Morgunblaðið - 24.02.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
31
Heilbrigðisyfírvöld herða sóknina gegn lekanda:
Gífurleg aukning lekanda-
tilfella á árunum ’75 til ’78
4) Notkun á ampicillin-hylkjum í
stað penicillinsprauta við með-
ferð, hefur e.t.v. aukið vilja sjúkl-
inganna að leita eftir meðferð.
Aukningu skráðra tilfella af lek-
anda hérlendis sagði landlæknir lík-
lega stafa af eftirfarandi:
1) Bættri skráningu (heilbrigðisyf-
irvöld hafa lagt áherslu á bætta
skráningu).
2) Betri greiningarmöguleikum.
VERULEG aukning varð á skráðum tilfellum af lekanda og öðrum
kynsjúkdómum hér á landi á árunum 1975 til 1978, og hyggjast
heilbrigðisyfirvöld nú herða herferðina gegn þessum sjúkdómum. að því er
fram kom á blaðamannafundi er ólafur ólafsson landlæknir og fleiri
boðuðu til i gær af þessu tilefni. Fram kom á blaðamannafundinum, að árið
1973 voru hér á landi skráð 270 lekandatilfelli, en árið 1977 voru þau
samtals 531. Yngsti sjúklingurinn sem vitað er um hérlendis er 13 ára
stúlka, en annars virðist sem kynsjúkdómar herji á alla aldurshópa og
flestar stéttir þjóðfélagsins.
meðal þeirra sem skráðir eru með
kynsjúkdóma. Svo virðist þó sem
iekandasýking geti komið fyrir í
flestum stéttum.
Á blaðamannafundinum kom
fram, að svo virðist, sem eitthvað sé
að draga úr tiðni kynsjúkdóma á ný.
Lekandi varð hér all algengur á
árum síðari heimsstyrjaldarinnar, en
síðan fækkar fjölda tilfella mjög á
árunum 1955 til 1959, eða úr nær 300
í rúm 50 tilfelli á ári. Fjöldi tilfella
var síðan minni en 100 á ári miðað
við 100 þúsund íbúa þar til strax upp
úr 1970, en lekandatilfellum fjölgar
mest á árunum 1975 til 1978 sem fyrr
segir.
Tíðnin er mest hjá körlum á
aldrinum 20 til 24 ára, en hjá konum
á aldrinum 15 til 19 ára. Veruleg
fjölgun lekandatilfella varð { öllum
aldursflokkum á umræddu tímabili,
en þó langmest meðal fólks á aldrin-
um 25 til 34ra ára, eða 186%. Konum
í þessum aldurshópi hefur fjölgað
verulega, einkum á aldrinum 15 til 19
ára (109%), en minnsta aukning varð
hjá körlum á aldrinum 20 til 24 ára
(42,4%). Meðal karla og kvenna 34ra
ára og eldri hefur orðið nokkur
fjölgun.
Flokkar Lekandi Þvagrásarbólga
(gonorrhoea) (urethritis
non. gon.)
Fj. % Fj. %
17. Allir námsmenn 73 32,6 74 37,6
13. Annað verkafólk 42 18,7 39 19,8
19. Óupplýst 33 14,7 17 8,2
07. Verslunar- og skrifstofufólk 23 10,3 10 5,1
02. Togara- og bátasjómenn 14 6,2 18 . 9,1
09. Iðnlært fólk 12 5,4 16 8,1
06. Starfsmenn op. og hálfopinberra aðila 10 4,5 14 7,1
10. Verksmiðju- og verk- stæðisfólk, óiðnlært 6 2,7 3 1,5
11. Bílstjórar 4 1,8 3 1,5
15. Heimilisstörf 4 1,8 _ —
05. Eig. og stjórnendur fyrirtækja 1 0,5 1 0,5
14. Þjónustustörf 1 0,5 — —
16. Atvinnustörf ótalin annars staðar 1 0,5
04. Flugáhafnir — — 2 1,0
224 100,2 197 99,5
hafi leitt til minnkandi notkunar á
gúmmíverjum. Upplýsingar frá inn-
flutningsfyrirtækjum benda þó til
þess að sala á smokkum aukist jafnt
og þétt. Árið 1976 voru um 250
þúsund smokkar fluttir inn til lands-
ins en á árinu 1979 voru um 330
þúsund smokkar fluttir inn. Það er
umhugsunarvert, að ef tölur þessar
gefa rétta mynd af notkun gúmmí-
verja í landinu, nota íslendingar
vöru þessa u.þ.b. 3svar — 4 sinnum
minna en Svíar, ef tekið er mið af
íbúafjölda landanna, sagði landlækn-
ir. 35% tollur er á smokkum og þeir
fást yfirleitt eingöngu í lyfjabúðum,
en þó hefur eitt olíufélaganna boðið
þá til sölu í bensínstöðvum sínum.
