Morgunblaðið - 24.02.1981, Side 21

Morgunblaðið - 24.02.1981, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 21 - leikiö við Svía í Grenoble ÍSLENSKA landsliðið i hand- knattleik heíur farið vel af stað í B-keppninni i handknattleik. sem stendur yfir í Frakklandi um þessar mundir. Hefur ís- land unnið bœði Austurrikis- menn og Hollendinga með yfir- burðum eins og lesa má á siðum 23, 24 og 25. En i kvöld verður mótherjinn af öðru sauðahúsi. nefnilega sjálfir Sviar, en gegn fáum þjóðum hefur íslandi gengið verr að eiga við i hand- knattleik gegnum árin. Leikur- inn, sem fram fer í Grenoble, er geysilega mikilvægur fyrir bæði löndin og þvi verður án efa hart barist. Það er deginum ljósara. að á pappirnum eru Svíar síður en svo sterkari en íslendingar. Spurningin er bara sú, hvort Island hristi af sér þá minnimáttarkennd sem oft hefur tjóðrað liðið gegn sænskum landsliðum og hvort liðið nær upp svipaðri baráttu og náðist gegn Austur-Þjóðverj- um um daginn. íslenska liðið hvíldi sig vel í gær, æfði ekki einu sinni, heldur var lífinu tekið með ró og myndsegulböndin skoðuð ræki- lega. Síðast er fréttist, hafði Hilmar landsliðsþjálfari ekki tilkynnt hvernig liðið yrði skip- að, en þó geta menn að mörgu leyti sagt sér það sjálfir. Nú verður því sterkasta teflt fram og Einar Þorvarðarson leikur sinn fyrsta leik í keppninni, en hann þekkja Svíar ekki. Holland sigraði Kýpur IIOLLAND sigraði Kýpur nokkuð örugglega í undan- keppni HM í knattspyrnu og var það fyrsti sigur Hol- lands i riðiakeppninni, en liðið hafði áður tapað hæði gcgn írum og Belgum. Loka- tölur urðu 3—0, en staðan í hálfleik var aðeins 1—0, Hollendingar tefldu fram tveimur nýliðum, þeim Zond- ervan frá Tvente og marka- skoraranum mikla Cees Schapendonk frá Maastricht. Holland náði forystunni á 14. minútu með marki Hugo Hovenkamp, sem skoraði eft- ir fyrirgjöf frá Jan Peters. Markvörður Kýpur-búa, Constantinou, hélt liði sínu á floti með snilldarmarkvörslu, en réði þó ekki við skot Schapendonk í upphafi síðari hálfleiks. Þrátt fyrir tilburði markvarðarins, tókst Hol- lendingum að bæta þriðja markinu við, Dick Nanninga var þar á ferðinni. Belgar eru efstir í riðlinum með 7 stig eftir 4 leiki. írar hafa einnig 7 stig, en hafa leikið 5 leiki. Frakkar hafa 4 stig og hafa lokið 2 leikjum, Holland hefur 2 stig að þrem- ur leikjum loknum og Kýpur er enn án stiga og hefur leikið 6 leiki. Einn með 12 rétta ÞRÁTT fyrir að Leicester sigraði Tottenham og það úti, tókst ungum Akurnes- ingi að næla sér 112 rétta og þar með einn hæsta vinning frá upphafi Getrauna. íbúar „knattspyrnubæjarins1* hafa hingað til verið litt getspak- ir svo tími var kominn til að komast almennilega á blað. í 2. vinn. komu fram 31 röð mcð 11 rétta og geíur hver röð kr. 1.112,- í vinn- ing. Fyrsta prófraun- in er í kvöld 9 Handknattielkur mm Atli var ekki lengi að skora! ATLI Eðvaldsson var ekki lengi að finna leiðina i netamöskv- ana. er hann lék sinn fyrsta leik með Borussia Dortmund, eftir rúmlega tveggja mánaða fjar- veru vegna fótbrots. Dortmund fékk Schalke 04 i heimsókn og þegar tiu minútur voru liðnar af leiknum, sendi Atli knöttinn í netið eftir góðan undirbúning markakóngsins Manfreds Burgsmuller. Schalke tókst að jafna með marki Klaus Ficher, en Burgsmuller náði forystunni á nýjan leik fyrir Dortmund. Áður en yfir lauk, varð Dort- mund þó að sjá af öðru stiginu, þvi Schalke jafnaði aftur. Er þetta vægast sagt frábært „come back“ hjá Atla. Annars urðu úrslit leikja í þýsku knattspyrnunni sem hér segir: FC Köln — 1860 Munchen 4—1 Frankf. — Hamburger SV 1—1 B. Uerdingen — B. Leverk 3—0 B. Munchen — Arm. Bielef. 