Morgunblaðið - 24.02.1981, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
„Maður á ekki; ikilið að
komast í úrsiit með
árangur af þes: su tagi“
- sagði Hreinn Halldórsson sem varð sjötti á
Evrópumótinu í Grenoble - Óskar varð sjöundi
„MAÐUR á ekki skilið að komast í úrslit með áranjfur af þessu ta>?i,“
saiíði Hreinn Halldórsson í spjalli við Mbl. eftir kúluvarpskeppnina í
Evrópumótinu innanhúss í Grenoble á sunnudag. er Hreinn hafnaði í
sjotta sætinu í keppninni og óskar Jakobsson sjöunda. Hreinn varpaði
kúlunni 19,15 metra o« Oskar 19,13 metra. Meistari varð Finninn
Reijo Stahlberg, sem vann einnig 1978 og 1979, varpaði 19,88 mctra.
Að þessu sinni mættu til leiks meistarar síðustu fjögurra ára, Hreinn
Halldórsson. sem sigraði 1977, Stahlberií, er sÍKraði 1978 og 1979 og
Zlatan Sarazevic frá Júgóslavíu. er sigraði í fyrra. Var beðið eftir
viðureign þeirra með eftirvæntingu, í finnsku og íslensku herbúðun-
um að minnasta kosti. En í keppninni reyndist Stahlberg þó í
sérflokki og má því segja, að hann sé nú sannkallaður meistari
meistaranna.
Óskar Jakobsson var dapur í
bragði að lokinni keppni, „mér
fannst ég eiga miklu meira inni en
árangurinn bendir til. Ég er ekki
búinn að átta mig á þessu, vona
bara að sumarið verði þeim mun
betra," sagði hann.
Þeir Hreinn og Óskar mættu til
leiks með því hugarfari að vinna
báðir til verðlauna. Og hefðu þeir
varpað jafn langt og á innanhús-
Ágúst Ás-
geirsson símar
frá Grenoble
eða tvær klukkustundir og hefur
það vafalaust haft sín áhrif, en
Ólympíukeppni tekur ekki jafn
N • — ' i I
• „Mér fannst þetta allt vera að koma,“ sagði Óskar Jakobsson.
meistaramótinu í Reykjavík um
fyrri helgi, hefðu þær vonir ræst.
En einhverra hluta vegna virtust
kúluvarpararnir vera í óstuði hér í
Grenoble á sunnudag. Alls mættu
til leiks 16 kúluvarparar, en þar af
voru bara þrír frá Austur Evrópu,
tveir Tékkar og einn Júgóslavi.
Kúluvarpskeppnin tók óratíma,
langan tíma. Hvað eftir annað var
kúluvarpið stöðvað meðan keppt
var í ýmsum hlaupagreinum.
Lagðist þetta hangs illa í þá Hrein
og Óskar. „Þessi bið kom að vísu
jafnt niður á okkur öllum," sagði
Hreinn í mótslok.
Svo vikið sé nánar að kúluvarps-
keppninni, þá tók ítalinn Andrei
forystu í fyrstu umferð, varpaði
einn keppenda yfir 19 metra, eða
19,34 metra, sem reyndist besta
kast hans í keppninni og dugði til
fjórða sætis. Oskar varpaði 18,55
metra og Hreinn 18,43 metra.
Voru þeir þá í fimmta og sjötta
sæti. Stahlberg varpaði 18,57
metra og var fjórði.
í annarri umferð varpaði Stahl-
berg hins vegar 19,19 metra, sá
eini sem varpaði yfir 19 metra í
umferðinni og skaust uþp í annað
sæti. Hreinn gerði ógilt og féll
niður í 8. sætið, en Óskar hélt
fimmta sætinu þótt hann bætti
við sig og varpaði 18,73 metra.
I þriðju umferð bættu flestir við
sig, enda síðustu forvöð að komast
í úrslitin. Stahlberg varpaði 19,88
er reyndist sigurkastið, Tékkarnir
náðu einnig báðir sínu besta.
Svíinn Anders Jonson varpaði
18,42 metra og var hársbreidd frá
úrslitunum, en sem betur fer
komst hann ekki áfram, liggur
manni við að segja, því þá hefði
Hreinn fallið út þar sem hann
varpaði 18,01 í þessari umferð.
Óskar gerði ógilt, en var samt
áfram í fimmta sæti.
Lengsta kast Hreins kom í
fjórðu umferð, 19,15 metrar og þá
bætti Óskar einnig við sig, varpaði
18,88 metra. Hreinn skaust við
þetta upp í fjórða sætið, en Óskar
féll í sjöunda. „Við erum algjörir
aumingjar núna,“ sagði Hreinn
við Mbl. eftir að hann gerði ógilt í
fimmtu umferð. Kúlan kom niður
nálægt 20 metra strikinu, en
Hreinn steig örlítið upp á hring-
inn og tilraunin því ekki lögmæt.
