Morgunblaðið - 24.02.1981, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
Höldum fast við
kröfur okkar
- segir Sigríður Gísladóttir fóstra á Akureyri
NÚ ER leikurinn hjá bæjar-
stjóra, hann virðist vera að bíða
eftir því að fá kröfur okkar í
öðrum hunintci. til að geta sam-
þykkt þær. En mér finnst að
hann ætti að hætta þessum felu-
leik og fella grímuna og lýsa því
yfir að hann ætli að borga okkur
samkvæmt 13. launaflokki opin-
berlega, cn ekki bak við tjöldin,“
sagði Sigríður Gisladóttir for-
maður kjaramálanefndar fóstra
á Akureyri er Mbl. ræddi við
hana um kjaradeiluna.
_Við vorum á fundi með Starfs-
mannafélagi Akureyrar og bæjar-
stjóra á sunnudaginn og þar lýsti
starfsmannafélagið fullum stuðn-
ingi við kröfur okkar og hvatti til
að þær yrðu samþykktar en því
svöruðu bæjaryfirvöld hvorki ját-
andi né neitandi, svo enn situr allt
við það sama.
Við munum hvergi slaka á
kröfum okkar og nú er svo komið
að margar okkar eru þegar farnar
að leita sér að vinnu annars
staðar, svo það er engan bilbug á
okkur að finna," sagði Sigríður.
Valtýr Guðmundsson
borgarfógeti látinn
VALTÝR Guðmundsson borgar- 1960 kvæntist hann Birnu Björns-
fógeti lézt í Reykjavík aðfaranótt
sunnudagsins 22. febrúar, sextug-
ur að aldri.
Hann fæddist 28. febrúar 1920 á
Lómatjörn í Höfðahverfi. Foreldrar
dóttur frá Eskifirði og lifir hún
mann smn.
Barnaheimili og leikskólar standa nú auð á Akureyri og i
Kópavogi, eftir að fóstrur hættu störfum vegna kjaradeilu sinnar.
Enn hafa samningar ekki tekizt og er ófyrirsjáanlegt hvenær svo
verður. I.jósmynd Mbl.: Kristinn
Komið að
fóstrum
að slaka á
— segir Helgi
Bergs, bæjarstjóri
á Akureyri
„BOLTINN er hjá fóstrunum
núna, það er komið að þeim að
slaka á. Þrátt fyrir að um
talsverðar tilslakanir hafi verið
að ræða af okkar hálfu hafa
þær ekki viljað koma til móts
við okkur,“ sagði Helgi Bergs,
bæjarstjóri á Akureyri er Mbl.
innti hann eftir gangi mála i
fóstrudeilunni.
„Það eru engar samningavið-
ræður í gangi nú, það var
haldinn fundur með þeim á
sunnudaginn, en þar kom ekkert
nýtt fram. Nú bíðum við bara
eftir að heyra eitthvað nýtt frá
fós.trum, fyrr er engin ástæða til
fundahalda," sagði Helgi.
Eiga Nígeríumenn að borga freð-
fiskinn fyrir Bandaríkjamenn?
Rætt við Kristin Pétursson frá Bakkafirði um breytingar á útflutningsgjöldum
hans voru Guðmundur Sæmundsson
bóndi á Lómatjörn og kona hans,
Valgerður Jóhannesdóttir. Valtýr
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1943 og lagaprófi
frá Háskóla íslands 1951. Sama ár
gerðist hann fulltrúi hjá sýslu-
manni Suður-Múlasýslu og vann
jafnframt að ýmiss konar lögfræði-
störfum. Hann varð héraðsdómslög-
maður 1957. Sýslumaður Suður-
Múlasýslu varð hann frá og með 1.
janúar 1967 og síðan skipaður bæj-
arfógeti á Eskifirði 1974.
Honum var veitt lausn frá emb-
ætti frá og með 1. janúar 1976 og
síðan gegndi hann embætti borgar-
fógeta í Reykjavík allt til dauða-
dags.
Leiðrétting
RANGT var farið með nafn bæj-
arstjórans í Kópavogi í sunnu-
dagsblaðinu, en rétt er nafn hans
Bjarni Þór Jónsson og er beðist
velvirðingar á þessu.
„ÞARNA er um gróflega móðgun
við kaupendur í Nígeríu að
ræða,“ sagði Kristinn Pétursson,
framkvæmdastjóri Útvers hf. á
Bakkafiröi i samtali við Mhl. um
lagafrumvarp það sem nú er til
umræðu á Alþingi um breytt
útflutningsgjöld á skreið og freð-
fiski. Samkvæmt því eiga útflutn-
ingsgjöld á skreið að hækka úr
5,5% í 10%, en að lækka á
frystum fiski úr 5,5% i 4,5%.
