Morgunblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
ANGLÍA:
Góð stemmning á
afmælisfagnaði
Eins og skýrt hefur verið frá í
Morgunblaðinu á Ensk-íslenzka
félagið Anglía sextíu ára af:
mæli um þessar mundir. I
tilefni þessara tímamóta efndi
félagið til afmælisfagnaðar í
Félagsheimilinu á Seltjarnar-
nesi sl. laugardag. heiðursgest-
ur hátíðarinnar var brezki leik-
arinn Howard Lang, sem er
íslenzkum sjónvarpsáhorfend-
um að góðu kunnur úr Onedin-
þáttunum, þar sem han fór með
hlutverk Baines skipstjóra.
Lang var einnig gestur Anglíu á
ársnátíð félagsins 1975, en það
Solvi Eysteinsson og Dóra kona hans taka við heiðursrollu úr hendi
Brians Ilolt.
Howard Lang flytur tölu sina i
afmælisfagnaði Angliu.
hefur verið venja að bjóða
þekktum einstaklingum til árs-
hátíða félagsins, leikurum,
skáldum og stjórnmála-
mönnum, svo eitthvað sé nefnt,
en Howard Lang er fyrsti út-
lendingurinn sem boðið er öðru
sinni á árshátíð Anglíu.
Kenneth East sendiherra
Fjölmenni og góð stemmning
á 50 ára afmælisfagnaðinum.
Heiðursgesturinn hélt tölu og
kom víða við. Var góður rómur
gerður að máli hans. Einnig var
gerður góður rómur að máli
brezka sendiherrans, Keneth
Brian Holt sendiherra skýrir frá
kjöri æviféiaga.
East, sem lætur af starfi hér á
landi í næsta mánuði. Brian
ræðismaður Holt, sem gegnt
hefur formennsku í Anglíu við
og við, afhenti nýkjörnum ævi-
félögum Anglíu heiðursrollu, en
þann heiður hlutu hjonin Dóra
og Sölvi Eysteinsson að þessu
Iljálmar ólafsson:
Norrænt samstarf og hlut-
verk norrænu félaganna
Rúmur aldarfjórðungur er lið-
inn síðan Norðurlandaráði var
komið á fót. Hefur árangur af
starfi þess og efling norrænnar
samvinnu á þessum tæpum þre-
mur áratugum brotið blað í
samstarfi norrænna bræðra-
þjóða. Samvinnan hefur ekki síst
borið árangur að því er varðar
einstaka íbúa á Norðurlöndum.
Það er fyrst og fremst því að
þakka að viðhorf margra þjóð-
félagshópa innan Norðurlanda
hafa verið mjög jákvæð. Ljóst er
að norrænar hugsjónir og nor-
ræn samvinna eiga bjarta fram-
tíð og muni eflast og dafna sé
unnt að viðhalda þeim jákvæðu
viðhorfum til þeirra mála sem
eiga sér djúpar rætur í erfð og
sameiginlegri sögu norrænna
þjóða. Norræn samvinna hefur
allt frá því að 7. áratugnum lauk
tekið nokkrum breytingum
a.m.k. í tvennu tilliti.
Stöðugt fleiri þjóðfélagshópar
hafa átt tækifæri í raunhæfu
samstarfi. Á sama tíma hefur
skrifstofuhald og stofnanafjöldi
opinberra aðila í norrænu sam-
starfi vaxið allverulega.
Þeir sem fylgst hafa með þeim
umræðum er fram hafa farið á
liðnum árum um framtíð og
inntak norrænnar samvinnu
hafa greinilega orðið þess
áskynja að gagnrýnin beinist
einkum að auknu skrifstofuveldi
og vaxandi stofnanafjölda.
Þriðji þátturinn sem menn
hafa rekið hornin í eru hin
árlegu þing Norðurlandaráðs,
sem m.a. hafa verið nefnd papp-
írskvörn eða ráðstefnan á dans-
gólfinu.
Margt bendir til að þessir þrír
þættir kynnu að eiga veigamest-
an þátt í að veikja hin jákvæðu
viðhorf sem erfðir, saga og góður
árangur hafa skapað til nor-
rænnar samvinnu.
