Morgunblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
Ragnar Arnalds
Erlendar skuldir:
Stjórnarfrumvarp til lánsfjár-
laga kom til framhaldsumræðu i
efri deild Alþingis í gær. Lárus
Jónsson (S) sagði stefna i óefni í
erlendri skuldasöfnun þjóðarbús-
ins. Erlendar skuldir væru nú, i
erlendri mynt mældar, 50% hærri
en þær vóru 1977. Ef þessi
lánsfjárlóg næðu fram aö ganga
yrði skuldastaðan 70% hærri i
árslok en 1977. Hún næmi þá
33,6% af þjóðarframleiðslunni,
en almennt væri 35% markið
talið hættumark, það rauða strik
sem ekki mætti yfir fara. Með
hliðsjón af því að gengi krónunn-
ar væri í raun ofmetið, miðað við
stöðu útflutningsframleiðslunn-
ar, þyrfti ekki mikið að breytast
Lárus Jónsson
til þess að við hrykkjum yfir
hættumörkin.
í stjórnarsáttmálanum er mæli-
kvarði greiðslubyrði í hlutfalli af
útflutningstekjum lagður til mats
á erlendum skuldum. Þar er
skuldastaðan út á við talin þurfa
að vera innan við 15% greiðslu-
byrði í hlutfalli af útflutningstekj-
um. Nái þessi skuldaáætlun fram
verður greiðslubyrði okkar í árs-
lok sennilega komin í 15,4% af
útflutningstekjum. Þá er miðað
við núverandi vaxtakjör. Ef þau
versna, afli brestur eða verðfall
verður á útflutningsframleiðslu
okkar getur dæmið tekið á sig
hættulega mynd.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S) spurði fjármálaráðherra,
hvort hlutur byggingarsjóðs ríkis-
ins í launaskatti, sem skertur hafi
verið verulega 1981, yrði ekki sá
sami og áður á næsta ári, hvort
skerðingin væri ekki tímabundin
við þetta ár.
Ragnar Arnalds, fjármálaráð-
herra, sagði útlán fjárfestingar-
sjóða nú yfirleitt verðtryggð. Þeir
væru því ekki í sömu þörf fyrir
fjárlagaframlög eða markaða
tekjustofna og áður. Það mætti
allt eins búast við að þessi tekju-
niðurskurður yrði varanlegur.
Kjartan Jóhannsson (A) gagn-
rýndi að frumvarp að lánsfjárlög-
um skyldi lagt fram án þess að
tilskilin gögn fylgdu. Hér hefði að
vísu nokkuð verið úr bætt frá því
frumvarpið var lagt fram. Enn
skorti þó upplýsingar um þjóð-
hagsáætlun og upplýsingar um
peningamál. í því efni liggja engin
gögn fyrir. Málið ætti þó að ganga
til nefndar í trausti þess að
ráðherra reiðir þar fram þau gögn
sem nauðsynlegt er að hafa undir
höndum við afgreiðslu málsins.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S) minnti á að launaskattur hefði
upprunalega verið lagður á til að
tryggja byggingarsjóði ríkisins
tekjustofn. Samkvæmt uppruna-
legum lögum hefðu tekjur bygg-
ingarsjóðsins nú átt að vera 150
milljónir nýkróna af launaskatti.
Þær verða hinsvegar aðeins 27
milljónir. Hvert mannsbarn getur
sagt sér sjálft hvaða þýðingu
þetta hefur fyrir sjóðinn, sem
samhliða þarf að axla allnokkur
viðbótarverksvið, fyrir hinn al-
menna húsbyggjanda, en sjóður-
inn hefur fjármagnað yfir 90% af
ibúðabyggingum í landinu, og síð-
ast en ekki sízt byggingariðnaðinn
og atvinnuöryggi innan hans.
