Morgunblaðið - 24.02.1981, Síða 19

Morgunblaðið - 24.02.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 19 Stefán Valgeirsson i ræðustóli í neðri deild alþingis þegar rætt var þar utan dagskrár í siðastliðinni viku um Þórshafnartogarakaupamálið. Sverrir Hermannsson framkvæmdastjóri Framkvæmdastofn- unar í forsetastóli, lengst til hægri. Togarakaupin til Þórshafnar er áreiöanlega einhver mesta hringavitleysa sem upp hefur I komiö hér á landi. Hverjir bera I ábyrgbina, spyrja nú allir. Hlutur | heimamanna sjálfra er þó varla bestur, eins og allt þetta mál | hefur þróast. Þingmenn kjör- dæmisins mæltu meö togara- kaupunum og ætluöu þá aö kaup- verö skipsins yröi um einn millj- aröur gamalla króna og rikis- stjórnin samþykkti kaup af þeirri stæröargráöu eftir aö byggöa- deild framkvæmdastofnunar haföi veriö látin mæla meö þeim. Umboðsmaöur einn i Reykjavik taldi sig lika vera buinn aö ganga frá kaupum á frönskum togara, | Marie Catharine, systurskipi Hólmatinds á Eskifiröi, i nafni heimamanna en heyrði hins vegar aldrei frekar frá hetsta tengilið sfnum meöal heima- manna, ólafi Kjartanssyni. for- svarsmanni hins væntanlega Ut geröarfélags skipsins. Kaupverö þess skips var einmitt 1.1 millj- aröur auk 3—400 milljóna vegna breytinga á skipinu og þaö voru þær tölur sem flestir þingmenn kjördæmisins og sjávarUtvegs- ráöherra sjálfur gengu Ut frá. ólafur fór hins vegar til Noregs meö Benedikt nokkrum Sveins svni, lögmanni og umboösmanni I ým'sum fyrri togarakaupum hingaö til lands og festi kaup á norska togaranum af Iversen- bræörum, einhverjum höröustu skipabröskurum Noregs, fyrir litla 3,6 milljaröa króna — meö breytingum og gengissigi á tima- bilinu og mætti ekki á boöaö stefnumót viö annan norskan skipamiölara, Halfdan Backer, sem vildi sýna honum mun ódýr- ara skip. Sumir gruna StefánVal geirsson að hafa verið meö I ráöum eöa aöhann hafi amk. ekki latt heimamenn i þessum kaupum Ur þvi aö leyfi rikis- ] stjórnar til togarakaupa var fengið. Það er kannski ekki aö undra þótt gróusagnir séu farnar aö blómstra i kringum allan þennan málatilbUnaö — meira aö segja innan veggja hins háa Alþingis og I hinni rætnustu þeirra er þvi haldiö fram aö bráö- lega muni þrir ónefndir menn skipta meö sér 150 milljónum króna Greinin i Helgarpóstinum 20. febrúar sl„ sem fjallað er um i meðfylgjandi viðtölum. af hálfu lánastofnana og af hálfu heimamanna, geti þetta kerfi, sem samanstendur af togurunum tveim- ur og frystihúsunum tveimur, staðið undir því fjármagni sem í þeim er bundið sem heild." — Hver eru svör þín við þeirri ádeilu og yfirlýsingum um að ekki sé allt með eðlilegum hætti við þessi togarakaup? „Framkvæmdastofnun ríkisins starfar samkvæmt sérstökum lög- um, sem öðluðust gildi 1. janúar 1972. Áttunda grein laganna hljóðar á þessa leið: „Deildin gerir áætlanir um þróun byggða og atvinnulífs víðs vegar um land, með það fyrir augum að skapa landsmönnum öllum fulla atvinnu og eðlileg lífsskilyrði og stuðla að heilbrigðri byggðaþróun." Og í 29. greininni segir: „Hlutverk Byggðasjóðs er að stuðla að jafnvægi í byggð landsins með því að veita fjárhagslegan stuðning til framkvæmda og efl- ingar atvinnulífs með hliðsjón af landshlutaáætlunum, sbr. 8. gr., og til að bæta aðstöðu til búsetu í einstökum byggðarlögum og koma i veg fyrir að lífvænlegar byggðir fari í eyði.