Morgunblaðið - 24.02.1981, Síða 28

Morgunblaðið - 24.02.1981, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 • Liverpool hefur hér skorað hjá Ipswich. Sá hlær best sem siðast hlær. Ipswich er mörg- um stigum oíar en Liverpool um þessar mundir. IPSWICH ok Aston Villa héldu sinu striki í 1. deildarkeppninni ensku um helKÍna. bæði liðin unnu leiki sina. á sama tima og Liverpool tapaði enn einu stig- inu. Kapphlaupið að Englands- titlinum er því sem fyrr einvíjji milli Villa og Ipswich. Hasar er að færast i botnslaginn, þannig vann Leicester enn einn athygl- isverðan sigurinn, Tottenham á útivelli, og hefur liðið nú alla moguleika á þvi að bjarga sér frá falli, en um tima fyrr i vetur leit sannarlega ekki út fyrir að sú staða kæmi upp. Þá er staða Norwich allt annað en góð og þrátt fyrir gott jafntefli hjá Brighton á laugardaginn, er staða liðsins einnig erfið. Úrslit leikja i 1. deild urðu sem hér segir: Einvigi Aston Villa og Ipswich verður æ harðara — Leicester vann enn einn furóusigurinn — Liverpool lék sinn sjötta leik án sigurs Aston Villa — Cr. Palace 2—1 Brighton — Liverpool 2—2 Everton — Coventry 3—0 Ipswich — Wolves 3—1 Leeds — Sunderland 1—0 Man. City — Man. Utd 1—0 Middlesbr. — Stoke 3—1 Nott. Forest — Arsenal 3—1 Southampton —WBA 2—2 Tottenham — Leicester 1—2 2 mörk á 7 mínútum Útlitið var allt annað en glæsilegt hjá Liverpool, er 7 mínútur voru liðnar af leik liðsins gegn Brighton. Staðan var þá nefnilega orðin 2—0 fyrir heimaliðið og það sem eftir var fyrri hálfleiks fékk Brighton góð marktækifæri og munurinn hefði getað orðið enn meiri. Mick Robinson skoraði fyrra mark 1. DEILD Ipswich sn 18 10 2 54- -25 46 A. Viila 30 19 6 5 52-26 11 Liverpool 31 12 14 5 52- -37 38 WBA 30 11 10 6 11- -28 38 Nottm. For. 30 14 8 0 47- -32 36 Southampton 30 14 8 8 00-48 36 Tottenham 31 12 10 9 50- -48 34 Arsenal 30 11 12 7 43- -37 34 Man. Utd. 31 8 10 7 37- -28 32 Middleshro 30 13 4 13 43- -10 30 Man. City 30 11 8 11 42- -41 30 Everton 20 11 7 II 43- -37 29 Birminxham 31 10 9 12 40-46 29 Stoke 31 8 13 10 36- -46 29 Lpfds 31 11 7 13 26- -41 29 Coventry 31 10 8 13 38- -47 28 Sunderland 31 10 0 15 39- -39 26 Wolves 30 9 8 13 31- -42 26 Brijfhton 30 8 5 17 35- -53 21 I,eicester 31 9 2 20 22- -48 20 Norwich 31 7 6 18 32- -60 20 C. Palace 31 5 5 21 37- -64 15 2. DEILD W'est Ham 31 20 7 4 60- -25 47 Notts. C. 30 13 13 4 40- -28 39 Chelsea 31 13 9 9 44- -30 35 (irimsby 31 12 11 8 35- -26 35 Blarkhurn 30 12 11 7 33-25 35 Derby 31 12 11 8 46- -41 35 Sheff. Wed. 29 14 6 9 40- -29 34 QPR 31 12 9 10 41- -28 .33 Swanaea 30 11 10 9 43- -36 32 Luton 30 12 8 10 14-38 32 Cambridge 30 14 4 12 35- -40 32 Orient 30 11 9 10 41- -39 31 Newcastle 29 10 10 9 21- -34 30 Watíord 31 10 9 12 33- -34 2» Wrexham 30 9 9 12 27- -32 27 Bolton 30 10 6 14 48- -48 26 Oidham 30 8 9 13 26-36 25 Shrewsbury 31 6 12 13 28- -34 24 Preston 30 6 12 12 27- -48 24 Cardiff 29 8 7 14 32-45 23 Bristoi City 30 5 12 13 19- -35 22 Bristol Rov. 31 2 12 17 24-50 16 Brighton og Gordon Smith síð- ara markið. Nokkru fyrir leikhlé tókst Dave Johnson að minnka muninn gegn gangi leiksins, en það var síðan Terry McDermott sem tókst að jafna metin með góðu marki í síðari hálfleik, en þá náði Liverpool sér betur á strik. Ipswich og Villa velgt undir uggum Efstu liðin, Ipswich og Aston Villa, lentu bæði í miklu basli gegn mótherjum sínum, þótt báðum tækist að tryggja sér sigur áður en yfir lauk. Ipswich fékk Wolverhampton í heimsókn og Andy Gray skoraði fyrir Wolverhampton strax á 3. mín- útu leiksins. Kom markið eins og reiðarslag yfir leikmenn og áhangendur Ipswich. En heima- liðið er þekkt fyrir allt annað en að gefa sinn hlut og John Wark jafnaði metin áður en langt um leið, 29. mark hans á þessu keppnistímabili. Tveimur mínút- um fyrir leikhlé skoraði Eric Gates annað mark Ipswich og varð ekki aftur snúið. Ipswich, sem lék án Franz Thijssen, bætti þriðja markinu við áður en yfir lauk, Kevin Beattie var þar á ferðinni. Aston Villa virtist hafa allt í hendi sér gegn botnliðinu Cryst- al Palace. Peter Withe skoraði mark í hvorum hálfleik og þegar skammt var til leiksloka stóð því 2—0. En þá tókst Paul Hinsel- wood að minnka