Morgunblaðið - 24.02.1981, Page 13

Morgunblaðið - 24.02.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 13 Marchais Chirac Mitterand segir að ef hann komist til valda verði gerð róttæk breyting á stjórnarskrá Fimmta lýðveldisins, en Frakkar vilja halda henni þrátt fyrir galla hennar. Hann segir að ef hann sigri muni hann strax efna til þingkosninga og ríkisstjórn hans muni bergmála skoðanir meiri- hluta þingheims eftir kosningarn- ar. Fullvíst er að Giscard mun óspart færa sér í nyt þá óvissu, sem fylgir þeim möguleika að Mitterand sigri á miklum alvöru- tímum. En sá möguleiki er hugs- anlegur að Mitterand sigri í síðari umferð ef hann fær stuðning kommúnista og óánægðra gaull- ista. Þetta byggir hins vegar á miklum óvissuþáttum. í árásum sínum á Mitterand hefur Marchais kallað hann „laumu-giscardsinna" og aðila að „valdaklíkunni", sem allir séu nema kommúnistar. Jafnframt hefur farið fram svo mikil dýrkun á persónu Marchais, sem raunar þykir mjög ógeðfelldur, að það þykir minna á Stalínsdýrkun. Til þess að auka fylgi flokksins, sem hefur minnkað úr 20 í 16 af hundraði á tuttugu árum, hefur Marchais ýtt undir kynþáttafor- dóma og hrundið af stað herferð gegn innflytjendum, aðallega blökkumönnum og aröbum. Þannig hafa kommúnistar stað- ið fyrir baráttu gegn byggingu bænahúss múhameðstrúarmanna í Rennes, aðalborginni á Bret- agneskaga, og beinum aðgerðum gegn marokkanskri fjölskyldu, sem var sökuð um eiturlyfjasölu, þótt engar sannanir lægju fyrir um slíkt. Sjálfur bæjarstjóri kommúnista stjórnaði aðgerðum gegn fjölskyldunni og þær hafa vakið óbeit og ugg. ERLENDAR BÆKUR Samtiden Norskt tímarit um þjóð- félagsmál og bókmenntir Samtiden er gamalt og gróið norskt tímarit, það hefur komið út að staðaldri í hátt í níutíu ár og er meginhlutverk þess að skrifa um stjórnmál, bókmenntir og þjóðfé- lagsmál. Það er bókaforlagið Aschenhoug sem er útgefandi að ritinu og lengi mun það hafa verið undir ritstjórn Torkel Opsahl. Til að gefa eilitla hugmynd um efni Samtiden má nefna að þar bera greinar t.d. yfirskriftina Om at lese Glucksmann, Livskunstneren, Menneskelig vekst, Eugenia Kiell- and, Nevolusjon í Norge, Sprogsit- usjonen paa Island, þar sem höf- undur, Georges Abel kemst að þeirri niðurstöðu að íslendingar hafi mun sterkari málvitund en víðast hvar í Vestur Evrópu. Þar sem meira sé lesið af góðum bókum en lélegum tímaritum og myndasögum og það eigi án efa sinn þátt í að íslendingum hafi tekizt að varðveita málið hreint og séu tregir að taka útlend orð nema íslenzka þau á einhvern máta og lang helzt finna eitthvað alveg nýtt sem vel hæfi og það hafi oft tekizt prýðilega. Arvestaalet — Sigurd Hoels miskjente roman. Internasional kvinnepolitik, finn- es den o.s.frv. Fyrir rúmum þremur árum voru gerðar gagngerðar breytingar á ritinu, meira lagt upp úr ytri búnaði. Áður hafði verið yfir því svona gamaldags Eimreiðarstíll. Við ritstjórn tóku nú Helge Ronn- ing, Halldis Moren Vesaas og Mariken Vaa, allt þekktir rithöf- undar og menningrfrömuðir. Fyrir utan útlitsbreytinguna ber þess og að geta að æ fleiri greinar birtast nú á nýnorsku og þarf ekki að koma á óvart þar sem Halldis Moren Vesaas er ein þeirra sem er í forsvari. Þessi nýja Samtiden hefur líka tekið upp þá stefnu að fjallað er um eitt meiriháttar mál í hverju blaði og menn fengnir til að skrifa um það út frá ýmsum sjónarhornum og mismunandi forsendum. Meðal athyglisverðra efna má nefna Olje og energi, Massemedia — og í því hefti sá ég í fyrsta og eina skiptið grein eftir Islending, Þorbjörn Broddason lektor, í öðru hefti er tekið fyrir Demokratiske rettigheder og nefna má eitt enn, Samtidelitter- atur. Mér er ekki ljóst hvort Samtiden og aðstandendur hennar gera eitthvað átak til að fá greinarhöfunda frá hinum Norð- urlöndunum, altént eru þeir fáséð- ir. Eftir þess breytingu sem gerir Samtiden auðvitað mun aðgengi- legri og nútímalegri, finnst mér þó | Sflwttídci* -3” f' > - I Sau»t‘den 1 Kápusíður af nýju og gömlu Samtiðinni. sem áherzlan vilji hvíla býsna mikið á stjórnmálum og þjóðfél- agsmálum og skrif um bókmenntir hafi minnkað töluvert. Ákvörðun ritstjóra að hafa eitt aðalþema í blaðinu hverju sinni hefur líka kosti og galla, svona greinar um þjóðfélagsmál verða á stundum ansi þynnkulegar, þegar fjallað er af fjálgleik um það sem segja má að stundum