Morgunblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik vann léttan og stóran sigur i fyrsta leik sínum i B-keppninni í handknattleik hér i Frakklandi síðastliðinn laugar- dag. Liðið sigraði Austurríkis- menn með 27 mörkum gegn 13, 14 marka sigur sem hefði hægl- voru Kristján Sigmundsson markvörður, sem varði 12 skot í leiknum, og yfirvegun hans í markinu var sérlega góð, Þorberg- ur Aðalsteinsson sem átti góðan leik, svo og Ólafur H. Jónsson, sem lék sérlega vel í vörninni. Þá komu þeir Sigurður Sveinsson og Steindór Gunnarsson vel frá leiknum og Bjarni Guðmundsson stendur ávallt fyrir sínu. Islenska liðið lék varnarleikinn framarlega og truflaði það allt spil Austurríkismanna mjög mik- ið. Það var athyglisvert, hversu agaður leikur íslenska liðsins var og hversu vel leikflétturnar gengu upp. Leikurinn fór fram í St. Etienne, fyrir fullu húsi áhorf- enda og var íslenska liðinu hvað eftir annað klappað lof í lófa eftir að þeir höfðu leikið Austurríkis- mennina grátt. Lið Austurríkis lék frekar skipulagslausan hand- knattleik, mikið var um hnoð hjá leikmönnum, því liðið er gersam- lega skyttulaust. Með sama áframhaldi bíður Austurrík- ismanna ekkert annað en neðsta sætið í riðlinum. • Steindór skilaði hlutverki sinu ágætiega. ega getað orðið enn stærri eftir gangi leiksins. Lið Austurrikis- manna er mjög slakt. mun lakara cn menn áttu von á og voru þeir léttir andstæðingar. Róleg byrjun Hilmar Björnsson landsliðs- þjálfari hafði lagt það fyrir leik- menn íslenska liðsins að fara rólega af stað og þreifa fyrir sér. Byrjunarlið Islands í leiknum var skipað eftirtöldum leikmönnum: Kristján var í marki, Ólafur H. Jónsson lék inni á línunni, Stefán og Bjarni voru í hornunum og þeir Páll, Þorbergur og Sigurður Sveinsson léku fyrir utan. Austur- ríkismenn hófu leikinn og komust í gott marktækifæri, en Kristján varði glæsilega. Það var síðan Þorbergur Aðalsteinsson sem skoraði fyrsta markið á 3. mínútu með fallegu skoti. Það mátti greina nokkra taugaspennu meðal íslensku leikmannanna fyrstu tíu mínútur leiksins, liðið lék mjög rólega, en vel agaðan bolta. Þegar 12 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik, var eins marks munur, 4—3, en þá tók íslenska liðið vel við sér, hver leikfléttan af annarri gekk fallega upp og vörn Austur- ríkismanna var tætt í sundur. Sex mörk skildu liðin er flautað var til hálfleiks, Islendingar skoruðu 12 mörk, en Austurríkismenn sex mörk. Austurríkismenn skoruðu ekki í 23 mínútur Það var mikill kraftur í íslenska liðinu í byrjun síðari hálfleiksins og mörkunum var raðað á Austur- ríkismennina. Á 40. mínútu leiks- ins var staðan orðin 18—6. Vörn íslenska liðsins var mjög góð og Kristján Sigmundsson varði hvað eftir annað mjög vel í markinu. Það var ekki fyrr en á 23. mínútu síðari hálfleiks að Austurríkis- menn skoruðu loks mark og þá var staðan 21—7. Síðustu tíu mínútur leiksins hvíldi Hilmar sterkasta leikkjarna íslenska liðsins og á þeim tíma tókst Austurríkis- mönnum að skora 6 mörk og lokatölurnar urðu sem áður segir, 27-13. Liðin Bestu menn íslenska liðsins í þessum fyrsta leik keppninnar, • Þorhergur Aðalsteinsson hefur skorað 17 mörk i tveim fyrstu leikjum islen í stuttu máli: ísland — Austurríki 27—13 (12-6). , Mörk íslands: Þorbergur Aðal- steinsson 7, 2 víti, Sigurður Sveinsson 6, 2 víti, Bjarni Guð- mundsson 3, Steindór Gunnarsson 3, Páll Björgvinsson 2, Ólafur H. Jónsson 2, Þorbjörn Guðmundsson 2 og Axel Axelsson 2,1 víti. Márkhæstur Austurríkismanna var Straber með fimm mörk, 2 úr vítaköstum. Misheppnuð víti: Engin. Brottvísanir: Páll Björgvinsson og Axel Axelsson' í tvær mínútur hvor. Auk þess var tveimur Aust- urríkismönnum vikið af leikvelli í 2 mínútur hvorum. Dómarar voru rúmenskir. Svíar og Frakkar sýndu- ágætan handknattleik Á UNDAN leik íslands og Austurríkis í St. Etienne á laugardaginn léku Svíar og Frakkar, en bæði liðin eru mótherjar íslands í A-riðlinum. Þrátt fyrir að lið Frakka væri dyggilega stutt af 3000 frönskum áhorfendum í hinni stórglæsilegu íþróttahöll, réðu þeir ekki við mjög sterkt lið Svía. Leikur liðanna var mjög góður, mikill hraði var og góður handknattleikur leikinn. Svíar náðu snemma góðri for- ystu í leiknum, 9—3, en Frakk- ar sóttu í sig veðrið og staðan i háifleik var 12—7. Þegar átta mínútur voru eftir af íeiknum var staðan 19—15 fyrir Svía, en þá höfðu Frakkar verið mjög óheppnir i leik sínum og átt m.a. þrjú stangarskot og tvö önnur dauðafæri sem fóru for- görðum. Lokatölurnar i leikn- um urðu 22—18 fyrir Svía. Ljóst er að bæði þessi lið verða íslendingum erfiðir andstæð- ingar. Þórarinn Ragnarsson símar fráLyon 14 marka sigur í fyrsta leik ís- lands í B-keppninni „Nú er að duga - segir Kristján Sigmundsson landsliðsmarkvörður MORGUNBLAÐIÐ ræddi við nokkra af íslensku leikmönnun- um i gær um keppnina, þá leiki sem búnir eru og það sem fram- undan er. Kristján Sigmundsson markvörður hefur staðið sig mjög vel i báðum leikjunum, verið inni á nær allan timann og varið eins og best verður á kosið. „Ég finn að mér er treyst, ég hef svo oft áður verið varaskeifa, en nú er ég fyrsti markvörður liðsins og ég veit að ég verð að standa mig,“ sagði Kristján Sigmundsson markvörður, er Mbl. ræddi við hann. „Ég hef verið ánægður með varnarleikinn í þessum tveimur Jftorauní)Int>iíi nrnrnirra •J| leikjum og þegar vörnin er góð, kemur markvarslan alltaf með. Ég er ánægður með leikinn gegn Austurríki, en við lékum ekki eins vel gegn Hollendingum. Við vitum allir að það er að duga eða drepast í leiknum á þriðjudaginn gegn Svíum. Ég tel að ef við leikum af hörku þá eigum við góða mögu- leika. Takist okkur að sigra, þá sigrum við á varnarleik og góðri markvörslu. Ég spái því að barátt- an um 2.-3. sætið í riðlinum standi milli Svía og íslendinga. Við höfum harma að hefna, þar sem við fengum stóran skell gegn Svíum á Norðurlandamótinu í haust.“ • Kri MMi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.