi, meginat- riði máls síns saman með þess- um hætti: 1) Norðmenn yrðu að búa sig undir að berjast innan eigin landamæra og á fyrstu stigum myndu þeir ef til vill ekki hafa við liðsauka frá öðrum að styðj- ast. 2) Norðmenn skipulegðu því varnir sínar þannig, að unnt væri að sameina krafta allrar þjóðarinnar í þeirra þágu. 3) Aðildin að Atlantshafs- bandalaginu væri grunnþáttur- inn í norskri varnarstefnu. Unn- ið yrði að því að auðvelda liðsflutninga frá bandamönnum og lögð áhersla á sameiginlegar æfingar með þeim í Noregi. 4) Staðhættir, veðurfar og fámenni leiddu til töluverðra vandræða við varnir Noregs. En óvinurinn yrði einnig að geta sigrast á staðháttum og veðr- áttu. Að loknu erindinu svaraði Sverre Hamre hershöfðingi fyrirspurnum og tóku þessir fundarmenn til máls: Þórður Valdemarsson, Hannes H. Giss- urarson, Sigurður Baldvin Sig- urðsson, Rannveig Tryggvadótt- ir, Kjartan Gunnarsson, Krist- ján Loftsson, Jón Magnússon og Júlíus Guðjónsson. í svörum hershöfðingjans kom meðal annars fram, að ekki væri um neitt sameiginlegt fjár- framlag frá Atlantshafsbanda- laginu að ræða til almanna- varna í aðildarlöndunum. Úr sameiginlegum framkvæmda- sjóði bandalagsins væri aðeins veitt fé til mannvirkjagerðar, ef fleiri en ein bandalagsþjóð gæti haft afnot af mannvirkinu. Spurningu um það, hvort sovésk rannsóknaskip væru vopnuð, svaraði Hamre með einu orði: Já. Með afgönskum skæruliðum: Enginn bilbugur þrátt fyrir loft- árásir Rússa í 12 daga höfðum við verið í fylgd með skæruliðum í Af- ganistan og allt gengið okkur i haginn. A 13. degi hættum við þó að hrósa happi yfir velgengninni því að þá tók sovéskum sprengikúlum að rigna yfir þorpið Torra Borra þar sem við héldum til. 122 mm sprengja sprakk í fjallshlíðinni skammt frá okkur og þrjár ljóssprengjur sprungu yfir höfðum okkar og lýstu upp allt umhverfið, á eftir fylgdi látlaus skothríð á þorpið. Skothríðinni linnti ekki fyrr en eftir 15 mínútur og þögnin ríkti á ný. Skærulið- arnir skreiddust út úr holun- um og virtu fyrir sér afleið- ingar árásarinnar. Þykkt ryk- lag lá yfir þorpinu en skemmd- irnar virtust óverulegar. Skæruliðarnir voru í sjöunda himni og einn foringi þeirra, Baji Deem Mohammed, sagði við mig, að Rússarnir eyddu miklu fé og mikilli fyrirhöfn í að reyna að leggja þorpið í rúst, sem þeim hefði þó ekki tekist til þessa. Leiðsögumenn okkar úr hópi skæruliðanna ákváðu samt sem áður daginn eftir, að tími væri til kominn fyrir okkur að hverfa á brott. Skriðdrekar væru að reyna að brjóta sér leið inn í dalinn og búist var við árásum fallbyssuþyrla. Við kvöddum þorpið um kvöldið í miðri fallbyssuskothríð Rúss- anna, héldum kyrru fyrir í yfirgefnum húsarústum um nóttina og stefndum síðan að landamærunum við Pakistan. í 16 daga höfðum við verið með afgönskum frelsissveitar- mönnum og kynnst hörðum kjörum þeirra, kulda, vosbúð og matarskorti. Það er þó ekki harðræðið, sem við minnumst eftir dvölina, heldur baráttu- andi Afgananna og óbilandi kjarkur, sá staðfasti ásetning- ur þeirra að berjast til sigurs fyrir þjóð sína gegn leppstjórn Rússa í Kabúl. Skæruliðum eru farin að berast vopn og þegar við kom- um til Afganistan í gegnum Khyber-skarð sáum við hvar THE OBSERVER Afganskir frelsissveitarmenn hata komió ser tyrir á hæð i Barikot i Kunar-héraði, þaðan sem þeir geta fylgst með