Morgunblaðið - 24.02.1981, Page 14

Morgunblaðið - 24.02.1981, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 Alvarlegt mál þegar vinnuveit- endur hafa á móti lýðræðisleg- um leiðum í samningamálum - segir Pétur Sigurðsson, alþingismaður og stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur „ÞAÐ koma oft fram undarlegar mótsagnir hjá sumum vinnuvcitend- um og leigupennum þeirra er þeir annars vegar fjargviðrast út i þá, sem þeir kalla „verkalýðsrekendur" sem stjórna verkalýðsfélögunum með „ofurvaldi fámenniskliku". Á þá er borið t.d. að þeir séu „smákóngar sem ekki vilji kosningar i félögum sinum". Þegar samtök launþega fylgja svo lögum, reglum og lýðræðislegum aðferðum í hvivetna ærast þeir, ef niðurstaða, sem fæst i hagsmunamáium launþega og þeirra eftir slikum leiðum, er þeim andstæð eða ekki að skapi." Þetta sagði Pétur Sigurðsson, alþingismaður og stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur, í viðtali við Mbl. í gær vegna viðtals, sem blaðið átti við Þor- stein Pálsson, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands íslands, og birtist í blaðinu síðastliðinn fimmtudag. „Ég ætla ekki að hefja deilur á þessu stigi um hvað farmenn áttu að fá í sinn hlut samkvæmt samningunum frá 18. desember, sem felldir voru í atkvæða- greiðslu, sem stóð yfir lengi í janúarmánuði. Framkvæmda- stjóra VÍ láðist hins vegar að telja það upp, sem aðrar stéttir hafa fengið, en sjómenn ekki, en eru þó búnir að borga sumt af því fullu verði. Má þar til nefna margs konar félagsleg réttindi í sam- ræmi við þróun í vestrænum löndum, t.d. lög og samninga um vinnuvernd, hámarksvinnutíma og mannsæmandi hvíld eftir langa vinnutörn auk heilsugæzlu og heilsuverndar. Þeir hafa ekki fengið viðurkennda sérstöðu sína vegna fjarveru né vinnuaðstöðu, sem nær allir aðrir starfshópar hafa löngu fengið, ótrúlegar auka- þóknanir hjá ríkinu, t.d. En þeir hafa á síðustu árum átt sinn þátt í gjörbyltingu í sigling- um og vöruflutningum verzlunar- flotans. Margfalt styttri af- greiðslutími skipanna í höfnum er þáttur þar í. Þessu fylgir nær stöðug vinna háseta, jafnt nætur sem daga, helga daga og virka, sem að sjálfsögðu er samnings- brot. En slík samningsbrot eru ekki einsdæmi, því miður. Hagn- aðurinn af mikilli framleiðniaukn- ingu í þessum atvinnuvegi fer alfarið til útgerðanna, þrátt fyrir þátt áhafnar í sköpun hans með stórauknu álagi, andlegu og lík- ámlegu. í Vinnuveitendasambandinu ræður aldamótahugsunarháttur, ráðamenn þar lemja höfði við stein og segja: „Þið eigið að fá sömu prósentu og einhverjir silki- treflamenn, sem sitja í sama rassfarinu ár og síð.“ Slíkur hugs- unarháttur þekkist nú hvergi meðal iðnvæddra þjóða — nema á íslandi. Á sama tíma og útgerð- armenn rembast við að framfylgja þessari stefnu bandamanna sinna í ríkisstjórn, hamast ráðherrar við að svíkja. Farmenn ganga til atkvæða um nýja samninga. Á meðan dynja á þeim bráðabirgða- Iög sem jafngilda stórfelldri kaup- skerðingu. Og að felldum samn- ingum, þegar reyna á að hnýta enda saman að nýju gerir fjár- málaráðherra leynisamninga við stuðningsmenn sína og hækkar hálaunamenn um 6% og gefur fyrri launastefnu sinni langt nef. En eftir stendur VÍ og segir við farmenn: „Þið fenguð í fyrra sama og aðrir láglaunamenn eftir 10 mánaða samninga, það skuluð þið láta ykkur nægja.