„Hvaðan sem þessi hugmynd
um breytt útflutningsgjöld er
komin veit ég ekki, en hún er að
mínu mati á siðferðilega lágu
plani," hélt Kristinn áfram. „Mér
finnst einna líklegast að grunn-
hygginn stjórnmálamaður hafi
látið sér detta þetta í hug í
fljótfærni án þess að hugsa málið
mikið. Með þessu er verið að velta
vandanum yfir á aðra og ég hef
ekki trú á því, að Alþingi sam-
þykki þetta siðleysi.
Það sem er verið að reyna að
gera er að láta neytendur á fiski
frá Islandi í fátæku landi eins og
Nígeríu greiða niður freðfiskinn
ofan í Bandaríkjamenn. Ef þetta
frumvarp verður að veruleika, sem
ég hef ekki trú á, þá verður í raun
um þróunaraðstoð Nígeríumanna
við Bandaríkjamenn að ræða.
Þessi breyting á útflutningsgjöld-
um getur valdið miklum truflun-
um í sölu á skreið héðan og
auðvitað frétta kaupendurnir af
þessari ósvífni ráðamanna hér á
landi.
Um útreikninga Þjóðhagsstofn-
unar á stöðu skreiðarvinnslunnar
vil ég segja það, að þeir eru
vafasamir í meira lagi og Þjóð-
hagsstofnun er enginn guð almátt-
ugur. Saga skreiðarmarkaðarins
er saga mikilla sveiflna, en þegar
illa hefur árað hefur ekki verið
farið í vasann hjá freðfiskfram-
leiðendum. Ég get ekki séð hvers
vegna við eigum nú að borga með
frystihúsunum, sem búið er að
offjárfesta í á undanförnum árum.
Þessi hugmynd er sambærileg
við það, að ef illa gengi hjá pepsí
kóla, að þá væri kóka kóla sér-
staklega skattlagt, eða öfugt, til
að bjarga þeim, sem miður má sín
þá stundina,“ sagði Kristinn Pét-
ursson frá Bakkafirði að lokum.
Ríkisvaldið visi veginn:
Lækkun skatta. vöru-
verðs og vísitölu
Fóstrudeilan:
Foreldrafundur á
Akureyri lýsir fullum
stuðningi við fóstrur
ALMENNUR fundur foreldra
barna á barna- og dagheimilum á
Akureyri lýsir stuðningi við kröf-
ur fóstra um laun samkvæmt 13.
flokki og afnám deildarfóstrutit-
ils úr samningum. Fundurinn
telur störf fóstra hliðstæð kenn-
arastörfum og beri að miða laun
þeirra við það.
Fundurinn skorar á bæjarstjórn
að ganga að kröfum fóstra um
laun samkvæmt 13. launaflokki og
afnám deildarfóstruheitis.
Samþykkt með öllum atkvæðum
á mjög fjölmennum fundi allt að
200 foreldra, að sögn Erlings
Sigurðssonar, eins af fundar-
mönnum. „Þessi tillaga var sam-
þykkt eftir að fulltrúar frá fóstr-
um og bæjaryfirvöldum höfðu gert
grein fyrir sínum málum.
Fundurinn samþykkti ennfrem-
ur að mæta við ráðhúsið með börn
sín klukkan 15 í dag, þegar fundur
hefst þar í bæjarráði til að þrýsta
á frekari aðgerðir. Ennfremur var
ákveðið að ef deilan leystist ekki
fljótlega yrði gripið til frekari
aðgerða. Þá var á fundinum lögð á
það áhersla að dagheimili væru
sjálfsögð og eðlileg þjónusta við
fólk og að þau væru engar
geymslustofnanir, heldur fremur
uppeldisstofnanir og því bæri aó
vanda val starfsfólks og greiða því
sómasamlegt kaup,“ sagði Erling-
Lárus Jónsson og Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson. fulltrúar Sjálfsta'ðis-
flokksins í fjárhagsnefnd efri deild-
ar Alþingis hafa lagt fram breyt-
ingartillögur við stjórnarfrumvarp
til staðfestingar á bráðabirgðalög-
um ríkisstjórnarinnar frá því á
gamlársdegi síðastliðnum. Breyt-
ingartillögurnar fela í sér eftirfar-
andi efnisatriði sem talin eru leiða
til 2% lækkunar framfærsluvísitölu
1. maí nk. og 20 milljarða gamal-
króna minni launakostnaðar í þjóð-
arbúskapnum frá 1. júni nk. til
ársloka. þar af 1.6 milljaróa gam-
alkróna hjá ríkissjóði.
Fyrsti liður breytingartillagnanna
felur í sér að ekki skuli leyfa hækkun
vöru eða þjónustu fram til 1. maí
1981 nema með samþykki réttra
yfirvalda, enda séu sönnur færðar á
nauðsyn hennar. Frá og með 1. maí
nk. skuli hinsvegar taka gildi 8. og 12.
grein laga nr. 56/1978, eins og þær
vóru upphaflega samþykktar á Al-
þingi, þ.e. um frjálsa verðmyndun
þar sem samkeppni er næg, og falli
þar með úr gildi 59. og 60. grein laga
nr. 13/1979.