Skuldastaðan
versnar enn
Tillögur Alþýðuflokks:
Lækkun skatta og bætt
kjör sparif járeigenda
Miða að því að hlífa hinum verst settu og
styrkja stöðu húsbyggjenda, segja flutningsmenn
Þingflokkur Alþýðuflokksins
hefur lagt fram breytingartillög-
ur við bráðabirgðalög ríkis-
stjórnarinnar frá þvi á gamlárs-
dag. sem fela í sér eftirfarandi
meginatriði: 1) Tekjuskattur ein-
staklinga lækki um 240 milijónir
nýkróna, 2) Boðuð kaupskerðing
1. marz nk. nái ekki til bóta
almannatrygginga, 3) Komið
verði á nýjum sparireikningum,
sem veiti fulla verðtryggingu á
þvf fé sem óhreyft er hverja 4
mánuði en peningar séu ekki
hundnir. 4) Lán Húsnæðisstjórn-
ar verði aldrei lægri en 35% af
kostnaöarverði staðalíbúðar. 5)
Veitt verði viðbótarlán úr banka-
kerfinu er nemi helmingi hús-
næðisstjórnarláns. Lánið verði
verðtryggt en með lágum vöxtum
til langs tima, 6) Heimild til
frestunar framkvæmda verði
miðuð við 100 milljónir nýkróna
og háð samþykki fjárveitinga-
nefndar.
Tillögur Alþýðuflokksins í
skattamálum fela í sér, að sögn
talsmanna hans: að tekjuskattur
hjóna verður 255 þúsund gamal-
krónum lægri en samkvæmt gild-
andi skattalögum, að tekjuskattur
einhleypra verður 215—300 þús-
und gamalkrónum lægri en skv.
gildandi lögum, og hjá einstæðum
foreldrum er lækkunin 325—400
þúsund gamalkrónur.
Skattatillögurnar eru í megin-
atriðum þessar: 1) Persónuafslátt-
ur hækkar úr 7325 í 8600 krónur.
2) Persónuafsláttur nýtist til
greiðslu eignaskatts. 3) Onýtan-
legur persónuafsláttur allt að
4.300 krónum greiðist þeim sem
eru eldri en 20 ára og stunda ekki
atvinnurekstur. 4) Lágmarksupp-
hæð fasts frádráttar hjá einhleyp-
um hækkar úr 5.500 nýkr. í 9.000
nýkr. Hjá einstæðum foreldrum í
13.500 nýkr. 5) Tekjuskatturinn
komi til lækkunar á fyrirfram-
greiðslu frá og með 1. marz nk. 6)
Barnabætur verði greiddar út á
fyrirframgreiðslutímabilinu hjá
þeim sem eiga 2 börn eða fleiri.
Til þess að mæta tekjuskatts-
lækkuninni er gert ráð fyrir að
nýta 110 m.nýkr. af þeirri fjárhæð
sem í fjárlögum er ætluð til
efnahagsráðstafana, heimild í
fjárlögum til lækkunar ríkisút-
gjalda og niðurskurð á fram-
kvæmdum samkvæmt sérstakri
heimild.
I greinargerð segir að álagning
samkvæmt gildandi skattalögum
færi ríkissjóði tekjur sem nema 55
m.nýkr. umfram áætlunartekjur
fjárlaga. Ennfremur að tekjuáætl-
un fjárlaga af tekjuskatti ein-
staklinga er öðrum 55 m.nýkr. of
há miðað við óbreytta skattabyrði
milli ára.
Pétur Sigurðsson:
Réttur sjómanna
ekki búðarvara
Pétur Sigurðsson (S) flytur
frumvarp til laga um breytingu
á Siglingalögum (nr. 25/1977
og nr. 66/1963), svohljóðandi:
Nú verður breyting á vikukaupi
í almennri verkamannavinnu
og breytast þá upphæðir bóta
samkvæmt hráðabirgðaákvæði
laga nr. 25/1977 í samræmi við
það. Lög þessi öðlast þegar
gildi.
í núgildandi lögum, bráða-
birgðaákvæði, segir svo: nú verð-
ur breyting á vikukaupi í al-
mennri verkamannavinnu og
skal ráðherra þá innan 6 mánaða
breyta upphæðum bóta skv.
bráðabirgðaákvæði þessu í sam-
ræmi við það. Sjómönnum hefur
þótt nokkuð á skorta að þessu
lagaákvæði hafi verið framfylgt,
eða það dragast úr hófi fram.