“ — Nú víkur Þorsteinn Pálsson að innri málum í sjómannafélag- inu og að starfsmönnum Land- helgisgæzlunnar, hvað segir þú um það ? „Já Þorsteinn er ekki einn um að líta „mjög alvarlega á málið“ eins og hann orðaði það. Hann heldur því einnig fram, að ein- hverjir sem komu í höfn um helgi, hafi ekki fengið að kjósa. Ef útgerðarmenn hefðu kært sig um, gat skipið beðið meðan náð var í starfsmann félagsins. Engin ósk kom fram um það frá félagsmanni eða útgerð. Enda sumar útgerð- irnar ekki mikið fyrir að ýta undir kosningaþátttöku skipverja í slík- um eða öðrum kosningum. Um hið gagnstæða þekkjast dæmi þó ótrúlegt sé. Hann segir í samtalinu „að stjórn SR láti fella fyrir sér Pétur Sigurðsson samningana“. Hér er höfuðmis- skilningur á ferðinni. Samninga- nefnd farmanna sjálfra og stjórn gerðu þennan samning fyrir far- menn. Það voru þeir, sem starfa í greininni, sjómennirnir sjálfir, sem felldu samning sem átti að vera þeirra samningur, sem kveð- ur bæði á um laun, vinnukjör og þau brot af mannréttindum, sem þeim hefur til þessa tekizt að ná fram. Það á auðvitað engin félags- stjórn að hafa einhliða rétt til samningsgerðar. Það er ekki gert í SR. Framkvæmdastjórinn fullyrðir að landhelgisgæzlumenn eigi eng- an hlut að máli í þessum samning- um. Það er mesta óvera. Þeir og þeirra fjölskyldur eiga að lifa af því, sem úr þessum samningum fæst. Þeir taka sín laun eftir þeim. Sjö áhafnarmenn gæzlunnar tóku þátt í atkvæðagreiðslu um samn- ingana, en einn um verkfallsheim- ildina. Það var fyrir mistök hjá þessum eina, þeir taka annars ekki þátt í atkvæðagreiðslu um verkföll eða verkfallsheimildir. En svo mikill munur var á, að þetta eina atkvæði gat engin áhrif haft á niðurstöður. Kannski VÍ vilji standa með SR í því, að þeir fái verkfallsrétt? En áhafnir land- helgisgæzlunnar eru einu þegnar þessa lands, sem hafa ekki þann „rétt“. Vinnuveitendasambandi Islands er mæta vel kunnugt um af hverju ekki hefur verið boðað verkfall hjá Skipaútgerð ríkisins, Kyndli, Vík- urskip og Skipadeild. SÍS. Ef þessir aðilar vilja ganga til samn- inga næstu daga þarf vonandi ekki að koma til verkfallsboðunar hjá þeim.“ — í lokaorðum sínum í fyrr- nefndu viðtali sagði Þorsteinn „að boðun verkfalls SR yrði ekki skilin nema á þann veg, að sérstakir kærleikar séu á milli forystu- manna sjómannafélagsins og SÍS“. Hvað hefur þú um þessi orð hans að segja? „Það gæti vel þróazt í ámóta kærleika og ráða í samskiptum útgerðarfélaganna og Dagsbrún- ar. En Þorsteinn, sem er bæði greindur og glöggur, hefur öðlazt mikla lífsreynslu í starfi sínu. Enginn veit betur en hann sjálfur, að samningsaðili, sem setur kurt- eisi, skilning og virðingu fyrir skoðunum annarra á oddinn í viðskiptum sínum og samningum hefur öll likindi fyrir líkum við- brögðum frá gagnaðila. Á sama hátt mun fara fyrir þeim, sem temja sér mannfyrirlitningu og stórbokkahátt," sagði Pétur Sig- urðsson að lokum. Alpa-verðlaun afhent Á VÖRUSÝNINGUNNI Heimil- ið '80 efndi Smjörlíki hf. tii getraunar vegna einnar tegund- ar framleiðslu sinnar „ALPA". Áttu sýningargestir að segja til um fjölda stykkja af ALPA, í stafla sem þar var í bás fyrirtæk- isins. Heitið var þrennum aðal- verðlaunum og 10 aukaverðlaun- um. Dregið hefur verið úr réttum lausnum og hlaut Anna María Ólafsdóttir fyrstu verðlaun, Sjöfn Kristinsdóttir önnur verð- laun og þau þriðju Heiðrún Helgadóttir. Sjást vinningshafar á