Nauðsynlegt er að stuðla að aukinni
notkun gúmmíverja, sem er traust
vörn gegn lekanda, sagði Ólafur.
í Norður-Evrópu og Bandaríkjun-
um hefur aukning lekanda verið
skýrð með:
1) Tíðari skiptum á rekkjunaut.
2) Auknum flutningum fólks al-
mennt.
3) Aukið viðnám lekandabakteri-
unnar gegn sýklalyfjum.
4) Minnkuð notkun smokks, hettu
og krema.
5) Aukin notkun annarra getnað-
arvarna.
Minnkun á fjölda tilfella sem hefur
orðið vart í Svíþjóð hefur verið skýrð
með:
3) Aukinni notkun getnaðarvarna-
lyfja.
4) Frjálsara kynlífi.
5) Aukningu utanlandsferða.
6) Hugsanlegt er, að smokkur sé
notaður sjaldnar við skyndikynni,
þar eð forðast má þungun með
öðrum getnaðarvörnum.
Síðan sagði Ólafur Ólafsson land-
læknir:
Nauðsynlegt er að snúast til varn-
ar gegn þessum faraldri. Helsta vopn
okkar er fræðsla til þeirra aldurs-
hópa sem verða fyrir sjúkdómnum.
Nauðsynlegt er að auka kynfræðslu í
skólum og meðal almennings. Einnig
skal dreifa fræðslubæklingum um
kynsjúkdóma og varnir gegn þeim til
ferðaskrifstofa. Nú þegar hefur
bæklingum verið dreift í tugþúsund-
um eintaka til skóla og heilsugæslu-
stöðva.
Heilbrigðisyfirvöld hyggjast ná
víðtæku samstarfi við heilbrigðis-
stéttir um allt land og skólayfirvöld
til að ráðast gegn vanda þessum.
Einnig verður haft náið samráð og
samvinna við læknanema í sambandi
við fræðslu til unglinga. Jafnframt
verður leitað til heilsugæslustöðva og
óskað eftir að þar verði hafin öflug
fræðsluherferð í samvinnu við skóla.
Hlutfallsleg dreifing á milli ald-
urshópa er í aðalatriðum svipuð og á
hinum Norðurlöndunum að sögn
landlæknis, og svipað og er á Bret-
landi. Lekandi er fyrst og fremst
sjúkdómur ungs fólks á aldrinum 15
til 24ra ára, og konur eru að jafnaði
yngri við sýkingu. Þó sýkjast fleiri
karlar en konur. Eftirfarandi tafla
sýnir tíðni tilfella, og aldursdreif-
ingu, árin 1973 og 1977: (Lekandi
eingöngu).
Aldur
15 til 19 ára
20 til 24 ára
25 til 34 ára
35 til 44 ára
45 til 64 ára
65
Atvinnu- og
hjúskaparstéttir
Á árinu 1980 voru 224 einstakl-
ingar sem leituðu til Kynsjúkdóma-
deildar Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur skráðir með lekanda, en
197 með þvagrásarbólgu, sem ekki
var af lekandauppruna. Á eftirfar-
andi töflu má sjá hvernig hópurinn
skiptist, eftir starfsstöðuflokkum frá
Hagstofu íslands:
Fjölmennasti hópurinn hér eru
nemendur, en svo kemur ófaglært
iðnaðarfólk og atvinnuleysingjar og
þeir er ekki voru skráðir í atvinnu-
stétt. Sérstök áhersla var á það lögð
á blaðamannafundinum að sjómenn
væru nú í miðjum hópnum með
svipaða tíðni og fólk með æðri
menntun eða fólk við verslunar- og
skrifstofustörf, en áður fyrr var talið
1973 Kariar Konur Karlar 1977 Konur
38 42 75 88
99 37 141 71
41 5 86 46
4 2 14 7
2 — — —
—
að tíðni kynsjúkdóma væri há hjá
þeirri stétt. Næst á eftir náms-
mönnum kemur hins vegar ófaglært
iðnaðarfólk og atvinnuleysingjar, og
þeir sem ekki voru skráðir í atvinnu-
stétt. Landlæknir lagði hins vegar á
það áherslu að ekki er vitað um
heildarfjölda fólks í umræddum
stéttum, og því sé ekki unnt að
reikna út hlutfall einstakra stétta
Var í því sambandi bent á að árið
1979 komu upp 377 lekandatilfelli hér
á landi, en árið 1980 voru þau
„aðeins" 273. Landlæknir kvað þó
ekki ástæðu til að draga úr herferð-
inni gegn kynsjúkdómum sem staðið
hefur undanfarin ár, enda væri ekki
ástæða til að sætta sig við þennan
sjúkdóm fremur en aðra, svo sem
berkla. — Hins vegar kom fram, að á
árinu 1978 var dreift upplýsinga-
bæklingi um kynsjúkdóma og kyn-
sjúkdómavarnir í tugþúsunda upp-
lagi, og gæti það verið hluti skýr-
ingarinnar á lækkandi tíðni sjúk-
dómstilfella.
