Morgunblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 48
Síminn á ritstjóm
og skrifstofu:
10100
Jflorflimbln&it)
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
Síminn
á afgreiðslunni er
83033
Jttorflimblnbib
Verkfall á kaupskip-
um hófst á miðnætti
VERKFALL undirmanna á kaup-
skipaflotanum hófst á miðnætti i
nótt. í gærkvöldi var lögð fram
sáttatillaga. en henni var visað
til hliðar af samninganefnd und-
irmanna. þar sem þeir töldu að i
hana vantaði ýmis veigamikil
atriði, sem verið höfðu í kröfu-
gerð þeirra. Fulltrúi Vinnuveit-
endasambandsins sagði í gær, að
málin hefðu enn ekki skýrzt og
þvi ekki líkur á skjótri lausn
Verkfallið tekur til skipa Eim-
skipafélagsins, Hafskips, Nesskips
og Jökla. Þá hefur verkfall hjá
öðrum skipafélögum verið boðað
frá og með 3. marz.
Eftir því sem Morgunblaðið
komst næst, mun aðeins eitt skip
hafa stöðvazt vegna verkfallsins,
en það er Goðafoss. í gærkvöldi
héldu þrjú skip úr höfn og á
næstunni eru engin skip væntan-
leg til hafnar í Reykjavík, frá
þeim skipafélögum, sem verkfallið
tekur til.
Lánskjaravísitala
hækkaði um 53,74%
en verðbótavísitala aðeins um 40,72%
Lánskjaravísitala hefur á
einu ári hækkað um 53,74%, eða
úr 147 stigum í 22fi stig. Á sama
tíma hefur verðb<)tavísitala, eða
almenn laun í landinu. hækkað
um 40,72%. Munar þar 13,02%.
Flest ef ekki öll lán, sem
launþegar taka vegna húsakaupa
og bygginga, eru tryggð með
lánskjaravísitölu, s.s. lán frá
Húsnæðismálastofnun ríkisins
og lán flestra lífeyrissjóða í
landinu.
Það fer því ekki hjá því, að
greiðslubyrði launþega vegna
þessa hafi aukizt stöðugt, þ.e.
launin hækka mun minna hlut-
fallslega heldur en verðtrygging
lánanna.
Frá því að lánskjaravísitala
var tekin upp 1. júní 1979 og
ákveðin 100 stig, hefur hún
hækkað um 126%, en verðbóta-
vísitalan hins vegar um aðeins
Akurnesingur
með 12 rétta
- 80 þúsundir í vinning
í síðustu leikviku getrauna
kom fram einn seðill með 12
leikjum réttum og var það Ak-
urnesingur, sem reyndist svo
getspakur. Fyrir það mun hann
fá rúmar 80 þúsundir nýkróna
sem samsvarar 8 gömlum millj-
ónum.
85,52%, hækkun lánskjaravísi-
tölu er því 40,48% á 21 mánuði
umfram framfærsluvísitölu.
Við Grandagarð var í gær unnið af kappi við lestun Laxár áður en verkfallið tæki gildi. Ljósm. mu. Kristján.
Stjórnaraðild fulltrúa ríkis-
valdsins felld með tæpu 1 %
„Rætt við ráðherra um það hvernig bregðast skuli við,“ segir Örn O. Johnson stjórnarformaður
Tillaga sem byggist á samcigin-
legri niðurstöðu stjtirnar Flugleiða
og rikisstjórnar íslands um aðild
tveggja fulltrúa ríkisins i stjórn
Flugleiða var felld á hluthafafundi
Flugleiða í gær er 79,1% greiddu
atkva-ði með tillögunni, en 20,95%
voru á móti og þurfti 80% atkvæða
til þess að samþykkja þessa hreyt-
ingu sem miðaði við að stjórnar-
mönnum yrði fjolgað úr 9 i 11.
Það bar einnig til tíðinda á
fundinum að Höskuldur Jónsson
ráðuneytisstjóri lýsti því yfir að
ríkissjóður hygðist sitja hjá við
atkvæðagreiðsluna um tillögu
stjórnar Flugleiða, en Ragnar Arn-
alds fjármálaráðherra hafði ákveðið
það rétt fyrir fundinn í gærdag.
Nýlega var gengið frá hlutafjár-
aukningu ríkissjóðs upp í 20% og er
ríkissjóður þá stærsti hluthafinn,
því næst Eimskipafélagið með liðlega
19%' hlutafjár Flugleiða. Síðar á
fundinum lýsti ráðuneytisstjórinn
því yfir að ríkissjóður væri tilbúinn
að samþykkja afgreiðslu tillögu sem
væri efnislega samhljóða tillögu
stjórnar til bráðabirgða eða til
aðalfundar sem verður væntanlega
14. maí nk. Varð þá að leita afbrigða
til þess að greiða atkvæði um ákvæði
til bráðabirgða þannig að ríkissjóður
gæti tilnefnt tvo fulltrúa í stjórn.
Varð það samþykkt með 79% at-
kvæða en tvo þriðju þurfti til.
Liðlega 88% hluthafa Flugleiða voru mættir á hluthafafundinum í gær þar
sem tillaga stjórnar um aðild fulltrúa rikisvaldsins í stjórn var felld með
tæpu einu prósenti. en 80% atkvæða þurfti til að samþykkja samciginlega
niðurstöðu stjórnar Flugleiða og rikisstjórnar. Ljwmynd Mbl. Ol.K.M.
