Morgunblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
27
Silfurlið Vals vann
KR eftir framlengingu
FRAMLENGINGU þurfti til að
knýja fram úrslit í leik KR ok
Vals í Úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik i Laugardalshöll á
sunnudauskvöldið. Svo fóru leik-
ar að Valur hafði sigur, 79:77, en
sá sigur hékk sannarlega á blá-
þræði. Valsmenn hrepptu annað
sætið i mótinu, en þessi leikur
breytti engu þar um, silfrið var
þegar tryggt.
Það voru sárafáir áhorfendur,
sem lögðu leið sína í Höllina á
sunnudaginn, en þeir fáu sem létu
sjá sig fengu að sjá allgóðan
körfuknattleik og spennandi mín-
útur í lok leiksins. KR hafði yfir
lengst af fyrri hálfleiknum, en
munurinn var aldrei mikill, oftast
2—6 stig. í leikhléi leiddi KR
42:38. í síðari hálfleiknum komst
Valur fljótlega yfir, en KR-ingar
gáfu sig hvergi og fylgdu Vals-
mönnum eins og skugginn. Síðustu
mínúturnar skiptust liðin á um
forystuna og þegar upp var staðið
í leikslok var jafnt, 71:71.
Framlenging var því nauðsynleg
og nú höfðu KR-ingar frumkvæðið
og Jón Sigurðsson skoraði grimmt.
Staðan var 77:77 þegar 11 sekúnd-
ur voru eftir og Gunnar Jóakims-
son fékk 2 bónusvíti. Honum tókst
ekki að skora, Valsmenn náðu
knettinum og brunuðu upp. Brad
Miley reyndi skot, en hitti ekki.
Torfi Magnússon náði frákastinu
og um leið og knötturinn lenti á
körfuhringnum glumdi bjallan.
• Jón Sigurðsson var að venju
drífandi kraftur i liði KR.
Boltinn fór rétta leið í netið og
sigur Valsmanna var staðreynd.
Ágúst Líndal átti sérlega góðan
dag með KR-ingum að þessu sinni
og hafði skorað 20 stig, flest með
fallegum langskotum, er hann
þurfti að víkja af velli með 5 villur
undir lok leiksins. Jón Sigurðsson
var drjúgur allan leikinn og þá
sérstaklega síðari hlutann og í
framlengingunni. Garðar var
seinn í gang, en mjög góður þegar
hann var orðinn heitur. Meðal
leikmanna KR að þessu sinni var
Birgir Mikaelsson, aðeins 15 ára
gamall. Hann er á síðara ári í 4.
flokki og mun vera yngsti leik-
maðurinn, sem leikið hefur í
úrvalsdeildinni, piltur sem á
framtíðina fyrir sér.
Brad Miley var beztur Vals-
manna í leiknum og auk stiganna
22, sem hann skoraði, var hann
sérlega grimmur í vörninni og þau
voru ekki mörg fráköstin, sem
hann missti. Ríkharður átti ágæt-
an leik og Torfi í framlengingunni.
Stig KR: Jón Sigurðsson 25,
Ágúst Líndal 20, Garðar Jóhann-
esson 18, Keith Yow 10, Gunnar
Jóakimsson 4.
Stig Vals: Brad Miley 22, Rík-
harður Hrafnkelsson 18, Pétur
Guðmundsson 12, Torfi Magnús-
son 10, Kristján Ágústsson 6, Jón
Steingrímsson 6, Jóhannes Magn-
ússon 5.
Leikinn dæmdu Kristbjörn Al-
bertsson og Sigurður V. Hall-
dórsson mjög vel.
Með þessum leik er íslandsmót-
inu í körfuknattleik lokið í ár.
Mótið fór vel af stað og menn
gerðu sér miklar vonir um fullar
hallir af áhorfendum í vetur. Svo
varð ekki, einstefna Njarðvíkinga
gerði það að. verkum að lítil
spenna var í mótinu. Fleira hefur
komið til og staðreyndin er sú að
nú skröltir víða í peningakössum
körfuknattleiksdeilda. Forystu-
mönnum íþróttarinnar er óhætt
að setjast niður og meta stöðuna
upp á nýtt. Ef þeir ætla að
viðhalda þeim vinsældum, sem
körfuboltinn náði fyrir 3—4 árum,
verður á ný að lyfta Grettistaki.
áij
Islandsmeistaratit-
illinn nánast í höfn
- hjá FH eftir 12—10 sigur gegn Fram
FH ALLT AÐ því tryggði sér
íslandsmeistaratitilinn i hand-
knattleik kvenna á laugardag-
inn, er liðið sigraði Fram 12—10
i miklum hörkuleik i Hafnarfirði.
