Morgunblaðið - 24.02.1981, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
25
r
i eða drepast“
stján SÍKmundsson hefur staðið sig vel.
Þorbergur skoraði tíu
mörk er Island sigraði~
Holland með sex mörkum
ÍSLENDINGAR unnu öruggan
sigur gegn Hollendingum i
B-keppninni i handknattleik i
Frakklandi á sunnudaginn. Hef-
ur isienska liðið þar með unnið
tvo fyrstu leiki sina i keppninni
og því ekki hægt að kvarta undan
slæmri byrjun. Lokatöiurnar
gegn Hollandi urðu 23—17, eftir
að staðan i hálfleik hafði verið
12—8 fyrir íslandi. Leikur ís-
lenska liðsins var fjarri þvi að
vera eins agaður og vel leikinn
og gegn Austurriki daginn áður.
Bæði liðin sýndu frekar slakan
handknattleik og það var ekki
margt sem gladdi augað.
Róleg byrjun
Leikurinn fór mjög rólega af
stað, en það er skemmst frá því að
segja að islenska liðið byrjaði
mjög illa. Þrjár fyrstu sóknarlotur
liðsins fóru út um þúfur á einn
hátt eða annan og Hollendingar
skoruðu fyrsta markið er Kooji
skoraði á 6. mínútu leiksins.
Aðeins mínútu síðar skoraði Ólaf-
ur H. Jónsson fyrirliði fyrsta
mark Islands af línunni og var
aðdragandi þess og framkvæmd
óvenjulega glæsilegur og Hollend-
ingar fullkomlega í hlutverki
áhorfenda. Allt var í járnum
fyrsta stundarfjórðunginn, þannig
stóð 5—4 fyrir Islandi er fyrri
hálfleikur var hálfnaður. En
næstu mínúturnar náði íslenska
liðið sínum lang besta leikkafla og
breytti þá stöðunni úr 5—4 í
11—5. Lék íslenska liðið um þess-
ar mundir virkilega góðan hand-
knattleik, bæði í sókn og vörn, en
það hélst ekki til hlés, því síðustu
9 mínútur hálfleiksins skoraði
liðið aðeins einu sinni, en Hollend-
ingar svöruðu með þremur mörk-
um.
ísland byrjaði betur
Islenska liðið byrjaði ' síðari
hálfleikinn mun betur og komst
• Bjarni Guðmundsson stóð að
venju fyrir sínu.
Þórarinn
Ragnarsson
símarfrá Lyon
umsvifalítið í 15—9. Fór þá að
gæta kæruleysis í leik islenska
liðsins og endaði með því, að
Hollendingar skoruðu þrjú mörk í
röð og minnkuðu muninn í 15—12.
Hélst síðan 3—4 marka munur
þar til undir lokin, en þá seig
íslenska liðið lengra fram úr og
náði mest 8 marka forystu, 23—15.
En Hollendingar létu ekki deigan
síga og skoruðu tvö síðustu mörk
leiksins, lokatölur því 23—17 eins
og áður sagði.
Þetta var ekki sérlega góður
leikur af hálfu íslenska liðsins og
betur má ef duga skal í hinum
erfiðari leikjum sem framundan
eru. Fyrir öllu er þó, að sigur
vannst. Nokkrir leikmenn voru þó
öðrum fremur á bak við sigurinn
og má þar fyrst nefna Víkingana
Þorberg Aðalsteinsson og Kristj-
án markvörð Sigmundsson. Þor-
bergur fór á kostum í sókninni,
skoraði 10 mörk og hefur því
skorað 17 mörk í tveim fyrstu
leikjum keppninnar. Þá varði
Kristján mjög vel, hann stóð í
markinu allan leikinn að 10 síð-
ustu mínútunum undanskildum,
en Jens leysti hann þá af. Þá var
Ólafur H. Jónsson geysilega sterk-
ur bæði í sókn og vörn og Bjarni
var stöðugt ógnandi með hraða
sínum og leikni. Hins vegar kom
nokkuð á óvart hve lítið kom út úr
Sigurði Sveinssyni, stórskyttunni
miklu. Var hann mjög hikandi og
óákveðinn bæði í sókn og vörn.