Annar liður þeirra útilokar, ef
samþykktur verður, að skerðing
verðbóta á laun nái til bóta Trygg-
ingastofnunar ríkisins, það er elli- og
örorkubóta og bóta lífeyristrygginga,
og skuli þær bætur hækka í samræmi
við breytingar á vísitölu samkvæmt
ákvæðum laga nr. 13/1979. Lárus
Jónsson sagði í viðtali við Mbl. að
bréf Hagstofustjóra til fjárhags-
nefndar sýndi ótvírætt að skerð-
ingarákvæði gamlársdagslaga næðu
til tryggingabóta, að óbre\ttum
bráðabirgðalogunum, sem þýddi, að
sögn Lárusar, 16.400 gamlkrónu
minni mánaðargreiðslur í trygg-
ingabótum til hjóna.
Þriðja grein breytingartillagnanna
felur það í sér að ráðgerður niður-
skurður í ríkisútgjöldum nái einnig
til rekstrarútgjalda. Skal ríkisstjórn-
in semja tillögur þar um og leggja
fyrir Alþingi eigi síðar en hinn 1.
apríl nk. Þessar tillögur skulu einnig
ná til fjárlagaliða, sem ákveðnir eru
með öðrum lögum, og framkvæmda-
liða, ef tök eru talin á lækkun þeirra.
í fjórða lagi er lögð til breyting á
lögum nr. 10/1976 um Seðlabanka
Islands, með síðari breytingum, sem
felur í sér stöðvun á ráðgerðri
millifærsluleið í útflutningsfram-
leiðslunni.
Fimmta tillagan felur í sér víðtæk-
ar skattalækkanir á fjórum sviðum
skattheimtunnar:
■ Lög nr. 77/1980 falli úr gildi 1.
apríl nk., það er nýtt vörugjald á
gosdrykkja- og sælgætisiðnað, sem
leiddi til sölusamdráttar og upp-
sagna i þessum atvinnugreinum.
Þetta þýðir 2 milljarða gamalkróna
skattalækkun.
■ Skattvísitala 1981 verði 153 til
samræmis við launahækkanir milli
ára í stað 145 eins og ríkisstjórnin
áformar. Þetta þýðir óbreytt hlutfall
tekju- og eignaskatta af skattstofni
frá því sem var 1980 og u.þ.b. 5
milljarða gamalkróna skattalækkun
frá fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar-
innar 1981.
■ Þrátt fyrir ákvæði laga um
vörugjald, sem nú er 24% — 30%, skal
vörugjald 1981 ekki vera hærra en
18%. Þetta þýðir nálægt 8 milljaröa
lækkun skattheimtu og vöruverðs
neyzluvöru, sem fellur undir viðkom-
andi lög.
■ Þá er loks lagt til að færa
söluskatt til þess horfs sem hann var
árið 1978, þ.e. að fella niður hækkun
hans 1979, sem enn lækkar vöruverð
og skattheimtu um 10 milljarða
gamalkróna.
Þessar tillögur hafa í för með sér,
ef samþykktar verða, 2% lækkun
framfærsluvísitölu og verðbótavísi-
tölu 1. maí næstkomandi, að sögn
flutningsmanna. Þetta myndi lækka
greidd laun í landinu um 20 milljarða
gamalkróna frá 1. júní til ársloka,
þar af launakostnað ríkissjóðs um
1600 m. gkr. Hér er um raunhæft
verðbólguviðnám að ræða, segja
flutningsmenn, sem samræmist
grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokks-
ins, færir fjármuni frá því opinbera
til almennings, sérstaklega bótaþega
almannatrygginga og láglaunafólks,
þegar skerða hefur þurft verðbætur á
laun vegna efnahagsráðstafana.
Sjálfstæðisfélag
Garðabæjar og Bessastaðahrepps:
Kjördæmamálið rætt á
aðalfundinum annað kvöld
Á dagskrá verða venjuleg aðal-
fundarstörf. Þá ræðir Matthías
Bjarnason alþm. um kjördæma-
málið. Þingmenn kjördæmisins,
Olafur G. Einarsson, Matthías Á.
Mathiesen og Salome Þorkelsdótt-
ir mæta á fundinn. Félagar eru
hvattir til að fjölmenna.
ADALFUNDl R Sjálfstæðisfé-
lags Garðaha'jar og Bessastaða-
hrepps. sem fresta varð vegna
óveðursins á mánudaginn í sl.
viku, verður haldinn annað
kvöld, miðvikudagskvöld, kl.
20.30 í Lyngási 12, Garðabæ.