Allan 7. áratuginn þróaðist
norrænt samstarf hröðum skref-
um. Þar af leiddi að eðlilegt var
að efla skrifstofuhaldið og
skipulagsstörfin. Á öndverðum
8. áratugnum var norrænu ráð-
herranefndinni komið á fót og
öðrijm samstarfsstofnunum.
I tengslum við þær risu nýjar
skrifstofur og starfsmannafjöld-
inn óx með jöfnum hraða.
Áður höfðu menn unnið meira
að norrænni samvinnu af hug-
sjón og því var þetta skrifstofu-
vald gömlum áhugamönnum
nokkur þyrnir í augum. Sam-
vinnustofnanirnar hefðu átt að
geta, eftir því sem leið á áttunda
tuginn, gert nákvæma grein
fyrir og rökstutt hvað umræddar
breytingar hefðu til síns ágætis
með vaxandi embættismanna-
fjölda í þjónustu sinni.
En upplýsingastreymið var
ekki nógu strítt, og því mistókst
að rökstyðja nauðsyn breyt-
inganna fyrir öllum almenningi
svo að fullu gagni kæmi. Ekki
var það raunar ætlunin að á
skrifstofum ráðherranefndar-
innar yrði heill her embætt-
ismanna. Vegna skort á upplýs-
ingum og fréttaflutningi komust
menn á þá skoðun að hér væri
eingöngu um að ræða aukningu á
skrifstofuhaldi án þess að raun-
veruleg þörf væri á því.
Það er fyrst á miðjum síðasta
áratug að upplýsingaþjónusta
norrænu samstarfsstofnananna
lætur til sín taka fyrir alvöru. Þó
nær sú þjónusta enn í dag
langtum of skammt, þegar horft
er til þess hve umfangsmikil og
víðtæk norræn samvinna er. Það
eru t.d. bara Norðurlandaráðs-
deildirnar í Svíþjóð og Finnlandi
sem hafa í þjónustu sinni sér-
stakan blaðafulltrúa í fullu
starfi.
Rétt er að minnast þess að
hérlendis er enginn, segi og
skrifa, enginn, starfsmaður í
þjónustu íslensku Norðurlanda-
ráðsdeildarinnar, hvorki til upp-
lýsingaþjónustu né annarra
bráðnauðsynlegra starfa. Von-
andi verður því kippt í lag innan
tíðar.
Raunar er mjög þörf á því að
íslensk stjórnvöld og aðrir aðilar
sem hlut eiga að norrænni sam-
vinnu hérlendis móti sér
ákveðna stefnu í samstarfi sínu
við hin Norðurlöndin. Nauðsyn-
legt er að samræma störf þeirra
íslendinga sem aðiia eiga að
hinum oðinberu stofnunum
Norðurlandaráðs svo að hægri
höndin viti, hvað sú vinstri
aðhefst og gagkvæmt þannig að
ekki séu uppi mismunandi sjón-
armið íslenskum málstað til
óþurftar.
Norrænu félögin hafa um
langan aldur unnið að framgangi
norrænna hugsjóna með veru-
legum árangri. Þau voru braut-
ryðjendur Norðurlandaráðs.
Mörg baráttumál þeirra hafa
náð fram að ganga á vettvangi
Norðurlandaráðs. Enn er stefnu-
skrá Norrænu félaganna veg-
vísir Norðurlandaráðs með
nokkrum hætti.
Petta Poutanen fyrrum
blaðafulltrúi finnsku Norður-
landadeildarinnarkveður upp úr
um það að starfsemi Norrænu
félaganna gefi þessu alþjóðlega
samstarfi þá hlýju sem geri
norræna samvinnu á þeirra veg-
um skemmtilega og árangurs-
ríka — óbundna ströngum regl-
um og kreddum og svifaseinu
skrifstofuveldi. Norrænu félögin
hafa vegna starfsreynslu sinnar
alla möguleika á að geta ieiðrétt
og fært til betri vegar misskiln-
ing sem upp hefur komið í
norrænu samstarfi og skrif-
stofumennsku.
Forsendur Norrænu félaganna
eru mun betri en blaðafulltrúa
hinna opinberu samstarfsstofn-
ana, sem raunar eru hlekkir í
hinu svokallaða embættis-
mannakerfi. Opinberu sam-
starfsstofnanir ættu að viður-
kenna þessar staðreyndir og
auka verulega stuðning sinn við
Norrænu félögin, segir Pekka
Poutanen.