“ Lítið annað en pappírsgagn Sá maður, sem lagði grundvöllinn að þessari lagasetningu var Gísli Guðmundsson, sem var sjálfur frá Langanesi, en þegar hann lagði frumvarp sitt fram hét það: „Frum- varp til laga um Byggðajafnvægis- stofnun ríkisins og ráðstafanir til að stuðla að verndun og eflingu lands- byggðar og koma í veg fyrir eyðingu lífvænlegra byggðarlaga. Enginn vafi leikur á því, að Gísli var ekki síst með í huga, með flutningi þessa frumvarps, að gerðar yrðu ráðstaf- anir til að styðja við og efla atvinnulíf í Norður-Þingeyjarsýslu, enda flytur hann þingsályktunartil- lögu skömmu síðar en frumvarpið var lagt fram um að gerð verði sérstök landshlutaáætlun fyrir Norður-Þingeyjarsýslu. Var þessi tillaga samþykkt á Alþingi 25. apríl 1972. Byggðaþróunaráætlun Norð- ur-Þingeyjarsýslu kom út í apríl 1976, en því miður enn sem komið er, verið lítið annað en pappírsgagn. Á þessum tvímælalausu lagafyr- irmælum hefur Framkvæmdastofn- unin byggt starf sitt fyrir Norður- Þingeyinga eins og fyrir aðra lands- hluta. Störf af þessu tagi hófust reyndar áður en þessi stofnun varð til. Fyrir um það bil 20 árum höfðu menn miklar áhyggjur af þróun byggðar á Vestfjörðum og óttuðust jafnvel að þær færu í eyði, ef ekkert væri að gert. Þá ákvað Alþingi að gerð skyldi áætlun um eflingu byggðar í þeim landshluta. Mikið fjármagn var útvegað og gert var stórt átak í samgöngumálum Vest- firðinga, sem gjörbreytti öllum að- stæðum til búsetu þar. Þá voru það Vest- firðingar — nú ... Ekki voru allir sáttir við þessa byggðastefnu og töldu margir höfuð- borgarbúar fávíslegt að henda fjár- munum í krummavíkur og afdali á Vestfjörðum, líklega til þess eins að auðvelda flutninginn í sæluríkið hér syðra. En hvernig eru Vestfirðir nú? Þar er nú rekinn einhver arðsamasti atvinnurekstur á landi hér og tekjur almennings þar eru meðal þess hæsta sem hér þekkist. Dettur nokkrum manni nú i hug, að illa hafi verið farið með almannafé þegar þjóðfélagið hjálpaði Vestfirðingum til sjálfshjálpar? — Fyrir 20 árum voru það Vestfirðingar, nú er það Ljósm. Mbl. ÓI.K.Magnúsxon. Norð-Austurland. — Ég má hafa það eftir starfsmönnum Byggðadeildar, að þeir álíti að Norður-Þingeyjar- sýsla, ásamt tveimur nyrstu hrepp- um Norður-Múlasýslu, vera þann landshluta, sem nú eigi hvað mest í vök að verjast. Telur Byggðadeildin nauðsynlegt að gera samræmt átak í samgöngumálum og atvinnumálum i þessum landshluta tjl að tryggja eðlilega byggð þar og lífskjör, sem samræmast lífskjörum annarra landsmanna. Sem fyrr stendur ekki á ýmsum, er telja sig spekinga, að leggjast gegn stuðningi við fólkið í þessum byggð- um. Aldrei hefur söngurinn verið háværari um krummavíkur og afdali og að fólkið á Norð-Austurlandi sé byrði á höfuðborginni. Þessir menn eru búnir að gleyma öllum auðnum, sem rann á land, t.d. á Raufarhöfn og þaðan suður, þegar fólkið flykkt- ist þangað hvaðanæva að, til að eignast mikið af peningum á stutt- um tíma. — Síðustu árin hefur verið á brattann að sækja á þessum stöðum. Síldin horfin og loðnuveiðin hefur dregist saman. Auk þess hafa stjórnvöld lokað öllum næstu fiski- miðum fyrir þeim veiðarfærum, sem þar dygðu að vetrarlagi, og munu ekki aðrir staðir hér á landi þurfa að þola slíkt. Þetta er gert vegna þjóðarhagsmuna að sagt er. En sé það ástæðan, eiga þessar byggðir þá ekki siðferðislegan rétt á aðstoð í staðinn til að halda uppi mannsæm- andi lífskjörum? Þessu til viðbótar brugðust bátamiðin á Þistilfirði, sem talin höfðu verið árviss, að afli sem var yfir 3100 tonn á árunum 1971, ’72 og ’73 fór niður fyrir 1000 tonn árið 1976. Þessi afli hefur að vísu aukist ögn aftur. Þannig hefur ofveiði annarra og friðunaraðgerðir í þágu alþjóðar bitnað á íbúum Norður- Þingeyinga, og þá á Þórshafnar- búum sérstaklega. Samkvæmt hraðfrystihúsaáætlun Framkvæmdastofnunarinnar var á árunum 1973—1976 byggt hrað- frystihús á Þórshöfn. Byggingu þess lauk sama árið og heimamiðin brugðust alveg. Þremur árum áður höfðu