liggi eiginlega i aug- um uppi. En allt um það er Samtiden myndarlegt rit sem er fengur að því að kynna sér. Jóhanna Kristjónsdóttir og gaullista virðist lítill sem ■ enginn, þótt leiðtogarnir séu keppinautar. Flestir Frakka virð- ast telja að Giscard sigri í kosn- ingunum þrátt fyrir útkomu síð- ustu skoðanakönnunar, en ef hann tapi verði Mitterand sigurvegari. Á vinstri væng stjórnmálanna \ ríkir megn óvinátta milli sósíal- ista og kommúnista. Mitterand hefur orðið fyrir stöðugri áreitni kommúnistaleiðtogans Georges Marchais, sem hefur það höfuð- markmið að hrifsa frá honum forystuhlutverkið á vinstri vængnum. En harðar árásir Marchais á sósíalista hafa mælzt illa fyrir hjá óbreyttum stuðn- ingsmönnum. Aukakosningar hafa sýnt að sumir kommúnistar kjósa sósíalista ef enginn komm- únisti er í kjöri þótt leiðtogar. þeirra banni það. Leiðtogar sósíalista segja að þeir ætli ekki að koma til leiðar róttækum breytingum í Frakk- landi. Sósíalistar segja jafnvel að frambjóðendur þeirra séu ekki bundnir af stefnuskrá flokksins. Leiðtogi yngri flokksmanna, Mich- el Rochard, hefur vissulega nýjar hugmyndir fram að færa. En Mitterand er þreytulegur enda hefur hann verið í sviðsljósinu síðan hann varð ráðherra 1947 á dögum Fjórða lýðveldisins, blóma- skeiði hans. Hann var viðriðinn hneykslismál og hefur síðan verið sakaður um að sviðsetja banatil- ræði við sig á Rue de l’Observat- oire. Hann virðist hafa fátt nýtt fram að færa. Mörgum Frökkum finnst sem þeir muni hverfa aftur til Fjórða lýðveldisins ef þeir kjósa hann. Viðræðugóður Dýrkunin á Mitterand þykir engu minni en á Giscard eftir kosningaspjöldum hans að dæma. Á einu þeirra segir skáldkonan Francois Sagan að einstaklega auðvelt sé að tala við hann, hann hafi gaman af fólki, trjám og grískri heimspeki! Giscardsinnar telja Mitterand ekki síður vilja leika „konung" en Giscard ef hann nær kjöri. Hann gagnrýnir Gisc- ard fyrir að vera með nefið ofan í öllu, en er sjálfur mjög ráðríkur, og vill í engu skerða völd forseta ef hann nær kjöri. Hræsni Hræsni kommúnista er slík, að á sama tíma saka þeir ríkisstjórn- ina um kynþáttahatur, þar sem hún hafi vísvitandi komið inn- flytjendum fyrir í verkamanna- hverfum, þar sem kommúnista- flokkurinn er allsráðandi. Kyn- þáttafordómarnir, ófyrirleitnar baráttuaðferðir og dýrkunin á Marchais hafa leitt til þess, að 40 menntamenn kommúnista á vinstri bakkanum hafa sagt sig úr flokknum. Þeir hafa sent frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir saka Marchais um að samþykkja innrás Rússa í Afghanistan og stefnu þeirra í Póllandi auk ýmissa annarra glæpa. Marchais hefur komist í varnarstöðu og breytt um baráttuaðferðir. Hann hefur hætt árásum sínum á Mitterand og hvatt til endurreisnar bandalags vinstri flokkanna. Jafnframt hef- ur hann hafið heiftúðugar árásir á Giscard. „Við höfum fengið okkur fullsadda á þessum forseta órétt- lætisins," hrópaði hann á fundi nýlega. Því er jafnvel haldið fram, að Marchais hafi sætt sig við þá tilhugsun að tapa fyrir Mitterand í fyrri atkvæðagreiðslu og „lána“ honum atkvæði kommúnista í síðari umferð. Það mun þó ekki nægja til að tryggja Mitterand sigurinn. Hann mundi enn skorta tvo til þrjá af hundraði til að hljóta 50 af hundraði atkvæða. I síðasta mánuði fór fram auka- kosning, sem ýmsum finnst vera fyrirboði forsetakosninganna. I fyrri umferð fengu vinstri flokk- arnir 55 af hundraði. Hlutur kommúnista var mestur. Fram- bjóðandi sósíalista dró sig í hlé, en honum tókst ekki að fá alla stuöningsmenn sína til að kjósa frambjóðanda kommúnista í síð- ari umferð. Hræðsla við kommún- ista leiddi hins vegar til þess, að kjörsókn jókst og hægrimenn sigr- uðu auðveldlega. Hægri menn eru í meirihluta í Frakklandi og meirihluti lands- manna vill viðhalda Fimmta lýð- veldinu. Um leið og Mitterand boðar róttæka stefnu til að næla í atkvæði kommúnista hrynur fylg- ið af honum. Giscard er því almennt spáð sigri þrátt fyrir alla demanta og konungstilburði. ¥ Kalmar 81 □ Við höfum nu g]ör- breytt og stækkað sýningarhúsnæði okkar í Skeifunni 8, Reykjavík. □ Þar er nú veröld inn- réttinga í vistlegu húsnæði,, sem á sér enga hliðstæðu hér- lendis. □ Hringið eða skrifið eftir nýjum bæklingi frá Kalmar. kafmar w ^ Innrétténgar hf SKEIFUNNI 8, SIMI 82011

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.