Morgunblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 F ulltrúar sama vilja ekki virkjunina íbúar Norður-Noregs vilja virkjunina Alta-málið svokallaða í Noregi hefur verið í fréttum fjölmiðla svo til daglega. Deilan um vatnsorkuverið við ána Alta, Alftá, virðist ekki vera í þann veginn að leysast, þvert á móti benda síðustu fréttir til þess að málið sé nú í hnút. í fljótu bragði virðist deilan standa á milli sama og land- verndarmanna annars vegar og ríkisstjórnarinnar hins vegar um það hvort byggja eigi vatnsorkuver í Savtso í hérað- inu Alta. En í raun er málið alls ekki svo einfalt. Samar í Noregi hafa myndað með sér þrjá hópa. Landssam- tök sama í Noregi (NSR), Landssamtök samískra hrein- dýrabænda í Noregi (NRL) og Landssamtök sama (SL). NSR og NRL eru á einu máli um það að ríkisstjórninni beri að nætta við byggingu orkuvers- ins. Þau vilja og að litið verði á sama sem minnihlutahóp og að þeim verði því veitt sérréttindi í norsku þjóðfélagi. Deilan um Alta-orkuverkið hefur vakið sama upp tilþess að krefjast þessara réttinda. SL stendur aftur á móti með rikisstjórninni í Alta-málinu en með NSR og NRL þegar um er að ræða aukin réttindi til handa sömum. Meðal þeirra réttinda sem samar krefjst er að kosið verði fulltrúaráð sem fari með mál- efni sama. Samar í Noregi eru um 30.000 og búa í norðurhluta landsins. Aðeins 1500 þeirra stunda enn hreindýrarækt. Astæðan fyrir því að samar mótmæla byggingu orkuvers- ins er sú að þeir telja að það komi til með að hafa skaðleg áhrif á menningu þeirra og einnig vegna þess að talsvert af landi þeirra fer undir vatn. Nokkrir róttækustu samanna hafa ásamt öðrum náttúru- verndarmönnum staðið fyrir mótmælaaðgerðum í Alta og hafa um 1000 þeirra verið sektaðir. Mótmælendurnir ekki á vegum samtaka sama í Ósló hafa samar einnig mótmælt. Fimm ungir og ógift- ir samar hófu hungurverkfall fyrir tæpum mánuði. Einn þeirra, Per Ailo Baehr, hefur verið fluttur á sjúkrahús og í Savtso í Alta mótmæltu landverndarmenn virkjun Altaárinnar og reyndu að hindra lagningu vegar að virkjunarstaðnum. Samisku konurnar sem sett- ust að í byggingu forsætis- ráðuneytisins í Ósló ræða við Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra. liggur þar á gjörgæsludeild. Er líf hans talið vera í hættu vegna vannæringar. Annar hætti föstunni sl. föstudag. Hinir þrír segja að ekkert geti fengið þá til að hætta verkfall- inu nema það að ríkisstjórnin hætti við virkjunarfram- kvæmdirnar. Ef það verði ekki gert muni þeir svelta sig til dauða. Hópur 14 samískra kvenna settist að í byggingu forsætis- ráðuneytisins í Ósló fyrir tæp- um mánuði. Lögreglan fjar- lægði þær nokkrum klukku- stundum síðar. Tvær þessara kvenna fóru síðan til Rómar og ræddu þar við Jóhannes Pál páfa og af- hentu honum bréf um málefni sama í Noregi. Önnur þeirra hefur nú farið til New York og hyggst þar reyna að ná tali af Kurt Waldheim framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. Alkirkjuráðið hefur einnig fengið vitneskju um málið og hefur nú boðist til að sjá um samningaviðræður milli sam- anna og norskra yfirvalda. Fulltrúar samasamtakanna þriggja hafa lýst því yfir að mótmælendurnir við virkjun- arstaðinn, samarnir í hungur- verkfallinu og samakonurnar, séu þeim algjörlega óviðkom- andi og að aðgerðir þeirra sverti málstað samanna. Að baki mótmælendunum standa hins vegar samtök sem kalla sig „Alþýðuhreyfingin gegn byggingu Alta-Kautokeino orkuversins". „Verkfæri í höndum stjórnmálamanna“ Lögreglustjórinn í Vestur- Finnmörku, Einar Henriksen, hefur sakað alþýðuhreyfinguna um að greiða mótmælendunum fyrir aðgerðir þeirra í Norður- Noregi. Þessu hefur leiðtogi hreyfingarinnar, Alfred Nilsen mótmælt kröftuglega. Skoðanakannanir, ritstjórn- argreinar og yfirlýsingar frá Lögreglan hefur oftar en einu sinni látið til skarar skriða í Savtso. Þegar hafa um 1000 manns verið sektaðir vegna mótmælaaðgerðanna. Bjargað frá gleymsku Sólrún B. Jensdóttir: ÍSLAND