Morgunblaðið - 24.02.1981, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
' U
„Þetta er fínasta hús
FYRIR nokkru birtist löng grein
í Þjóðviljanum um „hinn ömur-
lega vinnustað“ Jósafats Hin-
rikssonar að SúðavoKÍ 4 i Reykja-
vik, eins og það var orðað. í grein
Þjóðviljans var farið mörgum
orðum um „yfirgengileKan sóða-
skap“, og greinin enduð á þessum
orðum: „Sem betur fer er orðið
sjaldgæft að sjá aðbúnað sem
þennan á vinnustað.“ t gærdag
heimsótti Lúðvik Jósepsson, fyrr-
um ráðherra Alþýðubandalags-
ins, vélaverkstæði J. Hinriksson,
ásamt blaðamanni og ljósmynd-
ara Morgunblaðsins. í för með
Lúðvik var einnig Pétur Snæ-
land, forstjóri. kunnur vélamað-
ur frá fyrri tíð.
Lúðvík Jósepsson sagði umrædd
blaðaskrif hafa komið sér vægast
sagt spánskt fyrir sjónir: „Ég
þekki Jósafat vel,“ sagði Lúðvík.
„Hann byrjaði ungur að beita og
stokka upp fyrir mig austur á
Lúðvík Jós-
epsson í
heimsókn á
vélaverkstæði
J. Hinriks-
son
Neskaupstað, þegar ég og bróðir
minn gerðum út lítinn línubát,
sem Enok hét. Seinna var Jósafat
vélstjóri á togurunum hjá okkur á
Neskaupstað. Þess vegna vissi ég
hvern mann Jósafat hafði að
geyma. Hann var fyrirmyndarvél-
stjóri og hafði orð á sér eystra, að
vera sérstaklega þrifinn vélamað-
ur. Hann var líka lengi á vélaverk-
stæðinu hjá okkur. í alla staði
afbragðs vélstjóri, Jósafat Hin-
riksson. Því undraðist ég
blaðaskrifin og vildi sjálfur kynna
mér málið.
Ég hef fylgst nokkuð með fram-
leiðslu Jósafats á toghlerum og
öðrum útbúnaði fyrir togara. Jósa-
fat hefur rutt nýjar brautir í
þessum efnum, og hlotið viðúr-
kenningu okkar bestu fiskiskip-
stjóra, og ennfremur hefur hann
flutt út framleiðslu sína með
ágætis árangri."
Svo gengu Lúðvík Jósepsson,
Pétur Snæland og blm. Mbl. um
vélaverkstæðið í fylgd Jósafats.
„Þetta er fínasta hús,“ sagði Lúð-
vík og að réttu. Húsakynni Jósa-
fats Hinrikssonar að Súðavogi 4
eru hin glæsilegustu, björt og
loftgóð. „Þetta er alger sómi,“
sagði Pétur Snæland. Kaffistofa
starfsmanna er rúmgóð með þægi-
legum sætum, og fyrirhugað er að
koma upp gufubaði og fullkominni
sturtuaðstöðu fyrir starfsmenn-
ina. Lúðvík Jósepsson sagði: „Hér
er mikil og góð vinnuaðstaða.
Þetta er greinilega fyrirtæki í
uppbyggingu, og eins og alltaf hjá
fyrirtækjum í uppbyggingu, eru
ekki allir hlutir fullfrágengnir.
Hér á sér stað merkileg uppbygg-
ing í höndum afbragðs manns.“
Svo setti Lúðvík Jósepsson sig
og ræddi sjávarútvegsmál við
Lúðvík Jósepsson skoðar véla-
verkstæði J. Hinriksson, ásamt
Jósafat (í miðið) og Pétri Sna>-
land.
Jósafat Hinriksson, m.a. um sér-
fræðingapláguna í þessum nátt-
úrulega atvinnuvegi, þar sem ekki
gildir skrifborðsstjórn, heldur
dugnaður og framkvæmdasemi.
- J.F.Á.
