Morgunblaðið - 24.02.1981, Síða 20

Morgunblaðið - 24.02.1981, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur. Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Sultartangavirkjun Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir hér í Morgunblaðinu sl. laugardag, að hann teldi virkjun við Sultartanga næsta verkefni í orkumálum úr því, sem komið væri. Fórmaður Framsóknarflokksins telur, að jafnhliða ákvörðun um Sultartangavirkjun eigi að taka ákvörðun um Blönduvirkjun eða Fljótsdalsvirkjun og að ekki skipti öllu máli, hver röðin verði þeirra í milli, þar sem þær virkjanir verði augljóslega byggðar báðar á næstu áratugum. Eggert Haukdal, einn af þingmönnum Sunnlendinga, er einnig þeirrar skoðunar að hefjast eigi handa við Sultartangavirkjun, eins og fram kemur í viðtali við hann í Morgunblaðinu í dag, og bendir á, að undirbúningi að þeirri virkjun sé nánast lokið en aðrir virkjunar- kostir ekki tilbúnir. Ekkert Haukdal segir ennfremur, að hann mundi hugleiða afstöðu sína til ríkisstjórnar sem gengi framhjá Sultartanga- virkjun. Sérstök ástæða er til að fagna þessum yfirlýsingum Steingríms Hermannssonar og Eggerts Haukdals. Ákvörðun um nýjar virkjunar- framkvæmdir hefur dregizt úr hófi. Enn er unnið að framkvæmdum við virkjun, sem lagaheimild var veitt fyrir á síðustu árum Viðreisnar- stjórnarinnar! Hjörleifur Guttormsson hefur setið í stól iðnaðarráð- herra nær samfleytt frá haustinu 1978 og engar ákvarðanir tekið enn um næstu skref í virkjunarmálum. Það er rétt, sem formaður Framsóknarflokksins segir í viðtalinu við Morgunblaðið sl. laugardag, að menn eru almennt orðnir mjög áhyggjufullir yfir því, hversu mjög hefur dregizt að taka ákvörðun um næstu virkjun. Þar hafa Hjörleifur Guttormsson og flokkur hans, Alþýðubandalagið, ráðið ferðinni síðustu tvö árin og virðast ekki geta tekið afstöðu til þess, hvað gera skuli. Sá misskilningur hefur verið nokkuð útbreiddur, að nauðsynlegt sé að velja á milli virkjana. Annað hvort eigi að byggja virkjun við Sultartanga eða Blöndu eða Fljótsdalsvirkjun. Við eigum hins vegar ekki að velja á milli þessara virkjana, heldur byggja þær allar. Þá leiðir af sjálfu sér, að fyrst verði hafizt handa um að byggja þá virkjun, sem lengst er komin í öllum undirbúningi. Það er augljóslega Sultartanga- virkjun. Niðurstaða Steingríms Hermannssonar og Eggerts Haukdals er því rökrétt og eðlileg. Enn er ekki hægt að taka afstöðu til þess, hvort fyrr á að ráðast í Fljótsdalsvirkjun eða Blöndu, þótt margt mæli með því að taka Fljótsdalsvirkjun fyrst, þótt ekki væri nema vegna ágreinings heima fyrir um Blönduvirkjun, sem ekki hefur verið leystur. En sleitulaust á að vinna að undirbúningi beggja þessara virkjana vegna þess, að við þurfum á báðum að halda á næsta áratug eða svo. Undirbúningur að Sultartangavirkjun er langt kominn. Þar er um minni framkvæmd að ræða heldur en Blönduvirkjun og Fijótsdalsvirkj- un og aðstæður allar á virkjunarstaðnum með þeim hætti að auðveldar framkvæmdir, eins og dr. Jóhannes Nordal segir í Morgunblaðinu í dag. Þá verður einnig að hafa í huga að við byggingu Hrauneyjafossvirkjunar starfar nú hópur sérhæfðra starfsmanna, sem geta haldið áfram starfi við Sultartangavirkjun, þannig