Morgunblaðið - 24.02.1981, Page 36

Morgunblaðið - 24.02.1981, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 Fárviðrið 24ða september 1973 Að áliti veðuríræðinjfa svipar fárviðrinu á mánu- dagskvöld og aðfaranótt þriðjudags sl. mjög til ofviðrisins 24ða september 1973, er restar fellibylsins Ellen gengu yfir landið. Aðfaranótt mánudagsins 24ða september 1973 var veðurofsinn mestur í Reykjavík og hreint neyðarástand skapaðist um tima í Breiðholtshverfi og viðar í borginni. Eignartjónið nam tugmilljónum krona (1973). Hér fer á eftir stutt samantekt um óveðrið 1973 og afleiðingar þess: sveitabæjum. í flestum höfnum varð meira og minna tjón á bátum og bryggjum og sukku trillur og litlir bátar. Raf- magnslaust var við og við alla nóttina alls staðar á orkuveitu- svæði Landsvirkjunar. í Reykjavík varð verulegt tjón á trjágróðri, stór tré féllu víða alveg, önnur klofnuðu, og gróðr- Þessi mynd er tekin i Garðinum og sýnir efri hlutann af skemmu sem fauk af grunninum. Hvassviðrið tók þegar að valda erfiðleikum í Reykjavík að kveldi 23ða september á höfuð- borgarsvæðinu. Mikil úrkoma um kvöldið gerði það að verkum, að víða á götum myndaðist mikill vatnselgur, sem hefti för bifreiða og rann inn í kjallara húsa. Þegar leið á kvöldið fór lögreglunni að berast fjöldi hjálparbeiðna vegna þessa, og var leitað til starfsflokka Reykjavíkurborgar og hjálpar- sveita um aðstoð. Allt lögreglu- lið var líka kallað út. Um miðnætti var komið algert fár- viðri, og þakjárn tók að losna af þökum húsa og fjúkandi hlutir brutu rúður. Hjálparstarfið beindist þá mest að því að liðsinna fólki sem enn var utandyra og koma því í skjól, líka var lögð áhersla á að hjálpa fólki að negla fyrir glugga, þar sem rúður höfðu brotnað, til að koma í veg fyrir frekara tjón á innanstokksmun- um. A öðrum tímanum um nóttina var allt slökkvilið borg- arinnar kvatt út til hjálpar- starfa, nema þeir sem þurftu að vera á vakt á stöðinni. Á þriðja tímanum kom Almannavarna- nefnd Reykjavíkur til fundar, því spáð var enn versnandi veðri. Lét nefndin hefja hljóðvarps- sendingar á nýjan leik, og það sem eftir var nætur var útvarp- að tilkynningum og aðvörunum vegna veðurofsans. Nefndin lét setja á fót svæðisstöðvar til hjálparstarfs í borginni, opnaðar voru birgðageymslur, útvegað byggingarefni og fleiri vinnu- og hjálparflokkar kallaðir út. Veðurofsinn var mestur í borginni um þrjúleytið um nótt- ina. Var ástandið þá svo slæmt að hjálparsveitir voru yfirleitt ekki á ferli nema í bílum, enda stórhættulegt fyrir fólk að standa bersvæðis vegna foks. Alla nóttina var verið að flytja börn, konur og sjúklkiga úr húsum í Breiðholts- og Árbæjar- hverfum í öruggari húsakynni í borginni. Með morgninum lægði veðrið og er birta tók var hafist handa af fullum krafti að gera bráða- birgðaviðgerðir á húsum og mannvirkjum. Trésmíðafélag Reykjavíkur auglýsti í útvarpinu eftir trésmiðum til hjálpar- starfs, og voru alls 60 til 70 trésmiðir að störfum í borginni í samráði við lögreglu. Þá voru fengnir bílar af sendibílastöðv- um til aðstoðar við flutninga á byggingarefni til viðgerða, sem og til flutninga á járnplötum og öðru sem hafði fokið og valdið tjóni. Um morguninn var talið að mesta hættuástandið væri liðið hjá. Alla nóttina hafði verið mikið annríki á slysadeild Borg- arspítalans, en fjölmargir hlutu minniháttar meiðsii af völdum glerbrota og foksins. Ekki var vitað til þess, að neinn hefði slasast alvarlega af völdum óveðursins. - Stutt yfirlit Mikið eignatjón hlaust af fár- viðrinu. Víða um land losnaði þakjárn af húsum og fauk, rúður brotnuðu, og sjónvarpsloftnet og reykháfar skemmdust. Hús í byggingu urðu víða mjög illa úti, mótauppsláttur féll og hlaðnir veggir hrundu. Bílskúrar skemmdust víða og hjólhýsi fuku um koll. Talsverðar skemmdir urðu á fjölmörgum bifreiðum af völdum foks, bæði sand- og grjótfoks og járnplötu- og timb- urfoks. Sumsstaðar fuku bílar einnig til, og a.m.k. 3 bifreiðar fuku í akstri útaf vegum. Tals- vert tjón varð einnig víða á Steinunn gamla i höfninni i Sandgerði, en hún sökk i fárviðrinu i fyrrinótt. Gróðurhús Jóns V. Bjarnasonar, sem gjöreyðilagðist og kostar 1—2 milljónir króna. (Mbl. 25. sept. 1975). wm <f' , u ■■ > ■<?'■' a, ~ - gyy- - - %■> ■&%&&* Mörg mót, sem búið var að slá upp fyrir húsinu, fuku eins og spiiaborgir. arstöðvar urðu mjög illa úti. 13 biðskýli Strætisvagna Reykja- víkur fuku um koll, eitt eyðilagð- ist, og strætisvagnar skemmd- ust. Fjórar trillur sukku í Reykjavíkurhöfn. Hænsnabú á Vatnsendahæð eyðilagðist er þakið fauk af í heilu lagi og drápust þá um 2900 hænsni. Fokhelt einbýlishús hrundi eins og spilaborg á Álfta- nesi, sömuleiðis mótauppsláttur í Mosfellssveit. Fimmtán litlir einkabátar sukkur í Hafnar- fjarðarhöfn, og mikill hraðbátur og dýr gjöreyðilagðist. Nokkrar fjölskyldur í Hafnarfirði urðu að flýja hús sín vegna kulda, eftir að stórar rúður höfðu brotnað. Mikið' tjón varð víða við verk- smiðjur, m.a. í álverinu í Straumsvík og í sementsverk- smiðjunni á Akranesi. Utum land varð víða mikið tjón vegna foks, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi, eins og nú. Rafmagnslaust og síma- sambandslaust var sömuleiðis víða. Vindhraðinn mældist mest- ur 120 hnútar í Vestmannaeyj- um; hesthús fauk á Hvolsvelli, og fjárhús og hlaða í Þykkva- bænum. Mikið tjón varð á bátum í Sandgerðishöfn; 87 tonna bátur sökk, og 12 bátar aðrir urðu fyrir alvarlegum skemmdum. í Hveragerði urðu flest gróður- húsin fyrir talsverðum rúðubrot- um; á Þúfu í Kjós fauk svínabú og drapst einn grísinn; á Þúfu- koti fuku fjárhús og hlaða. Hluti þaksins á íbúðarhúsinu að Lyng- holti 8 í Keflavík tókst á loft og lenti á þaki næsta húss og féll niður í garðinn, á Akranesi sökk trillubátur og bílskúr fauk þar upp í loftið. Á ísafirði urðu miklar skemmdii* á bifreiðaverk- stæði ísafjarðar. (Þessi stutta samantekt var unnin uppúr Morgunblaðinu 24ða til 25ta september 1973.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.