Morgunblaðið - 24.02.1981, Page 18

Morgunblaðið - 24.02.1981, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 Þórshafnarmálið: Álits ríkisstjórnarinnar beðið Rikisstjórnin fjallar um kaup togara til Þórshafnar og Raufarhafnar á fundi sinum fyrir hádcxi i dag. Stjórn Framkvæmdastofnunar rikisins fór fram á, að rikisstjórnin gæfi skýra yfirlýsinKU um álit sitt á málinu, en mál þetta hefur verið mjoK í sviðsljósinu undanfarið og m.a. verið tekið upp utan dagskrár á alþint'i í báðum þinKdeildum og menn þar greint mjög á um hvernig staðið hefur verið að því. Þá hefur einnig verið fjallað um málið i fjöimiðlum. og i skrifum á baksiðu Helgarpóstsins 20. þ.m. eru þrír menn nafngreindir (feitletrað), en skrifunum lýkur þannig: „Það er kannski ekki að undra þótt gróusagnir séu farnar að blómstra í kringum allan þennan málatilbúnað — meira að segja innan veggja hins háa Alþingis og i hinni rætnustu þeirra er þvi haldið fram að bráðlega muni þrír ónefndir menn skipta með sér 150 milljónum króna.“ Mbl. hafði af þessu tilefni samband við þá þrjá aðila sem nafn- greindir eru i Ilelgarpóstinum, og spurði þá álits á fyrrgreindum skrifum. Þá hafði blaðið einnig samhand við framkvæmda- stjóra Framkvæmdastofnunar. Sverri Hermannsson, en skv. heimildum Mbl. fékk stofnunin telexskeyti frá norsku útgerðaraðilunum sl. laugardag, þar sem krafist er greiðslu 10%-ábyrgðarinnar. sem ýmsir hafa túlkað sem ákveðna hótun um riftun samning- anna. Stefán Valgeirsson alþingismaður: „Hér virðist að verki pólitísk Mafía sem enga mannasiði kann og svífst einskis“ „Treysta því senrtilega að t.d. Geirfinnsmálið og hlutur þeirra í því sé gleymdur“ „Ég sé þann snepil aldrei, en blaðamaður hringdi i mig og sagði mér frá furðulegum skrif- um í þessu blaði um togarakaup- in fyrir Þórshöfn og Raufarhofn, svo ég tók mig til og útvegaði mér umrætt blað," sagði Stefán Valgeirsson alþingismaður, er blaðamaður Mbl. spurði hann álits á skrifum Helgarpóstsins um Þórshafnartogaramálið, en i tilefni af orðum Stefáns hér á eftir mun Morgunblaðið snúa sér til nafngreindra aðila i viðtalinu og birta viðbrögð þeirra við ummælum hans hér i blaðinu á morgun. — Hvað vilt þú segja um þessi skrif, Stefán? „Hvað á maður að segja? Umfjöll- un um þetta mál er orðin svo furðuleg, að yfir það ná engin orð. Þó þessi skrif kratanna í Helgarpóstin- um gangi lengst, er ef til vill ekki við öðru að búast úr þeirri átt, eins og reynslan hefur sýnt. En segir þetta ekki, hvernig þessir kumpánar mundu haga sér, ef þeir stæðu sjálfir í skipakaupum fyrir aðra? Hér er vissulega um mjög alvar- legan áburð að ræða. Hér standa einhverjir á bak við, sem telja að ég sé eitthvað fyrir sér, og eru því að gera tilraun til að ná af mér ærunni.“ — Hefur þú orðið var við sögu- sagnir á Alþingi um að eitthvað óhreint sé í sambandi við þessi togarakaup? „Vilmundur Gylfason talaði um einhver skuggaviðskipti í sambandi við þessi kaup í þingræðu síðastlið- inn fimmtudag, en tilgreindi það ekki frekar. Karl Steinar Guðnason mun hafa verið með svipaðar dylgjur í efri deild þann sama dag.“ — Hvernig ætlar þú að bregðast við þessu? „Ætli þeir fái ekki að standa fyrir máli sínu, en hvernig verður að því staðið er ekki ákveðið. Þetta er nú ekki það eina sem á mig hefur verið borið í sambandi við þetta mál. Og fyrst þú á annað borð ert farin að hafa við mig blaðaviðtal út af þessum kaupum, þá tel ég rétt að koma með nokkur sýnishorn af þessum skrifum. í Dagblaðinu 16. þessa mánaðar, þar sem verið er að ræða þessi togarakaup, segir: „Hver hefur reitt fram 250—300 milljónir í þessu skyni? Upplýsingar um það fást ekki. Ýmsir telja, að ábyrgð Búnað- arbankans sé fyrir hendi vegna aðildar Stefáns Valgeirssonar að málinu.