Eggert Haukdal í viðtali við Morgunblaðið:
Undirbúningi vegna Sultar-
tangavirkjunar nær lokið
Hugleiði afstöðu mína til rikisstjórnar, sem gengi fram hjá þessari virkjun
„NÁNAST öllum undirbúningi
fyrir Sultartangavirkjun er lok-
ið." sagði Eggert Haukdal, al-
þingismaður, er Morgunhlaðið
ræddi við hann í gær og leitaði
umsagnar hans um þann ágrein-
ing, sem upp er kominn miili
Steingríms Hermannssonar og
Hjörleifs Guttormssonar um
næstu virkjunarframkvæmdir.
_Hún er ódýr virkjunarkostur."
sagði Eggert Haukdal ennfrem-
ur. „Þarna í næsta nágrenni er
allt tilbúið til áframhaldandi
framkvæmda. tæki, húsakynni
og annað. Eftir að Sultartanga-
virkjun er komin i gagnið, nýt-
ast vatnasvæðin betur og ís-
vandamálið minnkar. Þá ber og
að hafa i huga, að Sultartanga-
virkjun er að hluta til i jaðrinum
og að hluta til utan eldvirkra
svæða."
„Ég mun hugleiða það, hvort ég
tel mér fært að veita ríkisstjórn
brautargengi, sem ætlar að ganga
fram hjá Sultartanga," sagði
Eggert Haukdal og benti á, að
aðrir virkjunarkostir, Blöndu-
virkjun og Fljótsdalsvirkjun,
væru ekki tilbúnir, hönnun þeirra
væri ekki lohið og deilur heima
fyrir að því er Blönduvirkjun
varðar. „Vonandi tekst að leysa
þann ágreining og ganga frá
undirbúningi þessara virkjana,
þannig að framkvæmdir við þær
geti hafizt í framhaldi af Sultar-
tangavirkjun," sagði þingmaður-
inn, „enda þurfa framkvæmdir
t.d. við Blönduvirkjun að hefjast
áður en Sultartangavirkjun er
lokið.
Eftir það ástand, sem við
höfum búið við í vetur, liggur það
fyrir, að okkur vantar stóraukna
orku, bæði til almennra þarfa og
til stóraukinna atvinnufram-
kvæmda," sagði Eggert Haukdal.
Ríkissjóður greiddi síðan atkvæði
með bráðabirgðaákvæðunum, en það
dugði ekki til og tilraun stjórnar
Flugleiða til þess að uppfylla skil-
yrði ríkisstjórnarinnar varðandi af-
greiðslu á síðasta hluta ríkisábyrgð-
ar frá því í haust rann út í sandinn.
Fyrir fundinum lá einnig tillaga frá
Kristjönu Millu Thorsteinsson um
að fjölga ekki í stjórn þótt ríkið
fengi fulltrúa og að slík kosning færi
fram á aðalfundi. Var þessi tillaga
ekki borin upp fremur en upphafleg
tillaga stjórnar þar sem ljóst var
eftir tilkynningu ráðuneytisstjóra
fjármálaráðuneytisins um hjásetu
ríkissjóðs að atkvæðagreiðsla yrði
ekki lögleg þar sem fjóra fimmtu
atkvæða þarf til þess að samþykkja
slíkar lagabreytingar sem um var að
ræða.
Sigurður Helgason forstjóri Flug-
leiða sagði í samtali við Mbl. í
gærkvöldi að stjórnarfundur Flug-
leiða myndi ræða málin í kjölfarið á
þessari niðurstöðu, en Sigurður taldi
ljóst að ríkissjóður hefði tekið þátt í
siðari atkvæðagreiðslunni um fjölg-
un stjórnarmanna með fulltrúum
ríkissjóðs, um 9 manna stjórn í 11
manna.
Örn O. Johnson stjórnarformaður
Flugleiða sagði í samtali við Mbl. að
loknum fundi að ekki lægi ljóst fyrir
hvað yrði, „maður er ekki búinn að
átta sig á hlutunum ennþá,“ sagði
hann, „það var búið að samþykkja af
hálfu samgönguráðherra og fjár-
málaráðherra í byrjun þessa mánað-
ar að þessi háttur yrði hafður á og
var það afgreitt bréflega og síðan
gengu fulltrúar beggja aðila frá
formlegu samkomulagi. Við fréttum
síðan í dag að ríkið myndi ekki
greiða atkvæði, heldur sitja hjá. Það
getur vel verið að tillagan hefði ekki
náð fram að ganga fyrr á fundinum,
en nú liggur fyrir að ræða stöðuna
við samgönguráðherra og fjármála-
ráðherra í ljósi þessa og ákveða
hvernig skuli bregðast við.“
Morgunblaðið náði ekki sambandi
við Steingrím Hermannsson sam-
gönguráðherra og Ragnar Arnalds
fjármálaráðherra í gærkvöldi til
þess m.a. að spyrja þá hvort þessi
niðurstaða stöðvaði afgreiðslu á ein-
um þriðja hluta (síðasta hluta)
umsaminnar ríkisábyrgðar til Flug-
leiða og í samtali Morgunblaðsins
við Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
herra kvaðst hann ekki vilja tjá sig
um málið.