Morgunblaðið - 24.02.1981, Side 47

Morgunblaðið - 24.02.1981, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 47 Herlið á landamær- um Perú og Ecuador Lima. Perú, 23. febrúar. AP. LANDAMÆRAERJUR Ecuador og Perú komust á alvarlegt stig er þjóðirnar tvær sendu herafla að landamærunum. Perústjórn gaf út þá yfirlýsingu að til greina kæmi að her landsins réðist inn i Ecuador. Ekki bárust neinar Páfinn í Japan Tokyo, 23. febrúar. AP. JÓHANNES Páll páfi II kom til Japan í dag eftir velheppn- aða ferð um Filipseyjar og Guam. Páfi, sem verður fjóra daga í Japan. hóf heimsókn sína með því að skora á biskupa að vinna að þvi að stækka „hina litlu hjörð“ kaþ- ólskra í Japan. Japanir eru 117 milljónir en aðeins 400.000 þeirra eru kaþólskir. Á Filipseyjum tóku milljónir manna á móti páfanum en aðeins 150—200 tóku á móti honum á flugvellinum í Tokyo. Meðal þeirra var utanríkisráð- herrann, Masayoshi. Páfi hélt sína fyrstu ræðu í Japan í dómkirkju heilagrar Maríu. Um 3.000 prestar hlýddu á mál hans og klöppuðu honum aftur og aftur lof í lófa en páfinn talaði góða japönsku. fréttir af bardögum í gær en báðir herirnir voru í viðbragðs- stúðu. Um mánaðamótin síðustu var heitt í kolunum við landamæri ríkjanna en friður komst á að nýju 2. febrúar. I síðastliðinni viku blossuðu erjurnar upp að nýju. Forseti Perú, Fernando Belaunde Terry, sagði að síðan á föstudag hefðu herir Perú náð þremur landamærastöðum Ecuador sem hann segir að hafi verið á perúsku landsvæði, nærri mestu olíulind- um landsins. Forsetinn sagði að vera hers Ecuador á landamærum ríkjanna væri „stríðsaðgerð" og kvaðst hafa gefið her sínum skipun um aðgerð- ir ef þörf krefði. Stjórnin í Ecuador sakaði Perú um loftárásir á landamærastöðvar á föstudag og laugardag. Tveir perúskir og 8 ecuadorískir her- menn hafa verið drepnir frá því landamæraerjurnar hófust 28. janúar sl., að því er opinberar skýrslur segja. Árið 1942 deildu ríkin tvö einnig um landamærin. Stjórn Ecuador kallaði þá sendiherra Bandaríkj- anna, Argentínu, Brasilíu og Chile og bað þá um að reyna að koma í veg fyrir styrjöld. Sendiherrar þessara fjögurra rikja hittust í Brasiliu í gær og herma fréttir að þeir hafi miklar áhyggjur af ástandinu við landamæri Perú og Ecuador. í TILEFNI af 26. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. sem hófst í Moskvu í gær, efndi sovézka sendiráðið í Reykjavík til blaðamanna- fundar til kynningar á stefnu flokksins. Nokkrir starfs- menn sendiráðsins sátu fyrir svörum, en helzta umræðu- efni fundarins var ræða Leóníd Brésneffs, forseta Sov- étríkjanna, við upphaf flokksþingsins. I ræðu sinni sagði Brésneff m.a.: „Hugmyndafræðileg barátta hefur harnað mikið á undanförn- um árum. Hvað Vesturlönd áhrærir er um meira að ræða en hugmyndafræðilega baráttu, þau hafa sett upp heilt kerfi af aðferð- um til að grafa undan hinum sósíalíska heimi. Ef þessi skemmdarstarfsemi auðvalds- landanna kemur fram samtímis og mistök hafa átt sér stað í innanríkismálum einhvers lands, skapast hagstæð skilyrði fyrir Frá fundinum í sovézka sendiráðinu i gær, talið frá vinstri: Haukur Már Haraldsson, ritstjóri Vinnunnar. I. Nikiforov, sendiráðsritari. A. Agarkov, ritstjóri Frétta frá Sovétríkjunum, V. Trosimov, blaðafull- trúi sovézka sendiráðsins, Borgþór Kærnested, fréttaritari ýmissa erlendra fréttastofnana, M. Schiklein scndiráðunautur, en baki í myndavélina snúa blaðamenn Þjóðviljans og Morgunblaðsins. Blaðamannafundur í sovézka sendiráðinu: Brézneff ætlar að sjá til þess að ekkert illt hendi Pólland Dönsk leyndarmál afhjúpuð í tímariti Kaupmannahöfn, 23. febr. AP. VINSTRISINNAÐ tíma- rit, sem skrifar um varn- armál, sætti harðri gagn- rýni í dag fyrir að skaða þjóðaröryggi með birtingu ítarlegrar lýsingar á raf- eindaviðvörunarkerfi Dan- merkur. Þingmaður íhaldsflokksins skoraði á Poul Söegaard land- varnaráðherra að höfða mál gegn Sören Möller Christensen, ritstjóra tímaritsins „Varnir", fyrir að birta á prenti tæknilegar lýsingar á fimm stórum hlustun- arstöðvum, sem fylgjast með hernaðarumsvifum Varsjár- bandalagsríkj anna. Starfsmenn danska