Morgunblaðið - 24.02.1981, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
7
=Hvíld=
• Tauga og vöðvaslökun (aðferð J.H. Schultz).
• Isometric (spenna — slökun).
• Líðkandi líkamsæfingar.
• Öndunaræfingar.
• Hvíldaræfingar losa um streitu og vöðvabólgu,
auðvelda svefn.
• Síðustu námskeið vetrarins hefjast 3. og 12.
marz.
• Sími 82-9-82 og 36-5-34.
Æfingastööin
=Hvíld=
Laugavegi 178
Þórunn Karvelsdóttir,
íþróttakennari.
eigendur: sparið benzín!
— og komið með bílinn reglulega í 10.000' km. skoðun eins og
framleiðandi Mazda mælir með. í þessari skoðun er bíllinn allur
yfirfarinn og vélin stillt þannig aö benzíneyðsla verður í lágmarki.
Þetta er mikilvægt atriði með stórhækkandi benzínverði.
BÍLABORG HF
Smiðshöföa 23 Verkstæði sími 81225
L0ND0N
IMr
FERDASKRiFSTOFAN
URVAL
Innifalið:
Aðstoð fararstjóra.
Tveir leikhúsmiðar.
„Bus- og Under-
ground-miðar“,
sem gilda ótak-
markaö í 4 daga.
Tveggja tíma kynn-
isferö um London.
Afsláttarkort, sem
gilda í verzlanir,
veitingastaöi o.fl.
Kvöldverður og
borövín á „BEEF-
EATER" í London
— skemmtiatriði
og dans.
Útvegum miða
á leik Arsenal
— Birmingham
14. marz.
Takmarkað
sætamagn
Pantið
tímanlega
Verö kr:
2.730.
Austurstrnti 17,
sími 26611.
vió Austurvöii simi 26900
Áskorun frá
Akranesi
Mikils óróa gætir nú i
AlþýóuhandalaKÍnu.
einkum meðai óbreytts
flukksfólks ok einstakra
flukksdeilda. vegna
stefnulegrar værukæró-
ar ráðherra flukksins. I
sem troðið hafa ýmsum
yfirlýstum markmiðum
undir kodda sina i
stjórnarróðinu. bessi
órói birtist meðal annars
i nýlejfri samþykkt
stjórnar flukksdeildar-
innar á Akranesi varð-
andi bygfdngu flug-
stöðvar og þriggja
flugskýia á Kefiavikur-
flugvelli.
1 samþykkt stjórnar
flokksdeildarinnar á
Akranesi segir meðal
annars: „Verði ekki sam-
staða um það i rikis-
stjórninni að hrinda
þessum byggingar-
áformum Bandarikja-
hers af höndum okkar
__ skorar stjórn Al-
þýðubandaiagsins á
Akranesi á ráðherra og
flokksstjórn Alþýðu-
bandaiagsins að hætta
þegar aðild að rikis-
stjórninni ...“ Hér er
engin tæpitunga töluð
fremur en hjá Guðrúnu
Helgadóttur. alþingis-
manni, sem hætti stuðn-
iiigi við rikisstjórnina i
tilefni Gervasonimálsins
— en hætti svo við að
hætta eins og „stefnu-
föstum sósialista“ er lag-
ið.
Þessi áskorun frá
Akranesi vegur máske
ekki þungt i flokki, sem
hefur allar götur frá þvi
hann komst i rikisstjórn
á ný, haustið 1978, verið
að eta ofan í sig, ekki
einu sinni heldur marg-
oft, öll sin stefnumið og
kosningaloforð, án þess
að depla auga. En sé
þessi áskorun sett í sam-
hengi við mýmörg önnur
dæmi vaxandi óróleika i
Alþýðubandalaginu sið-
ustu vikurnar er ekki
hægt að komast fram
hjá þvi að sjá að blikur
eru á lofti. Svo lengi má
brýna deigt járn að biti!
Aibýðubandalags deildu harUimj^nartog^
Fundi írestað svo menn
gætu kælt sig niður
“ ... rfUMmr « miliö Sttíto mónmim aó r«t
WNGFLOKKllR Mþýóubanda
Iwsina hélt lund I itnr um kuupln
i bórshaínartoKaranum og var
gvo hart dellt aí Ireota varh
(undinum til aö íela monnum
tmkilsrri til a« kmla »i» nlður, a«
þvt er Moricunblaöinu var tjáft t
írkv • “ -----
ari yfirlýaingar um máliö. Stefin
er þingmaöur í kjórdæmi Þóra-
hafnarbúa o« mun siöur en avo
vera ánæKður með yfirlystngar
Hiörleifs síöustu daga.
Á fundinum í kom fram
hörð gagnrýni á þaö að ráðherrar
mönnum að rétt þotti að^fresta
fundi þar til árdegis i dag Tvtsynt
mun hvort fylgjendur eða and-
stæðingar togarakaupanna seu i
meirihluta í þingflokki Alþyðu-
bandalagsins en þó munu menn
hallast að því að fylgjendu^aup-
Skjálftavirkni í Gjástykki stjórnarsamstarfs
Þingflokkur Alþýöubandalags í hávaöaroki vegna Þórshafnartogara. — Ráðherrar
með gagnstæðar yfirlýsingar um næsta stórvirkjunarkost. — Alþýöubandalagiö
hótar stjórnarslitum vegna byggingar þriggja flugskýla. — Flugstöðvarbygging og
bygging birgöastöðvar í Helguvík auka á óróann. — Ágreiningur um næstu
efnahagsaðgerðir kórónar svo kærleiksheimilið í stjórnarráöinu.