“ Pólitísk Mafía Hér er gott sýnishorn af frétta- mennsku sumra blaða. Þegar um- ræðan er komin á það stig, að þeir telja eins líklegt, að umræddum kaupum verði rift, þá er komið fram með ágiskanir hver verði að borga skaðabæturnar. Það sanna í þessu er, að Framkvæmdastofnun ríkisins gaf út ábyrgðaryfirlýsingu, dagsetta 17. október 1980, fyrir 10% af umsömdu kaupverði skipsins. I leiðara Alþýðublaðsins 18. þessa mánaðar segir, en hann var lesinn upp yfir allri þjóðinni: „Andlegur fóstbróðir Páls (Péturssonar), Stef- án Valgeirsson, er upphafsmaður að fjármálahneykslinu í kringum Þórs- hafnartogarann fræga. A bak við hann standa aðilar eins og formaður Framsóknarflokksins og SÍS-valdið. Þar er um að ræða fjármálaævintýri upp á tæpa fjóra milljarða, sem skattgreiðendum er ætlað að standa straum af. Hér virðist vera að verki pólitísk Mafía, sem enga mannasiði kann og svífst einskis til að tryggja þrengstu sérhagsmuni sína á kostn- að heildarinnar, á kostnað skatt- greiðenda.“ Þá segir í viðtali við Karl Steinar Guðnason í Dagblaðinu 18. þ.m.: „Þetta er alfarið orðið mál Stein- gríms ráðherra og Stefáns Val- geirssonar og fleiri framsóknar- manna. Þeir hafa með ofbeldi og hótunum og nú síðast jafnvel með lygum um óformlega samþykkt rík- isstjórnarinnar pínt þetta í gegn, ölium til óþurftar og vansæmdar.“ — Og þetta segir Karl Steinar Guðnason, en hann á sæti í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins fyrir Alþýðuflokkinn, að sjálfsögðu, svona djúpvitran skilning á atvinnu- málum afskekktra byggðarlaga, sem Iifa nær eingöngu á sjávarafla, hafa fáir nema kratar, fyrir utan þá sem standa að síðdegisblöðunum. Myrkraöfl beina geiri sínum — Hvernig varð þér við, þegar þú last þetta í Helgarpóstinum? „Svona áburður bitnar ef til vill enn meira á fjölskyldunni en á mér, ég er nú orðinn ýmsu vanur, og hef áður séð hvernig vinnubrögðum svona vesalmenni beita. Ég hef ekki gleymt þeim ofsóknum, sem Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra varð fyrir. Hitt kemur mér á óvart, að ég skuli vera svo mikils metinn, og talin sú stærð í stjórnmálabaráttunni, að þessi myrkraöfl skuli nú beina geiri sínum að mér. — Upp kemur í hug minn vísa, sem varð til, þegar árásirnar á Ólaf Jóhannesson stóðu sem hæst: HuKsanabrengl og hálfsOufl orð hrakmenna skjól og vigi. Daglega þjóðar bera á borð blöð þessi róg ok lygi. Er ekki að fremja aerumorð illvirki á hæxta stigi ” — Sagt er í Helgarpóstinum, að eigendur togarans, Iversen-bræður, séu meðal hörðustu skipabraskara Noregs. Hvað viltu segja um það? „Þetta er í fullu samræmi við annað í þessari grein. Ég lét afla upplýsinga um bræðurna, eftir að ég las þetta. Iversen-bræður eru allir sjómenn. Áttu rækjuskip áður en þeir létu smíða þann togara, sem þeir eru nú að selja Norður-Þingey- ingum. Þar var um eðlilega endur- nýjun að ræða, að mér er tjáð. Þetta eru venjulegir útgerðarmenn, og eru eigendurnir sjálfir á skipinu, einn þeirra skipstjóri. Er ekki orðið „braskari“ notað yfir þá sem standa í að kaupa og selja. Ef þú skiptir um bifreið og selur þinn gamla, er þá ekki fullhart að orði komist, að þú sért braskari?" Hvers megnugir með Göbbels-aðferðinni? — Þú sagðir áðan „eru nú að selja Norður-Þingeyingum“. Hefur kaup- unum ekki verið rift af hendi Norðmanna? „Samkvæmt túlkun Sverris Her- mannssonar, framkvæmdastjóra Framkvæmdastofnunar, hefur kaup- unum ekki verið rift. Að sjálfsögðu er ekki um annað að ræða en halda áfram með kaupin. Það er ekki hægt að sætta sig við nein önnur málalok, eins og nú er komið. Hvernig er komið fyrir þjóðinni og ríkisstjórn- inni, ef gula pressan á að hafa úrslitaáhrif á stjórnarathafnir, á framgang mála, sem að öllu leyti er staðið að samkvæmt landslögum. Það ætti að vera á allra vitorði, að þessir aðilar hafa barist leynt og ljóst á móti landbúnaði, samvinnu- félögum og byggðastefnunni. Þessi átök eru því um allt annað en umræddan togara. Gula pressan og uppvakningar hennar í Alþýðu- flokknum eru að þreifa fyrir sér, hvers þeir séu megnugir með Göbbels-aðferðinni. Þeir sennilega treysta því, að t.d. Geirfinnsmálið og hlutur þeirra í því sé gleymdur." — En hvað gerist ef kaupunum verður rift? „Slík staða er ekki til umræðu, eins og mál standa nú. Það ætti öllum að vera ljóst.“ — Hvað felst í því? „Að sjálfsögðu það sem þar stend- ur.