Með fullfermi
Fundur Norðmanna og Islend
inga um loðnuveiðarnar
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur:
Hrygningarstofninn þegar kom
inn niður fyrir æskileg mörk
FUNDUR verður haldinn í Jan
Mayen-fiskveiðinefndinni norsk-
íslenzku næstkomandi föstudag og
verður fundurinn haldinn i Reykja-
vik. Fulltrúi íslands i nefndinni er
Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri, en að
hálfu Norðmanna situr i nefndinni
Gunnar Gundersen, einnig ráðu-
neytisstjóri. Á miðvikudag og
fimmtudag munu fiskifræðingar
þinga.
Samkvæmt Jan Mayen-samkomu-
laginu er Norðmönnum heimilt að
veiða 15% af þeim afla, sem íslend-
ingar og Norðmenn koma sér saman
um að megi veiða úr íslenzka
loðnustofninum. Á fundunum í
Reykjavík verður rætt um veiðarnar
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að leyfa veiðar á 60 þúsund
Fjórir bátar
á loðnuveiðum
FJÓRIR bátar eru á loðnuveiðum
fyrir austan land þessa dagana, en
tveir til viðbótar eiga þó enn eftir að
veiða upp i kvóta sinn. Mikil ótið
undanfarið hefur gert loðnuveiðarn-
ar erfiðar.
Andrés Finnbogason hjá Loðnu-
nefnd sagði í samtali við Mbl. í gær,
að loðnan hegðaði sér allt öðru vísi í
vetur en t.d. í fyrra hvað svo sem það
þýddi. Benti hann á, að nú væri engin
loðna komin suður fyrir Hornafjörð
og væri eins og iouiian hefði farið sér
mun hægar suður með Austfjörðum í
ár heldur en oft áður. Þá nefndi hann
einnig, að í fyrra hefði loðna veiðst í
Faxaflóa um þetta leyti og verið
landað 22. febrúar í fyrra úr vestan-
göngu. Nú virtist hins vegar ekki um
siíka göngu 2ð ræða
Frá því á föstudag þar til síðdegis í
gær tilkynntu eftirtalin skip um afla
til Loðnunefndar:
Föstudagur: Jón Kjartansson 1000,
Sæberg 400, Þórður Jónasson 350,
Bergur 50, Seley 300.
Laugardagur: Krossanes 350, Ár-
sæll 270, Guðmundur 500.
Mánudagur: Þórður Jónasson 300.
1980 og 1981. Norðmenn veiddu
tæplega 118 þúsund lestir við Jan
Mayen, Islendingar hafa veitt eða
leyft veiði á alls rúmlega 520 þúsund
lestum, en að auki veiddust um 40
þúsund lestir af loðnu við A-Græn-
land.
Þar sem loðnukvótinn var minnk-
aður eftir að Norðmenn luku sínum
veiðum er ljóst, að þeir fá ekki að
veiða eins hátt hlutfall næsta sumar,
en leiðréttingar eru gerðar á milli
ára.
Spurningin er hins vegar hvern-
ig sá afli, sem aðrar þjóðir veiddu
við A-Grænland verður metinn og
um það verður einkum rætt á
fundunum síðari hluta vikunnar.
lestum af loðnu til hrognatöku og
frystingar eftir 1. marz úr göng-
unni, sem nú er úti fyrir Austur-
landi. Líklegt er. að 29 skip nýti sér
þessa heimild og koma því tæplega
2 þúsund lestir i hlut hvers skips að
meðaltali. Þá hafa loðnuveiðar úr
vestursvæðinu verið leyfðar 1.—15.
marz ef eitthvert magn af loðnu
finnst á þeim slóðum. Fréttatil-
kynning sjávarútvegsráðuneytisins
er sem hér segir:
„Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að leyfa veiðar á 60 þús.
lestum af loðnu úr þeirri göngu, sem
nú er fyrir Austurlandi. Veiðar
þessar, sem hefjast 1. mars nk., eru
til frystingar og hrognatöku. Heild-
arkvótanum verður skipt milli ein-
stakra loðnuskipa og vérour 45 þÚS.
lestum skipt jafnt milli þeirra en 15
þús. lestum eftir burðargetu.
