Morgunblaðið - 24.02.1981, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
41
Ritar endur-
minningar
+ BRESKI stjórnmálamaður-
inn, þingmaðurinn og fyrrum
forsætisráðherra í bresku
Verkamannaflokksstjórninni,
James Callaghan, var nýlega á
ferðalagi í Singapore. — Þar
sagði hann pressunnar fólki
frá því að hann hyggðist setj-
ast niður og setja á blað
endurminningar sínar og þá
myndi hann styðjast við
stjórnmálastörf sín í Verka-
mannaflokknum um 36 ára
skeið. Hann kvaðst hafa tryggt
sér útgefanda að endurminn-
ingunum. Callaghan, sem var í
nokkra daga opinberri heim-
sókn til Singapore, ásamt konu
sinni Audrey, bætti því við, er
hann ræddi um væntanlega
bók sína, að þar myndi hann
trúlega segja frá ýmsum við-
kvæmum málum.
Meö húrrahróp-
um og kurteisi
+ Á Orlyflugvelli í París. Þangað kom hinn skeleggi forseti
Egyptalands fyrir skömmu í heimsókn. Á flugvellinum var tekið á
móti honum með húrrahrópum og kurteisi. Þeir sjást hér takast í
hendur Anwar Sadat Egyptalandsforseti og Giseard d'Estaing
Frakklandsforseti. meðan ektakvinnur þeirra fallast í faðma og
heilsast að miklum innileik. Sadat kom viðar við i þessari för sinni til
Vesturlanda. Vakti ferð hans umtalsverða athygli og það sem
blaðamenn höfðu eftir honum t.d. á sviði alþjóðamála.
Bók um skólastof una
ÚT ER komin bókin Skóiastofan.
Umhverfi til náms'og þroska.
Höfundur er Ingvar Sigurgeirs-
son námsstjóri. Bókin hefur und-
irtitilinn Handbók fyrir kennara
og kennaranema. og er hin sjötta
i Ritröð Kennaraháskóla íslands
og Iðunnar.
I bókinni eru reifaðar gamlar og
nýjar hugmyndir um skólastarf og
Frumvarp til
barnalaga
komið til
efri deildar
í NEÐRI deild í gær var
frumvarp til barnalaga, 5.
mál neðri deildar, tekið til
þriðju umræðu. Enginn
kvaddi sér hljóðs og var
frumvarpið síðan sam-
þykkt með 21 samhljóða
atkvæði og því vísað til efri
deildar alþingis.
bent á leiðir til að gera kennslu að
skapandi starfi. Er þar tekið mið
af kennslufræðilegum hugmynd-
um sem rutt hafa sér til rúms á
síðustu árum og eru kenndar við
opna skólann. Tilraunir með það
form hafa verið gerðar í nokkrum
skótum hérlendis á síðustu árum.
Höfundur bókarinnar mælir þó
ekki með að slíkt fyrirkomulag
verði notað einvörðungu, heldur
telur að rétt sé að fara milliveg
milli opins skóla og hefðbundinn-
ar kennslu, segir í frétt frá
útgefendum.
Bókin Skólastofan greinist í
fjóra aðalkafla sem skiptast svo
hver um sig í allmarga undirkafla.
Margar myndir og uppdrættir til
skýringar eru í bókinni, ennfrem-
ur ábendingar um námsgögn, at-
riðisorðaskrá og heimildaskrá.
Bókin er 128 blaðsíður. Prentrún
prentaði.
fHffrgtnt*
í Kaupmannahöf n
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
ÆVAR R. KVARAN
byrjar
FRAMSAGNARNÁMSKEIÐ
n.k. fimmtudag 26. þ.m.
Upplýsingar í síma 32175, eftir kl. 19.
SLOTTSLISTEN
Látiö okkur þétta fyrir yöur opnanlega glugga og
huröir meö SLOTTSLISTEN-innfræstum þéttilistum
og lækkið meö þvi hitakostnað.
4
Olafur Kr. Sigurðsson hf.
Tranavogi 1, sími 83618 — 83499