“ — En hvað með aðra þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra? Standa þeir einnig að þínu mati að þessu áliti þínu? „Ég veit ekki betur, en að allir þingmenn kjördæmisins styðji það, að umræddur togari verði keyptur af Norður-Þingeyingum. — Þú sagðir áðan, að að þessum togarakaupum hefði verið staðið á eðlilegan hátt og að landslögum. Ekki eru nú allir sammála um það, eins og kom m.a. fram í umræðum á alþingi. Hvað varðar þessa aðila um landslöR? „Það er rétt. En þú verður að gá að því, að sumir af þeim, sem halda slíku fram, skiptir það engu máli hvað er satt og hvað ekki. Og hvað varðar þessa aðila frekar um lands- lög? Þeirra einkunnarorð virðast vera: Það sem ég vil og kemur sér vel fyrir mig, er rétt og satt, allt annað eru ósannindi. Eftir þessu er lifað og starfað. Skyldi ekki vera reynsla fengin fyrir því, að lygin sé betri söluvara en sannleikurinn, þar til að þjóðinni ofbýður. Hvenær sem það nú verður.“ — Nú hefur verið gerð rekstrar- áætlun fyrir þennan togara og sýnir sú áætlun, að enginn rekstrargrund- völlur sé fyrir hendi. „Þegar menn í fávizku eru að tala um, að fjárhagslegur rekstur þessa togara sé vonlaus, eru menn að rugla saman tveimur vandamálum. Skut- togarinn er stórvirkasta og um Ieið hagkvæmasta veiðitækið, sem við eigum, og hann er eitt af grundvall- aratvinnutækjum þjóðarinnar. Það, að útgerð nýlegra togara ber sig ekki, stafar annars vegar af band- vitlausri vaxtastefnu, sem rekin hef- ur verið hér á landi undanfarin ár, og er heimatilbúið vandamál. Hin ástæðan er vitlaus skráning dollar- ans gagnvart Evrópumyntum. Nú er sagt að til standi að breyta vaxta- stefnunni og dollarinn er að styrkj- ast. Hitt er svo, að togaraútgerð getur verið eitthvað óhagkvæmari frá Norð-Austurlandi en frá þeim stöðum sem nær liggja miðum. En reynslan af rekstri Rauðanúps sýnir, að þessi munur er ekki afgerandi og sömu aðilar munu sjá um rekstur hins nýja togara. Það var gerð rekstraráætlun fyrir „meðaltogara“, sem kostaði það sama og hið nýja skip og gert var ráð fyrir endurgreiðslukjörum, sem ég vona, að séu að verða úrelt. Því er fyrst til að svara, að hinn nýi togari er ekkert meðalskip. Hann verður eitt besta skip flotans, og veiðihæfni hans verður mikil. Auk þess, ef gera á rekstraráætlun, á hún að ná til fyrirtækjanna allra sem heildar, til beggja togaranna og frystihúsanna. Tilgangurinn með kaupum togarans er að stórbæta rekstur frystihús- anna. Bætt rekstrarafkoma þeirra verður vissulega að koma inn í þessa mynd og auknar tekjur almennings skipta einnig máli. Allt bendir til þess, að verði rétt að málum staðið Ólafur Kjartansson Raufarhöfn: „Svona lygi hrær- ir mig ekki“ „Svona lygi hrærir mig ekki. Ég veit ekki hvort orðum er eyðandi á þá sem slíku halda fram. Ég vissi að í viðtali, sem Benedikt Sveinsson átti við þing- mann einn. kom fram. að þetta væri altalað á Alþingi. en á sama tíma var einnig altalað. að eng- inn hefði sagt það.“ sagði Ólafur Kjartansson á Raufarhöfn. í við- tali við Mbl. í gær, en hann er einn af þeim þremur sem nafn- greindur er með feitu letri i samhandi við togarakaupin til Þórshafnar og Raufarhafnar i grein i Helgarpóstinum fyrir helgi. — í áðurnefndri grein er sagt, að þú hafir ekki mætt á boðuðum fundi við norskan skipamiðlara í Noregi, og að hann hefði viljað sýna þér ódýrara skip. „Þetta er sama kjaftæðið. Það var hringt í mig úti, en ég sagði þá sem var, að við værum búnir að ganga frá samningum og værum ekki til viðræðu um annað á því stigi,“ sagði Ólafur og sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið á þessu stigi. Benedikt Sveinsson umboðsmaður: „Fyrirlitleg rógskrif" „ÞETTA eru fyrirlitleg rógskrif, annað er ekki hægt að segja um þessi skrif“ sagði Benedikt Sveinsson umboðsmaður. er Mhl. har undir hann skrifin i Hclgar- póstinum um afskipti hans af togarakaupamálinu. — Hvað ætlið þið að gera í málinu á þessu stigi? „Við bíðum eftir endanlegri niðurstöðu stjórnvalda og teljum málinu ekki lokið. Við teljum sem sagt að Norðmenn hafi ekki endanlega rift kaupunum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.