Morgunblaðið - 24.02.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
29
Fóstra að störfum
Fóstrur í Kópavogi:
Bæjarráð viður-
kenni grunn-
röðun fóstra
í 13. launaflokk
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi greinargerð frá
fóstrum i Kópavogi:
I sérkjarasamningum við
Starfsm.félag Kópavogs árið 1977
varð ekki samkomulag um niður-
röðun í launaflokka. Niðurröðun fór
því í kjaradóm, sem dæmdi fóstrur
í 10. lfl. Þessu vildu fóstrur ekki
una. Þær sendu bæjarráði bréf
dagsett 7. nóv. ’78 þar sem þær
ítrekuðu kröfur sínar ásamt því
sem þær óskuðu eftir leiðréttingu
sinna mála. Þessum óskum var ekki
sinnt af hálfu bæjarráðs.
Fóstrur segja
upp störfum
1. desember 1978 fylgdu fóstrur
kröfum sínum eftir og sendu þær
allar inn uppsagnarbréf sín. Bæj-
arráð sinnti þessum uppsögnum
ekki, sem lýsir sér best í því að þeim
var ekki framlengt. Samkvæmt því
rann uppsagnarfrestur þeirra út 1.
mars 1979 og gerðu þær ráð fyrir
því að leggja þá niður störf. Þegar
vika var til stefnu kallaði bæjarráð
fóstrur til viðræðna. Þar var að
lokum fallist á yfirlýsingu svo
hljóðandi:
Yfirlýsing
„Þær uppsagnir fóstra í Kópa-
vogi, dagsettar 1. des. 1978 og kváðu
á um lausn frá störfum 1. mars nk.,
skulu framlengjast í allt að 4 vikur
fram yfir undirskrift kjarasamn-
ings sem taki gildi frá 1. júlí 1979. Á
þeim tíma munu fóstrur ákveða
hvort uppsagnirnar verði dregnar
til baka eða öðiist gildi fyrirvara-
laust.
Ákvæði 15. gr. reglna um réttindi
og skyldur starfsmanna Kópavogs-
kaupstaðar, varðandi rétt bæjar-
ráðs til framlengingar uppsagnar-
frests, gilda ekki fyrir ofangreinda
framlengingu uppsagnanna frá 1.
des. 1978. Bæjarráði er ljóst, að
uppeldislegt starf á barnaheimilun-
um krefst undirbúnings af hálfu
fóstra og fer þess á leit við fóstrur
að þær sinni undirbúningsstörfum
sínum áfram eins og verið hefur.
Nánar verður kveðið á um fjölda
undirbúningstíma og stytta við-
veruskyldu á deild í næstu kjara-
samningum.
Kóp. 20. fcbr. 1979.
Þessa yfirlýsingu undirrituðu eft-
irfarandi fyrir hönd bæjarráðs:
Björgvin Sæmundsson, Richard
Björgúlfsson, Gtftni Stefánsson,
Björn Ólafsson, Jóhann H. Jónsson,
Guðmundur Oddsson."
Fóstrur túlka þessa yfirlýsingu á
þann veg að undirbúningstími
fóstra var viðurkenndur og að
bæjarráði beri að greiða fóstrum
mismun á launum frá 1. júlí 1979,
en þá voru kjarasamningar lausir.
Samningar dragast
á langinn
Þegar samningar voru lausir í
júlí 1979, féllst BSRB á tillögu
ríkisstjórnarinnar að fresta gerð
kjarasamninga.
Þegar samningaviðræður fóru
svo í gang sl. sumar, varð starfs-
mannafél. ríkisstofnana fyrst til að
semja. Kröfur fóstra voru að byrja í
13. lfl., fá starfsaldur metinn til
launaflokkshækkunar og fá viður-
kenndan undirbúningstíma. Ríkis-
fóstrur voru undanskildar í samn-
ingi SFR við fjármálaráðuneytið og
ákveðið að þær fylgdu Reykjavík-
urfóstrum.
Fóstrur í Reykjavík fengu í sér-
kjarasamningi grunnröðun í 11. lfl.
og hækkun í 12. lfl. eftir 12 ár.
Undirbúningstími var ákveðinn
u.þ.b. 1 klst. á viku pr. fóstru.