Hjálmar ólafsson
Norðurlandaráð og aðrar
opinberar höfuðstofnanir nor-
rænnar samvinnu hafa annað
slagið verið nefndar pappírs-
kvarnir eins og ég minntist á
áðan. Sjaldan er þó spurt hvers
vegna þessi nafngift hefur skotið
upp kollinum. Ég trúi að orsak-
anna sé enn að leita í alltof
takmarkaðri upplýsinga- og
fréttaþjónustu.
Samstarfskerfið óx hratt og
mikið efni sem frá því kom,
álitsgerðir og skýrslur, hlóðust
upp e.t.v. ennþá hraðar. Á ár-
legum þingum sínum gerir Norð-
urlandaráð ályktanir, sem fjall-
að geta um öll hugsanleg svið
þjóðlífsins. Tillögur eru fram
bornar af einstökum þingmönn-
um. Þeim er vísað til þingnefnda
sem starfa allt árið meira og
minna, til ráðherranefndarinnar
og ríkisstjórna allra norrænu
landanna. ,Þá koma venjulega
fram álitsgerðir um tillögurnar.
Umsagna um þær er leitað mjög
víða. Aðrar samstarfsstofanir,
senda og frá sér skýrslur og
álitsgerðir. I þessum skýrslum
er að jafnaði gerð rækileg grein
fyrir sérsviði eða sérvanda allra
hinna norrænu ríkja og þannig
áfram utan enda.
Að sjálfsögðu er hér farið að
reglum lýðræðisins. Sú spurning
hlýtur þó að vakna hvort ekki
megi með einhverjum hætti gera
málsmeðferðina auðveldari og
greiðari.
Ekki hefur tekist að skapa enn
sem komið er hentugan farveg
til upplýsinga og fréttamiðlunar
á öllum þessum álitsgerðum.
Skýrslum er dreift í ýmsar
áttir. Það er svo að sjá að ekki sé
um samræmdar aðgerðir að
ræða.
Á stundum fær maður sama
efnið frá mismunandi aðilum.
Lítur út fyrir oft á tíðum að
skipulag skorti á dreifingunni.
Þannig ber það við að sami
móttakandi fái allt frá álitsgerð-
um um öxulþunga vörubíla til
tillagna um hátíðarhöld á barna-
ári.
Þetta ómarkvissa dreifingar-
kerfi gefur þó hugmyndir um
ríkuleg fjárráð; þegar starfshóp-
ar sem málin varðar hreint ekki
neitt fá allt að því hálft hundrað
álitsgerða á ári hverju, sem
betur væru komnar á öðrum
stöðum.
Þörf er á að gera athugun á
því, hvort samstarfsstofnanirn-
ar gætu ekki dregið úr útgáfu-
kostnaði.
Það kynni þó kannski að vera
hentugast að byrja á því að
koma lagi á dreifinguna á því
efni sem skrifstofur norrænu
samstarfsstofnananna láta frá
sér fara.
Námskeið og ráðstefnur eru
ríkir þættir í norrænu samstarfi.
Að þeim standa samstarfsstofn-
anirnar og norræni menning-
armálasjóðurinn. Það má ljóst
vera að beint persónulegt sam-
band almennings á Norðurlönd-
um eins og til er stofnað með
námskeiðum er einn happa-
drýgsti grundvöllur að norrænni
samvinnu.
Það er þó að sjálfsögðu ekki
eina ástæða þess að efnt er til
námskeiða. Meðal þeirra nor-
rænna námskeiða sem efnt er til
um þessar mundir eru of mörg,
sem ekki leiða til frekari að-
gerða.
Námskeiðshald verður að fela
í sér verkefni og möguleika á, að
efna til enn nýrra persónulegra
kynna og þannig eiga námskeið-
in beinlínis að verða grundvöllur
að auknum þátttakendafjölda —
auknum kynnum. Nú ber helst á
því að sama fólkið sé um of
þaulsætið á námskeiðsbekkjun-
Frá fundi Norðurlandaráðs í Reykjavik 1980.