Notkun getnaðarvarna
Á blaðamannafundinum kom
fram, að enginn vafi er talinn leika á
því að aukin notkun getnaðarvarna-
lyfja hefur stuðlað að vaxandi tíðni
lekanda. f hóprannsóknum Hjarta-
verndar meðal kvenna 1969 til 1970
hafi komið í ljós að 30% kvenna á
aldrinum 34 til 35 ára hafi notað
getnaðarvarnatöflur. Notkun getnað-
arvarnalyfja á íslandi sé mikil og er
talið að allt að 70 til 80% kvenna noti
slíka vörn, sagði landlæknir. Pillu-
notkun mun hafa minnkað nokkuð en
lykkjunotkun hefur aukist. Ætla
mætti, að aukin notkun á öruggri
getnaðarvörn meðal kvenna, þ.e.
getnaðarvarnatöflum eða lykkju,
Línurit er sýnir skráð lekandatilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa. i
Sviþjóð, Bandaríkjunum. Finnlandi. Danmörku. Kanada. Póllandi. Bret-
landi og tslandi. Punktalínan táknar tilfelli á tslandi og sést vel hve
gífurleg aukning hefur orðið hér á landi frá 1975. Á sama tíma hefur
tilfellum hins vegar fækkað í Svíþjóð og Danmorku.
1) Aukningu í sölu smokka úr 35
milljónum í 50 millj. á ári.
2) Mun fleiri konur uppgötvast nú,
þannig að hlutfallið konur/karlar
nálgast 1:1.
3) Fólk sem leitar til kynsjúkdóma-
stöðva gefur upp færri rekkju-
nauta nú en var á tímabili.
1
orvuC)
(OMIC) 112 D
kr. 1.039-
Léttar, liprar,
ödýrar
512 D. Stórt og greinilegt
takkaborð. 12stafir, innog út.
4ra takka minni. Vinnsluteljari.
Strimill og Ijósaborð. Svart/rautt
litaband.
112 D. Strimill og Ijósaborð.
Lítil, handhæg. 4ra takka minni.
Sjálfvirk prósenta. Vinnsluteljari.
12 stafir, inn og út.
SKRIFSTOFtlVÉLAR H.F.
+ ~x~ Hverfisgötu 33
s,mi 20560
(OMIC) 512 D
kr.1.490-
Frá Noregi hafa verið fengin
fræðslugögn sem verið er að sam-
ræma íslenskum staðháttum.
Lekandi ekki hættulaus
Á blaðamannafundinum kom
fram, að þótt unnt sé að lækna
lekanda og þvagrásarbólgu með
fúkkalyfjum, eru sjúkdómarnir þó
engan veginn hættulausir. Bólgur í
eggjaleiðurum kvenna af völdum
lekanda geta til dæmis leitt til
ófrjósemi. Þá getur áblástur á kyn-
færum, sem er nokkuð algengur,
einnig verið illviðráðanlegur, einnig
getur lifrarbólga orsakast af kyn-
sjúkdómum og svo mætti lengi telja.
Einkenni sjúkdómanna eru yfir-
leitt aukin útferð hjá konum og sviði
við þvaglát. Hið sama á við karla, og
eru einkennin venjulega greinilegri
hjá þeim.
Ólafur Ólafsson landlæknir sagði,
að hér á landi kæmu ekki upp
alvarleg tilfelli af kynsjúkdómum,
þannig að fólk þyrfti að leggjast inn
á sjúkrahús af þeim sökum. Sjúk-
dómurinn uppgötvaðist alltaf f\rr,
bæði vegna þess að fólk leitar sjálft
til læknis, og eins er ávallt reynt að
rekja smit ef sjúkdómsins verður
vart. Ófrjósemin væri alvarlegasti
fylgikvilli þessara sjúkdóma hérlend-
Syfilis er ekki talið alvarlegt
vandamál hér á landi. Arlega koma
upp innan við fimm tilfelli. og þau
hefur í öllum tilvikum mátt rekja til
útlanda. Ávallt eru þó hafðar strang-
ar gætur á þeim sjúkdómi, meðal
annars með könnun blóðsýna.