Kópavogsfóstrur fengu svo grunn-
röðun í 12. lfl. og 2 klst. á viku í
undirbúning pr. fóstru. Fóstrur
hafa þvi hvorki fengið grunnröð-
un i 13. lfl. né viðurkennt „príl“.
Sérkjarasamningi
í Kópavogi hafnað
Þegar ljóst varð í samninganefnd
starfsmannafél. Kópavogs að úti-
lokað yrði að ná fram prílreglu til
handa fóstrum, þá var ákveðið að
ganga til samninga, þrátt fyrir allt,
en leggja síðan samninginn fyrir
fóstrur til umfjöllunar eins og
yfirlýsingin frá 20. febr. ’79 gerir
ráð fyrir.
Fóstrur samþykktu einróma að
hafna þessum samningi þar sem
ekkert príl hefði fengist inn og var
þessi ákvörðun tilkynnt bæjarráði
formlega strax hinn 3. febr. sl.
Fóstrur ganga út
Þann 9. febr. sl. óskuðu fóstrur
eftir viðræðum við bæjarráð. Þær
viðræður sigldu í strand 20. febr. sl.
þegar bæjarráð neitaði alfarið að
ræða möguleika á príli, en bauð í
staðinn fasta launauppbót við 12.
lfl. sem næmi mismun á 12. og 13.
lfl.
Þessu vilja fóstrur ekki una, því
ef bæjarráð er tilbúið að greiða
fóstrum laun skv. 13. lfl. þá hlýtur
bæjarráð að geta viðurkennt
grunnröðun fóstra í 13. lfl.
Það skal tekið sérstaklega fram,
að fóstrur hafa ekki sérstaka full-
trúa í samninganefnd, þeir sem
starfa í samninganefnd starfs-
mannafél. Kópavogs, eru kjörnir af
öllu starfsmannafél. en ekki af
einstökum hópum innan þess og því
ber fulltrúum í samn.nefnd að
hugsa um hagsmuni allra í félaginu
en ekki hagsmuni sinnar starfs-
greinar.
Dr. Jóhannes Nordal:
Athugasemd
Nokkur ónákvæmni og mis-
skilningur kemur fram í um-
mælum, sem eftir mér eru höfð í
Morgunblaðinu á sunnudag um
Sultartangavirkjun. Er því
ástæða til þess að gera grein
fyrir nokkrum meginatriðum
varðandi stöðu þessa máls.
Unnið hefur verið undanfarið
að áætlunum um þrjár stórvirkj-
anir, Sultartangavirkjun,
Blönduvirkjun og Fljótsdals-
virkjun. Ekki liggja enn fyrir
nákvæmar kostnaðaráætlanir
um þessar þrjár virkjanir, svo að
ekkert verður fullyrt á þessu
stigi um það, hver þeirra er
ódýrust miðað við framleiðslu-
getu. Hagkvæmni virkjunar fer
einnig eftir því, hve vel stærð
hennar hæfir þeim markaði, sem
henni er ætlað að þjóna. Það er
því misskilningur, sem fram
kemur í fréttinni á sunnudag, að
ég hafi fullyrt, að Sultartanga-
virkjun sé ódýrasti virkjunar-
kosturinn, sern nú er völ á.
Hins vegar liggur ótvírætt
fyrir, að undirbúningur Sultar-
tangavirkjunar er lengst á veg
kominn af þessum þremur val-
kostum, og því er hægt að byrja
á byggingu hennar fyrr. Auk
þess er Sultartangavirkjun mun
minni framkvæmd en Blöndu-
virkjun og Fljótsdalsvirkjun, svo
að byggingartími getur verið
styttri, enda aðstæður allar
mjög þægilegar, þar sem virkj-
unarstaðurinn er í næsta ná-
grenni Búrfellsvirkjunar og
Hrauneyjafossvirkjunar. Af
þessu leiðir, að hægt er að ljúka
Sultartangavirkjun mun fyrr en
hinum virkjununum, sem í und-
irbúningi eru. Ef ákvörðun verð-
ur tekin fljótlega, á Sultartanga-
virkjun að geta komizt í gagnið
fyrir árslok 1985.