Um hollenska liðið er það helst
að segja, að það er sterkara en það
austurríska og ætti að vinna það
nokkuð örugglega. Hins vegar
virðist liðið líklegt til að verma
næst-neðsta sæti riðilsins.
í stuttu máli:
ísland — Holland 23—17 (12—8)
MÖRK ÍSLANDS: Þorbergur Að-
alsteinsson 10, 2 víti, Ólafur H.
Jónsson 4, Bjarni Guðmundsson 3,
Páll Björgvinsson 2, Páll Ólafsson,
Sigurður Sveinsson, Axel Axels-
son og Steinar Birgisson eitt hver,
Axel og Sigurður skoruðu mörk
sín úr vítum.
Markhæstir hjá Hollendingum
voru Kooji með 6 mörk og Hamers
með fimm stykki.
VÍTI í SÚGINN: Hollenski mark-
vörðurinn varði tvö vítaköst, eitt
átti Axel, hitt átti Siggi Sveins.
BROTTREKSTRAR: Fjórum
Hollendingum var vikið af leik-
velli, en þremur íslendingum,
Steindóri, Stefáni Halldórssyni og
Þorbergi Aðalsteinssyni.
Islendingar alltaf með
minnimáttarkennd gagn-
vart sænskum landsliöum
„ÉG hef ekki trú á þvi að ísland
vinni sigur á Svíum, einhverra
hluta vegna er eins og íslend-
ingar hafi alltaf einhverja minni-
máttarkennd er þeir mæta þeim“
sagði Frank Ström, sænskur út-
varpsmaður í samtali við Morg-
unblaðið, en Frank Ström lék i
sænska landsliðsmarkinu í 12 ár
og veit um hvað hann er að tala.
Ström sagði jafnframt, að engin
leið væri að dæma islenska liðið á
sigurleikjum gegn Austurriki og
Hollandi, það væruleikir sem
reiknað hefði verið með að ísland
myndi sigra átakalítið. sem varð
raunin.
Það er mál manna sem fylgjast
með keppninni í Frakklandi, að
baráttan um 2. sætið í riðlinum
muni standa milli Svía og íslend-
inga. Þá er það einnig útbreidd
skoðun, að Svíar muni að öllum
líkindum standa uppi sem sigur-
vegarar í þeirri viðureign, þeir
hafi alltaf haft eitthvað tak á
íslendingum og sleppi því varla nú
þegar svo mikið er í húfi. Islend-
ingar hafa aðeins unnið Svía einu
sinni, það var á HM í Bratislava
árið 1964, en þá vann ísland
12—10 sællar minningar. Svíar
ÞAÐ hefur vakið mikla athygli
hér í B-keppninni í Frakklandi.
að Japanir eru með allt hand-
knattleikslandslið sitt hér til að
fylgjast með keppninni. Japanir
hafa unnið sér rétt til að leika í
A-keppninni í Þýskalandi á
eru geysilega sterkir nú, í liðinu
eru mjög sterkir leikmenn sem
Islendingar þekkja vel, má þar
nefna Claes Hellgren í markinu og
útileikmennina Basti Rasmussen,
sem leikið hefur 101 landsleik, og
Claes Ribendahl. Þrír leikmenn
liðsins losa tvo metra á hæð eða
meira.
næsta ári og leggja mikinn kostn-
að í að liðið standi sig sem best og
því er liðið i keppnisferðalagi i
Evrópu og fylgist með leikjunum
sem hér fara fram. Þá taka þeir
eins marga leiki og kostur er upp
á myndsegulband.
Japanir fylgjast
vel með öllu saman