Staðan í hálfleik var 7—6 fyrir
Fram. Með þessum sigri, stefnir
ekki i annað en sigur FH á
mótinu og þykir það saga til
næsta bæjar, að Fram skyldi ekki
vinna, en liðið hefur nánast verið
ósigrandi i islenskum kvenna-
handknattleik i mörg ár.
FH hóf leikinn af miklum
krafti, Björg Gilsdóttir og Mar-
grét Theodórsdóttir skoruðu tvö
fyrstu mörkin og FH virtist ætla
að kafsigla Fram. Úr því varð þó
ekkert og Fram hafði jafnað áður
en menn vissu af. Eftir það var
leikurinn í járnum. Fram náði
reyndar tveggja marka forystu
KR:
Ágúst Lindal 8
Jón Sigurðsson 8
Gunnar Jóakimsson 6
Garðar Jóhannesson 7
Ásgeir Hallgrímsson 6
Birgir Guðbjörnsson 4
Birgir Mikaclsson 4
Valur:
Rikharður Hrafnkelsson 7
Pétur Guðmundsson 6
Kristján Ágústsson 6
Torfi Magnússon 7
Jón Steingrimsson 6
Jóhannes Magnússon 6
• Margrét Theodórsdóttir skor-
aði mikilvæg mörk fyrir FH.
seint í hálfleiknum, en FH minnk-
aði muninn niður í eitt mark áður
en flautað var til leikhlés.
Lið UMFN:
Guðsteinn Ingimarsson 5
Gunnar Þorvarðarson 7
Jónas Jóhannesson 7
Jón Viðar Matthiasson 5
Þorsteinn Bjarnason 5
Valur Ingimundarson 6
Árni Lárusson 5
Júlíus Valgeirsson 5
Brynjar Sigmundsson 4
Lið Ármanns:
Guðmundur Sigurðsson 4
Kristján Rafnsson 6
Valdemar Guðlaugsson 6
Ilörður Arnarson 4
Hanncs Iljálmarsson 4
Atli Arason 4
Bogi Franzson 3
Jón Björgvinsson 5
FH hóf síðari hálfleikinn eins
og þann fyrri, þ.e.a.s. með stór-
sókn. Réðu Fram-stúlkurnar lítt
við FH-inga framan af og Hafnar-
fjarðarliðið skoraði þrjú fyrstu
mörkin. FH breytti stöðunni úr
6—7 í 9—7 og fékk síðan kjörið
tækifæri til að auka forystuna upp
í þrjú mörk. FH fékk þá vítakast,
en Kolbrún í marki Fram varði
glæsilega vítakast Margrétar. Og
Fram skoraði tvö næstu mörk og
allt var þar með komið á suðup-
unkt, enda ekki langt til leiksloka.
Margrét skoraði tvívegis fyrir FH,
en Fram svaraði með einu, 11—10
fyrir Fram og aðeins örfáar mín-
útur til leiksloka. Nokkrar sókn-
arlotur fóru forgörðum hjá báðum
liðum og áhorfendur stóðu á
öndinni, en síðan inusiglaði Marg-
rét sigurinn fyrir FH, með því að
skora úr vítakasti þegar mínúta
var eftir. Tíminn var of naumur,
sigur FH var í höfn og sigur á
íslandsmótinu að öllum líkindum.
Margrét Theodórsdóttir bar
nokkuð af öðrum FH-konum í
sókn, en þar átti Björg einnig góða
spretti. I vörn stóðu FH-ingarnir
hins vegar hver öðrum betur,
Hildur, Katrín, Kristjana, Björg
og Sólveig. Einnig ung kona að
nafni Kristín Pétursdóttir. Varn-
arleikurinn var sterka hlið Fram í
leiknum, Sigrún, Oddný og Guð-
ríður voru þar fremstar með
Kolbrúnu í markinu. í sókninni
var það helst Oddný sem tók
spretti.
Mörk FH: Margrét Theodórs-
dóttir 7, 3 víti, Björg Gilsdóttir 2,
Katrín Danivalsdóttir, Sólveig
Birgisdóttir og Kristjana Aradótt-
ir eitt hver.
Mörk Fram: Guðríður Guðjóns-
dóttir 4, 1 víti, Oddný Sigsteins-
dóttir 3, Sigrún Blomsterberg 2 og
Margrét Blöndal eitt mark. —gg.