Óskar virtist ekki lítast á blikuna
þegar hér var komið sögu, steig í
hringinn og varpaði 19,13 metra,
hans besta í keppninni og þriðja
lengsta kast í fimmtu umferð.
„Mér fannst þetta loks vera að
koma hjá mér, en fór „úr stíl„ í
síðustu umferð," sagði Óskar.
Hreinn og Óskar gerðu svo báðir
ógilt í síðustu umferð, en þá
skaust Sarazevic upp um sæti og
krækti í bronsið.
Abbjasov
setti nýtt
litjli'iHi'ifgfi
þristökki
SOVÉTMAÐURINN Shamil Ab-
bjasov setti nýtt glæsilegt heims-
met i þristökki á Evrópumótinu i
Grenoble í Frakklandi. Sigraði
hann að sjálfsögðu i greininni.
Sigur- og metstökkið hljóðaði
upp á 17,30 metra. sem er einum
sentimetra lengra heldur en
heimsmetið sem féll. Sigur Abbja-
sovs var eini sigur Sovétmanna í
keppninni i Grenoble og kom það
verulega á óvart.
Austur- og Vestur-Þýskaland
unnu samtals sex af 18 möguleg-
um gullverðlaunum, Sviss, Pól-
land, Ítalía og Finnland hrepptu
tvö gull hver þjóð, Sovétríkin,
Tékkóslóvakía, Búlgaría og
Frakkland nældu í eitt gull hvert.
Efstu menn í hverri grein
PRlSTÖKK K ARI.A:
1. Shamll Abbjasov Sov. 17.30
2. Klaus Kubler V-Þýsk. 16.73
3. A«ton Moore Bretl. 16.73
KÍILUVARP KVENNA:
1. Lina Slupianefc A Þýsk. 20.77
2. Ilelena Fibinjtcrova Tókli. 2fl.fil
3. Hrlma Knorrschdd A l’ýsk. 20.12
50 METRA HLAUP KARLA:
1. Marlan Woronin PóH. 5.fi5
2. Vladimir Murajev Sov. 5,76
3. Andre Shliatnikov Sov. 5.77
50 M. GRIND KVENNA
1. Zofia Bieiezyk Póll. fi.47
2. Maria Kemenehei Sov. fi.80
3. Tatjana Aniaimova aov. fi.Rl
LANGSTÖKK KVENNA:
1. Karln Haenel V-t>ýsk. 6,77
2. Siítrid lleiman A í'ýsk 6,66
3. Jaamin Fischer V-l>ýnk. 6,65
HÁSTÖKK KARLA:
1. Ronald Dahlhauoer Svíhs 2,28
2. Dietmar MoexenburK V-þýHk. 2.25
3. Carlo Thranhart V-þýsk. 1L25
LANGSTÖKK KARLA:
1. Rolí fíernard Sviss 8.01
2. Antonio Corgos Spání 7.97
3. Shamil Abhjasov Sov. 7.95
50 METRA HLAUP KVENNA:
1. Soíia Popova Búl. 6,17
2. Linda Haglund Svi 6,17
3. Marita Koch A-býsk. 6,19
KÍILUVARP KARLA:
1. Reljo Stahlbertt Finni. 10.88
2.1.uc Viudes Frakkl. 19.41
3. Slatan Sarazevic Ju*. 19.40
STANGARSTÖKK KARI.A: -
1. Thierry Viitneron Frakkl. 5.70
2. Alexander Krupaki Sov. 5.65
3. Jean Michel Beilot Frakkl. 5.65
800 METRA HLAUP KARLA:
1. Herbert Wursthorne V-Þýsk. 1:47.70
2. Andreas Paroczai Ungv. 1:47.73
3. Antonio Paez Spáni :1:48.31
50 M. GRIND KARI.A:
1. Arto Bryjfitare Finnl. 6.47
2. Javier Moracho Spáni 6.48
3. Guy Drut Frakkl. 6.54
1500 M. HLAUP KARLA:
1. Thomas WessinKhajte V-Þýsk. 3:42.64
2. Uwe Becker V-Þýsk. 3:43.02
3. Miroslav Zerkowski ÍVHl. 3:44.32
HÁSTÖKK KVENNA:
1. Sara Simeonf Italiu 1.97
2. Elzbeth Krawczuk P6II. 1.94
3. Ursula Kielan Póll. 1.94
800 M. HLAUP KVENNA:
1. Hildeitaard Ulrieh A-Þýsk. 2:00.94
2. Svetlana Zateva Búl. 24)1.37
3. Nikolina Chtereva Búl. 2:02.50
400 METRA HI.AUP KARLA:
1. Andreas Knebe A-Þýsk. 46.52
2. Martin Weppler V-þásk. 46.88
3. Stevano Malinverni It. 46.96
400 M. IILAUP KVENNA:
1. Jarmina Kratochvilova Sov. 50.07
2. Natalía Bophina Sov. 52.32
3. Verona Elder Bretlandi. 52.37
1500 M. IILAUP KVENNA:
1. Ajtnesse Possamai ít. 4:08,17
2. Valentina Iljinik Sov. 44)8.17
3. Llubov Smolka Sov. 44)8,64
• „Við erum algjörir aumingjar“ — Hreinn Halldórsson.
