Morgunblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
37
Gísli Sigurbjörnsson:
í blöðum — einnig í Útvarpi, er
mikið skrifað og sagt um það
neyðarástand, sem ríkir — og
hefur árum saman verið — í
málefnum sjúkra, hrumra oft ein-
stæðinga, sem eru komnir á efri
ár. — Stóri hópurinn, þessir sem
alltaf er gleymt — geðtruflað —
senilt — aldrað fólk, er alveg látið
eiga sig.
Nú á allt að gera — helst klára
allt á morgun, — en það tekur ár
og dag fyrir framkvæmdamenn
fólksins að koma þessu í lag —
nokkur ár — ef að vanda lætur.
Þess vegna væri rétt fyrir þá og
þær, sem vilja leggja þessu mál-
efni lið — peninga — að hjálpa
Gísli Sigurbjörnsson
Hjúkrunarheimili
Pétur Pétursson þulur:
Kvarnarsteinn kjara-
skerðingar og niðurtaln-
ingarleið Halla og Ladda
Þá er fulihugar ríkisstjórnar-
innar tala hvað digurbarka-
legast um að koma verðbólgunni
á kné og telja niður verðlag fer
ekki hjá því að í hugann komi
söngur er minnir á kappa þá og
tilburði þeirra alla.
Halli og Laddi hafa lýst af
gamansemi niðurtalningu í söng
sínum um Roy Rogers. Boru-
brattur kappi í villta vestrinu
ræðir borginmannlega og af kok-
hreysti mikilli um að koma á
reglu í samfélagi kúreka. Slær
undir nára á gæðingi sínum og
hefir stór orð um að jafna um
gúlann á óróaseggjum. Bindur
færleik sinn við knæpugrind-
verk. Biður félaga sinn (fulltrúa
BSRB og ASÍ?), að fylgjast með
niðurtalningu þá er hann láti
hendur skipta við ójafnaðar-
menn á knæpulofti. Býst sam-
ráðsmaður hans við snöggum
umskiptum og Fróðafriði. Rifjar
upp raðtölur í huganum og
fylgist með loftsglugga. Byrjar
niðurtalningu friðarspilla: Einn,
tveir ... í sömu svifum flýgur
kappinn borubratti út um rúðu
og heyrast brothljóð og dynkir.
Þó nær hann að mæla fáein orð í
fallinu: Hættu að telja, þetta er
ég.
Landsmenn hafa fylgst með
„niðurtalningunni" undanfarið:
Þorskurinn fékk 20% hækkun
frá áramótum.
Bútungar og stútungar í flokki
þingmanna hækkuðu um ... pró-
sent og tók sú hækkun gildi frá
1. maí. Þótti við hæfi að tengja
hækkun þeirra hátíðisdegi
verkalýðsins, hins sama lýðs er
þeir hýrudrógu um 7% með
bráðabirgðalögum og gilda eiga
frá 1. marz nk.
Meira að segja Hafnarfjarð-
arstrætó fékk umbeðna hækkun,
og stundi svo þungan.
Jacobs-tekexið, sem var í
fyrradag í miðlungsflokki BSRB
og ASÍ, þar sem það lá vanmetið
í búðarhillunni, var allt í einu
hækkað í gær úr kr. 5,65 pakkinn
og kostar í dag kr. 7,45. Þá var
það komið í BHM. Og afgreiðslu-
maðurinn sagði að samskonar
frami biði fíkjukexins „Fig roll“,
sem hvíldist í bjútíslípi í
kjallarageymslu og biði forfröm-
unar á braut niðurtalningar
uppávið.
Það eina sem blífur af bók-
stafnum er 7 prósent kvarnar-
steinn kjaraskerðingar um háls
verkalýðs- og launamannafor-
yztu. Vonandi hefur ekki verið
samið um skerðingu greindar-
vísitölu við kjarasamningaborð.
Pétur Pétursson þulur
Athugasemd við Staksteinaskrif
Morgunblaðinu hefur borizt eft-
irfarandi athugasemd:
í Staksteinum 13. feb. sl. var
vitnað í ummæli mín úr samtali
nokkurra herstöðvaandstæðinga í
Dagfara. Þar segi ég m.a. að stór
hópur Sovétsinna sé innan Sam-
taka herstöðvaandstæðinga. Um-
mælin notar Staksteinahöfundur
til að staðfesta svipuð orð Morg-
unblaðsins. Ekki held ég að menn
nenni að mótmæla því að ákafir
stuðningsmenn Kremlverja sitja í
SHA. Það vita allir sem vita vilja,
enda ekkert í stefnuskrá SHA sem
kemur í veg fyrir að t.d. María
Þorsteinsdóttir, ábyrgðarmaður
fréttablaðs APN, vinni innan
SHA. Annað mál er svo hve mikil
áhrif þessi hópur hefur á starf-
semi SHA. Mér finnst Morgun-
blaðið iðulega slá vindhögg í
gagnrýni sinni á SHA með því að
láta líta svo út að Sovétsinnar ráði
þar öllu. Því er ekki þannig farið.
