Morgunblaðið - 24.02.1981, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
Sverre Hamre yfirmaður alls herafla Noregs:
Aðeins öflugt samstarf
innan NATO hindrar átök
— Landfræðileg lega íslands og Noregs leiðir til þess,
að hvorugt landanna verður látið afskiptalaust, ef til
meiriháttar átaka kemur milli austurs og vesturs. Eina
von okkar er sú, að með öflugu varnarsamstarfi innan
Atlantshafsbandalagsins takist okkur að koma í veg
fyrir ófrið og átök, þannig komst Sverre Hamre,
hershöfðingi, yfirmaður alls norska heraflans að orði í
erindi um sjónarmið Norðmanna í Varnarmálum, sem
hann flutti á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og
Varðbergs á laugardaginn.
Fundurinn var mjög fjölsótt-
ur og að erindi hershöfðingjans
loknu svaraði hann mörgpm
spurningum frá fundarmönnum.
Fundarstjóri var Þorsteinn
Eggertsson, formaður Varð-
bergs, en Hörður Einarsson,
stjórnarmaður í Samtökum um
vestræna samvinnu kynnti
ræðumann.
í upphafi máls síns rifjaði
Sverre Hamre upp, hvernig
Norðurlöndin hefðu mótað mis-
munandi afstöðu í öryggismál-
um, þrjú þeirra ísland, Noregur
og Danmörk væru í Atlants-
hafsbandalaginu, Svíþjóð væri
hlutlaust ríki, sem ætlaði að
verja hlutleysi sitt með vopnum,
ef nauðsyn krefði, og Finnar
væru hlutlausir með sérstakan
vináttusamning við Sovétríkin.
hernaðarlegt gildi. Á Svalbarða
búa 900 Norðmenn og 2500
Sovétmenn og stunda kola-
vinnslu. Bæði Svalbarði og
Bjarnarey eru friðaðar fyrir
hernaðarumsvifum samkvæmt
alþjóðasamningi og þar má ekki
koma fyrir neinum vígvélum.
Hershöfðinginn drap á olíu-
vinnslu Norðmanna og minnti á
það, að á síðasta sumri hefðu
verið hafnar tilraunaboranir
Sverre Hamre, yfirmaður norska heraflans flytur ræðu sina á fundi
Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs sl. laugardag.
- 225 þúsund Norðmenn ná
til vopna sinna á 12 tímum
Landfræðilegar aðstæður,
efnahagslegir hagsmunir og
nýting auðlinda tengdu Atlants-
hafsbandalagsríkin saman.
Grunnþáttur í varnarstefnu
Noregs væri afstaða nágranna-
ríkja landsins. Á það væri
treyst, að Danir og Vestur-
Þjóðverjar gætu stöðvað fram-
sókn óvinarins á Eystrasalti,
Svíar sköpuðu festu við mestan
hluta austurlandamæra Noregs
og jafnvægi héldist í innbyrðis
afstöðu Norðurlanda í örygg-
ismálum. Þetta norræna jafn-
vægi væri mjög mikilvægt. Ekk-
ert Norðurlandanna gæti breytt
um öryggismálastefnu án þess
það hefði varanleg áhrif á stöðu
hinna. Mikilvægt væri, að menn
viðurkenndu tilvist þessa norr-
æna jafnvægis og mikið gildi
þess. Varðstaða um Island og
eftirlitsstarf héðan væri lífsn-
auðsynlegur hlekkur í þessari
keðju og ekki síst fyrir öryggi
Noregs.
Sverre Hamre gerði grein
fyrir þeim landfræðilegu stað-
reyndum, sem menn yrðu að
hafa í huga, þegar metnir væru
norskir öryggishagsmunir.