Jafnframt hefur ráðuneytið
ákveðið að leyfa bátum að reyna
loðnuveiðar á vestursvæðinu tíma-
bi!|ð 1.—15. mars nk. Veiðar á því
svæði falla ekki undir áðurgreinuáH
kvóta og verður tekin nánari afstaða
til veiða þar, finnist eitthvert loðnu-
magn þar.
Umsóknir um loðnuveiðar bæði úr
austurgöngunni og fyrir vestan land,
skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir
föstudaginn 27. febrúar nk.“
Hafrannsóknastofnunin telur,
að stærð hrygningarstofns loðnu
sé þegar komin niður fyrir þau
mörk, sem miða eigi við. Morgun-
blaðið ræddi við Hjálmar Vil-
hjálmsson. fiskifræðing, i gær og
var hann spurður um stærð
hrygningarstofnsins og þá
ákvörðun sjávarútvegsráðherra
að leyfa veiðar á 60 þúsund lestum
til viðbótar þeim kvóta, sem áður
var ákveðinn.
„Það er álit Hafrannsóknastofn-
unar og mitt þá um leið, að meðan
áhrif hinnar miklu sóknaraukn-
ingar, sem orðið hefur á síðustu
árum, er að koma betur í ljós, eigi
ekki að fara með hrygningarstofn-
„ÉG OG Hjálmar Vilhjálmsson
styðjumst báðir við sömu rann-
sóknir, en okkur greinir hins
vegar á um túlkun á þeim niður-
stöðum. sem fengust,“ sagði Eyj-
ólfur Friðgeirsson, fiskifræðing-
ur, i samtali við Morgunblaðið.
Eins og fram hefur komið í
fréttum telur Eyjólfur, að mun
meira sé af loðnu heldur en
Hjálmar og telur ekki. að hætta sé
á ferðum þó nú hafi verið leyft að
veiða 60 þúsund tonn af loðnu til
viðbótar á vertíðinni.
„Það er ekki rétt, að ég styðjist
við einhverjar aðrar rannsóknarað-
ferðir heldur en Hjálmar og það er
útúrsnúningur að segja, að ég
styðjist eingöngu við sjónmat,"
sagði Eyjólfur. „Tvær stórar mæl-
ingar voru gerðar á loðnustofnin-
um fyrir Norð-Austurlandi í janú-
armánuði og úr annarri mæling-
unni fengust talsvert á 5. hundrað
þúsund tonn. Ég álít, að sú mæling
sé í raun sú eina, sem túlki
ástandið þarna fyrir austan og þar
að auki tel ég, að talsvert magn sé á
ferðinni, sem ekki mældist, t.d.
undir ís.
Mér sýnist, að gangan nú sé
svipuð og var árin 1978 og 1979.
Árið 1978 voru v'6Ídu 470 þÚSuild
tonn úr göngunni frá því að hún
var á sama stað og við mældum á
núna. Það eru allir sammála um, að
þá kom alltof lítið til hrygningar
og of nærri hrygningarstofninum
var gengið. En það er mikill munur
4 að taka sáralítið núna eða 470
þúsund tonn eins ög ^ V?r ?ert- ^a
eru fiskifræðingar ekki á eitt sáttir
um hve mikið er nauðsynlegt að nái
að hrygna úr stofninum. Norðmenn
telja t.d. að nóg sé að 250 þúsund
tonn nái að hrygna, þó svo að þeir
hafi fallist á, að það væri æskilegt
inn hverju sinni niður fyrir 400
þúsund tonn miðað við bergmáls-
mælingar og undir engum kring-
umstæðum niður fyrir 300 þúsund
tonn,“ sagði Hjálmar.
„í janúar mældum við stærð
hrygningarstofnsins fyrir austan-
verðu Norðurlandi og norðanverð-
um Austfjörðum og sú mæling, að
frádregnum þeim afla, sem síðar
hefur borizt á land og afföllum af
völdum ránfisks, aðallega þorsks,
svarar til hrygningarstofns, sem er
um eða innan við 250 þúsund tonn.
Þess vegna er stærð hrygningar-
stofns nú þegar komin niður fyrir
þau mörk, sem Hafrannsókna-
að meira hrygndi. Um þetta er í
raun ekki mikið vitað, en eðlilega
erum við tryggari með 350—400
þúsund tonn, heldur en 250 þúsund
tonn.
