Morgunblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
23
B-keppnin í Frakklandi:
„Leynivopn okkar gegn Svíum er
Einar markvörður Þorvarðarson“
- segir Hilmar Björnsson
landsliðsþjálfari
„Hollendingar og Austurrik-
ismenn voru mjög svipaðir mót-
herjar og ég átti von á, en þó
kannski heldur lakari.“ sagði
Hilmar Björnsson landsliðs-
þjálfari og einvaldur i viðtali
við Morgunblaðið i gær. Ég er
mjög sáttur við leikinn gegn
Austurríki, en ekki með leikinn
gegn Hollendingum. Leikmenn
virkuðu þá þungir og léku ekki
alveg eins og lagt hafði verið
fyrir þá. Við verðum að leika
mun betur en við höfum gert í
báðum þessum leikjum ef við
ætlum að eiga nokkra mögu-
leika gegn Svium. Það er hugs-
anlegt, að leikmenn hafi verið
með hugann á Svialeiknum, þvi
þá skorti einbeitingu, sérstak-
lega i síðari hálfleiknum gegn
Austurríki."
Þegar Hilmar var spurður að
því, af hverju íslendingum gengi
alltaf svo illa sem raun ber vitni
gegn Svíum, svaraði hann: „Sví-
ar leika mjög agaðan hand-
knattleik og leika jafnan langt
úti á gólfinu frá vörninni. Þetta
hefur orðið til þess að fara í
skapið á íslensku leikmönnun-
um, því þeir vilja vera í baráttu
við leikmennina og vilja ekki
sækja þá langt út á gólfið. Þá
eru Svíar jafnan í mjög góðri
líkamlegri þjálfun, stórir og
sterkir og búa jafnan yfir mikilli
leikreynslu. Það er ekkert laun-
ungarmál, að nú er hasarinn að
byrja, sjálf baráttan. Við erum
komnir með fjögur stig, sem er
ágætt veganesti og við stefnum
að sjálfsögðu að því að sigra í
leiknum gegn Svíum, en til þess
Þórarinn
Ragnarsson
símar frá Lyon
að það megi takast, verðum við
að sýna allar okkar bestu hliðar
og ná upp gífurlegri baráttu."
„Við munum beita leynivopni í
leiknum gegn Svíum," sagði
Hilmar. „Það leynivopn er Einar
Þorvarðarson markvörður, sem
stóð sig svo frábærlega vel í
sigurleikjunum gegn Austur- og
Vestur-Þjóðverjum. Ég hef af
ásettu ráði ekkert látið Einar
leika í þessum tveimur leikjum
og á sunnudaginn fylgdist Einar
með leik Svía og Austurrík-
ismanna. Það hefur enginn leik-
manna sænska liðsins leikið
gegn Einari og því þekkja þeir
hann ekki.“
• Einar Þorvarðarson ... leynivopnið gegn Svíum,
„Við vorum þrúg-
aðir af tauga-
spennu gegn Aust-
urríkismönnum“
„VIÐ erum stemmningslið og við
verðum að ná upp meiri einbeitni
og baráttu, sérstaklega í vörn, ef
við ætlum að eiga möguleika
gegn Svium á þriðjudaginn,"
sagði ólafur H. Jónsson, varnar-
maðurinn sterki og fyrirliði is-
lenska landsliðsins i handknatt-
leik.
„Við höfum farið rólega af stað í
mótinu, en vonandi verður rétt
stígandi í mótinu hjá okkur. Ég er
nokkuð ánægður með fyrsta leik-
inn, gegn Austurríki, við vorum að
vísu nokkuð þrúgaðir af spennu,
en vonandi hverfur hún. Leikur
okkar gegn Hollendingum var ekki
eins agaður, sérstaklega er líða
tók á leikinn. Nú fáum við tveggja
daga hvíld og síðan kemur stóri
leikurinn. Við vitum að hverju við
göngum, við höfum allt að vinna,
en engu að tapa gegn Svíum. Ég
vil engu spá um úrslit, en við
stöndum jafnir að vígi, er flautað
verður til leiks.“
Pólverjar eru líklegir
sigurvegarar í riðlinum
PÓLVERJAR sigruðu Frakka
mjög örugglega með 27 mörkum
gegn 23 er liðin mættust á
sunnudag í Lyon. Pólverjar byrj-
uðu leikinn af miklum krafti og
þegar fyrri hálfleikur var háifn-
aður, var staðan 9—1. Staðan í
hálflcik var 16 — 10. Pólska
landsiiðið er skipað gömlum og
leikreyndum leikmönnum, sem
eru íslendingum góðkunnir.
Mesta athygli vekur þó að mark-
vörðurinn Szymczak er kominn í
liðið að nýju og hefur varið mjög
vel. Liðið er að sjálfsögðu með
Klempel í broddi fylkingar. en
hann hefur leikið 195 landsleiki
fyrir Pólland. Þá er Kaluzinski i
liðinu á nýjan leik, en hann hefur
leikið 194 landsleiki fyrir Pól-
land. Pólverjar þykja líklegir
sigurvegarar i A-riðlinum.
• Ólafur H. Jónsson, fyrirliði landsliðsins.
Norskir
dómarar
DÓMARAR á leik fslands og
Sviþjóðar i B-keppninni í
Frakklandi annað kvöid
verða norskir, þeir Bolstad og
Antonsen. Þeir eru íslending-
um góðkunnir, hafa margoft
dæmt leiki heima á fslandi og
yfirleitt gert það með prýði.
„Verðum að
gera betur“
„ÉG ER ánægður með allt
skipulag. aðbúnaður og mat-
ur er góður hjá okkur, það
eina sem ég hef yfir að
kvarta, cr, að upplýsinga-
streymi er mjög hægt,“ sagði
Júlíus Iiafstein. formaður
HSÍ. „Við lékum ekki vel
gegn Holiendingum og verð-
um að spila mun betur ef við
ætium að eiga möguleika
gegn Svíum. Þeir eru með
mjög sterkt lið, scm er á
uppleið og verða geysiiega
erfiðir andstæðingar. Ég vil
engu spá um úrslit í þeim
leik.“
„Reynir fyrst
á gegn Svíum“
„ÞAÐ reynir fyrst verulega á
okkur, er við leikum gegn
Svíum á þriðjudag," sagði Jón
Erlendsson. en við munum
búa okkur vel undir þau átök
og ég er bjartsýnn á leikinn
gegn Svium.