Ef þessi leið verður valin, yrði
hægt að halda áfram fram-
kvæmdum við Sultartanga í
beinu framhaldi Hrauneyjafoss-
virkjunar, en í því felst bæði
mikil hagkvæmni og atvinnuör-
yggi fyrir þann fjölda manna,
sem að staðaldri vinnur við
virkjunarframkvæmdir. Einnig
mundi bygging Sultartanga-
virkjunar skapa svigrúm til þess
að auka verulega sölu á raforku
til iðnaðar þegar á árinu 1983, en
það mundi einnig hafa hagstæð
áhrif á atvinnuöryggi og hagvöxt
á næstu árum. Reyndar er full
ástæða til að leggja áherzlu á
það, að ekki eru rök fyrir því að
byggj a Sultartangavirkjun
svona fljótt nema fyrirhugað sé
að nota verulegan hluta orkunn-
ar, sem frá henni fæst, til aukins
iðnaðar.
Að lokum finnst mér rétt að
leggja áherzlu á það, að í flýt-
ingu Sultartangavirkjunar
ásamt uppbyggingu orkufreks
iðnaðar, sem notar svipað
orkumagn og hún framleiðir, er
alls ekki verið að taka ákvörðun
um frestun stórvirkjunar í öðr-
um iandshlutum, hvort sem er
Blönduvirkjun eða Fljótsdals-
virkjun. Annarrar stórvirkjunar
yrði eftir sem áður þörf á
árunum 1987—88, en um það
leyti ætti önnur hvor þessara
stóru virkjana að geta hafið
framleiðslu. Það sem hér er um
að tefla er því ekki valið á milli
Sultartangavirkjunar eða virkj-
unar annars staðar á landinu,
heldur eingöngu hvort. menn
vilja hraða nýtingu vatnsork-
unnar, svo sem aðstæður leyfa
og auka um leið orkufrekan
iðnað og atvinnuuppbyggingu,
sem honum fylgir.
Hjörleifur Guttormsson:
Athugasemd
Vegna ummæla sem höfð eru
eftir Steingrími Hermannssyni
sjávarútvegsráðherra og Jó-
hannesi Nordal stjórnarfor-
manni Landsvirkjunar í Morg-
unblaðinu 21. og 22. febrúar sl.
um Sultartangavirkjun sem
æskilega næstu virkjun fyrir
landskerfið á eftir Hrauneyja-
fossvirkjun vil ég taka fram
eftirfarandi:
Stjórnarsáttmáli núverandi
ríkisstjórnar gerir ráð fyrir að
stefnt sé að því „að næsta
virkjun vegna landskerfisins
verði utan eldvirkra svæða". Að
undirbúningi þessa stefnumiðs
hefur markvisst verið unnið á
því ári, sem ríkisstjórnin hefur
starfað og gert ráð fyrir því að
ákvörðun um næstu virkjun
verði tekin innan fárra mánaða.
Öllum er að ríkisstjórninni
standa, svo og almenningi, er
ljóst, að stefnt er að því að
næsta virkjun rísi utan Suður-
lands, og að Sultartangavirkjun
er innan svæðis, þar sem eld-
virkni hefur gætt á nútíma auk
j arðskj álftahættu.
Alltof lítið hefur verið gert af
því að dreifa virkjunum okkar
með tilliti til öryggissjónar-
miða. Með samtengingu orku-
veitusvæða landsins á undan-
förnum árum og undirbúningi
að virkjunum utan Landsvirkj-
unarsvæðisins hafa skapast for-
sendur til að ná þessu mark-
miði. Þrátt fyrir tímabundinn
orkuskort nú í vetur er ekki
ástæða til að álykta, að hverfa
þurfi frá ofangreindu stefnu-
miði ríkisstjórnarinnar. Unnt
er að tryggja með hagkvæmu
móti orkuöflun fyrir landskerf-
ið fram til ársins 1987, en þá
getur 1. áfangi nýrrar virkjunar
utan Suðurlands komist í gagn-
ið og jafnvel ári fyrr, ef brýn
þörf er talin á. Er þá haft í
huga, að auk Hrauneyjafoss-
virkjunar með 210 MW afli
verði byggð stífla við Sultar-
tanga til að draga úr ísvanda-
málum við Búrfell og til komi
allt að fjórar nýjar vatnaveitur
til Þórisvatnsmiðlunar, áður en
næsta virkjun kæmi í gagnið.