Ég tel það ekki vera neitt
hættuspil þó við leyfum nú að veiða
60 þúsund tonn til viðbótar, það
verða samt sem áður 350—400
þúsund tonn eftir til að hrygna,"
sagði Eyjólfur.
Hann var að lokum spurður
hvort ekki væri óeðlilegt að fiski-
STJÓRN Hafrannsóknastofnunar
tók ágreining fiskifræðinga um
stærð hrygningarstofns loðnu til
umfjöllunar á fundi sínum í byrj-
un þessa mánaðar. Þar var gerð
bókun, þar sem vinnubrögð Eyj-
ólfs Friðgeirssonar voru harðlega
gagnrýnd. Már Elisson, fiskimála-
stjóri, er formaður stjórnar stofn-
unarinnar og sagði hann m.a. í
gær:
„Eyjólfur Friðgeirsson var með í
þessum leiðangri rannsóknaskip-
anna í janúarmánuði. Hann hafði
því öll tækifæri til að taka þátt í
sameiginlegu áliti eða að vera með
séráiit í Zt]]™ * sömu. skýrslugerð.
Það gerði hann ekki, ö" saus
heldur að skrifa sérálit ög senda
með óundirritað bréf með harðri
gagnrýni á leiðangursstjórana,
Hjálmar Vilhjálmsson og Pál
stofnunin telur, að við eigum að
binda okkur við. Það er því augljós-
lega ekki að tillögum hennar, sem
nú hefur verið bætt 60 þúsund
tonnum við þann kvóta, sem áður
hafði verið ákveðinn," sagði Hjálm-
ar.
Þá var Hjálmar spurður um
ágreining milli hans og Eyjólfs
Friðgeirssonar, fiskifræðings, um
stærð hrygningarstofnsins. Hjálm-
ar sagðist ekki vilja tjá sig mikið
um þetta mál, en sagði þó, að
Eyjólfur kæmist að sínum niður-
stöðum eftir öðrum leiðum en
þeim, sem ég nota „og það eru leiðir
sem mér finnast ófærar," sagði
Hjálmar Vilhjálmsson.
fræðingar væru að túlka mismun-
andi niðurstöður sínar í fjölmiðl-
um. „Innan Hafrannsóknastofnun-
ar skortir vettvang fyrir gagnrýni.
Yfirlýsingar eru gefnar út í nafni
stofnunarinnar og fiskifræðingar
síðan almennt bornir fyrir því, þó
svo að þeir eigi þar engan hlut að
ákvarðanatöku. Það er hins vegar
mikill misskilningur, að þetta mál
sé komið frá mér í fjölmiðla," sagði
Eyjólfur Friðgeirsson.
Reynisson. Þessi vinnubrögð voru
harðlega gagnrýnd.
Svo er hitt, að við fórum yfir
skýrslurnar og þó svo að við
stjórnarmennirnir séum ekki sér-
fræðingar í þessum málum, þá
gátum við ekki séð, að rök Eyjólfs
væru haldbær. Skýrsla Hjálmars
og Páls var ekki fullkomin, vegna
þess að ekki var hægt að komast á
vestursvæðið vegna íss og óveðurs.
Þess var getið í skýrslu þeirra.
Síðan hefur verið farið á þetta
svæði og hingað til hefur ekkert
fundist þar nema ungloðna og í
þorski við VestfirSi hefur engin
loðna verið. Við erum okkur með-
vitandi um það, að loðnan hegðar
sér með mismunandi hætti og því
vituni VÍJ “hkí bvnrl eitthvað kann
að gjósa upp, en í leiðöngrunum
fram li’ bessa er ekkert sem bendir
til að svo veröi,“ sagði Már Elísson.
60 þúsund lestir af loðnu til
frystingar og hrognatöku
Eyjólfur Friðgeirsson, fískifræðingur:
Ekkert hættuspil þó leyft sé
að veiða 60 þúsund tonn í viðbót
Stjórn Hafrannsóknastofnunar:
Telur rök Eyjólfs
ekki vera haldbær