Noregur væri stórt land en
strjáibýlt og þá ekki síst á þeim
svæðum, sem væru næst sov-
ésku landamærunum. Sameig-
inleg landamæri Sovétmanna og
Norðmanna eru um 200 km, þar
fyrir sunnan eru 700 km sameig-
inleg landamæri með Finnum og
1600 km með Svíum. Hann lýsti
aðstæðum í norðurhluta Noregs
og sagði, að þar byggju á
landsvæði, sem væri álíka stórt
að flatarmáli og Danmörk, Hol-
land og Belgía til samans um
hálf milljón Norðmanna, en í
þessum þremur Evrópulöndum
byggju samtals um 29 milljónir
manna. Norðmenn ættu ekki
einvörðungu að gæta öryggis á
landi sinu heldur einnig innan
200 mílna efnahagslögsögunnar,
sem væri um 1 milljón ferkíló-
metra að stærð eða þrisvar
sinnum stærri en norskt land-
svæði. Þá væru Svalbarði,
Bjarnarey og Jan Mayen einnig
undir norskri lögsögu og hefðu
fyrir norðan 62 breiddargráðu.
Olía væri í hafsbotninum allt
norður í Barentshaf, en þar væri
enn óleyst deila milli Sovét-
manna og Norðmanna um
markalínu á milli yfirráðasvæða
landanna. Vinnsla olíu á Norð-
urslóðum hefði áhrif á hernað-
arlegt mat en myndi ekki skapa
nein alvarleg vandamál.
Norðmenn hefðu stofnað til
landhelgisgæslu innan ramma
hersins og fengi hún fullkomin
skip til afnota og eftirlitsflug-
vélar. Skip gæslunnar myndu
sinna lögreglustörfum undan
Noregsströnd og við Svalbarða
og Jan Mayen. Á stríðstímum
yrðu gæsluskipin hluti af þeim
herflota, sem stjórnað yrði af
herstjórnum Atlantshafsbanda-
lagsins. Þá gat Hamre þess, að
Norðmenn ættu fimmta stærsta
verslunarflota heims og á
hættutímum myndi hann þjóna
mikilvægu hlutverki í þágu
varna Vesturlanda.
Sverre Hamre minnti á það,
að Noregur væri á stystu leið
milli Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna. Sovéski flotinn yrði að
fara suður með Noregsströnd til
að komast út á úthöfin. I Noregi
væri unnt að búast til varnar
gegn útþenslu þessa flota og
skammt fyrir austan norsk-
sovésku landamærin væri mesta
víghreiður veraldar, sovéski
vopnabúnaðurinn á Kola-skaga
umhverfis Murmansk. Á svæði
sem teygði sig í 100 km austur
frá Noregi og næði í 10 km
fjarlægð frá norsku yfirráða-
svæði væri hernaðaruppbygg-
ingin gífurleg. Af veðurfars-
ú.astæðum og vegna ísmyndunar
á hafinu væri ekki við því að
búast, að Sovétmenn þendu
vígvélar sínar og herskip lengra
í austur á þessum slóðum.
Hershöfðinginn gerði stutt-
lega grein fyrir sovéskum
vopnabúnaði á þessum slóðum.
Þar væru 70% þeirra sovésku
kafbáta, sem búnir eru lang-
drægum kjarnorkueldflaugum.
Þessir kafbátar yrðu að geta
athafnað sig á víðáttumiklu
svæði, svo að þeir nytu sín sem
best en sumir þeirra, Delta-
bátarnir, gætu sent eldflaugar
sínar frá Barentshafi á skot-
mörk í Bandaríkjunum. Þá væru
einnig árásarkafbátar á Kola-
skaga, en þeim yrði beitt gegn
siglingum yfir Atlantshaf og
yrðu því að sækja suður Noregs-
haf til að nýtast að fullu. Sömu
sögu væri að segja um önnur
herskip Sovétmanna á skagan-
um. Enginn vafi væri á því, að
Sovétmenn legðu höfuðáherslu á
að verja víghreiðrið á Kola-
skaga. I því sambandi hlytu þeir
að líta til norðurhluta Noregs.
Þá sýndu sovéskar flotaæfingar,
að Sovétmenn stefndu að því að
ráða yfir hafsvæðunum fyrir
norðan línuna, sem dregin er frá
Grænlandi um ísland til Skot-
lands — GIUK-hliðið. Umsvif
sovéskra herflugvéla á þessu
svæði bentu til hins sama. Til
þess að tryggja samgöngur á
lífæð Atlantshafsbandalagsins,
Atlantshafinu, yrðu bandalags-
ríkin að geta stöðvað framsókn
Sovétmanna í Noregshafi. I
þessu sambandi væru Noregur
og ísland lífsnauðsynleg. Bæði
Evrópuherstjórn NATO og flot-
astjórnin á Atlantshafi
teldu sig hafa í fullu tré við
Sovétmenn á höfunum og til
varnar siglingaleiðunum milli
Evrópu og Norður-Ameríku.