Meirihluti herstöðvaandstæðinga
er ýmist gagnrýninn á Sovétríkin
eða alveg andsnúinn þeim. Ákafi
Staksteinahöfundar með Sovét-
stimpilinn sést glöggt af fyrirsögn
Staksteinanna: „Samtök Sovét-
sinna". Hún er í algjöru ósam-
ræmi við mín orð og reyndar það
sem höfundur Staksteina skrifar
sjálfur neðar í dálki sínum. Að
auki er stakur óþarfi að hrósa mér
fyrir hreinskilni eða brigsla um að
hafa staðið fyrir mótmælum
herstöðvaandstæðinga í „dular-
klæðum". Lýsing mín á SHA hefur
margoft sést og heyrst, t.d. í því
blaði sem lesið er „sundur og
saman" á ritstjórn Mbl., Verka-
lýðsblaðinu, en um þátt minn í
táknrænum mótmælaaðgerðum
SHA í fyrra veit Staksteinahöf-
undur ekki neitt.
Og umfram annað: Er ekki
kominn tími til að hætta að
bendla alla þá sem nota marxisma
við Kreml. Samtök mín reyna að
afhjúpa „marxisma“ Kremlar sem
fals, en bæði Alþýðubandalagið og
SHA eru svo fjölþætt samtök að
þessi samtenging á ekki við um
þau í heild.
Ari T. Guðmundsson
Hópferðabílar
8—50 farþega
Kjartan Ingimarsson
sími 86155, 32716.
þeim í Kópavogi til þess að koma
hjúkrunarheimilinu, sem þau eru
að reisa, sem allra fyrst í gagnið.
Þau geta að sjálfsögðu gert þetta
allt með eigin samtakamætti, en
efivið í nálægum bæjarfélögum
hjálpum til, þá myndi Hjúkrunar-
heimilið komast upp fyrr og verða
mörgum til hjálpar.
Konan var rétt í þessu að
hringja til mín. Hún hefur nokk-
urt fé, sem hún vill láta til hjálpar
og spurði mig til ráða. — B-álm-
una ætlar borgin að reisa — en í
Kópavogi er verið að byggja — þar
á er reginmunur. Þessvegna skul-
um við sameinast um að leggja
fram fé til þessara framkvæmda.
Það skiptir ekki máli hvort gamla
konan eða gamli maðurinn er úr
Vesturbænum, Seltjarnarnesi eða
Kópavogi. Það eitt skiptir máli að
hjálpin komi sem fyrst.
20. 2.1981,
Gísli Sigurbjörnsson.
Þessar þrjár ungu stúlkur voru i starfskynningu hjá Morgun-
blaðinu i síðustu viku og eins og sjá má eru þær brynjaðar
ljósmyndavélum. Þær eru, talið frá vinstri: Lilja Guðmundsdótt-
ir, Unnur Svavarsdóttir og Bryndís Brynjólfsdóttir. Þær Lilja og
Unnur stunda nám i Gagnfræðaskólanum i Hveragerði en
Bryndis i Flúðaskóla.
Níðsterk klæðning
á þök og veggi
Barkar-stálplötur eru fáanlegar meö tvelmur mlsmunandl háum bárum, 45 eöa 76 mm. Stálifi
er f ramleitt ertendls undlr ströngu gæöaeftlrlitl og slöan valsaö i nýjum og fullkomnum vélum
Barkar hf.
Barkar-stálplötur eru galvanlseraöar og húöaöar meö plastisol eöa silikon polyester, sem
tryggir einstakt veörunarþol. Stálplöturnar eru afgreiddar i litum og lengdum
aö vali kaupanda.
Barkar-stálplötur henta sérstaklega vel sem klæöning á þök og veggi. Vegna mikils buröar-
þols er 76 mm platan einnig hentug I mllligólf og þar sem langt bil er á milll ása.
Framfaraspor - framtíðarlausn
Hringiö eöa skrifiö eftir íslenskum bæklingi
HJALLAHRAUNI 2 SIMI S37S5 - POSTHOLF 239 220 HAFNARFIROI
ib