Á BREZKU VALDSVÆÐI 1914- 1918. Bókaútg. Menningarsjóðs. Rvík.. 1980. Rit þetta er hið sjötta í röðinni sem Sagnfræðistofnun Háskóla íslands sendir frá sér undir flokksheitinu Sagnfræði- rannsóknir, Studia Historica. Stendur það vel undir nafni. Sólrún B. Jensdóttir hefur rann- sakað þetta sérsvið sitt gaumgæfi- lega og birtir meðal annars ýmis frumgögn. Skemmtirit er þetta á hinn bóginn ekki. Sólrún skrifar ekki neinn hrífandi stíl á borð við t.d. Þór Whitehead. Ekki er heldur að sjá að henni hafi verið hugleik- ið að gera rit þetta svo úr garði að það yrði alþýðulesefni. Þetta er skilmerkilega skrifuð sagnfræði og ekkert fram yfir það. Og raunar bauð efnið tæpast upp á annað. Skipti íslendinga og Breta á árum fyrri heimsstyrjald- arinnar fóru víst ekki framhjá neinum á þeirri tíð. En einhvern veginn fóru þau svo fram að þau hafa síðan verið lítt í minnum höfð og munu naumast þykja neinn merkiskafli í þjóðarsögunni. í endurminningunni hurfu þau í skuggann fyrir sjálfstæðisbarátt- unni, fullveldinu, Kötlugosinu og spænsku veikinni. Ómerkur var sá kupítulinn þó engan veginn. Og sú staðreynd að samskipti þjóðanna gengu tiltölulega áfallalaust, mið- að við aðstæður, hafa vafalaust valdið því með meira að íslend- ingar tóku Breta fram yfir Þjóð- verja þegar leið að seinna stríði, eins og lesa má um í hinu stórmerka riti Þórs Whitehead, Ófriður í aðsigi. Væru laga- og þjóðréttarreglur í strangasta heiðri hafðar bar Dönuni að sjá um alla millirikjasamninga Is- lands við önnur lönd fyrir 1918. En svo fór að Bretar tóku að semja beint við Islendinga sem þá voru allsendis óvanir hvers konar diplomatískum athöfnum. En þessir milliliðalausu samningar færðu þjóðirnar nær hvor annarri, íslendingar vissu upp frá því hvar þeir höfðu Breta. Þótt aflsmunur væri gífurlegur sýnast Bretar hafa farið sínu fram af nokkurri sanngirni, að minnsta kosti miðað við að þeir áttu í stórstyrjöld. í kafla, sem Sólrún nefnir Niður- stöður, orðar hún þetta svo: »Aðstöðumunur Breta og íslend- inga í viðskiptaviðræðunum var mikill. Stórveldið hafði allt ráð smáþjóðarinnar í hendi sér. Hún varð að ganga að skilmálum þess eða svelta. En skilmálar Breta voru ekki óhagstæðir miðað við aðstöðu þeirra.« Nokkru síðar segir Sólrún að »ráðsmennska Bfeta virðist ekki hafa bakað þeim umtalsverðar óvinsældir meðal íslendinga.« Cable hét sá sem Bretar sendu Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON hingað til að gæta hagsmuna sinna. Er hann títt nefndur i bókinni eins og gefur að skilja. Má svo að orði kveða að hann leiki þar aðalhlutverkið. Sólrún vitnar í Klemens Jónsson sem komst svo að orði að Cable hefði verið »stilltur maður, en einarður, og þótti mörgum hann harðskiptinn ... og fremur studdi hann okkur en hitt í samningum við Englend- inga.« Fram kemur að Bretar gerðu sér far um að reka hér nokkurn áróður, og sýnjr það að nokkurs hafa þeir metið Islendinga, hafa talið hyggilegra að hafa þá með sér fremur en á móti. Að sjálfsögðu gefur bók þessi enga heildarmynd af pólitík Is- lendinga á umræddu tímabili. Þó skiptin við Breta væru mikilvæg var sambandið við Danmörku enn náið, og ekki freistuðu Bretar að halda hér áhrifum sínum að ófriði loknum. Þeir réðu þá á heimshöf- unum og gátu tekið landið í greip sína aftur hvenær sem þurfa þótti. Ef Sólrún hefði ekki rifjað þetta upp nú er ekki víst að aðrir hefðu orðið til þess í bráð. Allmargar myndir eru í bókinni, meðal annarra gamlar manna- myndir sem gaman er að skoða. Er óhætt að gefa ritinu fyrstu ein- kunn sem fræðiriti, enda hefur höfundur sýnilega lagt ærna vinnu í gagnasöfnun, hérlendis og erlendis, og þó allt eins mikið erlendis. Upplýst er í formála að ritið sé að stofni til prófritgerð Sólrúnar til magistersprófs við Lundúnaháskóla. Og satt er það — nokkur prófbragur er á ritinu. En það kemur ekki svo mjög að sök miðað við þann einbera fræðilega tilgang sem því mun ætlaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.