Hershöfðinginn sagði, að
landher Sovétmanna á Kola-
skaga hefði ekki aukist. Hins
vegar hefði tækjabúnaður hans
verið endurnýjaður. Á skagan-
um væru skammdræg kjarn-
orkuvopn, sem nota m*tti í
návígi við framsókn landhers.
Þá hefðu Sovétmenn gert ráðs-
tafanir, sem miða að því, að með
skjótari hætti en áður verði
unnt að flytja liðsauka á landi
frá Leningrad-herstjórnarsvæð-
inu til Kola-skaga. Tvær land-
herdeildir eru á Kola-skaga og
búnaður þeirra bendir til þess,
að þær geti sótt þaðan inn í
Noreg.
Sverre Hamre gerði síðan
grein fyrir varnarviðbúnaði
Norðmanna. Forsendan fyrir
því, að unnt væri að verja
landið, væri aðild þess að Atl-
antshafsbandalaginu. Meðal
norsku þjóðarinnar væri vax-
andi skilningur á því, að allir
yrðu að leggja sitt af mörkum til
varnar ættjörð sinni — „total
forsvar". Megináherslan væri
lögð á varnir Norður-Noregs.
Fylgst væri náið með öllum
hernaðarumsvifum á Norður-
slóðum og haldið uppi gæslu,
sem miðar að því að viðvörun
berist í tæka tíð um yfirvofandi
árás. Þá yrði gripið til fastahers
Norðmanna á þessum slóðum,
sem hefði það meginhlutverk að
halda óvininum í skefjum, þar
til liðsauki bærist bæði frá
Suður-Noregi og bandamönnum
Norðmanna í Atlantshafs-
bandalaginu. Miðað væri við
það, að Danir og Þjóðverjar
kæmu í veg fyrir, að óvinaher
gæti ráðist sjóleiðis um Eystra-
salt inn í Suður-Noreg og á það
væri treyst að Svíar gætu varið
land sitt og sömuleiðis Finnar
við austurlandamæri Noregs.
Hershöfðinginn rakti skipan
norska hersins og gerði grein
fyrir tækjabúnaði. Allir karl-
menn í Noregi á aldrinum 19 til
45 ára verða að vera tilbúnir til
að þjóna kalli hersins. Menn
verða að gegna 12 til 15 mánaða
herskyldu. Á vegum norska
fastahersins starfa um 50 þús-
und manns, þar af eru borgara-
legir starfsmenn um 11 þúsund.
Foringjar eru 13 þúsund og 25
þúsund menn að meðaltali að
ljúka herskyldu sinni. 20—30
þúsund menn eru kallaðir til
endurþjálfunar á ári hverju og í
heimavarnarliðinu eru 80 þús-
und menn. Þannig eru 140—150
þús. Norðmenn í herklæðum um
lengri eða skemmri tíma á ári
hverju. Áhersla væri á það lögð,
að liðsauki væri tiltækur með
skömmum fyrirvara og væri
boðunarkerfið miðað við það.
Menn hefðu vopn og herklæði á
heimilum sínum og væru líklega
um 100 þúsund vopn á norskum
heimilum. Á 12 tímum mætti
kalla út 225 þúsund manna
herlið.
Samhliða þessu væri nauðsyn-
legt að meta framlag banda-
manna Noregs innan Atlants-
hafsbandalagsins en þátttaka
þeirra í norskum vörnum miðað-
ist einkum við varnir Norður-
Noregs. Liðssveitir frá ýmsum
NATO-ríkjum væru ,ávallt við
æfingar í Norður-Noregi að
vetrarlagi til dæmis hefðu urid-
anfarinn mánuð og yrðu næstu
tvo mánuði um 6000 hermenn
frá Bandaríkjunum, Bretlandi,
Kanada og Hollandi að æfingum