Morgunblaðið - 24.02.1981, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
Nýnasistar skutu
tvo félaga sína
Óður vatnabuffall í flugstöð
Uppi varð fótur ok fit i flugstöðinni í Bangkok nýlega þegar óður visundur, sem sloppið hafði úr
flutningalest, æddi þangað inn og farþegar i stöðinni reyndu að bjarKa sér eftir mætti og dreifðust i
allar áttir. Engan sakaði og visundurinn var fljótlega yfirbugaður ok bundinn.
Reagan varar við
hafnbanni á
Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara
Mbl. í Osló, 23. febrúar.
TVEIR ungir menn, 19 og 23 ára,
voru skotnir til bana i skógi rétt
fyrir utan Osló aðfaranótt sl.
sunnudags. Eftir mikinn elt-
injíarleik á bílum tókst lögregl-
unni að hafa hendur i hári
morðingjanna sem eru báðir 19
ára gamlir. Baði morðinKjarnir
og fórnarlömbin hafa haft tengsl
við hreyfingar nýnasista í Osló.
Lögreglan telur að mennirnir
tveir hafi verið myrtir vegna þess
að þeir vissu of mikið um vopna-
stuldinn i Nesodden fyrir utan
Osló fyrir um þremur vikum, en
talið er að nýnasistar hafi verið
þar að verki. Undirforingi í
norska hernum er einnig talinn
vera viðriðinn morðin og jafnvel
hafa gefið skipun um þau.
Vopnastuldurinn á Nesodden er
sá mesti í sögu Noregs. Um 50
byssum var stolið. Lögreglan
komst hvað af hverju á spor
þjófanna. Á laugardagskvöld elti
hún bíl með fjórum ungum
mönnum en missti sjónar á hon-
um. Eftir rúman klukkutima kom
bíllinn í ljós að nýju og upphófst
þá æsilegur eltingarleikur. Skutu
þeir sem eltir voru að lögreglunni
með vélbyssum en höfnuðu að
Alta-málið:
Veginn á
að leggja
Frá Jan-Erik Lauré. frétta-
ritara Mbl. í Osló, 23. febrúar og AP.
RÍKISSTJÓRNIN ákvað á
fundi í dag að halda ætti áfram
lagningu vegarins að virkjun-
arsvæðinu i Alta. „En taka á
tillit til samískra fornminja,“
segir í samþykkt fundarins.
Umhverfismálaráðherrann,
Rolf Hanse, mun á þriðjudag
ræða við forráðamenn forn-
minjasafnsins í Tromsö um það
hvar þessar fornminjar kunni að
vera. Safninu mun einnig verða
gert skylt að rannsaka svæðið
nánar.
Veginn á ekki að leggja þar
sem trúlega gætu leynst forn-
minjar í jörðu, segir einnig í
samþykktinni. Ekki er enn vitað,
hversu mikil áhrif þetta skilyrði
hefur á vegarlagninguna, en
samkvæmt upplýsingum verk-
stjórans gerir það verkið mun
erfiðara og flóknara.
Einn samanna þriggja, sem
flýðu til Stokkhólms sl. föstudag
til að halda áfram hungurverk-
fallinu, var lagður inn á sjúkra-
hús þar í borg í dag. Læknar
segja, að hann sé ekki í lífshættu
en sé mjög máttfarinn.
Dauðadóms
krafizt í
Tyrklandi
Istanbul. 23. febr. AP.
DAUÐADÓMS hefur verið krafizt
yfir 56 mönnum, sem eru kallaðir
vinstrisinnaðir hryðjuverkamenn,
fyrir að hafa orðið 97 mönnum að
bana. þar á meðal sex Bandaríkja-
mönnum, í Istanbul.
Vinstrisinnuð samtök, „hin vopn-
aða áróðurssveit marxista og lenín-
ista“, hafa lýst sig ábyrga á öllum
morðunum, annað hvort í símtölum
eða á flugumiðum.
Samkvæmt opinberum heimildum
hafa nánast allir meðlimir samtak-
anna verið handteknir að undan-
förnu.
í Izmir er sagt, að handteknir hafi
verið tæplega 2.000 öfgasinnaðir
vinstrimenn síðan í hinum blóðugu
óeirðum í borginni í febrúar í fyrra.
Uppreisnin í Izmir er talin bezt
skipulagða og harðasta uppreisn
vinstrisinna í Tyrklandi á mánuðun-
um fyrir byltingu hersins í septem-
ber í fyrra, þegar landið rambaði á
barmi borgarastyrjaldar.
lokum utan vegar. Þá sá lögreglan
að aðeins tveir voru í bílnum. „Við
skutum hina tvo,“ sögðu ungu
mennirnir, er þeir voru spurðir
um afdrif þeirra. Seinna fann
lögreglan líkin í skóginum, hvort
þeirra um sig hafði 25 sár eftir
vélbyssukúlur.