myndinni ásamt framkvæmda- stjóra Smjörlíkis hf., Davíð Sch. Thorsteinsson. Aukaverðlaun hafa verið send út. Norsk-íslenzk orðabók í smíðum IIRÓBJARTUR Einarsson, sem verið hefur starfsmaður Norr- ænu menningarmiðstéiðvarinnar í Kaupmannahöfn sl. átta ár. hefur fengið það vcrkefni að semja norsk-íslenzka orðabók og kostar Norræna menningamála- nefndin verkið. Slík orðabók hef- ur ekki verið til, en þykir svo mikilvæg fyrir norræna sam- vinnu, að þar er gengið fram hjá þeirri reglu sem gildir um verk- efni, að þau verði að koma a.m.k. þremur þjóðanna til góða. Hróbjartur sagði íslenzkum fréttamönnum, sem hittu hann í Norrænu menningarmiðstöðinni í Höfn, að hann hefði að vísu verið byrjaður á þessu verki, sem átti rætur sínar aftur í þann tíma er hann var lektor í norsku við Háskóla íslands, þegar hann varð þess var hversu mjög slíka orða- bók vantaði. En það var ekki fyrr en fyrir hálfu ári að hann fékk tækifæri til að eyða öllum sínum tíma í orðabókina. Og kvaðst hann þó ekki vera kominn nema aftur í D. Hróbjartur hefur búið mikið í Noregi, þótt hann sér íslendingur í húð og hár. Náttúruvísindamaður ræðir hönnun sköpunarverksins ÞESSA dagana er staddur hér á landi Albert Watson jarðeðlis- fræðingur og náttúruvísindamað- ur á fyrirlestrarferð. Hefur hann þegar flutt fyrirlestra í Lögbergi og einnig mun hann flytja fyrir- lestra í Vestmannaeyjum, á Sel- fossi og i Keflavik. Albert Watson er Englendingur, kennir við Newbold College í Eng- landi, en hefur einnig kennt í Bandaríkjunum. Hann hefur stundað rannsóknir á þessu sviði náttúruvísinda í 18 ár og lokið ' áskólaprófum frá bæði Kaliforníuháskóla og Lundúna- háskóla. Watson telur að um yfirgnæf- andi vísbendingar sé að ræða í náttúrunni að sköpunarverkið hafi ekki orðið til fyrir tilviljun, heldur sé greinilega hönnun, skipulag og tilgangirað^aki^^^^^___^^ Gítartónleikar Fjórðu Háskólatónleikarnir fóru fram í Norræna húsinu sl. laugardag. Þar kvaddi sér hljóðs ungur gítaristi Arnaldur Arnar- son að nafni. Arnaldur, sem stundað hefur nám í Manchester á Englandi undanfarin ár, er nú að hasla sér völl í grein sinni hér heima og tónleikar hans í Norræna húsinu benda eindregið í þá átt að mikils Tónllst eftir EGIL FRIÐLEIFSSQN megi af honum vænta. Leikur hans allur er fágaður, tækni góð, mótun hendinga yfirleitt skýr og flutningur í heild hnökralítill og heilsteyptur. Þar fer saman gott handbragð og meðfædd hæfni. Mætti ég gera litla athugasemd væri það helst að á stundum fannst mér leikur Arnalds full hógvær og varfærinn. Að vísu er skynsamlegt að ætla sér ekki um of, en örlítil meiri snerpa og ákveðni hefði ekki sakað. Á efnis- skránni voru eingöngu verk frá hinni svokölluðu Rómönsku- Ameríku og öll eru þau samin á þessari öld. Tónskáldin, sem við sögu komu, voru Heitor Villa- Lobos, Manuel Maria Ponce og Agustin Barrios Mangore. Af þessum heiðursmönnum er H. Villa-Lobos best þekktur hér og æfingarnar sem Arnaldur lék hér fastur liður á efnisskrá flestra gítarista. Ég sé ekki ástæðu til að fjalla um hvert einstakt verk, en vil óska Arnaldi til hamingju með ágætan konsert. Það er vissulega notalegt að sitja undir kliðmjúk- um lágværum gítartón, sem er í hrópandi mótsögn við það grófa rafmagnsgítarsdúndur, sem hell- ist yfir mann nær daglega hvort sem manni líkar betur eða verr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.