Þær aðgerðir eru af Landsvirkj-
un taldar auka orkuvinnslugetu
í landskerfinu um 400—500
GWh á ári (Sultartangastífla
150 GWh, veitur að Þórisvatni
320 GWh).
Eftir að Hrauneyjafossvirkj-
un er komin í gagnið að fullu er
orkuvinnslugeta landskerfisins
talin verða 4000 GWh, þótt ekki
sé reiknað með neinni fram-
leiðslu frá Kröfluvirkjun. Eftir
ofangreindar aðgerðir til við-
bótar á Þjórsár-Tungnársvæð-
inu er orkuvinnslugetan orðin
um 4500 GWh á ári.
Samkvæmt fyrirliggjandi
drögum að nýrri orkuspá frá
Orkuspárnefnd nægir það
orkuframboð með núverandi
stóriðju að fullu meðtalinni
fram til ársins 1989, og fyrir
aflþörf er einnig séð til sama
tíma (737 MW). Eg tel nauðsyn-
legt að menn læri af reynslu
þessa vetrar og í ofangreindri
framleiðslugetu er miðað við
fremur léleg vatnsár til 1987 og
Kröfluvirkjun ekki tekin með
inn í dæmið vegna þess óvissu-
ástands, sem enn ríkir um þá
virkjun.
Af þessu má ljóst vera, að
auðvelt er að ná endum saman
með nýja virkjun, sem kæmist í
gagnið 1987, jafnvel þótt um
einhverja aukningu væri að
ræða í sölu til orkufreks iðnað-
ar.
50% stækkun álversins er
hins vegar ekki inni í þeirri
mynd, enda vænlegra að mcnn
sjái fram á skikkanlegt endur-
gjald fyrir orkusölu til þess
fyrirtækis í núverandi mynd,
áður en farið er að tæpa á slíku.
Formaður Framsóknar-
flokksins, Steingrímur Her-
mannsson, gefur í skyn, að
óeðlilegur dráttur hafi orðið á
ákvörðun um næstu virkjun.
Það er misskilningur hjá hon-
um að ákvörðun fyrr á starfs-
tíma þessarar ríkisstjórnar um
Fljótsdalsvirkjun eða Blöndu-
virkjun hefði einhverju breytt
um undirbúning þeirra. Þar
hefur þvert á móti verið hert á
eftir föngum þannig að senn
verður tímabært að taka
ákvarðandi á málum, og það er
unnt að gera án þess að hvika
frá stefnumiðum ríkisstjórnar-
innar um virkjun utan eld-
virkra svæða.
Ummæli Steingríms munu
vekja undrun margra, en hitt
gegnir ekki síður furðu að
stjórnarformaður Landsvirkj-
unar skuli telja sér henta, að
beita ummælum hans fyrir
vagn sinn og staðhæfa í leiðinni
að Sultartangavirkjun sé „ódýr-
asti virkjunarkosturinn", og þá
miðar hann væntanlega við
verð á orkueiningu. Fullyrðing í
þá átt, er hins vegar reist á
hæpnum forsendum og ekki í
samræmi við þá útreikninga,
sem ég hef séð. Ég hefði einnig
vænst þess að stjórnarformaður
Landsvirkjunar vildi líta út
fyrir þrengstu hagsmuni þess
fyrirtækis sem hann er mál-
svari fyrir og leggjast á sveif
með þeim, sem byggja vilja upp
traust raforkuöflunarkerfi fyrir
landið allt.
Sem betur fer eru blaðaum-
mæli ekki ákvarðandi og allir
eiga leiðréttingu orða sinna og
viðhorfa. Senn reynir á, að
menn hefji sig upp úr því fari
að beisla nær eingöngu vatns-
föll í einum landshluta með
þeirri áhættu og órétti sem
slíku fylgir fyrir þjóðarhag.
Öflugar virkjanir eystra og
nyrðra munu gjörbreyta að-
stæðum í raforkukerfi lands-
manna. En það þýðir ekki að
horfið verði frá frekari virkjun-
um á Suðuriandi, þótt eðlilegt
sé að áherslur flytjist annað um
sinn.
Með þökk fyrir birtinguna,
Hjörleifur Guttormsson.