Morgunblaðið - 24.02.1981, Side 38

Morgunblaðið - 24.02.1981, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 + Systir mín, SIGRÍÐUR GUOMUNDSDÓTTIR, Rénargötu 22, lezt i Borgarspítalanum sunnudaginn 22. febrúar. Jónas Guömundsson. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, EINAR DAGBJARTSSON, Ásgaröi, Grindavík, andaöist laugardaginn 21. febrúar. Laufey Guöjónsdóttir og börn. Móöir okkar, GUDBJÓRG ADALSTEINSDÓTTIR, Sólheimum 26, andaöist 21. febrúar. Börn hinnar látnu. + Faöir okkar og tengdafaöir, KRISTJÁN C. JÓNSSON, lést aö Hrafnistu aöfaranótt sunnudagsins 22. febrúar. Guömundur Steinsson, Kristbjörg Kjeld, Jóhanna I. Birnir, Einar Birnir. + Móöir okkar og stjúpmóöir, ARNBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, lést á öldrunardeild Landspítalans 22. febrúar. Gunnar Ólafsson, örn Ólafsson, Kristín Jónsdóttir, Hafliöi Jónsson. + Hjartkær eiginmaöur minn, faöir, sonur, tengdasonur, bróöir og mágur, INGÓLFUR S. RAGNARSSON, yfirvélstjóri, Hlíöarvegi 18, Kópavogi, andaöist 17. þessa mánaöar. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna. Li|ja Kristjánsdóttir og börnin. Minning: Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir frá Núpi Miðvikudaginn 4. febr. sl. fór fram í Fossvogskirkju minningar- athöfn um Hjaltlínu M. Guðjóns- dóttur fyrrv. prófasts- og skóla- stjórafrú að Núpi í Dýrafirði, þar sem séra Eiríkur J. Eiríksson prófastur á Þingvöllum flutti ítar- lega og eftirminnilega ræðu, enda mátti hann trútt um tala sem tvíþættur eftirmaður séra Sig- tryggs Guðlaugssonar í embætti á sínum tíma, og um alllanga hríð. Útför frú Hjaltlínu átti sér hins vegar stað sl. laugardag frá Sæ- bólskirkju á Ingjaldssandi að ■ viðstöddu fjölmenni. Þar í kirkju- garðinum liggja jarðneskar leifar frú Hjaltlínu við hlið manns hennar og ber hátt í faðmi hafs og heiðar. Það fer vart hjá því, að við andlát frú Hjaltlínu hvarfli hugur margra gamalla nemenda Núps- skólans til hennar daga á þeim rómaða stað, svo virðulegan og vandasaman sess, sem hún skipaði þar um áratuga skeið. Því miður þekki ég ekki svo mikið til uppruna og ættar frú Hjaltlínu, að ég megi mikið með fara, en fædd var hún að Brekku á Ingjaidssandi 4. júlí 1890, og náði hún því fullum níræðisaldri. Móðir hennar var Rakel Sigurð- ardóttir, en faðir Guðjón bóndi og formaður Arnórsson bónda á Höfðaströnd í Jökulfjörðum Hannessonar prests á Stað í Grunnavík Arnórssonar prófasts í Vatnsfirði Jónssonar. Utanaf Sandi kom stúlkan í Núpsskóla átján ára gömul og gerðist einn af fyrstu nemendum séra Sigtryggs, sem áratug síðar varð eiginmaður hennar og lífs- förunautur alla hans daga síðan, unz hann lézt árið 1956, 94 ára að aldri, eftir einstætt og sögulegt ævistarf, sem ekki þarf að lýsa fyrir a.m.k. miðaldra og eldri landsmönnum. Eg var einn af þeim „lukkunnar pamfílum", sem náðu þvi að verða nemendur Núpsskóla síðustu skólastjórnarár séra Sigtryggs. Þá kynntist ég að sjálfsögðu frú Hjaltlínu, og e.t.v. betur en flestir aðrir fyrir þá sök að njóta þess heiðurs seinni veturinn minn að vera titlaður „húsbóndi" í talsvert fjölmennu embættismannakerfi nemenda, sem sera Sigtryggur skipaði jafnan í upphafi hvers skólaárs. Samskiptin við þau skólastjórahjónin urðu því nánari en ella, og er skemmst af þeirri samstöðu og samvinnu að segja, að fátt í lífinu hefur orðið mér hugstæðara og þakkarverðara en námsdvölin á Núpi nú fyrir meira en hálfri öld, í mótandi umönnun skólastjórahjónanna og annarra ógleymanlegra kennara. Ekki gat það farið framhjá neinum, hverjum kostum frú Hjaltlína var búin sem húsmóðir í stórum heimavistarskóla. Sjálf var hún kennari að menntnn og + Utför fööur okkar, AÐALSTEINS ÓSKARS GUDMUNDSSONAR, rafvirkjameistara, fer fram frá Fossvogskirkju í dag þriöjudaginn 24. febrúar kl. 16.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlega bent á Hrafnistu b*S. Jóhanna Aöalsteinsdóttir, Halldór Aóalsteinsson. + Jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, REYNIS SNJÓLFSSONAR, Njaröargötu 37, fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 25. febrúar kl. 10.30. / Jónína Guöjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför fööur okkar og tengdafööur, KRISTÓFERS KRISTÓFERSSONAR, Leifsgötu 8, Reykjavík, veröur gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. febrúar kl. 1.30. Börn og tengdabörn. Útför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, PÁLÍNU SIGURÐARDÓTTUR, Garöaflöt 1, Garöabæ, veröur gerö frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 25. þ.m. kl. 13.30. Sigurdís Erlendsdóttir, Karl Ó. Guðlaugsson, Guölaugur K. Karlsson, Elísabet Sigvaldadóttír, Erlendur Karlsson, Gísli K. Karlsson, Bylgja Helgadóttir, Linda B. Karlsdóttir og barnabarnabörn. + Minningarathöfn um GUDLAUGU J. SVEINSDÓTTUR fré Hvilft veröur haldin í Dómkirkjunni miövikudaginn 25. febrúar kl. 15. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Samband íslenskra kristniboösfélaga. Fyrir hönd vandamanna, María Finnsdóttir + + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, Eiginmaöur minn og faöir okkar, MARGRÉT KETILSDÓTTIR, GUDMUNDUR RAGNARSSON, Mévahlíö 45, Espigeröi 4, sem andaöist 15. febrúar, veröur jarösett frá Fossvogskirkju, lést aö Landakotsspítala laugardaginn 21., febrúar. Jaröarförin miövikudaginn 25. febrúar kl. 3 e.h. auglýst síöar. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Hólmfríöur Carlsson. Herbert Guömundsson, Sólveig Guömundsdóttir, Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, Jóhann T. Ingjaldsson, Siguröur Guömundsson, Siguröur K. Gunnarsson, Sigríöur Th. Guömundsdóttir Ragnar Guömundsson. börn og barnabörn. kenndi einkum handavinnu stúlkna við skólann. Var hún frábærlega hæf á því sviði, enda aflaði hún sér menntunar þar að lútandi, bæði á ísafirði og í Reykjavík. Lét frú Hjaltlína jafn- an vandað handbragð sitja í fyrir- rúmi, en hirti minna um afköst. Hún var ein af þeim, sem ekki þola á neinu sviði, að höndum sé til kastað í hugsunar- og hirðuleysi. Bar allt í kringum hana vott þrifnaðar, nákvæmni og snyrti- mennsku, og var hún að því leyti mikil fyrirmynd ungu fólki. Frú Hjaltlína tók mikinn þátt í skólalífinu og var jafnan nær- stödd, hvenær sem eitthvað var að gerast, hvort sem var til hryggðar eða gleði. Hún var vel máli farin og steig jafnvel í stólinn, ef því var að skipta, og einkum munaði um rödd hennar, þegar lagið var tekið, og það var blessunarlaga oft á Núpi, seint og snemma, svo að segja á hverjum degi. Ég hefi oft óskað þess síðan, að í skólum landsins ríkti, þótt ekki væri nema brot þeirrar einlægu, lyftandi og lífgefandi sönggleði, sem við urð- um aðnjótandi á Núpi. Ég trúi því, að þá væri vandi þjóðlífsins minni; vandamálin raunveruleg og ímynduð færri. Nú híma svo víða sorgmædd, vonsvikin og vansæl börn í söngvana, daufum og dauð- um uppeldisstofnunum, og af því súpum við seyðið; lifum harmsögu þyngri en tárum taki ... Á Núpi var tíminn vel notaður og gjarna slegnar tvær eða fleiri flugur í sama höggi, ef við varð komið. I þessari andrá liggur t.d. nærri að nefna það, að í handa- vinnutímum stúlknanna var það ekki óalgengt, að blessaður skóla- stjórinn, sem var óþreytandi söng- stjóri og sjálfur tónskáld, birtist hljóðlega í dyragættinni með nótnahefti undir hendinni og spyrði varfærnislega og af mikilli hæversku: „Hjaltlína, má ég ...?“ Vildi hann þá komast inn til raddæfinga, og fékk jafnan, en misvel líkaði þó stúlkunum þetta, eftir því hversu söngvanar þær voru eða áhugasamar um handa- verk sitt, og fyrir kom, að hann fékk hógværa áminningu kennar- ans um að tefja samt ekki of mikið! Eitt var það m.a. sem mér gleymist ekki í sambandi við frú Hjaltlínu, en það var, hversu umhyggjusöm hún var gagnvart nemendum, þegar veikindi bar að höndum. Fylgdist hún þá af ná- kvæmni með lífi og líðan sjúkl- ingsins og sparaði ekkert, sem verða mátti til vellíðunar og heilsu, hvorki til orðs né æðis. Mega ekki svo fáir muna frúna í þakklátum huga frá slíkum stund- um. Hinn frægi og fagri unaðsreitur „Skrúður" og séra Sigtryggur juku hvor á annars heiður og hrós. Sízt vil ég draga úr réttmæti þess. En það ætla ég þó, að hlutur frú Hjaltlínu í vexti og viðgangi Skrúðs um áratuga skeið, hafi ails ekki verið metinn sem skyldi, og þakkir og viðurkenning þeirra er nutu verið eftir því. Hún var þó sæmd riddarakrossi Hinnar ís- lenzku fálkaorðu. Ég vil leyfa mér að draga í efa, að nokkur íslend- ingur hafi af meiri natni og alúð varið fleiri stundum til þess að búa gróðurreit „sólskært sumar undir" en frú Hjaltlína. Frú Hjaltlína var prýðilega gef- in og menntuð kona, sem myndaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.