ferðum rússneskra hermanna og stjórnarinnar í Kabúl. AP-8imamynd. verið var að útbýta egypskum AKM-rifflum, kínverskum SKS-rifflum og RPG-7-eld- flaugum. Ennþá vantar þó mjög vopn til að granda með flugvélum og lyfjaskorturinn er tilfinnanlegur. Vopn koma einnig frá lið- hlaupum úr afganska stjórn- arhernum. Nokkrir þeirra sögðu frá því, að þeir hefðu verið að versla á basarnum þegar þeir voru teknir nauðug- ir viljugir og sendir í herinn. Tveimur dögum seinna stukku þeir á brott með allan sinn vopnabúnað. Alla þá daga, sem við vorum í Afganistan, mátti heyra skotdrunurnar bergmála í fjöllunum og skæruliðarnir fögnuðu ákaflega þegar þeim bárust fréttir um nýja sigur- vinninga. Ekki voru þó allar fréttir góðar fréttir og þeir voru daprir á svip, afgönsku frelsissveitarmennirnir, þegar þeir heyrðu, að 18 félagar þeirra hefðu fallið í umsátri rússneskra hermanna. Um það þarf ekki að efast, að innrás Sovétmanna og stríðið í kjölfar hennar hefur valdið afgönsku þjóðinni gífur- legum þjáningum. Þrátt fyrir það láta skæruliðarnir engan bilbug á sér finna og, eins og þeir segja sjálfir, þá eru þeir reiðubúnir að berjast til þraut- ar fyrir þjóð sína og trú. Sjálfkjörið hjá Múrara- félaginu MIÐVIKUDAGINN 11. febrúar sl. rann út frestur til að skila listum til kjörs stjórnar og trún- aðarmannaráðs i Múrarafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1981. Einn listi barst, listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs og var hann þvi sjálfkjörinn, segir i frétt frá Múrarafélagi Reykjavíkur. Helgi Steinar Karlsson, formað- ur, Gísli Dagsson, varaformaður, Rafn Gunnarsson, ritari, Örn Karlsson, gjaldkeri félagssjóðs, Hans Kristinsson, gjaldkeri sjúkrasjóðs. Varastjórn: Óli Kr. Jónsson, Eiríkur Tryggvason, Jóhannes Æ. Hilmarsson. Trúnaðarmannaráð: Gunnar M. Hansen, Trausti L. Jónsson, Gísli Magnússon, Gunnar Sigurgeirs- son, Ólafur Veturliðason, Jón G.S. Jónsson. Varamenn: Jónas Garðarsson, Hörður Runólfsson, Sveinn Páll Jóhannesson. 25% hækkun þjónustugjalda SKÝRR ÁKVEÐIÐ heíur verið að hækka véla- og þjónustutaxta Skýrslu- véla ríkisins og Reykjavíkijr- borgar um 25% frá og með 1. janúar 1981, en þetta kemur fram í siðasta tölublaði Skýrr frétta, fréttabréfi SKÝRR. Þessi hækkun er nauðsynleg til að láta enda mætast á árinu 1981, segir í fréttabréfinu, miðað við þær spár, sem stuðst er við um þróun launa og gengis. Gert er einnig ráð fyrir að hækkunin muni nægja til að standa undir aðflutn- ingsgjöldum af þeim vélabúnaði, sem væntanlegur er í lok ársins og byrjunarframkvæmda við bygg- ingu nýs vélasalar og mötuneytis á lóð SKÝRR. Bresku söngkonunni Sheenu Easton skaut óvænt upp á stjörnuhimininn á síöasta ári. Þá gaf hún út þrjár litlar plötur með lögunum 9 to 5, Modern Gir! og One Man Woman sem öll náðu miklum vinsældum. Nú er komin út fyrsta LP-plata Sheenu og ber hún nafnið Take My Time eins og 4. litla plata hennar. Sheena Easton var fyrsta breska söng- konan sem náöi þeim árangri aö eiga tvö lög meðal tíu vinsælustu laga í Englandi í sömu vikunni og er hún nú þegar í hópi vinsælustu söngkvenna þar, aðeins nokkrum mánuöum eftir aö hún vakti fyrst á sér athygli. Sheena Easton — Take My Time Suðurlandabraut 8 — sími 84670 Laugavegi 24 — sími 18670 Austurveri — sími 33360.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.