5—1 Bor. Dortm. — Schalke 04 2—2 Nurnberg — Duisburg 1—0 Karlsruhe — Dusseldorf 2—1 Bor. Mönch. — Stuttgart fr. Kaiserslautern — Bochum fr. Hamburger fékk mikið heppn- isstig, það var ekki fyrr en að átta mínútum var ólokið, að liðið jafnaði og var það Manfred Kaltz sem skoraði með vægast sagt umdeildri vítaspyrnu. Frankfurt náði forystunni snemma í leiknum með marki Bernd Hölzenbein og skömmu síðar klúðraði Kóreumaðurinn Cha Bum dauðafæri, sem hefði getað gert út um leikinn. Bayern lék Bielefeldt sundur og saman, íék liðið furðu vel miðað við hversu ömurleg skil- yrði öll voru, snjókoma, rok og frost. Einstefnan var fyrst og fremst í fyrri hálfleik, en Bayern skoraði þá fjórum sinnum. Janz- on, Rumenigge og Niedermayer (2) skoruðu mörkin, en Rumen- igge bætti fimmta markinu síð- an við í síðari hálfleik. Köln skoraði þrívegis á sex fyrstu mínútunum gegn 1860 Munchen og eftir slíka byrjun, var Munchen-liðinu ekki við bjargandi. Dieter Muller (2) og Vonhog skoruðu mörkin.'Strack bætti fjórða markinu við, en Senzen minnkaði muninn fyrir 1860. Loks má geta þess, að í innbyrðis viðureign Bayern-lið- anna, skoraði Bernd Eggling þrennu, öll mörkin í leiknum. Hamburger SV og Bayern Munchen hafa nú bæði hlotið 34 stig að 22 leikjum loknum. HSV hefur örlítið betri markatölu. Átta stigum neðar eru Stuttgart og Frankfurt. Borussia Dort- mund vermir nú sjöunda sæti deildarinnar með 23 stig. Það eru þvi enn góðir möguleikar á því að næla í UEFA-sæti... • íslendingar í Dortmund. Atli Eðvaldsson, unnusta hans, Steinunn, Magnús Bergs og eiginkona hans, Jóhanna, skála fyrir skjótum bata Atla, sem þarna er enn með gifs á hægra fæti. Standard og Lokeren gerðu það gott STANDARD Liege og Lokeren stóðu sig mjög vel í 8-liða Brasilía sigraði BRASILÍUMENN sigruðu Boli- víu 2—1 í Bolivíu um helgina, en leikurinn var liður í undan- keppni HM. Leikurinn fór fram í 3600 metra hæð og var þetta í fyrsta skiptið sem Brasilía sigr- aði Boliviu á útivelli. Socrates og Reinaldo skoruðu mörk Brasiliu, en Aragones svaraði fyrir Boliviu. Áhorfendur voru 60.000 talsins. úrslitum belgisku bikarkeppn- innar i knattspyrnu um helg- ina. Tvö mörk frá Van Der Missen og það þriðja frá De Graaf tryggðu Standard góðan sigur, 3—1, á útivelli gegn Antwerp. Lokcren sótti hið sterka lið Beveren heim og herjaði út jafntefli, 2—2. Mommens og Hogenboom skor- uðu mörk liðsins. Lokercn fær þvi aðra tilraun og þá á eigin heimavelli. Úrslit annarra leikja urðu þau, að Molenbeek tryggði sæti sitt í 4-liða úrslitum með 1—0 sigri gegn Lierse á heimavelli og Hasselt og Waterschei slcildu jöfn, 2—2, á heimavelli Hasselt. Bikarmeistarar Waterschei fá því annan möguleika.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.