Þingflokks-
fundurinn
sem sprakk
Þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins hélt sögu-
legan fund sl. föstudag.
Þar urðu hörkuátök
milli tveggja fylkinga:
stuðningsmanna fjár-
málaráðherra, sem
halda vildu fast við
„hönnun“ hans á kaup-
um á svokölluðum Þórs-
hafnartogara. og stuðn-
ingsmanna iðnaðarráð-
herra. sem hefur gagn-
stæða afstöðu i þvi máli.
Morgunblaðið skýrir frá
þvi í frétt sl. laugardag
að Stefán Jónsson, þing-
maður úr Norðurlandi
eystra. hafi krafizt fund-
arins vegna yfirlýsinga
þessara tveggja ráð-
herra Alþýðubandalags-
ins i málinu, sem stöng-
uðust eins og reiðir hrút-
ar.
Málið varð ekki út-
rætt á föstudagsfundin-
um, enda svo fast deilt
að fresta varð honum —
og gefa mönnum tæki-
færi til að kæla sig
niður. Funda átti um
málið á ný sl. laugardag.
hverjar sem málalyktir
hafa þar orðið. Mergur-
inn málsins er hinsvegar
sá að þessar gagnstæðu
yfirlýsingar ráðherra
flokksins. sem eru raun-
ar bergmál af hatrömm-
um skoðanamun i þing-
flokknum, eru eitt dæm-
I ið enn um þann innri
óróa sem nú einkennir
allt flokksstarf Alþýðu-
bandalagsins. Flokkur-
inn logar í innbyrðis
átökum neðan frá
minnstu flokksdeildum
upp í þingflokk og sam-
ráðherra.
Veikasti
hlekkurinn
Engin ríkisstjórn er
sterkari en veikasti
hlekkur hennar. Flestir
eru sammála um að veik-
asti hlekkur þessarar
rikisstjórnar sé sú
blinda Alþýðubanda-
lagsins á staðreyndir
efnahags- og atvinnu-
máia þjóðarbúskapar-
ins, sem komið hefur í
veg fyrir marktækar al-
vöruaðgerðir til að ráða
niðurlögum verðbólg-
unnar. sem þó átti að
verða meginviðfangsefni
hennar. I þessu höfuð-
viðfangsefni hefur nú-
verandi rikisstjórn rekið
upp á sama Alþýðu-
bandalagsskerið og rik-
isstjórn ólafs Jóhannes-
sonar 1978—79. Það er
og lærdómsrikt að minn-
ast þess að viðreisnar-
stjórninni tókst í 11 ár.
1959—71, að halda verð-
þróun innan við 10%. oft
vel innan við 10% verð-
bólgu á ári. Rikisstjórn
ólafs Jóhannessonar,
með Alþýðubandalagið
innanborAs, skilaði þjóö-
arbúskapnum hinsvegar
i 54% verðbólgu þremur
árum síðar. Það var upp-
haf þess óskapnaðar sem
þjóðin hefur sopið seyðið
af síðan.
Sitthvað hefur sagt til
sín í stjórnarsamstarf-
inu það sem af er vetri
sem berar brotalamir.
Gervasonimálið var að
vísu ekki viðamikið en
sagði sina sögu um
vinnubrögð og samstarf
af hálfu Aiþýðubanda-
lagsins. Innanflokks-
átök. sem koma upp á
yfirborðið — heldur
hressilega — varðandi
Þórshafnartogara. sýna
djúpstæðari veikleika.
Gagnsta*ðar yfirlýsingar
Steingrims Ilermanns-
sonar, formanns Fram-
sóknarflokksins, og
Iljörleifs Guttormsson-
ar. orkuráðherra. um
næsta virkjunarkost
(Sultartangi eða virkjun
eystra eða nyrðra) bera
mjög alvarlegan ágrein-
ing. Stóryrði Alþýðu-
bandalagsins um bygg-
ingu flugstöðvar og
þriggja flugskýla á
Keflavikurflugvelli og
birgðageymslu eldsneyt-
is í Ilelguvik þjóna
máske ekki öðrum til-
gangi en sýna samstarfs-
aðilum hentuga út-
gönguleið úr rikisstjórn
fyrir Alþýðubandalagið.
ef ágreiningur um önn-
ur mál neyðir ráðherra
til brottfarar. Það eitt
að þessi leið er viðruð
titt siðustu dagana bend-
ir til flokkslegs óróa i
Alþýðubandalaginu og
kvikuhlaupa i iðrum
stjórnarsamstarfsins.
Ólafsvík:
Bæjarskemman eyðilagðist og
skemmdir urðu á kirkjunni
Ólafsvik. 20. febrúar.
ÞÓTT Ólafsvíkingar slyppu mörg-
um betur við tjón af óveðrinu á
dögunum varð hér samt mikið
tjón þegar stór bæjarskemma
gjöreyðilagðist. Einnig hefur kom-
ið í ljós að skemmdir urðu á
kirkjunni. Hefur litlu munað að
allar þakplötur ásamt grind færu
af helmingi þaksins en festingar
gáfu eftir. Stór krani var látinn
styðja við þakið þar til hægt
verður að lagfæra það endanlega.
Sama ótíðin hefur verið til sjávar-
ins og tregur afli í net, en afli
línubáta hefur verið allgóður, 10
til 12 tonn í róðri þegar gefið
hefur. Aflahæstur er Gunnar
Ólafsson. Verst er þó hjá togurun-
um og vegna ógæftanna er atvinna
í landi með daufara móti.
— Helgi