Elnkunnagjöfin
KR meistari
í kvennakörfu
KR VARÐ Íslandsmeistarí í
meistarafiokki kvenna i körfu-
knattleik I ár. Liðið vann ÍR
með 42 stigum gegn 36 i Laug-
ardalshöll á sunnudagskvöld og
tryggði þar með sigurinn i
mótinu. KR hlaut 10 stig, ÍS
hlaut 8 stig og ÍR-stúlkurnar 6
stig. Ef ÍR hefði unnið þennan
leik hefðu öll liðin þrjú orðið
jöfn að stigum og staðan þá i
raun orðið hin sama og i haust
er fyrsti leikur íslandsmótsins
fór fram. Framan af leiknum á
sunnudag leit út fyrir ÍR-sigur,
en KR-stúIkunum óx ásmegin
er leið á leikinn og þó svo, að
ÍR-Iiðið sótti í sig veðrið. í lokin
tókst þeim ekki að koma í veg
fyrir sigur KR-stúIknanna.
Slakur leikur hja
Þór og Ármanni
ÞAÐ var engum blöðum um það
að fletta að leikur Þórs og
Ármanns i 2. deild íslandsmóts-
ins i handknattleik. var leikur
þeirra liöa sem verma botninn.
Leiknum lauk með sigri Ár-
manns 23 — 22, eftir að staðan
hafði verið 13-13 i hálfleik.
Til að byxja með var jafnt á
með liðunum en Ármenningarn-
ir leiddu þó alltaf. Þegar líða tók
á hálfleikinn náðu Ármenningar
smám saman fjögurra marka
forskoti, en undir iok hálfleiks-
ins náðu Þórsararnir að jafna og
var staðan eins og áður sagði
13—13 í hálfleik. Um seinni
hálfleikinn er harla lítið að segja
hann var aldrei verulega spenn-
andi þó svo mesti markamunur-
inn hafi verið 2 mörk undir
lokin, en leiknum lauk með sigri
Ármanns 23—22.
í heild var leikurinn fremur
slakur og bauð hann uppá harla
lítið af betra taginu. Flestir
leikmenn héldu sig á plani með-
almennskunnar og hreyfðu sig
lítt þaðan.
Mörk Ármanns: Friðrik Jó-
hannsson 6, Óskar Ásmundsson
5 (2v), Einar Eiríksson 3, Vilberg
Sigtryggsson 3, Björn Jóhanns-
son 4, og Kristinn Ingólfsson 2.
Mörk Þórs: Sigurður Sigurðs-
son 7, Árni Stefánsson 5, Sig-
tryggur Guðlaugsson 4, Árni
Gunnarsson 3, Benedikt Guð-
mundsson 2 og Ólafur Jensson 1.
- SOR
Mikil bar-
áttaá
Mullers-
mótinu
RAFN Jónsson sigraði í karla-
flokki á Mullers- mótinu i skíða-
göngu, sem haldið var við
Hveradali um helgina. Flokkur-
inn gekk 14 km og var timi
Rafns 38,55 minútur. Annar
varð Halldór Matthiasson. Guð-
björg Haraldsdóttir sigraði i
kvennaflokki og Garðar Sig-
urðsson i unglingaflokki. en
báðir flokkarnir gengu 6 km.
Febrúarmót í
göngu í
Hlíðarfjalli
UM HELGINA fór fram í Hlíð-
arfjalli við Akureyri Febrúar-
mót i skíðagöngu. Það er óhætt
að segja að þetta mót hafi verið
einskonar frumraun þvi það
hefur ekki verið haldið göngu-
mót sem eingöngu er ætlað
fyrir Akureyringa i mörg ár.
Þátttaka var fremur dræm og
vantaði alveg kvenþjóðina. Úr-
slit urðu sem hér segir:
10 ára, gengnir 5 km:
Muggur Matthíasson 33,29 mín.
11 ára. gengnir 5 km:
Ásgeir Guðmundsson 33,50 mín.
Jón S. Jónsson 36,10 mín.
13—14 ára. gengnir 5 km:
Jón Stefánsson 22,16 mín.
Gunnar Kristjánss. 24,13 mín.
Jón Þ. Aðalst. 28,14 mín.
15—16 ára. gengnir 5 km:
Hilmar Aðalst. 22,58 mín.
Ágúst Birgiss. 24,16 mín.
Elvar Aðalst. 26,15 mín.
Kjartan Friðjónss. 28,18 mín.
Þór Einarsson 30,09 mín.
20 ára og eldri, gengnir 10 km:
Ingþór Eiríkss. 39,44 mín.
Haukur Eiríksson
(16 ára) 41,42 mín.
- SOR
H
ll