Því hafi og verið haldið fram að
breyting fjárhæða taki þá fyrst
gildi er ráðherra hefur auglýst
hana en gildi ekki aftur fyrir sig.
Gildandi bætur til sjómanna frá
16. október 1980 eru þessar:
dánarbætur 83.680 nýkrónur, ör-
orkubætur 251.570 nýkrónur. Ef
hækkun hefði komið á þessar
bætur 1. desember sl., eins og
lagaheimild er fyrir að mati
flutningsmanns, hefðu bætur
þessar átt að hækka í 101.340
Pétur Sigurðsson
nýkrónur í fyrra tilfellinu en
304.000 í því síðara.
„Óþarft virðist að gera þetta
sjálfsagða réttlætismál að búð-
arvöru í yfirstandandi samning-
um og enn síður að „félagsmála-
pakka" sem sjómenn verða að
borga fyrir af launum sínum“,
segir í greinargerð.
Félag kjötverzlana:
Hvað varð af
kjötbirgðunum?
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi skeyti,
sem aðalfundur Félags kjöt-
verzlana samþykkti einróma
að senda Búnaðarþingi:
Aðalfundur Félags kjöt-
verzlana, haldinn að Marar-
götu 2, Reykjavík 19. febrúar
1981, beinir þeirri ósk til
hæstvirts Búnaðarþings að
það beiti sér fyrir því að
upplýsa hvað varð af kjöt-
birgðum þeim, sem samkvæmt
skýrslum Framleiðsluráðs
landbúnaðarins, voru til í
landinu í byrjun ágústmánað-
ar sl., þegar niðurgreiðslur
voru stórlega auknar.
Þessi ósk er borin fram
vegna þess að kaupmenn fengu
þessar birgðir ekki til sölu
nema að óverulegu leyti, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir.
Atvinnuréttindi
útlendinga:
Ráðherrar
ósammála
um stjórn-
arfrumvarp
Svavar Gestsson, félagsmála-
ráðherra, mælti í gær fyrir
stjórnarfrumvarpi um atvinnu-
réttindi útlendinga í neðri deild
Alþingis. Friðjón Þórðarson,
dómsmálaráðherra, sté i ræðustól
að framsögu félagsmálaráðherra
lokinni og kvaðst hafa ýmsar
athugasemdir að gera við þetta
frumvarp. Hefði hann kunngjört
félagsmálaráðherra þar um og
myndi koma sjónarmiðum sinum
á framfæri við félagsmálanefnd
þingdeildarinnar.
Helzta breyting frumvarpsins
er sú að þar er gert ráð fyrir því
að skilyrði þess að megi veita
útlendingi atvinnuleyfi séu, auk
þess að umsögn verkalýðsfélags á
staðnum liggi fyrir, að við umsókn
sé til staðar undirskrifaður ráðn-
ingarsamningur milli vinnuveit-
anda og viðkomandi starfsmanns,
til tiltekins tíma eða verkefnis.
Frumvarpið fjallar og um upplýs-
ingaskyldur þeirra, sem vilja ráða
erlenda menn í þjónustu sína.
Ennfremur og skatta og opinber
gjöld og þær skyldur aðrar sem
erlendir menn takast á hendur við
vistráðningu hérlendis. Og loks
um félagsleg og kjaraleg réttindi
þeirra til samræmis við gildandi
kjarasamninga hverju sinni.
Halldór Blöndal (S) gerði at-
hugasemdir við nokkur atriði
frumvarpsins, m.a. að á skorti
ákvæði um starfsemi erlendra
manna í sendiráðum en á þeim
vettvangi væri mjög mismunandi
umsvif einstakra erlendra ríkja.
Hann gagnrýndi og að frumvarpið
skyldi tekið fyrir til umræðu
samdægurs og fram var lagt þann
veg að þingmönnum hefði ekki
gefizt tími til að kynna sér
efnisatriði nægilega. Mæltist
hann til þess að umræðu yrði
frestað og varð forseti við þeim
tilmælum.
ALKNGI