að sú framkvæmd tryggir atvinnu um allmörg ár á Suðurlandi, en verkalýðsfélög þar hafa verulegar áhyggjur af því að samdráttur verði í virkjunarframkvæmdum á næstu árum, sem staðið hafa nær samfleytt á annan áratug. Niðurstaða Steingríms Hermannssonar og Eggerts Haukdals er rétt. Öruggt má telja, að víðtækur stuðningur sé við þá niðurstöðu á Alþingi, en hins vegar lítill, sem enginn utan Alþýðubandalagsins, við þau sjónarmið Hjörleifs Guttormssonar, sem fram komu í Morgunblaðinu á sunnudag, að afstaða Steingríms sé byggð á röngum forsendum og sé ekki tímabær. Hjörleifi Guttormssyni er bersýnilega um megn að taka ákvörðun í þessu stóra máli, en meirihluti Alþingis verður að taka af skarið og sjá til þess, að afturhaldssjónarmið Alþýðubandalagsins í virkjunarmálum nái ekki fram að ganga. ^ Reikningsskekkjan Iumræðum á Alþingi í byrjun mars 1961 um landhelgissamninginn við Breta út af 12 mílunum, flutti Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, ræðu, og gerði grein fyrir mistökum við nafngift á grunnlínupunkti og flutti skriflega breytingartillögu til leiðréttingar á þeim. Auk þess skýrði Bjarni Benediktsson frá því, að í enskri þýðingu á fylgiskjölum með samningnum hefði orðið prentvilla. Þá kallaði þingmaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson: „Prentvillupúk- inn er ykkur fjandsamlegur." Og Bjarni svaraði úr ræðustólnum: „Já, það eru flestir púkar." Því er þetta rifjað upp hér, að svo virðist sem talsmenn varnarleysis á íslandi ætli að fitna á því, að fyrir handvömm var upphaflega ekki skýrt rétt frá stærð fyrirhugaðra flugskýla á Keflavíkurflugvelli, vegna mistaka, þegar flatarmálstölur voru færðar úr fetum yfir í metra. Auðvitað breytir þessi reikningsskekkja engu um efnislega hlið málsins. Það er til marks um málefnafátækt kommúnista, ef þeir ætla nú að gera reikningsskekkju að höfuðatriði í málflutningi sínum. Utanríkisráðherra, Ólafur Jóhannesson, hefur staðið þannig að ákvörðunum um allt, er Keflavíkurflugvöll varðar, að hann hefur skýrt frá öllum málavöxtum eins og þeir liggja fyrir honum hverju sinni. Með hliðsjón af dylgjum kommúnista um framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sýnist fyllsta ástæða til að létta trúnaði af þeim umræðum, sem orðið hafa um nýju flugskýlin í utanríkismálanefnd Alþingis bæði nú síðustu vikur og á síðasta ári. Með öllu er ástæðulaust að láta kommúnistum líðast að halda á lofti hálfsannleika sínum eða lygi fyrir tilstyrk fjölmiðla, eins og til dæmis Dagblaðsins, á meðan aðrir láta samkomulag um þagmælsku koma í veg fyrir, að frá hinu rétta sé skýrt. Svipað framferði kommúnista varð á sínum tíma til þess að lama utanríkismálanefnd. Vonandi gerist það ekki aftur. Snorra Benediktsdóttir, barnabarn sr. Jóns i Reykjahlíð (fyrir miðju með skinnslá), var kölluð fram og hylit. Þarna er hún umkringd afkomendum sr. Jóns i 3ja lið. Ágúst Bjarnason veislustjóri i ræðustól. Ljósmyndir Emilja. Yfir 1000 niðjar Jóns í Reykjahlíð minntust 2ja alda afmælis hans Á SUNNUDAG var efnt til niðjamóts Reykjahlíðarættar- innar í veitingahúsinu Sigtúni. Var það vafalaust eitt fjölmenn- asta niðjamót, sem um getur. Húsið var troðfullt, staðið og setið í hverri smugu. Voru gestir yfir 1000 að minnsta kosti. Efnt var til þessarar hátíðar til að minnast 2ja aldar afmælis ætt- föðurins sr. Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð. Hann átti 14 börn og 13 þeirra eignuðust afkom- endur. Komu afkomendur saman síð- degis. Fluttar voru ræður og skemmtiatriði, allt að sjálfsögðu af niðjum sr. Jóns. Ágúst Bjarnason var veizlustjóri og gat þess m.a. til gamans að ættaróð- alinu tilheyrði 2% af þurrlendi íslands og væri það land 2Vi sinnum stærra en Luxemburg og minnti menn svo á kjörorð ættarinnar: Hógværð og lítil- læti. Dr. Finnbogi Guðmundsson af 5. ættlið flutti síðan vandað erindi um sr. Jón Þorsteinsson. Sungið var undir stjórn Jóns Stefánssonar söngstjóra, Einar Jóhannesson klarinettuleikari lék með undirleik önnu Málfríð- ar Sigurðardóttur, Ásgeir og Kristinn Hallssynir sungu, en allir eru listamennirnir af Reykj ahlíðarætt. Þótt 200 ár séu liðin frá fæðingu sr. Jóns í Reykjahlíð var eitt barnabarn hans viðstatt, Snorra Benediktsdóttir, komin nálægt níræðu. Hún var kölluð fram og hyllt. En hún sat ekki aðeins þetta síðdegishóf, heldur líka áfram um kvöldið og var hin hressasta. Geir Hallgrímsson, bróðursonur hennar, talaði fyrir hönd þriðja ættliðs. í hófinu, sem var ákaflega fjölmennt sem fyrr er sagt, voru fulltrúar ættarinnar frá barna- barni sr. Jóns og upp í sjöundu og jafnvel áttundu kynslóð. Flestir af höfuðborgarsvæðinu, en einnig fólk komið alla leið úr Mývatnssveit. Sá3t vel þegar fólk af 3ja ættlið var kallað fram, hve ættleggirnir ganga mishratt fram, því 36 ára munur var á þeim elsta og yngsta. Það var þéttskipaður bekkurinn á móti Reykjahliöarættarinnar i Sigtúni á sunnudag. Séð yfir hluta af salnum. Athugasemd frá full trúum í Yfirnefnd FULLTRÚAR fiskkaupenda og seljenda i Yfirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins hafa beðið Morgunblaðið fyrir eftirfarandi athugasemd: Magnús Friðgeirsson, sem starfar að skreiðarsölumálum á vegum sjávarafurðadeildar Sambandsins segir í viðtali við Morgunblaðið sunnudaginn 22. febrúar sl. í tilefni af breyttum útflutningsgjöldum milli vinnslugreina, að þessari hug- mynd mun hafa verið varpað fram í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins til þess að ná saman verði með sjómönnum, útgerðarmönnum ogfiskverkendum. Síðan bætir hann við að þarna sé ódrengilega staðið að málum, þar sem enginn fulltrúi skreiðarframleiðenda sé viðstaddur. Þessi tilgáta Magnúsar er úr lausu lofti gripin, því hvorki áttu fulltrúar kaupenda né seljenda í Yfirnefnd frumkvæði að þessari breytingu enda er þetta mál ríkis- stjórnar og Alþingis. Þá er rétt að geta þess að fulltrúar kaupenda í Yfirnefnd telja sig starfa fyrir allar greinar vinnsl- unnar, enda eru mörg fyrirtæki sem vinna jöfnum höndum í frystingu, söltun og skreið. Meginhluti skreið- arvinnslu mun vera á vegum aðila sem vinna í frystingu og söltun og t.d. er 60% skreiðarvinnslu á vegum frystihúsa. Að lokum er rétt áð nefna að þær meginbreytingar, sem áttu sér stað í hráefnisverði milli verkunarað- ferða, eru gerðar með samkomulagi í verðlagsráði. Eyjólfur ísfeld Eyjólísson, Friðrik Pálsson, Ingólfur Ingólfsson Kristján Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.