muninn fyrir Palace og lokaminúturnar sótti botnliðið látlaust og sluppu leik- menn Villa með skrekkinn. Botnslagurinn Leicester vann eftir atvikum sanngjarnan sigur á útivelli gegn Tottenham. Pat Byrne skoraði sigurmark liðsins undir lok leiksins, en hann var nýkom- inn inn á sem varamaður, skor- aði með sinni fyrstu spyrnu. Aður hafði Jim Melrose náð forystunni fyrir Leicester, en Steve Archibald jafnað. Skoraði Archibald þar 23. mark sitt á þessu keppnistímabili. Norwich er komið í erfiða stöðu og á föstudagskvöldið tap- aði liðið stórt á útivelli gegn Birmingham. Fréttaskeyti greindu ekki frá því hverjir skoruðu mörk Birmingham, en Norwich situr nú í næst neðsta sæti deildarinnar og fátt virðist geta komið í veg fyrir að liðið verði í hópi þeirra þriggja sem kveðja deildina í vor. Sunderland og Wolves eru einnig í hættu stödd. Sunderland sótti Leeds heim og heimaliðið skoraði eina mark leiksins. Það gerði Carl Harris á 55. mínútu leiksins. Þetta var tíunda tap Sunderland á útivelli í röð. Sigur Leeds var verðskuldaður, en leikurinn þótti engu að síður með eindæmum leiðinlegur og þófkenndur. Víðar á Englandi Manchester-liðin áttu með sér hörkurimmu. Eins og oftast, var knattspyrnan ekki upp á það besta, hún vék fyrir baráttunni og hamaganginum sem fylgir nágrannaleikjum þessum. Uni- ted byrjaði betur, en eins og svo oft í vetur, gekk ekkert upp þegar átti að senda knöttinn í netið hjá andstæðingnum. City sótti sig er á leið og Steve McKenzie skoraði það sem reyndist vera sigurmarkið á 59. mínútu. Miklar bollaleggingar eru nú um hvort að Dave Sexton verði rekinn frá Manchester Utd. eða ekki. Líklegt er að kappinn verði látinn fara, en úr því sem komið er, þá verður líklega ekkert gert í málinu fyrr en að keppnistímabilinu lýkur. Everton vann loks sigur í deildarkeppninni, hafði þrátt fyrir velgengni í bikarkeppninni leikið níu deildarleiki án sigurs. Hið unga lið Coventry kom í heimsókn og átti aldrei mögu- leika. Les Sealey, í marki Cov- entry, bjargaði liði sínu frá háðulegri útreið. Trevor Ross skoraði fyrsta markið á 25. mínútu, Steve McMahon bætti öðru við á 55. mínútu og 15 mínútum síðar innsiglaði Peter Eastoe sigurinn með góðu marki. Nottingham Forest lék einn sinn besta leik á keppnistíma- bilinu, er Arsenal sótti liðið heim. Martin O’Neil, sem er á sölulista hjá Forest, kom aftur inn í aðalliðið og skoraði tvívegis áður en Frank Stapleton tókst að minnka muninn fyrir Arse- nal. Nokkru eftir að Stapleton skoraði mark sitt, fékk Bryan Talbot sannkallað dauðafæri, en klúðraði því illa. Þar slapp Forest með skrekkinn og skömmu síðar bætti Ken Burns þriðja markinu við. Middlesbrough vann einnig góðan heimasigur en þrátt fyrir að tölurnar væru hinar sömu, var sigurinn fjarri því að vera eins sannfærandi. Stoke sótti mun meira í fyrri hálfleik, en það var heimaliðið sem svaraði með skyndisókn á 44. mínútu og Júgósiavinn Bosco Jankowich skoraði. Útherjinn Terry Coch- rane bætti öðru marki við snemma í síðari hálfleik og þá tókst Stoke loks að nýta eitt af mörgum marktækifærum sínum. Paul McGuire skoraði. En Jankowic átti siðasta orðið, .er hann skoraði þriðja mark Boro úr vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins. Kevin Keegan var mjög slakur í fyrri hálfleiknum gegn WBA. Gekk það svo langt, að hann var tekinn út af í hálfleik. Staðan var þó enn jöfn, Ivan Golac skoraði mark Southampton með þrumuskoti af 20 metra færi, en Bryan Robson jafnaði metin. í síðari hálfleik náði Cirel Regis forystunni fyrir WBA með frá- bæru skallamarki, en Steve Mor- an sá til þess að heimaliðið hélt eftir öðru stiginu, er hann skor- aði annað mark Southampton. 2. deild: Blackburn l(Garner) — Wrex- ham 1 (McNeil). Bristol City 0 — QPR 1 (Wad- dock) Chelsea 0 — Watford 1 (Poskett) Derby 1 (McFarland) — Orient 1 (Margerison). Luton 0 — Grimsby 2 (Cummin, Waters) Newcastle 0 — Bristol Rovers 0. Sheffield Wed. 2 (Sterland, Tay- lor) — Swansea 0 Shrewsbury 3 (Keay, Turner, Biggins) — Preston 0 West Ham 4 (Devonshire, Stew- art 2, Goddard) — Cambridge 2 (Reilly, Spriggs) • Bryan Robson skoraði glæsilegt mark gegn Southampton.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.