landvarna- ráðuneytisins og dómsmálaráðu- neytisins héldu langan fund í dag með sérfræðingum hersins og lögreglunnar til þess að vega og meta upplýsingarnar, sem tíma- ritið birti í síðasta tölublaði í síðustu viku. Prebent Borberg, talsmaður leyniþjónustu hersins, neitaði að skýra frá niðurstöðum fundarins, en kvað það persónulega skoðun sína, að hagsmunum Danmerkur og NATO hefði verið unnið alvar- legt tjón. Christensen sagði frétta- mönnum, að hann hefði ekki ljóstrað upp um nokkuð, sem leyniþjónusta Varsjárbandalags- ins vissi ekki um. Hann kvaðst hafa unnið þetta yfirlit til að koma af stað umræðum um hvort viðvörunarkerfi Danmerkur væri eingöngu notað í varnarskyni eða hvort það þjónaði einnig árásar- tilgangi. Hliðstætt mál hefur komið upp í Noregi, þar sem tveir fulltrúar norsku friðarrannsóknastofnun- arinnar verða leiddir fyrir rétt fyrir að birta svipaðar upplýs- ingar um rafeindamannvirki hersins í Noregi. I Vestur- Þýzkalandi olii tímaritið „Stern“ uppnámi í síðustu viku, þegar það birti nöfn staða, þar sem það sagði að nýjum meðaldrægum kjarnorkueldflaugum yrði komið fyrir. umsvif andsósíalískra afla í við- komandi landi. Þetta er það sem gerzt hefur í Póllandi, þar sem komið hefur upp ógnun við undir- stöður sósíalismans. Við munum ekki yfirgefa bræðraríkið, Pól- land, í nauðum þess, við munum sjá til þess að ekkert illt hendi það land.“ Sendiráðsmennirnir voru að því spurðir, hvernig skilja bæri þessi ummæli, og töldu þeir, að hér vísaði Brésneff til efnahagsvand- ræða Pólverja. Hefðu Sovétmenn látið Pólverjum í té mikla efna- hagsaðstoð að undanförnu og væri hér vísast átt við að framhald yrði á slíku. I öðru lagi var um það spurt, hvað Brézneff ætti við með eftir- farandi ummælum: „Sovétríkin hafa ekkert á móti viðræðum um Afganistanmálið, á grundvelli viðræðna um öryggi Persaflóasvæðisins. En þá yrði aðeins um að ræða alþjóðlega hlið Afganistanmálsins, en ekki inn- anríkismál landsins, sem geta aldrei orðið umræðugrundvöllur í slíkum viðræðum." Sendiráðsmennirnir svöruðu þessu með tilvísun í ummæli Brésneffs á öðrum stað í ræðunni, þar sem fram kom, að samvinna Sovétríkjanna og nýfrjálsu ríkj- anna hefði aukizt verulega. Nauð- syn bæri til að binda endi á hið óyfirlýsta stríð á hendur Afgan- istan. Sovétríkin eru reiðubúin, sagði hann, til að fara með hersveitir sínar þaðan, með sam- þykki afgönsku stjórnarinnar, ef fyrir liggur trygging fyrir því, að árásum á landið verði ekki haldið áfram. Að sögn sendiráðsmanna átti Brésneff hér við árásir skæruliða inn í Afganistan úr nærliggjandi löndum, en skæruliðana sögðu þeir handbendi óvinveittra ríkja, svo sem Bandaríkjanna, Kína, Pakistans og Egyptalands, svo dæmi væru nefnd. Töldu þeir, að þjóðir þessar ættu að geta tryggt að framar yrði ekki um að ræða árásir á Afganistan, og lögðu áherzlu á að lausn Afganistan- deilunnar væri alþjóðamál, þar sem málið snerist ekki um ástand- ið í landinu sjálfu. Fram kom á fundinum, að fjölmargir erlendir fulltrúar sæktu 26. þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Var spurt hvort þar væru fulltrúar frá íslandi, og kváðu Sovétmenn nei við því. Þeir sögðu sovézka kommúnistaflokk- inn ekki hafa pólitísk tengsl við samtök hérlendis, þannig að um boð á flokksþingið hefði ekki verið að ræða að þessu sinni. Pólitískar ástæður að baki sprengingum Múnchen, 23. febrúar. AP. TALIÐ er að pólitiskar ástæður liggi að baki sprengingunni sem varð f húsakynnum útvarpsstöðv- anna Frelsi og Frjáls Evrópa sl. laugardag. Átta manns særðust, fjórir starfsmenn stöðvarinnar og fjórir vegfarendur sem áttu leið hjá. „Við erum vissir um, að hér hafa atvinnumenn verið að verki," sagði aðalsaksóknari Múnchenar, Her- bert Fendt. „Við höfum ekki fundið neitt sem bendir til annars, í raun og veru skyldu mennirnir engin ummerki eftir sig.“ ÁAD LYFTA GRETTIS- TAKI? Fáðu þér þá JRDPICANA það gerir heimsmethafinn! í Florida skín sólin meir en 300 daga á ári, þess vegna er Tropicanasafinn auðugur af C-vítamíni. Fékkst þú þér Tropicana í morgun? ERLENT -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.