Rannsókn hefur leitt í ljós að
mönnunum tveimur var stillt upp
við grindverk á brú og þeir
skotnir. Annar þeirra reyndi að
flýja er hann sá hvað verða vildi
en var skotinn er hann hafði
hlaupið um 20 metra. Lögreglan í
Osló segir, að morð þessi séu þau
óhugnanlegustu í sögu norskra
sakamála.
Ráðizt á
stöðvar í
Líbanon
Tel Aviv, 23. febr. AP.
ÍSRAELSKIR hermenn réðust
um helgina á bækistöð Palestinu-
manna í Líbanon og felldu um 10
skæruliða í hefndarskyni fyrir
árás skæruliða fyrir 10 mánuðum
að sögn ísraelsku herstjórnarinn-
ar í dag.
Hermennirnir eyðilögðu hús
það, sem flokkur skæruliða kom
frá þegar hann réðst á byggðina
Misgav í apríl 1980 og drápu
hermann, ungbarn og einn
óbreyttan borgara. Forseti ísra-
elska herráðsins, Raphael Eytan
hershöfðingi, sagði að með árás-
inni hefðu ísraelsmenn „gert upp
reikningana” að fullu og öllu.
Árásin var gerð í nágrenni
bæjarins Nabatiyeh, sem er 13 km
norður af landamærunum. Tvö
hús voru sprengd í loft upp og auk
þess bifreið Arabísku frelsisfylk-
ingarinnar (ALF). ísraelsmenn
segja að allir menn þeirra hafi
verið fluttir heim heilu og höldnu
í þyrlum eftir árásina.
Þetta var fyrsta árásin á landi,
sem frétzt hefur um síðan 19. des.,
þegar ísraelskir hermenn réðust á
stöðvar skæruliða nærri Nabati-
yeh og sögðust hafa fellt um tólf
skæruliða.
Mordechai Zippori varaland-
varnaráðherra sagði að ísraels-
menn mundu halda áfram árásum
gegn stöðvum Palestínumanna í
Líbanon. Þetta yrðu fyrirbyggj-
andi árásir. „Við ráðumst á þá án
þess að bíða þess að þeir ráðist á
okkur," sagði hann í ísraelska
útvarpinu.
Veður
Akureyn 0 alakýjað
Amsterdam 2 skýjaö
Aþena 15 skyjaó
Berlín 1 snjókoma
BrUssel 6 heiðskírt
Chicago 9 rigning
Feneyjar 5 þokumóða
Frankfurt 1 skýjað
Færeyjar 4 skýjað
Genf 1 snjókoma
Helsinki -1 skýjað
Jerúsalem 18 skýjað
Jóhannesarb. 23 skýjað
Kaupmannahófn 0 snjókoma
Las Palmas 8 lóttskýjað
Lissabon 17 heiðskírt
London 4 skýjað
Los Angeles 30 heiöskírt
Madrid 11 heiðskírt
Malaga 17 lóttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Miami 28 skýjaö
Moskva -7 skýjað
New York 12 skýjað
Osló -7 heiðskírt
París 4 heiöskírt
Reykjavík 3 alskýjaö
Ríó de Janeiro 33 skýjað
Rómaborg 10 heiöskfrt
Stokkhólmur -2 skýjað
Tel Aviv 26 skýjað
New York, 23. febr. AP.
RÁÐGJAFI Ronald Reagans for-
seta, Edwin Meese III, sagði um
helgina, að það væri Kúbu-
mönnum sjáifum fyrir beztu að
hætta vopnasendingum til El
Salvador, og varaði við þeim
möguleika, að Bandaríkjamenn
gripu til beinna aðgerða til að
stöðva flutningana. Meese vildi
ekki útiloka hafnhann.
Hann sagði, að Bandaríkin
mundu reyna að stöðva flutn-
ingana í samvinnu við önnur lönd,
sem vopnin væru flutt um. Ef
samningaviðræður færu út um
þúfur mundu Bandaríkin grípa til
annarra ráða.
Ágreiningurinn innan finnsku
ríkisstjórnarinnar eykst stöðugt.
Kommúnistar (Folkdemokrater)
eru ákafir á móti tillögum rikis-
stjórnarinnar um allsherjar-
samkomulag í launamálum og nú
hefur nýtt mál komið upp sem
sundrað hefur Miðflokknum og
jafnaðarmönnum. En forsætis-
ráðherrann, Mauno Koivisto, seg-
ir um þennan ágreining: „Það er
erfitt að eiga við hann en hann er
ekki djúpstæður.“
Ágreiningurinn milli kommún-
istanna og annarra flokka í ríkis-
stjórninni kom í ljós í þinginu sl.
föstudag. Þá lýstu kommúnistar
sig andvíga tillögum meirihlutans
um vísitölubindingu. Tillagan gerir
ráð fyrir að laun megi aðeins binda
vísitölunni ef gengið verður að
öllum atriðum í tillögunni um
allsherjarlausn í launamálum.