Raufar- hafnarmenn eignast togarann Rauðanúp. Eftir svipaða byrjunar- örðugleika og víða annars staðar er útgerð þess skips orðin traust og meginhluti áhafnar hans eru heima- menn. Orðið að leita aðstoðar Á Þórshöfn blasti hins vegar við atvinnuleysi og miklir rekstrarerfið- leikar hins nýja frystihúss. Ég ætla ekki að rekja alla þá sögu, sem síðan hefur gerst. íbúar Þórshafnar hafa leitað margra leiða til að bjarga við atvinnumálunum. Þeir hafa oft orðið að leita aðstoðar ríkisvaldsins. Hver leiðin af annarri hefur verið reynd til að tryggja frystihúsinu hráefni. Reynt hefur verið að efla bátaútgerð og allir muna eftir bv. Fonti, sem keyptur var nýkominn úr 8 ára flokkunarviðgerð, sem var svo svik- in, að skipið var ónothæft, þrátt fyrir hana. Þegar var búið að standsetja skipið með aðstoð Fram- kvæmdastofnunar varð bilun í spili, sem leiddi til þess að útgerðarfélagið varð gjaldþrota og Þórshafnarbúar misstu skipið. Áður en Fontur var keyptur, höfðu Þórshafnarmenn reynt að fá nýjan togara erlendis frá, en náðu þá ekki eyrum stjórn- valda. Meðan á þessu stóð, voru þeim gefin nokkur vilyrði fyrir að Síldar- verksmiðjur ríkisins keyptu og standsettu síldarverksmiðjuna á staðnum fyrir matsverð, til að bjarga fjárhagsstöðunni. En ekkert varð úr því, og sátu hraðfrystihúsið og sveitarsjóður eftir með verulegan skuldabagga vegna ábyrgða sinna á skuldum Fonts-útgerðarinnar. Þá var með aðstoð ríkisstjórnar gerður samningur við eiganda ákveðins skuttogara um reglulegar landanir á Þórshöfn í þeim mánuðum, sem frystihúsið fengi minnst hráefni. En það samkomulag var svikið. Hins vegar hefur tekist að ná frábærum tökum á rekstri frystihússins, þann- ig að afköst og nýting hráefnis eru í besta flokki. Á Raufarhöfn hefur tekist vel til um útgerð togarans Rauðanúps. En eitt skip, sem að jafnaði landar tvisvar í mánuði heldur ekki uppi stöðugri atvinnu. Aðra vikuna verð- ur að vinna fram á nótt hvern dag, en hina vikuna vantar verkefni. Af þessari ástæðu óskaði útgeröaraðili Rauðanúps að fá að kaupa annan togara. Reynsla Þórshafnarbúa sýndi, að miðað við óbreytt ástand er ekki mögulegt að tryggja frystihús- inu hráefni án öruggs aðgangs að togarafiski. Byggðadeild Fram- kvæmdastofnunar var orðin sömu skoðunar. Því óskuðu Þórshafnar- menn einnig eftir heimild og aðstoð til að fá að kaupa togara. Það var við þessar aðstæður, sem upp komu hugmyndir í Framkvæmdastofnun, um að sameina aðila á báðum stöðunum um útgerð eins viðbótar- togara og koma á fiskmiðlun milli beggja frystihúsanna, á þann hátt yrði rekstur þeirra mun hagkvæm- ari en nú er. Báðir útgerðaraðilarnir fengu þau svör hjá Framkvæmda- stofnuninni, að skilyrði fyrir með- mælum og aðstoð stofnunarinnar við togarakaupin væri, að um kaup og rekstur skipsins yrði myndað út- gerðarfélag. Einn aðili gerði út hið nýja skip, ásamt Rauðanúp, og samið yrði fyrirfram um fiskmiðlun til beggja staðanna úr báðum togur- unum. Heimamönnum leist misjafn- lega á þessa lausn til að byrja með, en hér var um að ræða skilyrði frá þeirri stofnun, sem lögum sam- kvæmt átti að gera úttekt á allri stöðu þessara staða og gera tillögur til úrbóta. Ekki var sýnileg önnur leið, til að bæta ástandið í atvinnu- málum. Atvinnuleysið var þá í janú- armánuði 1980 um 35% á Þórshöfn. Norðanmenn litu svo á, að allar líkur væru fyrir því að þeir yrðu aðstoðaðir við að kaupa togara, ef þeir yrðu við þessum skilyrðum. Samkomulag á milli Þórshafnar og Raufarhafnar um kaup og rekstur skuttogara var undirritað 25. febrú- ar 1980 og félagið formlega stofnað í maímánuði. Stofnendur auk fyrr- nefndra aðila, eru Svalbarðshreppur og Sauðaneshreppur. Þann 