3000 metra hlaupar-
arnir hlupu heilum
hring of stutt!
ÞAÐ var mál fróðra manna, að
Evrópumeistaramótið hafi verið
vel heppnað að þessu sinni, þrátt
fyrir þau mistök að 3000 metra
hlaupararnirhafi verið látnir
hlaupa einum hring of stutt! En
þar sigraði heimamaður örugg-
lega og góður árangur náðist í
flestum greinum.
Augu franskra áhorfenda
beindust að stangarstökkinu, því
þar mátti alt eins gera ráð fyrir
þreföldum sigri heimamanna ef
heppnin yrði með í spilinu. Gífur-
leg fagnaðarlæti brutust því út í
íþróttahöllinni í Grenoble, er Thi-
erry Vigneron vatt sér yfir 5,70
metra og jafnaði heimsmetið í
leiðinni. Svo virtist sem þakið
ætlaði að rifna af húsinu, slík voru
fagnaðarlætin, enda hafði stang-
arstökkskeppnin ekki síður reynt
á taugar eftirvæntingarfullra
áhorfenda, en keppenda, þar sem
úrslit réðust ekki fyrr en sex
klukkustundum eftir að keppnin
hófst. Heimamaður hlaut einnig
verðlaun, er Bellott krækti í
brons, en Sovétmaðurinn Krupski
hlaut silfrið. Þeir fóru báðir yfir
5,60 metra, en alls stukku sjö
keppendur 5,55 metra eða hærra
og sautjándi og síðasti maðurinn
stökk 5,15 metra.
Einnig béindust augu áhorfenda
að 50 metra grindahlaupi, þar sem
þjóðhetjan Guy Drut var meðal
keppenda. Drut var mættur til
leiks á ný eftir marga ára fjarveru
og útistöður við frönsku íþrótta-
hreyfinguna. Hann varð þó að
gera sér þriðja sætið að góðu, þar
sem Finninn Arto Bryggare
reyndist vera í sérflokki.
Svisslendingar eignuðust óvænt
tvo meistara og ríkti að vonum
mikill fögnuður í þeim herbúðum.
Rolf Bernhard vann langstökkið,
sá eini sem fór yfir 8 metra, og
Roland Dalhauser hástökkið,
stökk 2,28 metra, eða hærra en
nokkru sinni fyrr.
Þá var hörð og spennandi
keppni í kúluvarpi kvenna, þar
sem hinar íturvöxnu konur, Slupi-
anek frá Austur-Þýskalandi og
Fibingerova frá Tékkóslóvakíu
áttust við. Slupianek hafði betur,
varpaði 20,77 metra, en Fibinger-
ova 20,64 metra.
Athygli vakti sprettur Jarmilu
Kratochvilovu frá Tékkóslóvakíku
í 400 metra hlaupi kvenna, þar
sem hún sigraði með miklum
yfirburðum á 50,07 sekúndufn.
Þá var hart barist í langstökki
kvenna, en vestur-þýska st úlkan
Karin Haenel sigraði á nýju
heimsmeti innanhúss, stökk 6,77
metra. Danskar stúlkur urðu í
6.-8. sæti, stukku 6,40 og 6,30
metra. Var það eina innlegg Dana
á mótinu.
Loks átti ítalska konan Sara
Simeoni hug og hjörtu áhorfenda
en hún sigraði örugglega í há-
stökki kvenna, stökk 1,97 metra.
Pólskar stúlkur urðu í 2.-3. sæti.
Metjöfnun
Árangur pólsku stúlkunnar
Zofiu Bielzcic í 50 metra grinda-
hlaupi náði því að vera heims-
metsjöínun. Tími Zofiu var 6,4
sekúndur.
Frlílsar Ibrðttlr
...-.....