Kommúnistar vilja vísitölubind-
ingu til þriggja ára án tillits til
allsherjarsamkomulagsins sem
þeir hafa þegar andmælt innan
verkalýðsfélaganna.
Við aðra umræðu var tillaga
ríkisstjórnarinnar um vísitölubind-
ingu samþykkt. Þriðja og síðasta
umræðan verður á morgun. Ef
kommúnistar verða enn á móti
kemur spennan innan ríkisstjórn-
arinnar til með að aukast til muna.
Annar ágreiningur kom í ljós
milli kommúnista og Miðflokksins
annars vegar og jafnaðarmanna og
Sænska þjóðarflokksins hins vegar
Meese sagði, að Bandaríkin
mundu ekki einskorða sig við
beitingu hervalds gegn Kúbu,
heldúr einnig grípa til efnahags-
legra ráðstafana.
Reagan-stjórnin reynir um
þessar mundir að fá Bandaríkja-
þing og samherja Bandaríkjanna
til þess að auka aðstoðina við E1
Salvador. I áætlunum um aukna
efnahags- og hernaðaraðstoð við
landið er gert ráð fyrir því, að
bandarískir hernaðarráðunautar
verði sendir á vettvang.
Seinna sagði Meese, að ríkis-
stjórnin hefði gert áætlanir, sem
grípa mætti til í E1 Salvador, en
hann vildi ekki segja frá því, í
hverju þær væru fólgnar.
er ríkisstjórnin ræddi flutnings-
gjöld á mjólk sl. föstudag. Flokkur
forsætisráðherrans, Jafnaðar-
mannaflokkurinn, tapaði þeirri at-
kvæðagreiðslu.
Samþykkt var tillaga um að
gjöldin yrðu hækkuð um 0,85 til
1,85 penní fyrir hvern lítra. Jafnað-
armenn og Sænski þjóðarflokkur-
inn lögðu til að gjöldin yrðu
hækkuð um eitt penní sem og er
Hryðjuverkamenn sprengdu
upp rafstöð í útjöðrum San Salva-
dor í dag og hluti borgarinnar
varð rafmagnslaus
Sex lík fundust hjá vegi skammt
frá höfuðborginni og hjá þeim
spjald, sem á stóð að þeir væru
fórnarlömb vinstrisinna.
Ríkisstjórnin segir, að rúmlega
2.000 manns hafi fallið í bardögum
það sem af er þessu ári. Mannrétt-
indanefnd E1 Salvador segir, að
13.000 manns hafi fallið í bardög-
um í fyrra.
Talsmaður kaþólsku kirkjunnar
skoraði í gær á þjóðina að vinna í
Kúbu
I síðustu viku hélt bandaríska
utanríkisráðuneytið því fram, að
borgarastríðið í E1 Salvador væri
orðið „kennslubókardæmi um
óbeina, vopnaða árás kommúnist-
aríkja".
Vara við íhlutun
í Belgrad varaði aðstoðarutan-
ríkisráðherra Júgóslavíu banda-
ríska nefnd, sem Ronald Reagan
sendi út af örkinni til að sanna
sovézka íhlutun í E1 Salvador, við
íhlutun í landinu.
Bandaríski sendimaðurinn
Luigi Einaudi ræddi ástandið í E1
Salvador við Milos Melovski að-
stoðarutanríkisráðherra og lýsti
ugg Bandaríkjanna vegna
ástandsins.
gert ráð fyrir í launamálatillögum
stjórnarinnar. Taka verður tillit til
þess að bændur styðja jafnaðar-
menn að þessu sinni. Þeir hafa
þegar samþykkt launamálatillög-
urnar. Það að bændur hafi snúist
gegn Miðflokknum telja sumir að
geti leitt til mikillar deilu milli
hinna nýju leiðtoga Miðflokksins
og forystumanna bændastéttarinn-
sameiningu að friðsamlegri lausn
vandamála landsins og aðstoða við
að binda endi á blóðsúthellingar.
Hann sagði að aðstoð við E1
Salvador ætti að miða að því að
efla uppbyggingu, ekki að auka
tortímingu. Með þessu átti hann
greinilega við fyrirætlanir Banda-
ríkjastjórnar um aukna hernaðar-
aðstoð við E1 Salvador.
Fyrrverandi ráðherra, Adolfo
Arnoldo Majano ofursti, hefur
verið handtekinn nálægt landa-
mærum Guatemala. Hann kann
að hafa verið viðriðinn smygl á
vopnum til vinstrisinnaðra skæru-
liða.
Finnland:
Ágreiningur innan rík-
isstjórnarinnar eykst
Frá Ilarry GranberK, fréttaritara Mbl.
í Finnlandi 23. febrúar.
ar.
2.000 fallnir í
E1 Salvador
San Salvador, El Salvador,
23. febrúar. AP.