12. maí sl. skrifuðu allir kjördæmakjörnir þingmenn ríkisstjórninni bréf, sem stílað var til forsætisráðherra, og tel ég rétt að birta það bréf hér með. Öfunda þá ekki að starfa undir slíkri stjórn Á sama tíma og þetta gerðist, var haldinn fundur með formanni og framkvæmdastjóra Framkvæmda- stofnunar og þeim fengnar möppur með afriti af bréfi til forsætisráð- herra ásamt ýmsum öðrum gögnum, sem þetta mál varða. Það næsta sem gerðist í málinu, er að forsætisráðherra óskar eftir að Framkvæmdastofnunin gefi ríkis- stjórninni skýrslu um þetta mál og leggi fram tillögur til ríkisstjórnar- innar. Og auðvitað voru skýrsla og tillögur Framkvæmdastofnunar í fullu samræmi við fyrri tillögur hennar í þessu máli. Hitt hlýtur að vera ráðgáta venju- legum mönnum, hvernig stjórn þess- arar stofnunar hefur tekið á þessu máli, eftir það sem á undan er gengið, og þeim lögum sem þessi stofnun á að starfa eftir. Eða hafa sumir stjórnarmenn aldrei kynnt sér þróun þessa máls og lögin um Framkvæmdastofnun ríkisins? Ég öfunda hvorki framkvæmdarstjór- ann eða starfsfólkið að starfa undir slíkri stjórn, en það ræði ég ekki frekar að sinni. Starfsaðferðir sýna manntegund Stefán Valgeirsson sagði að lok- um: „Öll umræða um þetta mál er á þann veg, að engu er líkara en þetta sé eini togarinn sem bætist í okkar veiðiflota á þessu ári. A.m.k. hef ég ekki orðið var við, að uppi hafi verið mótbárur um komu annarra togara. Ekkert orð heyrðist í þá átt, þegar togari Reykvíkinga var sjósettur, liklega mun hann ekki veiða fisk frá öðrum. Það er bara Þórshafnartog- arinn, sem gerir það. Og enginn talaði um það, að sá togari væri dýr, og að engin leið yrði að standa undir rekstri hans. En hvað mun sá togari kosta? — Hvað kostar sambærilegt skip og Norður-Þingeyingar eru að kaupa, væri það byggt á þessu ári? En auðvitað er mér ljóst, að engar rökræður duga við þau öfl, sem standa fyrir mótmælum á þessum togarakaupum, og starfsaðferðir þeirra ættu að sýna, hvers konar manntegund það er, sem ræður ferðinni í þessu máli. Hitt er ég að vona, að hávaðinn og brigslyrðin rugli ekki svo dómgreind almennings, að það sjái í gegn um allt moldviðrið, þó að vísu máltækið segi: Að sannleikurinn sé ekki kom- inn nema upp að Elliðaám, þegar lygin sé komin norður á Langanes.“ Sverrir Hermannsson framkvæmdastj. Framkvæmdastofnunar: „Ovíst hvort afhending togar- ans fer nokkurn tíma fram 66 „HÉR VAR ekki um riftun að ræða, aðeins krafa um að 10%- ábyrgðin yrði greidd samstundis inn á bankareikning. Við erum búnir að svara og höfum neitað öllum greiðsium á þessu stigi,“ sagði Sverrir Hermannsson, framkvæmdastjóri Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. um fréttir þess efnis. að Norðmenn hafi sent skeyti þar sem þeir sögðu upp samningum um tog- arakaupin til Þórshafnar og Raufarhafnar. „Þetta var ákveðið skeyti og ég tek það sem undanfara riftunar af þeirra hálfu. Við neituðum slíkum greiðslum því ábyrgðin var skil- yrt, og átti ekki að koma til fyrr en við afhendingu togarans, og eins og staðan er nú er óvíst hvort sú afhending fer nokkurn tíma fram. En það mun vera rétt, að afhend- ingin átti samkvæmt samningum að fara fram 20. janúar síðastlið- inn.“ — Hvað vilt þú segja um um- ræður og skrif um að þú hafir sagt, að þér hafi verið boðnar mútur og hverjir eru það sem þú sagðir í sjónvarpi „að girða ætti niður um“? „Það eina sem ég vil segja um mál það er hið sama og Arneus sagði við Snæfríði íslandssól: „Ekkert hefur gerst, nema hægt sé að sanna það,“ en það hafa margir frægir samkvæmismenn haft gaman af því að rifja upp þessa setningu mína.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.